Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-2.apríl1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRN ARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Krafa lands- hlutasamtaka Þegar formenn fjögurra stjórnmálaflokka komu sér saman um breytingar á stjórnarskrá og kosninga- fyrirkomulagi, þar sem kosningaréttur verður jafn- aður frá því sem verið hefur, fylgdi yfirlýsing sem hljóðaði svo: „að beita sér fyrir aukinni valddreif- ingu og virkara lýðræði samhliða afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsforræði og þannig verði völd og áhrif lands- manna í þeirra eigin málum aukin, óháð búsetu þeirra. Jafnframt munu þingflokkarnir beita sér fyr- ir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna, þar sem mismununar vegna búsetu gætir helst." Á sameiginlegum fundi formanna og fram- kvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga nú nýlega voru stjórnmálaflokkarnir krafðir skýringa á því hvað fælist í þessari yfirlýsingu, hverjar aðgerð- irnar yrðu sem við er átt og hvernig og hvenær ráð- gert yrði að grípa til þeirra. í bréfi samstarfsnefndar samtakanna segir m.a. á þessa leið: „Landshlutasamtök sveitarfélaga hafa á hendi eins konar hagsmunagæslu sveitarfélag- anna, hvert á sínu svæði, og fólksins sem þar býr. Hafa þau reynt eftir föngum að treysta þar búsetu með ýmsum ráðum. Þó ekki megi efast um að þetta starf hafi komið að miklu gagni, þá hafa ýmsar að- gerðir og ákvarðanir, m.a. stjórnvaldaaðgerðir, orð- ið til þess að árangurs af þessu starfi gætir nú ekki í þeim mæli er nægi til vaxtar og viðgangs víða um landið, heldur kemur fyrst og fremst fram vaxtar- og búsetuaukning á suðvesturhorni landsins. Þeir sem standa að þessu bréfi líta á fyrrgreinda yfirlýsingu sem skilning viðkomandi stjórnmála- flokka á að væntanleg kjördæmabreyting muni geta haft þau áhrif, að nauðsyn sé sérstakra aðgerða til að vega þar á móti." Síðan segja bréfritarar nauðsynlegt að fá um það nánari fróðleik og staðfestingu á því hverjar þær að- gerðir séu sem við er átt og hvernig og hvenær ráð- gert sé að grípa til þeirra. „Það er því eindregin ósk formanna og fram- kvæmdastjóra þeirra, sem þetta bréf rita, að þeim verði gefinn kostur á viðræðum við formenn og/eða þingflokksformenn Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, til að hlýða á túlkun þeirra á áðurgreindri yfirlýsingu og skiptast við þá á skoðunum um hver nauðsyn er á aðgerðum til að koma í veg fyrir alvarlegri röskun byggðar en þegar er orðin." Undir þessa krofu rita forsvarsmenn sex lands- hlutasamtaka. Vonandi verður þetta til þess að stjórnmálamenn vakni af dvalanum og ætti þá einn- ig að geta verkað vekjandi að nýlega komu fram upplýsingar um að 85% allra nýrra starfa í landinu verða til á höfuðborgarsvæðinu. Úr skýrslu Fjórðungssambands Norðlendinga um byggingariðnað: Lágdeyða framundan Þegar kreppir að í hagkerfinu kemur það einna fyrst fram í hvers kyns þjónustugreinum og byggingastarfsemi. Frá byggingar- iðnaðinum heyrist um þessar mundir mikið ramakvein, enda alger lágdeyða framundan í flest- um þéttbýlisstöðum sem athugun Fjórðungssambandsins nær til. Á Hvammstanga hefur heldur fjölgað ársverkum í byggingariðn- aði. Orsakanna er að leita í byggingastarfsemi á vegum hins opinbera. Gegnumsneitt gildir um Norðurland í þessum efnum að hið opinbera hefur haldið byggingaframkvæmdum í gangi en einstaklingar hafa dregið verulega saman seglin. Á Hvammstanga var á árinu unnið við grunnskóla, heilsugæslustöð og 6 íbúðir í verkamannabú- stöðum. Framkvæmdir hafa þó legið niðri við grunnskólann frá 1. október. Veitt var leyfi fyrir byggingu eins einbýlishúss. Á Blönduósi er unnið við smíði heilsugæslustöðvar og end- ist það verkefni allt þetta ár. Staðið hefur yfir smíði á sex íbúðum í raðhúsi sem eru verka- mannabústaðir en því verki er að ljúka um þessar mundir. Þá eru tvö trésmíðaverkstæði að flytja inn í nýgert húsnæði svo ljóst er á öllu að flest þau verkefni sem veitt hafa vinnu undanfarið gera það ekki áfram. Veitt var leyfi til bygginar einbýlishúss á einni lóð á árinu 1983. Á Skagaströnd er ákaflega dauflegt ástand í byggingariðnaði eftir að lokið var smíði 14 íbúða í verkamannabústöðum snemma á árinu 1983 og smíði skólabygg- ingar á árinu 1982. Þó hefur við- haldsstarfsemi enn haldið ástand- inu viðunandi en ekki er búist við að hún ein dugi þegar fram í sækir. Á Sauðárkróki er ástandið í þessum efnum með besta móti á Norðurlandi. Þar er verið að reisa 16 íbúða blokk og unnið er við smíði íþróttahúss og heima- vistar. Lokið er við að steypa grunn að vatnsátöppunarverk- smiðju en framhaldið er óvissu háð. Haldgóðar vonir um smíði steinullarverksmiðju vekja nokkra bjartsýni byggingar manna. Á Hofsósi er ástandið nú á sama tíma í fyrra og ræður þar mestu að hafist var handa við að smíða yfir Búnaðarbanka og skelvinnslu. Þá er nýlokið smíði tveggja íbúða í verkamannabú- staðakerfinu. Á Siglufírði er ástandið nú betra en á sama tíma fyrir ári síðan. Lokið er smíði grunns fyr- ir dvalarheimili aldraðra og verð- ur haldið áfram með bygginguna á þessu ári. Smíði heimilis fyrir þroskahefta og bensínstöðvar var í gangi í haust og að auki stendur yfir smíði tveggja íbúðarhúsa. Á Ólafsfirði er nýlokið smíði heilsugæslustöðvar og vinna stendur yfir við iðngarða. Þá mun Hraðfrystihúsið hafa í hyggju smíði stálgrindarhúss utan um beinaverksmiðju en að öðru leyti virðist fremur dökkt ástand fram- undan. Eitt íbúðarhús var í bygg- ingu á árinu 1983 á Ólafsfirði. Á Dalvík er tekið- að gæta niðursveiflu eftir miklar b'ygg- ingaframkvæmdir á 8. áratugnum en þá var m.a. byggt elliheimili, ráðhús, heilsugæsla og fiskhús. Á árinu 1983 var lokið við grunna að átta verkamannabústöðum, tveimur öðrum íbúðum og einni verslun en óvissa ríkir um fram- hald þessara framkvæmda. Á Akureyri er verið að ljúka við verkamannabústaði sem byrj- að var á 1982. Óvissa ríkir um áframhald Sjafnarbyggingar en haldið er áfram vinnu við Síðu- skóla. Þá hefur komið illa niður á byggingamönnum að minna fjár- magn hefur runnið til smíði Verkmenntaskólans en ráðgert var. Almennt er ástand þessara mála með svartasta móti á Akur- eyri, ekki síst þegar horft er fram á veginn. Á Húsavfk er ástandið núna nokkuð svipað því sem verið hef- ur en þó getur brugðið til beggja vona á næstu mánuðum. Tólf verkamannaíbúðir eru í smíðum og stefnt er að því að vinna af krafti við byggingu íþróttahúss sem er að rísa af grunni en það er þó nokkuð bundið framlögum frá ríkinu. Á Raufarhöfn er ástandið svip- að og áður. Tvær íbúðir voru í smíðum á árinu 1983 og lokið við aðra þeirra en ekki er fyrirsjáan- legt að hafin verði smíði íbúða á Raufarhöfn á þessu ári. Á Þórshöfn er nýlokið við að gera byggingu á vegum hrað- frystistöðvarinnar fokhelda, enn- fremur stendur yfir smíði fjög- urra íbúða í verkamannabústaða- kerfinu. í heild einkennist ástandið í byggingariðnaði á Norðurlandi af óvissu. Einstaklingar eru hættir að ráðast í nýsmíði húsnæðis en í staðinn eru komnar félagslegar byggingaframkvæmdir. Orsakast þetta vafalaust af ýmsum þáttum m.a. minnkandi fjárhagsgetu ein- staklinga og verðtryggingu láns- fjármagns. ¦ ' . . ¦ ¦¦ .. . .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.