Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-2.apríM984 IVI Got Þeir Gottlieb Konráðsson frá Olafsfirði og Einar Ólafsson frá ísafirði berjast harðri baráttu um sigurinn í Bikarkeppni Skirtasambandsius í göngu. Fjölmörg göngumót hafa farið fram í vetur og er staða þeirra Einars og Gottiiebs þannig að báðir éru með 70 stig, Ein keppni er eftir í þessum bikar- ni oi n iii og er sú keppni á sjálfu Lands- mótinu sem háð verður í Hlíðarfjalli um páskana. Þar niunu úrslitin því ráðast. Næstu menn eru Jón Konráðsson frá Ólafsfirði raeð 46 stig, Þröstur Jóhannes- son ísafirði með 38 stig og Haukur Sig- urðsson Ólafsfirði með 36 stig. í kvemiallokki er staðan þannig að Guðrún Pálsdóttir Siglufirði er efst með 50 stig og María Jóhannsdóttir Siglufirði önnur með 40 stig. HI3IIC arar KA hefur eignast sína fyrstu íslandsmeist- ara í blaki, en það var 2. flokkur karlaliðs félagsins sem vann það afrek í úrslita- keppni í Reykjavík á dögunum að bera sigur úr býtum. Fimra Uð raættu til þessarar úrslita- keppni. Lið KA, Lauga, Þróttar N., Þróttar R. og Breiðabliks. I sjálfri keppn- inni urðu úrslit leikja KA þau að liðið vann Laugaliðið með 2:0 og einnig Breiðablik og Þrótt N, en tapaði hins veg- ar 1:2 fyrir Þrótti R. Virtist því sem Þróttur R. myndi verða sigurvegari í mótinu, en piltarnir frá Laugum voru ekki á því máli og unnu Þróttara með 2:1. Þurfti því hreinan úr- slitaleik mílli KA og Þróttar R. um tililiun og þá hafði KA sigur 2:1. Þess má geta að margir af KA-piItunum í 2. flokki hafa verið í meistaraflokksliði félagsins í 2. deild í vetur. Tveir íslandsmeistaratitlar í blaki eru því komnir til Norðurlands í vor, þvf Vöisungsstúlkurnar sigruðu glæsilega í meislat allokki kvenna. Þá eru úrslitin í 2. deild karla eftir, og þar mæta tvö lið úr Eyjafirði, Reynivík og KA og verður úr- slitakeppnin á Akureyri, Gudrún Pálsdóttir frá Sigluffrði er efst í kvennaftokkí. „Erfitt að hætta núna" - segir Ólaf ur Jensson formaður handknattleiksdeildar Þórs „Útlitið er óneitanlega bjart- ara í dag en það var áður og ég tel litlar líkur á því að við föriini að hætta með handholt- ann hjá Þór núna," sagði Ólaf- ur Jensson formaður hand- knattleiksdeildar Þórs er Dag- ur ræddi við hann um helgina. Eins og við skýrðum frá á dögunum mun hafa komið til tals að leggja niður handknattleikinn hjá Þór, og var það vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu deildarinnar. Síðan þá hefur það gerst að meistaraflokkslið karla vann sig upp í 2. deild með miklum glæsi- brag og það hefur gjörbreytt myndinni. „Það er ákaflega erfitt að hætta núna þegar karlaliðið er búið að vinna sig upp í 2. deild eftir þriggja ára veru í 3. deildinni og kvennaliðið búið að endurheimta sæti sitt í 1. deild," sagði Ólafur. Hann bætti því við að nú væri búið að skipa fjáröflunarnefnd sem væri þegar farin að ráðast að skuldahalanum. „Það verður einnig að finna menn til þess að taka við stjórn deildarinnar því við sem erum núna í stjórninni ætlum allir að hætta." KA fékk ekki stm — Gunnar Gíslason löglegnr með KR-ingum Ekki gekk sem best hjá hand- knattleiksliði KA um helgina er 2. Iiluti úrslitakeppni neðstu liðanna í 1. deild fór fram. Lið- ið tapaði öllum leikjum sínum, en ölluin reyndar með litlum mun. Fyrsti leikur KA-strákanna var gegn Prótti og vann Þróttur þar sigur, 26:24. Næst lék liðið gegn KR og tapaði 17:20 og loks unnu Haukar KA með 21 marki gegn 17. Önnur úrslit urðu þau að KR sigraði Hauka 29:23, Haukar unnu Þrótt 26:21 og Þróttur sigr- aði KR 26:20. Gunnar Gíslason - löglegur með' KR. Fyrir helgina var dæmt í kæru- máli Þróttar gegn KR en Þróttar- ar kærðu KR-inga fyrir að hafa notað Gunnar Gíslason eftir að hann hætti að spila knattspyrnu í Þýskalandi og kom heim. Vildu Þróttarar meina að Gunnar væri ólöglegur í handknattleiknum' hér heima og hefði Þróttur unnið kæruna hefði KR tapað 5 stigum. Þá hefði sú staða líka komið upp að úrslitakeppnirnar í 1. deild, bæði efstu og neðstu liðanna, væru ólöglegar því Þróttur hefði þá átt að vera í keppni efstu lið- anna en Stjarnan með botnliðun- um. En dómstóll Handknattleiks- sambandsins var á þeirri skoðun að Gunnar væri löglegur með KR. Staðan í neðri hluta 1. deild- arinnar er því þannig í dag að Þróttur er með 23 stig, KR með 21, Haukar 11 og KA rekur lest- ina með 3 stig. KA er því fallið í 2. deild og ekkert nema krafta- verk getur bjargað Haukum. Þeir yrðu að vinna alla 6 leikina sem þeir eiga eftir og KR að tapa öllum sínum leikjum. Vissulega langsóttur möguleiki: Það er því nokkuð ljóst að lið- in sem leika í 2. deild næsta vetur verða KA, Haukar, Fram, Grötta, HK, Ármann, Þór Ak. og annað hvort ÍR eða Fylkir. Fram og KA sigruðu Fram sigraði í karlaflokki og KA í kvennaflokki á opna KA- mótinu í blaki sem haldið var á Akureyri um helgina. í kvennaflokki léku 6 lið og varð röð þeirra efstu þannig að KA varð í fyrsta sæti, Eik í öðru sæti og 1. deildar lið Víkings í þriðja sætinu. í karlaflokki léku 10 lið í tveimur riðlum. Að riðlakeppn- inni lokinni léku síðan liðin um endanlega röð í mótinu og sigraði þá Fram Víking í úrslitaleik. Reynivík og KA léku síðan um 3. sætið og sigraði Reynivík í þeirri •viðureign. Þess má geta að Fram tapaði ekki nema einum leik í mótinu, en það var fyrir Skauta- félagi Akureyrar sem sigraði Fram 2:1. Úr leik KA og Fram í karlaflokki. Sigurður Pálsson varð íslandsmeistari í þyngri flokknum. íslandsmót 21 árs c Akureyrii í þremur efs - í þyngri flokknum - Reykvi Fyrsta íslandsmótið í vaxtar- Reykjavíkur var háð um helg- rækt sem haldið er utan ina á Akureyri, en það var Is-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.