Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 7
2.apríl1984-DAGUR-7 Unglingameistaramót í skíðaíþróttum Akureyringar hlutu flest gullverðlaun Unglingameistaramót í skíða- íþróttum var háð á Siglufirði um helgina. Þar mættu til leiks 174 keppendur víðs vegar af landinu og stóð keppnin yfir frá föstudegi tíl sunnudags- kvölds. Keppt var í göngu í Hólsdal en í stökki og alpa- greinum í Skarðsdal. Mótið var í umsjón heimamanna og var framkvæmd þess í alla staði mjög góð. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Stórsvig drengja 15-16 ára: 1. Björn B. Gíslason A 105,42 2. Brynjar Bragason A 107,70 3. Þór Jónsson A 108,46 Stórsvig stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 100,97 2. Snædís Úlriksdöttir R 101,91 3. Guðrún Alfreðsdóttir S 103,20 Svig stúlkna 13-14 ára: 1. Gerður Guðmundsd. ÚÍA 100,62 2. Fjóla Guðnadóttir Ó 105,02 3. Guðbjörg Ingvarsdóttir í 105,37 Svig drengja 13-14 ára: 1. Valdimar Valdimarss. A 103,27 2. Kristinn Svanbergss. A 103,79 3. Sigurbjörn Ingvarss. f 104,57 s og yngri í vaxtarrækt: ingar voru fstu sætunum fkvíkingar grimmir í léttari flokki helg- ar Is- landsmót fyrir 21 árs og yngri. Var keppt í tveimur flokkum karla, í öðrum voru þeir sem voru léttari en 70 kg en þeir sem voru þyngri voru í hinum flokknum. Keppnin fór fram í Dynheim- um og þar mættu hátt í 200 áhorf- endur til þess að fylgjast með keppendum spenna vöðva sína. Var hörð keppni í báðum flokk- unum en úrslitin urðu þau að Júl- íus Ágúst Guðmundsson Reykja- vík sigraði í léttari flokknum. Annar varð ' Gestur Helgason Reykjavík og Björn Broddason Akureyri þriðji. Betur gekk hjá norðan- mönnum í þyngri flokknum því þar röðuðu þrír Akureyringar sér í efstu sætin. Sigurvegari varð Sigurður Pálsson, Jón Knútsson varð annar og Einar Guðmann þriðji. Akureyringar hlutu flest gull- verðlaun á Unglingameistara- móti íslands í skíðaíþróttum sem fram fór á Siglufirði um helgina. Akureyringar geta þakkað þetta mjög góðri frammistöðu þeirra Guðrúnar H. Kristjáns- dóttur og Björns B. Gíslasonar, en bæði unnu þau þrefaldan sigur í sínum flokkum, 15-16 ára flokkum. Þau unnu í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni. Þá vann Valdimar Valdimarsson Akur- eyri tvöfaldan sigur í flokki 13-14 ára, vann svig og alpatvíkeppni. Alls hlaut Akureyri 9 gullverð- laun sem var meira en helmingi meira en þeir staðir sem næst komu, en það voru Ólafsfjörður og ísafjörður með 4 gullverð- laun. Næst kom Siglufjörður með þrenn, þá Reykjavík og ÚÍA með tvenn og Húsavík hlaut ein verðlaun. Eins og venjulega eru verðlaun Akureyringa í alpa- greinum en bæði Ólafsfjörður og Siglufjörður vinna sína sigra í norrænu greinunum þar sem keppendur frá þessum stöðum eru nær einráðir. Ganga stúlkna 13-15 ára: (gengnir voru 2,5 km) 1. Ósk Ebenesardóttir í 11,36 2. Auður Ebenesardóttir- f 11,41 3. Harpa Jónsdóttir Ó 12,46 Ganga drengja 13-14 ára: (gengnir vpru 5 km) 1. Magnús Erlingsson S 17,22 2. Óskar Einarsson S 18,21 3. Sveinn Traustason F 19,11 Ganga drengja 15-16 ára: (gengnir voru 7,5 km) 1. Ólafur Valsson S 26,19 2. Ingvi Óskarsson Ó 26,25 3. Baldvin Kárason S 26,27 Stórsvig drengja 13-14 ára: 1. Ólafur Sigurðsson í 97,75 2. Kristinn Grétarsson f 101,52 3. Valdimar Valdimarsson A 101,98 Stórsvig stúlkna 13-14 ára: 1. Ásta Halldórsdóttir í 99,38 2. Pórdís Fjölnisdóttir R 99,47 3. Gerður Guðmundsd. ÚÍA 99,66 Svig drengja 15-16 ára: 1. Björn B. Gíslason A 90,51 2. Guðmundur Sigurjónsson A 91,62 3. Kristján Valdimarsson R 94,33 Svig stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 97,66 2. Snædís Úlriksdóttir R 98,76 3. Kristín Ólafsdóttir R 100,69 Stökk drengja 15-16 ára: 1. Randver Sigurðsson Ó 230,4 2. Ólafur Björnsson Ó 211,6 3. Sigurgeir Svavarsson Ó 136,5 Stökk drengja 13-14 ára: 1. Jón Árnason Ó 190,6 2. Hafþór Hafþórsson S 172,3 3. Magnús Erlingsson S 145,0 Norræn tvíkeppni 13-14 ára: 1. Magnús Erlingsson S 514,30 2. Óskar Einarsson S 495,15 Norræn tvíkeppni 15-16 ára: 1. Ólafur Björnsson Ó 524,77 2. Sigurgeir Svavarsson Ó 422,21 3. Randver Sigurðsson Ó 372,59 Alpatvíkeppni drengja 15-16 ára: 1. Björn B. Gíslason A 0,00 2. Kristján Valdimarsson R 60,83 3. fvar Valsson A 64,51 Alpatvíkeppni stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 0,00 2. Snædís Úlriksdóttir R 15,96 3. Kristín Ólafsdóttir R 58,52 Alpatvíkeppni drengja 13-14 ára: 1. Valdimar Valdimarsson A 33,03 2. Bjarni Pétursson f 55,49 3. Kristinn Svanbergss. A 57,47 Alpatvíkeppni stúlkna 13-14 ára: 1. Gerður Guðmundsd. ÚÍA 5,19 2. Ásta Halldórsdóttir í 40,17 3. Guðbjörg Ingvarsdóttir í 41,13 í flokkasvigi stúlkna 13-14 ára sigraði Reykjavík, í flokkasvigi drengja 15-16 ára sigraði Húsavík, í flokkasvigi drengja 13-14 ára sigr- aði Reykjavík og í flokkasvigi stúlkna 15-16 ára sigraði Akureyri. í boðgöngu stúlkna 13-15 ára sigraði ísafjörður, í boðgóngu drengja 13-14 ára sigraði Siglufjörð- ur og í boðgöngu 15-16 ára drengja sigraði Ólafsfjörður. Guðrún H. Kristjánsdóttir sigraði þrefalt. - Sjá frétt neðar á síðunni. „Duffield á leiðinni" „Ég veit ekki annað en að Mark Duffield sé á leið til okkar, það var rætt við hann sl. föstudag og þá sagðíst hann vera að pakka niður," sagði Stefán Gunn- iaugsson formaður knattspyrnu- deildar KA er við ræddum við liann. Þær sögusagnir komust á kreik í síðustu viku að Mark væri hættur við að leika með KA í sumar og ætlaði sér að vera áfram á Sigiufirði. Þetta mun að sögn Stefáns Gunn- laugssonar ekki hafa við rök að styðjast. „Við vitum ekki annað en að Mark sé að koma hingað, hann hefur tilkynnt félagaskipti í KA og ætlar með liðinu í æf- ingaferðina til Ipswich nú í apríl." Akureyrarmót í kraftlyftingum: fifi Akureyri með flest gullin „Bangsinn mætir Úrsusi Akureyrarmótið í kraftlyfting- um verður haldið í Dynheim- um nk. laugardag. Allir bestu kraftlyftingamenn Akureyrar verða meðal þátttakenda og auk þess koma góðir gestir úr Reykjavík á mótið. Það verður án efa hörkukeppni í öllum flokkum en líklega munu átök jötnanna Víkings Trausta- sonar, heimskautabangsa og Hjalta Úrsusar Árnasonar, sem keppir sem gestur á mótinu, bera hvað hæst. Báðir keppa í 125 kg flokki og verður keppni þeirra hér góð vísbending um hvernig kapparnir standa fyrir íslands- mótið sem haldið verður í lok april. Hjalti átti nýlega góðar til- raunir við nýtt heimsmet ungl- inga í réttstöðulyftu og hver veit nema þetta met falli í Dynheim- um á Akureyri. Víst er að báðir kapparnir munu lyfta vel yfir 800 kg á mótinu. Af öðrum keppendum má nefna Sverri Hjaltason sem nefndur hefur verið „lakkrísinn" meðal kraftlyftingamanna. Sverr- ir hefur ákveðið að keppa fyrir Akureyri í framtíðinni og verður skemmtilegt að fylgjast með keppni hans og Flosa Jónssonar í 90 kg flokki. Þá má nefna að bæði Kári Elí- son og Freyr Aðalsteinsson eru í hörkuformi um þessar mundir og líklegir til afreka og ekki má gleyma Jóhannesi Hjálmarssyni og hinum unga og efnilega kraft- lyftingamanni Helga Eðvarðssyni sem vex með hverri raun. -ESE. „Heimskautsbangsinn" nærir sig milli atriða í keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.