Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 2. apríl 1984 2. apríl 1984-DAGUR-7 deild karla eftir, og þar mæta tvo lið ur Eyjafírði, Reynivík og KA og verður úr- slitakcppnin á Akureyri. m Gottliebs Þeir Gottlieb Konráðsson frá Ólafsfírði og Einar Ólafsson frá ísafirði berjast harðri baráttu um sigurinn í Bikarkeppni Skíðasambandsins í göngu. Fjölmörg göngumót hafa farið fram í vetur og er staða þeirra Einars og Gottliebs þannig að báðir eru með 70 stig. Ein keppni er eftir í þessum bikar- mótum og er sú keppni á sjálfu Lands- mótinu sem háð verður í Hlíðarfjalli um páskana. Þar munu úrslitin því ráðast. Næstu menn eru Jón Konráðsson frá Ólafsfírði meö 46 stig, Þröstur Jóhannes- son ísafiröi með 38 stig og Haukur Sig- urðsson Ólafsfírði með 36 stig. í kvennaflokki er staðan þannig að Guðrún Pálsdóttir Siglufirði er efst með 50 stig og María Jóhannsdóttir Siglufirði önnur með 40 stig. Blak: Fyrstu meist- KA hefur eignast sína fyrstu íslandsmeist- ara i blaki, en það var 2. flokkur karlaliðs fclagsins sem vann það afrck í úrslita- keppni í Reykjavík á dögunum að bera sigur úr býtum. Fimm lið mættu til þessarar úrslita- kcppni. Lið KA, Lauga, Þróttar N., Þróttar R. og Breiðabliks. í sjálfri keppn- inni urðu úrslit leikja KA þau að liðið vann Laugaliðið með 2:0 og einnig Breiðablik og Þrótt N. en tapaði hins veg- ar 1:2 fyrir Þrótti R. Virtist því sem Þróttur R. myndi verða sigurvcgari í mótinu, en piltarnir frá Laugum voru ekki á því máli og unnu Þróttara með 2:1. Þurfti því hreinan úr- slitaleik milli KA og Þróttar R. um titilinn og þá hafði KA sigur 2:1. Þess má geta að margir af KA-piltunum í 2. flokki hafa verið í meistaraflokksliði félagsins í 2. deild í vetur. Tveir íslandsmeistaratitlar í blaki eru því komnir til Norðurlands í vor, því Völsungsstúlkurnar sigruðu glæsilega í meistaraflokki kvenna. Þá eru úrslitin í 2. Guðrún Pálsdóttir frá Sigluflrði er efst í kvennaflokki. „Erfitt að hætta núna“ - segir Ólafur Jensson formaður handknattleiksdeildar Þórs „Útlitið er óneitanlega bjart- ara í dag en það var áður og ég tel litlar líkur á því að við förum að hætta ineð handbolt- ann hjá Þór núna,“ sagði Ólaf- ur Jensson formaður hand- knattleiksdeildar Þórs er Dag- ur ræddi við hann um helgina. Eins og við skýrðum frá á dögunum mun hafa komið til tals að leggja niður handknattleikinn hjá Þór, og var það vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu deildarinnar. Síðan þá hefur það gerst að meistaraflokkslið karla vann sig upp í 2. deild með miklum glæsi- brag og það hefur gjörbreytt myndinni. „Það er ákaflega erfitt að hætta núna þegar karlaliðið er búið að vinna sig upp í 2. deild eftir þriggja ára veru í 3. deildinni og kvennaliðið búið að endurheimta sæti sitt í 1. deild,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að nú væri búið að skipa fjáröflunarnefnd sem væri þegar farin að ráðast að skuldahalanum. „Það verður einnig að finna menn til þess að taka við stjórn deildarinnar því við sem erum núna í stjórninni ætlum allir að hætta.“ KA fékk ekki stig — Gunnar Gíslason löglegur með KR-ingum Ekki gekk sem best hjá hand- knattleiksliði KA um helgina er 2. hluti úrslitakeppni neðstu liðanna í 1. deild fór fram. Lið- ið tapaði öllum leikjum sínum, en öllum reyndar með litlum mun. Fyrsti leikur KA-strákanna var gegn Þrótti og vann Þróttur þar sigur, 26:24. Næst lék liðið gegn KR og tapaði 17:20 og loks unnu Haukar KA með 21 marki gegn 17. Önnur úrslit urðu þau að KR sigraði Hauka 29:23, Haukar unnu Þrótt 26:21 og Þróttur sigr- aði KR 26:20. Gunnar Gíslason - löglegur meö KR. Fyrir helgina var dæmt í kæru- máli Þróttar gegn KR en Þróttar- ar kærðu KR-inga fyrir að hafa notað Gunnar Gíslason eftir að hann hætti að spila knattspyrnu í Þýskalandi og kom heim. Vildu Þróttarar meina að Gunnar væri ólöglegur í handknattleiknum' hér heima og hefði Þróttur unnið kæruna hefði KR tapað 5 stigum. Þá hefði sú staða líka komið upp að úrslitakeppnirnar í 1. deild, bæði efstu og neðstu liðanna, væru ólöglegar því Þróttur hefði þá átt að vera í keppni efstu lið- anna en Stjarnan með botnliðun- um. En dómstóll Handknattleiks- sambandsins var á þeirri skoðun að Gunnar væri löglegur með KR. Staðan í neðri hluta 1. deild- arinnar er því þannig í dag að Þróttur er með 23 stig, KR með 21, Haukar 11 og KA rekur lest- ina með 3 stig. KA er því fallið í 2. deild og ekkert nema krafta- verk getur bjargað Haukum. Þeir yrðu að vinna alla 6 leikina sem þeir eiga eftir og KR að tapa öllum sínum leikjum. Vissulega langsóttur möguleiki: Það er því nokkuð ljóst að lið- in sem leika í 2. deild næsta vetur verða KA, Haukar, Fram, Grótta, HK, Ármann, Þór Ak. og annað hvort ÍR eða Fylkir. Fram og KA sigruou Fram sigraði í karlaflokki og KA í kvennaflokki á opna KA- mótinu í blaki sem lialdið var á Akureyri um helgina. í kvennaflokki léku 6 lið og varð röð þeirra efstu þannig að KA varð í fyrsta sæti, Eik í öðru sæti og 1. deildar lið Víkings í þriðja sætinu. í karlaflokki léku 10 lið í tveimur riðlum. Að riðlakeppn- inni lokinni léku síðan liðin um endanlega röð í mótinu og sigraði þá Fram Víking í úrslitaleik. Reynivík og KA léku síðan um 3. sætið og sigraði Reynivík í þeirri viðureign. Þess má geta að Fram tapaði ekki nema einum leik í mótinu, en það var fyrir Skauta- félagi Akureyrar sem sigraði Fram 2:1. Úr leik KA og Fram í karlaflokki. Sigurður Pálsson varð íslandsmeistarí í þyngri flokknum. Ungiingameistaramót í skíðaíþróttum Akureyringar hlutu flest gullverðlaun Unglingameistaramót í skíða- íþróttum var háð á Siglufirði um helgina. Þar mættu til leiks 174 keppendur víðs vegar af landinu og stóð keppnin yfir frá föstudegi til sunnudags- kvölds. Keppt var í göngu í Hólsdal en í stökki og alpa- greinum í Skarðsdal. Mótið var í umsjón heimamanna og var framkvæmd þess í alla staði mjög góð. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Stórsvig drengja 15-16 ára: 1. Björn B. Gíslason A 105,42 2. Brynjar Bragason A 107,70 3. Þór Jónsson A 108,46 Stórsvig stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 100,97 2. Snædís Úlriksdóttir R 101,91 3. Guðrún Alfreðsdóttir S 103,20 Svig stúlkna 13-14 ára: 1. Gerður Guðmundsd. ÚÍA 100,62 2. Fjóla Guðnadóttir Ó 105,02 3. Guðbjörg Ingvarsdóttir í 105,37 Svig drengja 13-14 ára: 1. Valdimar Valdimarss. A 103,27 2. Kristinn Svanbergss. A 103,79 3. Sigurbjörn Ingvarss. f 104,57 Ganga stúlkna 13-15 ára: (gengnir voru 2,5 km) 1. Ósk Ebenesardóttir í 11,36 2. Auður Ebenesardóttir í 11,41 3. Harpa Jónsdóttir Ó 12,46 Ganga drengja 13-14 ára: (gengnir voru 5 km) 1. Magnús Erlingsson S 17,22 2. Óskar Einarsson s 18,21 3. Sveinn Traustason F 19,11 Ganga drengja 15-16 ára: (gengnir voru 7,5 km) 1. Ólafur Valsson S 26,19 2. Ingvi Óskarsson Ó 26,25 3. Baldvin Kárason S 26,27 Stórsvig drengja 13-14 ára: 1. Ólafur Sigurðsson í 97,75 2. Kristinn Grétarsson í 101,52 3. Valdimar Valdimarsson A 101,98 Stórsvig stúlkna 13-14 ára: 1. Ásta Halldórsdóttir í 99,38 2. Þórdís Fjölnisdóttir R 99,47 3. Geröur Guðmundsd. ÚÍA 99,66 Svig drengja 15-16 ára: 1. Björn B. Gíslason A 90,51 2. Guðmundur Sigurjónsson A 91,62 3. Kristján Valdimarsson R 94,33 Svig stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 97,66 2. Snædís Úlriksdóttir R 98,76 3. Kristín Ólafsdóttir R 100,69 Norræn tvíkeppni 15-16 ára: 1. Ólafur Björnsson Ó 524,77 2. Sigurgeir Svavarsson Ó 422,21 3. Randver Sigurðsson Ó 372,59 Alpatvíkeppni drengja 15-16 ára: 1. Björn B. Gíslason A 0,00 2. Kristján Valdimarsson R 60,83 3. ívar Valsson A 64,51 Alpatvíkeppni stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 0,00 2. Snædís Úlriksdóttir R 15,96 3. Kristín Ólafsdóttir R 58,52 Alpatvíkeppni drengja 13-14 ára: 1. Valdimar Valdimarsson A 33,03 2. Bjarni Pétursson í 55,49 3. Kristinn Svanbergss. A 57,47 Alpatvíkeppni stúlkna 13-14 ára: 1. Gerður Guðmundsd. ÚÍA 5,19 2. Ásta Halldórsdóttir í 40,17 3. Guðbjörg Ingvarsdóttir í 41,13 í flokkasvigi stúlkna 13-14 ára sigraði Reykjavík, í flokkasvigi drengja 15-16 ára sigraði Húsavík, í flokkasvigi drengja 13-14 ára sigr- aði Reykjavík og í flokkasvigi stúlkna 15-16 ára sigraði Akureyri. í boðgöngu stúlkna 13-15 ára sigraði ísafjörður, í boðgöngu drengja 13-14 ára sigraði Siglufjörð- ur og í boðgöngu 15-16 ára drengja sigraði Ólafsfjörður. Guðrún H. Kristjánsdóttir sigraði þrefalt. - Sjá frétt neðar á síðunni. „Duffield á leiðinni“ Islandsmót 21 árs og yngri í vaxtarrækt: Akureyringar voru í þremur efstu sætunum - í þyngri flokknum - Reykvíkingar grimmir í léttari flokki Fyrsta íslandsmótið í vaxtar- Reykjavíkur var háð um heljg- rækt sem haldið er utan ina á Akureyri, en það var Is- landsmót fyrir 21 árs og yngri. Var keppt í tveimur flokkum karla, í öðrum voru þeir sem voru léttari en 70 kg en þeir sem voru þyngri voru í hinum flokknum. Keppnin fór fram í Dynheim- um og þar mættu hátt í 200 áhorf- endur til þess að fylgjast með keppendum spenna vöðva sína. Var hörð keppni í báðum flokk- unum en úrslitin urðu þau að Júl- íus Ágúst Guðmundsson Reykja- vík sigraði í léttari flokknum. Annar varð Gestur Helgason Reykjavík og Björn Broddason Akureyri þriðji. Betur gekk hjá norðan- mönnum í þyngri flokknum því þar röðuðu þrír Akureyringar sér í efstu sætin. Sigurvegari varð Sigurður Pálsson, Jón Knútsson varð annar og Einar Guðmann þriðji. Akureyri með flest gullin Akureyringar hlutu flest gull- verðlaun á Unglingameistara- móti íslands í skíðaíþróttum sem fram fór á Siglufirði um helgina. Akureyringar geta þakkað þetta mjög góðri frammistöðu þeirra Guðrúnar H. Kristjáns- dóttur og Björns B. Gíslasonar, en bæði unnu þau þrefaldan sigur í sínum flokkum, 15-16 ára flokkum. Þau unnu í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni. Þá vann Valdimar Valdimarsson Akur- eyri tvöfaldan sigur í flokki 13-14 ára, vann svig og alpatvíkeppni. Alls hlaut Akureyri 9 gullverð- laun sem var meira en helmingi meira en þeir staðir sem næst komu, en það voru Ólafsfjörður og ísafjörður með 4 gullverð- laun. Næst kom Siglufjörður með þrenn, þá Reykjavík og ÚÍA með tvenn og Húsavík hlaut ein verðlaun. Eins og venjulega eru verðlaun Akureyringa í alpa- greinum en bæði Ólafsfjörður og Siglufjörður vinna sína sigra í norrænu greinunum þar sem keppendur frá þessum stöðum eru nær einráðir. Stökk drengja 15-16 ára: 1. Randver Sigurðsson Ó 230,4 2. Ólafur Björnsson Ó 211,6 3. Sigurgeir Svavarsson Ó 136,5 Stökk drengja 13-14 ára: 1. Jón Árnason Ó 190,6 2. Hafþór Hafþórsson s 172,3 3. Magnús Erlingsson s 145,0 Norræn tvíkeppni 13-14 ára: 1. Magnús Erlingsson s 514,30 2. Óskar Einarsson s 495,15 „Ég veit ekki annað en að IVIark Duffíeld sé á leið til okkar, það var rætt við hann sl. föstudag og þá sagðist hann vera að pakka niður,“ sagði Stefán Gunn- laugsson forntaður knattspyrnu- deildar KA er við rædduni við hann. Þær sögusagnir komust á kreik í síðustu viku að Mark væri hættur við að leika með KA í sumar og ætlaði sér að vera áfram á Siglufirði. Þetta inun að sögn Stefáns Gunn- laugssonar ekki hafa við rök að styðjast. „Við vitum ekki annað en að Mark sé að koma hingað, hann hefur tilkynnt félagaskipti í KA og ætlar með liðinu í æf- ingal'erðina til Ipswich nú í apríl.“ Akureyrarmót í kraftlyftingum: „Bangsinn“ mætir Úrsusi Akureyrarmótið í kraftlyfting- um verður haldið í Dynheim- um nk. laugardag. Allir bestu kraftlyftingamenn Akureyrar verða meðal þátttakenda og auk þess koma góðir gestir úr Reykjavík á mótið. Það verður án efa hörkukeppni í öllum flokkum en líklega munu átök jötnanna Víkings Trausta- sonar, heimskautabangsa og Hjalta Úrsusar Árnasonar, sem keppir sem gestur á mótinu, bera hvað hæst. Báðir keppa í 125 kg flokki og verður keppni þeirra hér góð vísbending um hvernig kapparnir standa fyrir íslands- mótið sem haldið verður í lok apríl. Hjalti átti nýlega góðar til- raunir við nýtt heimsmet ungl- inga í réttstöðulyftu og hver veit nema þetta met falli í Dynheim- um á Akureyri. Víst er að báðir kapparnir munu lyfta vel yfir 800 kg á mótinu. Af öðrum keppendum má nefna Sverri Hjaltason sem nefndur hefur verið „lakkrísinn“ meðal kraftlyftingamanna. Sverr- ir hefur ákveðið að keppa fyrir Akureyri í framtíðinni og verður skemmtilegt að fylgjast með keppni hans og Flosa Jónssonar í 90 kg flokki. Þá má nefna að bæði Kári Elí- son og Freyr Aðalsteinsson eru í hörkuformi um þessar mundir og líklegir til afreka og ekki má gleyma Jóhannesi Hjálmarssyni og hinum unga og efnilega kraft- lyftingamanni Helga Eðvarðssyni sem vex með hverri raun. - ESE. „Heimskautsbangsinn“ nærir sig niilli atríða í keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.