Dagur - 02.04.1984, Síða 9

Dagur - 02.04.1984, Síða 9
2. apríl 1984 - DAGUR - 9 Trilla hefur heilt herbergi til umráða og dvelur flestum stundum í trénu sínu. Mynd: ESE. - Sonur okkar fann hana úti í garði. Þá var hún vængbrotin og síðar visnaði vængurinn og datt af. Þetta var í janúar í fyrra og síðan þá hefur Trilla verið ein af fjölskyldunni. Þetta sagði Geirþrúður Sigurð- ardóttir er blaðamaður Dags ræddi við hana um auðnutittling- inn Trillu sem nú hefur verið í fóstri hjá Geirþrúði og fjölskyldu hennar um rúmlega eins árs skeið. Er Trilla fannst þá var hörku- frost og óvíst hvort hún hefði lif- að lengi ef fjölskyldan á Norður- götunni hefði ekki skotið skjóls- húsi yfir hana. Auðnutittlingur- inn braggaðist hins vegar fljót- lega eftir að vængurinn datt af og nú fer Trilla allra sinna ferða í eigin herbergi. Þar hefur hún góða trjágrein til að hoppa í og köngla til að narta í og í fuglabúr- inu sem hún hefur einnig til um- ráða er matur og vatn. Á góð- viðrisdögum situr Trilla í búrinu úti á svölum og að sögn „afa hennar" Sigurðar Stefánssonar, föður Geirþrúðar, þá líður aldrei á löngu áður en fjöldi annarra Mynd: ESE. Sigurður Stefánsson með Trillu - „afabarnið“ sitt. Auðnutittlingur í fjölskyldunni Fannst vængbrotinn og hrakinn fyrir rúmu ári auðnutittlinga er kominn í heim- sókn og á stéttinni fyrir neðan bíða kettir hverfisins og sleikja út um. Geirþrúður og Sigurður segja að Trilla sé yfirleitt vör um sig og hún kæri sig lítið um að láta halda á sér. Ekki er hún þó hrædd við fjölskylduna en henni leist greinilega ekkert á að fá blaðamann í heimsókn. Hingað til hefur allt gengið vel enda fjöl- skyldan vön því að fást við fugla. Hafði áður verið með auðnutittl- ing sem hafði vetursetu á Norðurgötunni og einu sinni tald- ist snjótittlingur þar til heimilis. Einu vandræðin sem Geirþrúður og fjölskylda lenda í vegna Trillu, er þegar þau þurfa að bregða sér frá. Þá er Triltu komið fyrir í fóstri, því ekki dugar að skilja hana eina eftir heima. Góður árangur Skákfélags Akureyrar Rekstur F.N. gekk vel á síðasta ári í deildakeppninni í skák Aöalfundur Flugfélags Norðurlands hf. var haldinn, mánudaginn 26. mars sl. Fram kom, að reksturinn 1983 hefði gengið vel og áfallalaust. í áætlunarflugi voru fluttir liðlega 19 þús. farþegar. Er það 3% aukning frá fyrra ári. Einnig voru flutt 403 tonn af vörum og pósti. Flogið er frá Akureyri til 11 ákvörðunarstaða í áætíunarflugi: ísafjarðar, Siglufjarðar, Gríms- eyjar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar, Egilsstaða og um Ólafsfjörð til Reykjavíkur. Flug- ið til staða á Norðurlandi er í tengslum við áætlunarflug Flug- leiða til Akureyrar. Leiguflug var með meira móti 1983, bæði innanlands og á Grænlandi, en þar hefur félagið um árabil annast ýmis verkefni fyrir opinbera aðila. Alls voru flogin 105 sjúkraflug 1983 auk þess sem fjöldi sjúklinga var fluttur með áætlunarfluginu. Hjá félaginu starfa 20 manns, þar af 8 flugmenn og 4 flugvirkj- ar^ Velta félagsins 1983 var um 40 milljónir króna og reyndist hagn- aður vera 3,5 milljónir króna. Á Grísarárlandi í Hrafnagils- hreppi er verið að reisa blóma- skála. Að byggingunni stendur Hreiðar Hreiðarsson, sem býr að Skák. Hafist var handa við bygginguna síðastliðið haust. Búið er að reisa stálbita og ný- byrjað á því að festa klæðn- ingu á þá. Stjórn félagsins var endurkjör- in óbreytt, en hana skipa þeir Einar Helgason, stjórnarformað- ur, Jóhannes Fossdal og Torfi Gunnlaugsson. Framkvæmda- stjóri er Sigurður Aðalsteinsson. Að sögn Hreiðars verða í blómaskálanum seld pottablóm, garðyrkjuvörur, grænmeti á sumrin og einnig léttar veitingar. Ekki verður selt bensín né aðrar olíuvörur. Hann sagði að stefnt yrði að því að opna skálann í maí eða júní og yrði hann opinn allt árið. Lokaumferð deildakeppninnar í skák fór fram í Reykjavík fyr- ir skömmu og náði þá Skákfé- lag Akureyrar þeim frækilega árangri að hreppa fjórða sætið í keppninni. Teflt var á átta borðum og í þeim þrem viðureignum sem Skákfélag Akureyrar háði að þessu sinni, fékkst sigur í tveim en jafntefli varð í einni. Skákfé- lag Akureyrar sigraði Skákfélag Hafnarfjarðar í fyrstu viðureign- inni 6:2, því næst Taflfélag Kópa- Hreiðar var spurður að því, hvort grundvöllur væri fyrir því að reisa svona skála á þessum stað? „Það er eitt af því sem tíminn verður að leiða í ljós,“ sagði Hreiðar. „Það er enginn slíkur staður hér í nágrenninu og þar sem hér á svæðinu búa u.þ.b. tutt- vogs með 6,5 gegn 1,5 og loks náðu Akureyringarnir jöfnu gegn SA-sveit TR, 4:4. NV-sveit TR sigraði á mótinu, Skákfélag Sel- tjarnarness varð í öðru sæti, SA- sveit TR í því þriðja og Skákfélag Akureyrar í fjórða sæti sem er besti árangur félagsins um langt árabil. Bestum árangri Akureyring- anna náðu þeir Olafur Kristjáns- son og Jakob Kristinsson en þeir unnu allar sínar skákir. - ESE ugu þúsund manns þá ætti að vera grundvöllur fyrir þessum stað.“ Hreiðar sagði að búið væri að finnanafn á skálann en hann vildi ekki láta það uppi strax. (H.I.S. og J.A.B. í starfskynn- ingu). Blóma- og sölu- skáli rís á Grísará

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.