Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 12
Nýi Golfinn er kominn. Leitið upplýsinga Búnaðarsamband Eyjaf jarðar: Verðmun á kjarn- fóðri mótmæit Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn á fimmtudag og föstudag. Fund- inn sóttu um 50 manns, þar af 24 með atkvæðisrétt. A fund- iuuin fluttu Ingi Tryggvason og Þórarínn Sveinsson erindi um verðlags- og félagsmál Iand- búnaðarins. Samþykktar voru ályktanir m.a. um kjarnfóður- skatt og sölusvæðaskipulagið í mjólkurframleiðslu. Mótmælt var þeim mikla verö- mun sem er á kjarnfóðri vegna mismunandi skatta eftir því hvort fóörið er blandað heima eða innflutt, en verðmismunur getur numið á annað þúsund kr. á tonnið. Lögð var áhersla á að þetta yrði jafnað og sú mismunun sem orðin er vegna þessa leiðrétt. Sami skattur verður settur á allt kjarnfóður og hann lækkaður frá því sem nú er. Pá var samþykkt ályktun um að sölusvæðaskipulag í mjólkur- framleiðslu verði tekið til endur- skoðunar, þannig að auðveldara verði að hafa stjórn á fram- leiðslutegundum og verðjöfnun milli samlaganna verði auðveld- ari. Mikið var rætt um frumvarp til laga um atvinnuréttindi í land- búnaði og var það samþykkt með nokkrum breytingum. Sveinn Jónsson og Sigurgeir Garðarsson hættu í stjórninni og í stað þeirra komu Haukur Steindórsson og Pétur Helgason. Haukur Halldórsson var kjörinn formaður. HS Framsóknarflokkurinn: Miðstjórnarfundur á Akureyri Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins verður hald- inn á Akureyri dagana 27.-29. apríl. Fundurinn verður hald- inn á Hótel KEA og hefst kl. 16.30 föstudaginn 27. og ætlað er að honum Ijúki um hádegi á sunnudegi. Að lokinni setningu mun for- maður flokksins, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, flytja yfirlitsræðu, og síðan verða skýrslur ritara og gjaldkera og að þeim loknum almennar um- ræður. Aðalmál fundarins verður til umræðu á laugardegi en það er „Atvinnuþróun næstu ára". Verður fjallað um málið í hóp- umræðum en það síðan afgreitt á sunnudegi. Kosningar for- manns og annarra æðstu manna Framsóknarflokksins verða síð- degis á laugardag og þá um kvöldið verður kvöldverður og samkoma. - HS. Vindrellan í Grímsey eftir breytingarnar Guðmundssyni. Innfellda myndin er af Hafliða Myndir: GS. Siglfirðingi S.l. breytt í frystitogara: Breytingarnar kosta 15-18 milljónir króna í næsta mánuði verður hafist handa við að breyta skuttogar- aiiiini Siglfirðingi í frystitogara í Slippstöðinni á Akureyri. Talið er að verkið muni taka átta til tíu vikur og er áætlaður kostnaður við breytingarnar á biliriu 15 til 18 milljónir króna. .Gunnar Júlíusson, útgerðar- maður á Siglufirði sagði í samtali við Dag að nú hefði verið gengið frá öllum lánafyrirgreiðslum vegna breytinganna. Breyting- arnar á Siglfirðingi yrðu sams konar og þær breytingar sem gerðar voru á Akureyrinni á sín- um tíma, nema hvað ekki yrði sett karfaflökunarvél í Siglfirð- ing- Að sögn Gunnars er enn ekki ljóst hvort bræðsla verður sett um borð í Siglfirðing en slík maskína kostar um 3.5 milljónir króna hingað komin. Langur af- greiðslufrestur er á þessum vél- um og því væri óvíst hvort þeir myndu kaupa slíka bræðslu. - ESE. Grímsey: Vind- rellan í gang - Sparar heimilum tugþúsundir króna Norðan f'rá heimskautsbaug berast þær fréttir að vindrellan í Grímsey sé tekin að snúast og yljar hún nú þeim eyjarskeggj- um sem búa í húsunum tveim sein tengd eru við relluna. - Við settum relluna af stað sl. fimmtudag og hún fór þegar í stað að framleiða varma, sagði Hafliði Guðmundsson, umsjón- armaður vindrellunnar er blaða- maður Dags náði tali af honum. Hafliði sagði að vel he.fði geng- ið að setja vindrelluna upp að nýju, en sem kunnugt er þá fauk hún af undirstöðunum í ofsaveðri sl. haust. Að þessu sinni voru slegnir nokkrir varnaglar og m.a. var spaðinn minnkaður um 70 sentimetra auk þess sem undir- stöður rellunnar voru styrktar sérstaklega. Að sögn Hafliða á vindrellan að geta hitað upp miðstöðvarvatn fyrir tvö hús en varmaframleiðsl- an hefst í u.þ.b. fjórum vindstig- um. Allt í allt tekur það um viku tíma að ná heppilegu hitastigi en það á svo að geta haldist stöðugt svo fremi sem einhver vindur leiki um Grímsey. - Við komumst að því núna þegar við prófuðum relluna í átta vindstigum að við getum stjórnað snúningnum með því að breyta blaðhæðinni í vatnsbremsunni. Þetta þýðir að við getum nánast notað relluna í öllum veðrum og a.m.k. upp í 12 vindstig, sagði Hafliði. Vindrellan í Grímsey verður nú í reynslu næsta árið og munu menn frá Háskóla íslands koma í eyna á mánaðarfresti og fylgjast með því að rellan vinni eins og lög gera ráð fyrir. Ef allt gengur að óskum þá verður um gífurleg- an eldsneytis- og þar af leiðandi gjaldeyrissparnað að ræða. Talið er að í 120 fermetra húsi í Gríms- ey séu notuð um sex tonn áf olíu á ári til upphitunar en það lætur nærri að það magn kosti um 51 þúsund krónur, komið á tanka eyjarskeggja. ; - ESE. „Það verður suðlæg átt á Norðurlandi næstu daga," sagði veður- fræðingur í samtali við okkur í morgun. „Það verður milt veður, lítil sem engin úrkoma og þótt hugsanlegt sé að kólni eitthvað þá er óhætt að segja að þið fáið hlýtt og gott veður." • Barniðféll óvænt niður... Morgunblaðið var með aldeil- is sérlega skemmtilega frétt á innsíðu hjá sér fyrir helg- ina, en hún fjallaði um 17 ára norska stúlku sem fór á sal- erni vegna niðurgangs en kom þaðan út með nýfætt barn í fanginu! Stúlkutetrið sem ekki hafði hugmynd um að hún væri með barni en vissi af niðurgangi sínum, varð heldur en ekki hissa. „Þegar ég ieit niður í salern- isskálina sá ég að þetta var barn," hafði Mogunblaðið eft- ir hinni undrandi stúlku. Hún þreif barnið upp úr salernis- skálinni, þerraði það og hringdi síðan á sjúkrabíl. Þegar á sjúkrahúsið kom var \SM barnið vígtað og var það 3250 grömm, myndarlegur piltur en ekki fylgdi sögunni hvort móðirin hafði fengið oft i magann á meðgðngutíman- um. # Stöðumæla- sekt á villigötum Fyrr í vetur skýrðum við frá kjánalegu máli sem upp kom i Reykjavík. Þá fékk mætur Akureyringur senda stöðu- mælasekt frá lögreglustjór- anum í Reykjavík vegna bif- ít! & WM reíðar með U-númeri sem hafði verið lagt ólöglega. Maðurinn skeytti þessu engu enda átti hann engan bíl með U-númeri og til Reykjavíkur hafði hann ekki lagt leið sína í lengri tíma, hvað þá notað sér stöðumælaþjónustuna. # Eignaður bíllinn í tvígang Akureyringurinn ansaði því ekki kröfu lögreglustjórans og taldi að sjálfsögðu að mál- ið væri úr sögunni. En svo er þó ekki, þó lögreglustjórinn í Reykjavik hafi í sjálfu sér ekki gert meira í málinu - í bili a.m.k. Hin nýja hlið á mál- inu er sú að nú nýlega fékk Akureyrlngurinn bréf frá sýslumannínum f S.-Múla- sýslu og er hann vinsamleg- ast beðinn um að greiða bif- reiðaskattinn af títtnefndri U- bifreið sem allra fyrst. Sonur mannsins kom að máli við biaðið og sagði þessa sögu og bætti því jafnframt við að þar sem yfirvöld landsins væru þetta staðráðin f að eigna karli föður hans bílinn, þá væri gamli maðurinn að hugsa um að greiða skattinn og biðja svo um að fá bílinn sendan f pósti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.