Dagur


Dagur - 04.04.1984, Qupperneq 1

Dagur - 04.04.1984, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TRÚLOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 4. aprfl 1984 41. tölublað Ályktanir Búnaðar- sambands Eyjafjarðar - bls. 4 Bjartara yfirá - bls. 4 KemstKA í 1. deild í blaki? - bls. 9 Mynd hf. avík - bls. 2 Litframköllun á Akureyri! - Pedro-myndir og Hans Petersen hf. taka höndum saman Pedro-myndir á Akureyri og stórfyrirtækið Hans Petersen hf. í Reykjavík hafa tekið höndum saman og stofnað nýtt framköllunarfyrirtæki á Akur- eyri. - Við ættum að geta opnað fljótlega í sumar, sagði Friðrik Vestmann eigandi Pedro-mynda er blaðamaður Dags ræddi við hann. Að sögn Friðriks hefur hið nýja hlutafélag fest kaup á hús- næði í kjallara verslunarmið- stöðvarinnar í Sunnuhlíð en von er á mjög fullkomnum tækjabún- aði innan skamms. Samkvæmt heimildum Dags er hér um fjárfestingu upp á um fjórar milljónir króna en fyrir- tækið mun sinna allri framköllun- ar- og stækkunarþjónustu í lík- ingu við það sem Hans Petersen hf. í Reykjavík gerir nú. - Pað hefur verið drungalegt hljóðið í mönnum hér á Akureyri að undanförnu. Svartsýnin er alls ráðandi en vonandi verður þetta framtak til þess að sýna fram á að það er hægt.að stofna fyrirtæki hér í bænum, sagði Friðrik Vestmann. Hans Petersen hf. í Reykjavík er sem kunnugt er langstærsta ljósmyndaþjónusta landsins. Þegar hið nýja fyrirtæki í Sunnu- hlíð verður komið í gagnið verða tvö framköllunarfyrirtæki á Norðurlandi. Hitt er Mynd hf. á Húsavík. - ESE. Munur á afslætti og arðgreiðslum - segir skattstjóri um skattfríðindin svokölluðu „Mér hefur alltaf fundist vera mikill munur á því hvort um er að ræða arð af viðskiptum, eins og um er að ræða hjá sam- vinnufélögunum, eða arð af eignum eins og t.d. hjá hluta- félögum. Það er allt annars eðlis að gefa afslátt af vöru- verði miðað við vörukaup eða greiða arð af peningum sem einhvern tíma hafa verið lagðir fram sem hlutafjáreign,“ sagði Hallur Sigurbjörnsson, skatt- stjóri í Norðurlandsumdæmi eystra. Miklar umræður hafa undan- farið verið um svokölluð skatt- fríðindi samvinnufélaga umfram önnur félagsform. Eins og fram kom hjá Halli er þarna verulegur eðlismunur á, auk þess sem hann kemur aðeins fram hvað varðar tekjuskatt, sem undanfarin ár hefur vegna afkomu allra fyrir- tækja verið sáralítill. Þessi munur hefur því ekki skipt máli, auk þess sem eðlilegar skýringar eru á honum. Pá má geta þess að fram kom í ræðu Vals Arnþórs- sonar á svæðisfundi um helgina, að kaupmannaverslunum væri í lófa lagið að veita viðskiptavin- um sínum sambærilegan afslátt og kaupfélögin gera og ekki þyrftu þær að greiða skatt af hon- um frekar en samvinnufélögin. - HS. Verkmenntaskólinn á Akureyri: ATHUGA KAUP A „HERMI“ TIL ÞJÁLFUNAR VELSTJÓRA Á næstunni fara þrír fulltrúar Verkmenntaskólans á Akur- eyrí til Noregs til að kynna sér uppbyggingu á vélskólum þar í landi. Meðal þess sem skoðað verður er tæki sem notað er til þjálfunar vélstjóra og vinnur með svipuðum hætti og „simulator“ eða „hermir“ sem notaður er við þjálfun flugmanna. Er talið að vél- stjóranám verði mun öruggara og geti jafnframt orðið styttra ef slíkt tæki er notað við kennslu, einkum hvað varðar rétt viðbrögð við vélabilunum. Að sögn Hauks Árnasonar, formanns byggingamefndar Verk- menntaskólans er þetta tæki mjög dýrt, kostar 10-12 milljónir króna, en sé litið á málið frá því sjónarhorni að þjálfun vélstjóra verður mun hagkvæmari og ör- uggari og gæti því fyrirbyggt al- varlegar og dýrar vélabilanir, væri það ódýrt. í þessum hermi er hægt að setja inn nokkur hundruð vélabilanir og æfa við- brögð við þeim, en talið er að meirihluti alvarlegra vélabilana sé vegna rangra viðbragða við bilunum. Þá gæti þetta tæki spar- að uppsetningu á öðrum tækjum og búnaði til vélskólans. Haukur sagði að þar sem þetta tæki væri dýrt væri ljóst að það þyrfti að fjármagna það sérstak- lega, því framlög til tækjakaupa vélskóla væru lítil, t.d. ekki nema um ein og hálf milljón til Vél- skóla íslands á þessu ári. Komið hefur til tals að leita til trygginga- félaga með kaup á þessu tæki, því talið er að þetta geti dregið verulega úr stórtjónum, sem þau þurfa venjulega að bæta. Reiknað er með að koma vél- stjóranámi í gang í nýja verk- menntaskólanum með haustinu. Hins vegar vantar um 7 milljónir króna til að framkvæmdaáætlanir standist, og meðal þeirra er að gera bóknámsdeild fokhelda fyrir veturinn. Skólinn fær 12 milljónir króna frá ríkinu og 8 milljónir frá Akureyrarbæ, en enn vantar fé. Ljóst er að 8 skólastofur verða í notkun víðs vegar um bæ- inn næsta skólaár, vegna hús- næðisskorts, og þetta kemur til með að versna á næstu árum ef ekki fæst meira fé til fram- kvæmda. Haukur sagði ennfrem- ur að menn óttuðust nú mjög að „falla í fjárlagagatið“ og um niðurskurð á fjárveitingum yrði að ræða. Aðsókn í Verkmennta- skólann á Akureyri hefur þegar vaxið mjög verulega. - HS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.