Dagur - 04.04.1984, Side 2

Dagur - 04.04.1984, Side 2
2-DAGUR-4. apríl 1984 Margrét Blöndal: Nei. Sigríður Valdemarsdóttir: Nei, ég horfði á einn og einn þátt en skildi aldrei neitt í þessu. Skafti Helgason: Nei, þetta er vonlaust efni. Gunnlaugur Stefánsson: Já, af því að Eiríkur er svo feiminn. Kolbeinn Gíslason: Nei, ég sakna ekki Dallas. „Fólk þarf ekki að leita eftir öllu til Reykjavíkur“ Mynd: Ray Philiips. Arnar Björnsson. verkefni nú og það fyrsta sem við ætlum okkur er að ná góðri fót- festu á Akureyri og öðrum kaup- stöðum á Norður- og Austur- landi. Viðtökur hafa verið já- kvæðar en stærsta vandamálið nú eru póstsamgöngurnar. Póst- samgöngur við Húsavík eru satt að segja ekki upp á það besta en þessu verðum við að fá breytt og ég er ekki hræddur um að það takist ekki. - Hvaða þjónustu bjóðið þið upp á? - Við verðum með alla venju- iega framköllun á litmyndum og svo kópíeringar og stækkanir. Það eina sem við verðum ekki með er að við kópíerum ekki slides- myndir yfir á pappír. Þá má nefna eitt sem hefur verið feyki- lega vinsælt hjá okkur en það eru myndastækkanir á platta. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli og við munum auðvitað reyna að bæta þessa þjónustu eftir föngum með vaxandi eftirspurn. Annars höfum við lagt áherslu á að rasa ekki um ráð fram og þess í stað byggt fyrirtækið upp hægt og ró- lega. Hraðinn sem mörg fyrirtæki virðast leggja alla áherslu á er ekki að okkar skapi. Það er í sjálfu sér allt í lagi með að skila myndunum fljótt og vel en það má ekki bitna á gæðunum. Það eru ekki og verða ekki okkar vinnubrögð. - Hvernig kemst almenningur í samband við ykkur? - Við erum nú með umboðs- mannakerfi í uppbyggingu en auk þess erum við að kanna möguleikana á að fólk hafi sam- band við okkur. Fái senda poka sem hægt er að senda í pósti til baka með filmunni í. Síðan fær viðkomandi myndirnar sendar til baka og getur þá gengið úr skugga um að allt sé eins og best verður á kosið - og borgað okkur þá. Það er tvennt sem vinnst við þetta fyrirkomölag að okkar mati. Fólk þarf ekki að hlaupa til næsta umboðsmanns og ná þang- að í filmuna aftur og eins sér fólk vöruna áður en það greiðir fyrir hana. Þannig ætti okkur að takast að skapa gagnkvæmt trúnaðar- traust okkur og viðskiptavininum til hagsbóta. - ESE. — Rætt við Arnar Björnsson hjá Mynd hf. á Húsavík - Það sem við munum fyrst og fremst leggja áherslu á er gott og náið samband við okkar viðskiptavini. Fólk á að geta treyst því að fá fyrsta flokks vinnu á filmunum sem það sendir inn og ég er sannfærður um að sú skoðun verður fljót- lega ofan á að fólk á lands- byggðinni þurfi ekki að feita eftir öllum hlutum til Reykja- víkur. Það ætluin við okkur að sanna með þessu fyrirtæki. Það er Arnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Myndar hf. á Húsavík sem hefur orðið en þetta fyrirtæki sem stofnað var sl. sumar er nú komið á fullan skrið í fram- köllunarstarfseminni og forráða- menn þess hyggjast ekki láta staðar numið fyrr en þeir hafa tryggt sér öflugan markað á Norður- og Austurlandi. Að sögn Arnars Björnssonar þá er Mynd hf. hlutafélag en hluthafar eru alls 40 talsins sem flestir eiga lítinn hlut í fyrirtæk- inu. - Þetta er í raun ákaflega snið- ugt rekstrarform og ef þetta gengur vel hjá okkur þá ætti brautin að vera rudd fyrir fleiri slík fyrirtæki. Þróunin erlendis t.d. í þessum atvinnuvegi sýnir að þar spretta upp lítil fyrirtæki sem eiga samskipti við færri aðila en stóru fyrirtækin en öll samskipti verða jafnframt persónulegri og betri, sagði Arnar en auk hans vinnur hjá fyrirtækinu Ray Phillips, filmutæknifræðingur sem búsettur hefur verið á Húsa- vík sl. níu ár. Það var Ray sem sá um öll innkaup og skipulagn- ingu fyrirtækisins í upphafi en í framtíðinni mun hann sinna tæknihliðinni á meðan Arnar sér um markaðsmálin. - Ég er nú að byrja á þessu „Heimsklassahótel í Kjarnaskógi“ — Á öðrum stað og af öðrum aðilum segir stjórn N.L.F.A. í Degi mánudaginn 19. mars sl. mátti sjá þessa fyrirsögn á forsíðu ásamt mynd af myndarlegu fram- taki félaga og velunnara Náttúru- lækningafélags Akureyrar. Að gefnu tilefni vill stjórn N.L.F. A. taka það skýrt fram, að þær hugmyndir, sem reifaðar eru í undirmálsgrein á forsíðu og nánar greint frá inni í blaðinu, hafa ekki verið lagðar fyrir stjórn N.L.F.A. til umsagnar fyrir birt- ingu í blaðinu og því algerlega birtar á ábyrgð greinarhöfundar. Á þessu ári mun þessi áfangi byggingar heilsuhælis N.L.F.A. verða fokheldur og mun stjórn og félagar N.L.F.A. vinna áfram sem hingað til með aðstoð vel- unnara að uppbyggingu þessari til heilla almenningi þessa lands og verður í engu hvikað frá markmiði félagsins, en um það segir í 2. grein laga þess, „að markmið félagsins sé að byggja og starfrækja heilsuhæli á Norðurlandi, sem rekið verði í svipuðum stíl og hælið í Hvera- gerði. Einnig að vinna að út- breiðslu og éflingu náttúrulækn- ingastefnunnar í hvívetna. Á ákvæðum þessarar greinar getur engin breyting orðið.“ Sjálfsagt er og nauðsyn að byggja ráðstefnuhótel og þá á öðrum stað. Þeir, sem áhuga hafa, geta þá bundist samtökum um þann þátt. Stjórn N.L.F.A. vill vegna margra fyrirspurna lýsa því yfir, að lögum félagsins verður fylgt og áfram verður haldið af krafti að uppbyggingu þessa mjög svo þarfa heilsuhælis. Stjórnin þakkar öllum, sem þessu máli hafa lagt lið, og lætur þá von í ljósi, að brátt megi hefja starfrækslu þessa heilsuhælis við Kjarnaskóg. Stjórn N.L.F.A.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.