Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 3
4. aprfl 1984 - DAGUR - 3 „Kaupið erof lágt þrátt fyrir allt“ - segir Kolbeinn Friðbjarnarson formaður Vöku á Siglufirði - Það má segja að menn hafi verið að verka upp flórinn eftir sig í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á heildarkjarasamn- ingi ASÍ og VSÍ, sagði Kol- beinn Friðbjarnarson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði er við ræddum við hann um stöðu samningamála í bænum. Að sögn Kolbeins þá voru heildarkjarasamningarnir sam- þykktir á Siglufirði en þróun mála síðan hefði breytt stöðunni nokkuð. - Það er ljóst að þessar breyt- ingar sem náðust fram eru mjög til bóta og nægir þar að nefna unglingataxtann sem nú hefur verið afnuminn. Ég held að fólki hafi þótt það mjög mikið réttlæt- ismál en því er ekki að neita að þrátt fyrir breytingar í rétta átt þá eru samningarnir langt frá því að vera viðunandi. Kaupið er einfaldlega of lágt, sagði Kol- beinn. Til marks um verkamanna- launin sagði Kolbeinn að lægstu laun nú væru 12660 krónur á mánuði og allir vitibornir menn sæju að það væri ekki nóg. Kaup- ið í fiskvinnunni væri samt ennþá lægra en þar væru byrjun- arlaun ekki nema 10316 krónur og 11606 krónur eftir sex ára starf og fiskvinnslufólkið þyrfti því að leggja mjög hart að sér til þess að greiða sjálfu sér það sem upp á lægstu verkamannalaunin vant- aði með auknum bónus. Þess væru dæmi að verkafólk í fisk- vinnslu þyrfti 22% bónus ofan á kaupið til að ná lágmarkslaunum. - Hvað með aðra samninga á Siglufirði? - Við höfum að undanförnu staðið í samningaviðræðum við bæjaryfirvöld fyrir okkar fólk sem eru verkamenn hjá bænum og starfsfólk á barnadagheimili. Þá eigum við ógerða samninga fyrir starfsfók á sjúkrahúsum á Norðurlandi en þessa samninga gerum við sem aðilar að Alþýðu- sambandi Norðurlands og í sam- ráði við önnur verkalýðsfélög á Norðurlandi. Við þurfum einnig að gera samninga á vegum Al- þýðusambands Norðurlands við Vinnumálanefnd ríkisins vegna starfsfólks í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og Raufar- höfn. - Hafið þið náð samningum við nýja fyrirtækið Sigló hf. ? - Við höfum náð efnislegu samkomulagi sem er tilbúið til undirritunar. Það er bónussamn- ingur sem ég tel nokkuð góðan, sagði Kolbeinn Friðbjarnarson. - ESE. Sykurlaust appelsín: Hlýtur frábærar viðtökur - Viðtökurnar hafa í einu orði sagt verið frábærar, sérstak- lega þó á Reykjavíkursvæðinu og miklu betri en við þorðum nokkru sinni að vona, sagði Ragnar Tryggvason hjá Sana á Akureyri er hann var spurð- ur um viðtökurnar við nýja sykurlausa appelsíninu sem Sanitas hf. hefur sett á markað. Ragnar sagði að appelsínið hefði að undanförnu verið kynnt í Reykjavík og væri það vafalaust ein ástæðan fyrir hinni miklu sölu. Lítil kynning hefði hins veg- ar farið fram annars staðar á landinu en salan væri samt sem áður mun meiri en ráð hafði ver- ið fyrir gert. - Ég reikna með því að þessi aukna sala komi niður á öðrum sykurlausum drykkjum og eins held ég að sykruðu drykkirnir megi fara að vara sig, sagði Ragnar Tryggvason. - ESE. Skákþing Norðlendinga 1984: Gylfi varð meistari Gylfi Þórhallsson frá Akureyri varð skákmeistari Norðlend- inga eftir hörkukeppni á Skák- þingi Norðlendinga sem haldið var á Blönduósi um helgina. Gylfi hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum í opna flokknum eða heilum vinningi meira en næstu menn, þeir Olafur Krist- jánsson og Jakob Kristinsson, sem báðir eru frá Akureyri. Þetta 50. Skákþing Norður- lands var svo sannarlega mót Ak- ureyringanna í opna flokknum því auk þeirra þriggja sem taldir eru upp hér að framan, þá áttu Akureyringar auk þess þrjá af fimm næstu mönnum. Það voru þeir Arnar Þorsteinsson, Þór Valtýsson og Jón Garðar Viðars- son sem hlutu 4.5 v. auk þeirra Jóns Hannessonar frá Blönduósi og Pálma Sighvatssonar frá Sauð- árkróki. Keppendur í opna flokknum voru 24 og voru tefldar sjö umferðir samkvæmt Monrad- kerfi. í unglingaflokki voru tefldar níu umferðir eftir sama kerfi en þar sigraði Páll A. Jónssom frá Siglufirði. Hann hlaut 8 vinninga eða hálfum öðrum vinningi meira en tveir næstu menn sem voru þeir Eriingur Jensson frá Sauðár- króki og Eymundur Eymunds- son, Akureyri. í 4.-5. sæti urðu Sigurður Gunnarsson, Siglufirði og Einar Héðinsson, Akureyri með 6 vinninga og í 6.-7. sæti þeir Tómas Hermannsson, Akur- eyri og Þóroddur Þorsteinsson, Húnavatnssýslu með 5.5 v. í kvennaflokki sigraði Svein- fríður Halldórsdóttir örugglega en hún varð einnig hraðskák- meistari í kvennaflokki. Það var Ungmennasamband A.-Húnvetninga sem sá um fram- kvæmd skákþingsins en skák- stjóri var Albert Sigurðsson. Næsta Norðurlandsmót verður haldið á Akureyri. Það verður jafnframt afmælismót því þá verða liðin 50 ár frá því að fyrsta mótið var haldið. Það var haldið á Akureyri 1935 og síðan þá hef- ur Skákþing Norðurlands aldrei fallið niður. - ESE. Fiskimjölverksmiðja á Ólafsfirði: Heimamenn voru með lægst tilboð í síðustu viku voru opnuð til- boð í byggingu fiskimjölsverk- smiðju fyrir Hraðfrystistöð ÓI- afsfjarðar, en áformað er að hefja byggingu hússins í vor. Var gerð grunns boðin út sér og bygging hússins sér. Kostnaðaráætlun vegna grunnsins hljóðaði upp á 1.475.000 krónur og bárust fjögur tilboð í það verk. Lægst var tilboð frá Ás í Ólafsfirði sem nam 1.114.000 krónum eða 75,5% af kostnaðaráætlun. Norðurverk h.f. og Vör h.f. voru með sameiginlegt tilboð upp á 1.338.000 krónur eða 90,7%, Barð s.f. með 1.439.000 krónur eða 97,6% og Tréver Ólafsfirði með 1.451.000 krónur eða 98,4%. Áætlun fyrir smíði hússins nam 3.800.000 krónum. Tréver Ólafs- firði sendi inn 4 tilboð og var eitt þeirra það lægsta sem barst að upphæð kr. 2.295.000 krónur eða 60,4% af kostnaðaráætlun, en hæsta tilboð Trévers nam 3.432.000 krónum eða 90,3%. Sigurjón Óiafsson Blönduósi var með 3.195.000 krónur eða 84,5% og Norðurverk h.f. og Vör h.f. sem buðu sameiginlega voru með 3.456.000 krónur eða 90,9%. Önnur tilboð sem bárust í byggingu hússins voru frá Berki h.f., Landssmiðjunni (3 tilboð) og Barði s.f. og Lofti sem buðu sameiginlega, og voru öll þessi tilboð hærri en kostnaðaráætlun- in. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.