Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 7
4.apríl1984-DAGUR-7 Theodór Júlíusson og Viðar Garðarsson í hita og þunga leiksins. Soffía frænka er ströng, kjarnyrt og skapvond, en henni er þó ekki alls varnað. Roar Kvam er hljómsveitarstjóri, en Hólmfríður Þórodds- dóttir hefur séð um undirleik á æfingum. J Mynclir og texti: <GS 1ÆPINN Söngsveit Hlíðarbæjar: Tónleikar um helgina Tónleikar verða í Hlíðarbæ nk. laugardagskvöld 7. aprfl kl. 21. Söngsveit Hlíðarbæjar flytur 16 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Stjórnandi er Oliver Kentish og undirleik annast Þórarinn Stefánsson. Á árshátíö sinni 24. mars sl. flutti kórinn hluta af söngskránni fyrir troðfullu húsi áheyrenda og viö góðar undirtektir. Sunnudag- inn 1. apríl söng kórinn fyrir vist- fólk í dvalarheimilum aldraðra í Skjaldarvík og Hlíð. Söngsveit Hlíðarbæjar var stofnuð haustið 1975. Fyrstu 4 árin naut kórinn leiðsagnar Sig- urðar D. Franzsonar. Síðan hef- ur Oliver Kentish annast söngstjórn. Kórfélagar eru nú 36, eru þeir úr Glæsibæjar- Skriðu- Öxnadals- og Arnarneshreppi ásamt nokkrum búsettum á Ak- ureyri. Formaður er Ingólfur Jónsson, Þelamerkurskóla. Forsmíði undirstaöa fyrir Kröflu- virkjun - 8 tilboð bárust Nýlega voru opnuð tilboð í forsmíði undirstaða fyrir Kröfluvirkjun. Kostnaðaráætl- un nam kr. 714 þús. Tilboðin sem bárust voru þessi: Sniðill Mývatnssv. 653.000 kr.(91.5%) Norðurverk hf. Ak. 782.000 kr.(92.7%) StefánÓskarss. Rein 750.900 kr.(96.8%) Aðalgeir & ViðarAk. 832.880 kr.(99.8%) Húsiðn, Húsavík 772.540 kr.(99.8%) Fjölnir s.f. Ak. 884.080 kr.(107.0%) Fjalar, Húsavík 950.415 kr.(124.7%) Möl & Sandur Ak. 1.022.400 kr.(126.4%) Áætlun hönnuða er miðuð við Mývatnssveit og er flutnings- kostnaður frá Akureyri um 120 þúsund og frá Húsavík um 60 þúsund. Prósentutölur eru mið- aðar við það. Hraðskákmót Norðlendinga: Akureyringar í sex efstu sætunum - Ólafur Kristjánsson frá Akureyri sigraði Ólafur Kristjánsson, frá Akur- eyri varð hraðskákmeistari Norðurlands á geysifjölmennu hraðskákmóti sem haldið var á Blönduósi á sunnudag. Alls tóku um 70 manns þátt í mótinu en teflt var í karlaflokki og unglingaflokki auk kvenna- flokks. Unglingameistari varð Páll A. Jónsson frá Siglufirði en Sveinfríður Halldórsdóttir frá Akureyri sigraði í kvennaflokki. í karlaflokknum áttu Akureyr- ingar sex efstu menn. Ólafur sigr- aði með 16.5 v af 22 mögulegum, í 2.-3. sæti urðu Áskefl Örn Kárason og Jón Garðar Viðars- son með 16 v. í 4.-5. sæti Pálmi R. Pétursson og Jón Björgvins- son með 15.5 v og sjötti varð Þór Valtýsson með 13.5 v. í unglingaflokki varð röðin þessi: 1. Páll A. Jónsson, Siglu- firði 14.5 v af 18 mögulegum. 2. Erlingur Jensson, Sauðárkróki 13.5 v. 3.-4. Bogi Pálsson og Tómas Hermannsson, Akureyri með 11. v. 5.-8. Einar Héðins- son, Eymundur Eymundsson, Skafti Ingimarsson, Akureyri og Snorri Sturluson, Raufarhöfn með 10.5 v. - ESE. Stofnað hefur verið nýtt þjón- ustufyrirtæki á Akureyri sem ber heitið Gámur hf. en það mun annast sorpflutninga frá fyrirtækjum í bænum. Til þessa hafa fyrirtæki þurft að annast þessa flutninga sjálf, en nú verður sem sagt breyting á. Að sögn Helga Bjarnasonar, eins eiganda þessa nýja fyrirtækis, virðist vera töluverður áhugi meðal fyrirtækjaeigenda að not- færa sér þessa þjónustu. Hægt verður að fá losun á rusli eftir þörfum hvers og eins, daglega eða vikulega eftir því sem við á. Þá er einnig gert ráð fyrir að ein- staklingar geti notfært sér þjón- ustu fyrirtækisins. Fyrirtækið mun útvega kassa eða gáma til að setja ruslið í, sem síðan verður losað úr á sérhann- aðan bíl sem fyrirtækið hefur fest kaup á. - HS. JC Akureyri: Hættum að reykja Dagana 8.-12. aprfl nk. verður haldið námskeið á Ak- ureyri fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Að námskeiðinu standa Aðventistasöfnuðurinn og JC Akureyri og er þetta námskeið framlag JC Akureyri til landsverkefnis JC félaga - Andóf gegn eiturefhum. Námskeiðið verður haldið í sal Lundarskóla og hefst á hverju kvöldi kl. 20 og stendur til kl. 22. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ámi l»ór Hilmarsson full- trúi á Félagsmálastofhun og Skúli Torfason tannlæknir. Gefnar verða læknisfræðilegar upplýsingar um skaðsemi reyk- inga og sýndar kvikmyndir og lit- skyggnur. Fjölbreytt fræðsluefni verður látið í té og allt tiltækt gert til þess að hjálpa þátttakend- um að sigrast á reykingum. Á þeim reykingavarnarnámskeið- um sem Aðventistasöfnuðurinn hefur gengist fyrir, hefur náðst góður árangur eða 85-100% ár- angur á námskeiðinu sjálfu og rúmiega 50% til lengri tíma. Þátttökugjald er kr. 450 og eru öll gögn innifalin í því verði. Gjaldið greiðist við upphaf nám- skeiðsins. Frekari upplýsingar og innritun í síma 22377 milli kl. 2 og 7 e.h. og á kvöldin í síma 26151.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.