Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-4. apríl 1984 „Boðskapurinn í þess- um leik er fyrst og fremst vinátta, það vilja allir vera góðir og Egner villsýna fram á, að með vináttu megi breyta öllu til betri vegar, þannig að meira að segja ræningjar geti orðið heiðarlegt fólk. “ Þetta hafði Theodór Júlíusson að segja um boðskap Kardemommu- bæjarins, sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á sunnudaginn. Theodór er leikstjóri, Þráinn Karlsson hefur gert leikmyndina, Viðar Garðarsson lýsinguna, Freygerður Magnúsdóttir hefur saumað búninga á fólkið, en Anna Torfadóttir hefur gert dýra- gervin. Ræningjana þrjá; Kasper, Jesper og Jónatan, leika þeir Þráinn Karlsson, Bjarni Ingvason og Gestur E. Jónasson. Sunna Borg er í hlut- verki Soffíu frænku og Björn Karls- son er Bastían bæjarfógeti. í öðrum hlutverkum eru Marinó Þorsteins- son, Gunnar Rafn Guðmundsson, Jónsteinn Aðalsteinsson, Leifur Guðmundsson og Guðlaug Bjarna- dóttir. Haukur Steinbergsson og Halla Jónsdóttir eru í hlutverkum barnanna, Tomma og Kamillu, en ásamt þeim koma nokkur börn fram í sýningunni, auk hunda, katta, hesta og kameldýra, svo einhver séu nefnd. Og ekki má gleyma Ijóninu. Alls cru 28 manns á sviðinu þegar flest er, en auk þeirra leikur 11 manna hljómsveit Tónlistarskólans stórt hlutverk í sýningunni undir stjórn Roars Kvam. Boðskapurinn góður Þetta er í annað skiptið sem Karde mommubærinn er settur á svið hjá Leikfélagi Akureyrar og í þrígang hefur leikurinn verið settur upp hjá Þjóðleikhúsinu. Þar að auki er ákveðið að leika hann í 4. skiptið þar á bæ næsta leikár. Ekki má heldur gleyma hljómplötunni með leiknum, sem er ein sú vinsælasta meðal barn- anna. Hvað er það sem gerir þetta verk Thorbjörns Egner svona vinsælt? „Það er eflaust þessi góðvilji í verkinu, sem hefur gert það vinsælt, en auk þess er það fjölbreytt og mik- ill fjöldi af leikurum kemur fram; það er sem sé alltaf eitthvað um að vera á sviðinu," svaraði Theodór. „Þar að auki samdi Egner mjög skemmtilega tónlist við leikinn, sem til er á hljómplötu ásamt stórum hluta af leiknum. Þessi hljómplata hcfur ekki orðið til þess að draga úr vinsældum verksins, nema síður sé.“ - Hvernig gekk að koma öllu þessu fólki fyrir á sviðinu í Sam- komuhúsinu? „Það gekk bara nokkuð vel, en þar naut ég góðs af því að hafa verið að- stoðarmaður Þórhildar Þorleifsdótt- ur við uppfærsluna á My Fair Lady, sem einnig var fjölmenn sýning. Sú reynsla er mér dýrmæt. Auk þess finnst mér léttara að stilla upp mörgu fólki á leiksviði þegar tónlist er notuð til að styðja sýninguna.“ Theodór Júlíusson er Siglfirðingur að uppruna og þar steig hann fyrstu sporin á leiksviði. Frá Siglufirði lá leiðin til annarra landa, en eftir heimkomuna settist Theodór að á Ræningjarnir; Jónatan, Kasper og Jesper, Gestur E. Jónasson, Þráinn Karlsson og Bjarni Ingvason. ísafirði og starfaði þá mikið með Litla lcikklúbbunum. Síðan lá leiðin til Siglufjarðar aftur og þaðan fór Theodór til Dalvíkur og loks til Ak- ureyrar 1978, þar sem hann hefur starfað hjá Leikfélagi Akureyrar síðan. Theodór hefur sett upp leikrit með áhugamannafélögum, fyrst með Leikfélagi Siglufjarðar fyrir um það bil 12 árum, en Kardemommubærinn er fyrsta verkið sem hann leikstýrir með Leikfélagi Akureyrar. Hann var spurður hvernig tilbreytni það væri, að fara af sviðinu út í sal til að stjórna. „Ég vissi svo sem að hverju ég gekk og mínir vinnufélagar hafá tek- ið mér vel og verið hjálpsamir. Ég er Bæjarbuar í Kardemommubæ fylgjast með hetjudáð ræningjanna. að eðlisfari stjórnsamur maður, þannig að mér fellur þetta ekki illa. En ég er leikari að aðalstarfi og þannig verður það áfram. Hins vegar er það góð tilbreyting að takast á við leikstjórn af og til. - Er annað að setja upp fyrir börn en fullorðna? „Nei, þar geri ég engan greinar- mun á. Ég þekki það best sjálfur, að leikurum hættir til að fara út í ærsla- gang og tóma vitleysu þegar þeir leika fyrir börn. En þetta má ekki gera að ástæðulausu, því börnin eru ekki síðri leikhúsgestir en fullorðnir, þannig að það má ekki kasta hönd- unum til barnaleikrita, þau hafa upp- eldislegt gildi, ekki síst leiklistarlega séð. Þar að auki tel ég þetta ekki barnaleikrit, heldur leikrit sem öll fjölskyldan getur notið í sameiningu. Ég er líka viss um að margir þeirra fullorðnu hafa séð þennan skemmti- lega leik á barnsárum sínum, jafnvel fyrir einum 25 árum, þegar hann var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu. Ég er illa svikinn ef þeir hinir sömu hafa ekki gaman af að rifja söguna upp með því að sjá Kardemommubæinn aftur. Það er nú einu sinni grunnt á barnið í okkur öllum.“ Einlæg gleði í formála Thorbjörns Egner að Kardemommubænum segir hann á þessa leið: „Kardemommubær er lít- ill bær, langt héðan og mjög fáir vita um hann. Hann er nokkuð undar- legur bær og margt skeður þar sem ekki skeður annars staðar. Þar ganga til dæmis asnar um göturnar og stundum koma eitt eða tvö kameldýr labbandi. Sólin skín þar næstum alltaf, fólkið er ánægt og skeytir ekki um önnur vandamál en sín eigin og þau smá- vægilegu vandamál, sem eru á döf- inni í þessum litla bæ. Bæjarfógetinn er mannelskan uppmáluð, hann vill ekki takak neinn fastan, og þegar hann fer gönguferð sína um bæinn heilsar hann \ingjarnlega til hægri og vinstri og gætir þess að allir uni sér vel. Það eina sem truflar næturró íbú- anna í bænum eru ræningjarnir þrír; Kasper, Jesper og Jónatan. Þeir búa í háu gömlu húsi á eyðilegri sléttu fyrir utan Kardemommubæ. Allt er á rúi og stúi í húsi þeirra og þeir ríf- ast og nöldra sín á milli. Aðalvanda- mál þeirra er að fá í sig að borða, en sultinn seðja þeir við og við með heimsóknum í bæinn, til pylsugerð- armannsins, bakarans og Bergs kaupmanns. í húsi sínu hafa ræningj- arnir ljón, bæði til gamans og gagns. Ljónið er besta skinn, af ljóni að vera, þó er því ekki fyllilega treyst- andi. En ræningjarnir hafa mikið gagn af því, vegna þess að enginn þorir að koma og taka þá fasta á meðan ljónið er í húsinu. Leikritið á að leika með einlægri gleði og ekki má skopstæla persónur eða dýr. Segja má að boðskapur leikritsins sé, að með einlægri vináttu megi breyta öllu til betri vegar og meira að segja ræningjar geti orðið heiðarlegt fólk. Enginn er bara hetja og enginn er bara óþokki. Allir verða að fá að vera svolítið öðruvísi en hinir. Umburðarlyndi í einföldustu mynd.“ 4. apríl 1984 - DAGUR - 7 Theodór Júlíusson og Viðar Garðarsson í hita og þunga leiksins. Soffía frænka er ströng, kjarnyrt og skapvond, en henni er þó ekki alls varnað. ' Roar Kvam er hljómsveitarstjóri, en Hólmfríður Þórodds dóttir hefur séð um undirleik á æfingum. Myndir og texti: GS Söngsveit Hlíðarbæjar: Tónleikar um helgina Tónleikar verða í Hlíðarbæ nk. laugardagskvöld 7. apríl kl. 21. Söngsveit Hlíðarbæjar flytur 16 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Stjómandi er Oliver Kentish og undirleik annast Þórarinn Stefánsson. Á árshátíð sinni 24. mars sl. flutti kórinn hluta af söngskránni fyrir troðfullu húsi áheyrenda og við góðar undirtektir. Sunnudag- inn 1. apríl söng kórinn fyrir vist- fólk í dvalarheimilum aldraðra í Skjaldarvík og Hlíð. Söngsveit Hlíðarbæjar var stofnuð haustið 1975. Fyrstu 4 árin naut kórinn leiðsagnar Sig- urðar D. Franzsonar. Síðan hef- ur Oliver Kentish annast söngstjórn. Kórfélagar eru nú 36, eru þeir úr Glæsibæjar- Skriðu- Öxnadals- og Arnarneshreppi ásamt nokkrum búsettum á Ak- ureyri. Formaður er Ingólfur Jónsson, Þelamerkurskóla. Forsmíði undirstaða fyrir Kröfiu- virkjun - 8 tilboð bárust Nýlega voru opnuð tilboö í forsmíði undirstaða fyrir Kröfluvirkjun. Kostnaðaráætl- un nam kr. 714 þús. Tilboðin sem bárust voru þessi: Sniðill Mývatnssv. 653.000 kr.(91.5%) Norðurverk hf. Ak. 782.000 kr.(92.7%) Stefán Óskarss. Rein 750.900 kr.(96.8%) Aðalgeir & Viðar Ak. 832.880 kr.(99.8%) Húsiðn, Húsavík 772.540 kr.(99.8%) Fjölnir s.f. Ak. 884.080 kr.(107.0%) Fjalar, Húsavík 950.415 kr.(124.7%) Möl & Sandur Ak. 1.022.400 kr.(126.4%) Áætlun hönnuða er miðuð við Mývatnssveit og er flutnings- kostnaður frá Akureyri um 120 þúsund og frá Húsavík um 60 þúsund. Prósentutölur eru mið- aðar við það. Hraðskákmót Norðlendinga: Akureyringar í sex efstu sætunum — Ólafur Kristjánsson frá Akureyri sigraði Ólafur Kristjánsson, frá Akur- eyri varð hraðskákmcistari Norðurlands á geysifjölmennu Flytja msl frá fyrir- tækjum Stofnað hefur verið nýtt þjón- ustufyrirtæki á Akureyri sem ber heitið Gámur hf. en það mun annast sorpflutninga frá l'yrirtækjum í bænum. Til þessa hafa fyrirtæki þurft að annast þessa flutninga sjáif, en nú verður sem sagt breyting á. Að sögn Helga Bjarnasonar, eins eiganda þessa nýja fyrirtækis, virðist vera töluverður áhugi meðal fyrirtækjaeigenda að not- færa sér þessa þjónustu. Hægt verður að fá losun á rusli eftir þörfum hvers og eins, daglega eða vikulega eftir því sem við á. Þá er einnig gert ráð fyrir að ein- staklingar geti notfært sér þjón- ustu fyrirtækisins. Fyrirtækið mun útvega kassa eða gáma til að setja ruslið í, sem síðan verður losað úr á sérhann- aðan bíl sem fyrirtækið hefur fest kaup á. - HS. hraðskákmóti sem haldið var á Blönduósi á sunnudag. Alls tóku um 70 manns þátt í mótinu en teflt var í karlaflokki og unglingaflokki auk kvenna- flokks. Unglingameistari varð Páll A. Jónsson frá Siglufirði en Sveinfríður Halldórsdóttir frá Akureyri sigraði í kvennaflokki. í karlaflokknum áttu Akureyr- ingar sex efstu menn. Ólafur sigr- aði með 16.5 v af 22 mögulegum, í 2.-3. sæti urðu Áskell Örn Kárason og Jón Garðar Viðars- son með 16 v. í 4.-5. sæti Pálmi Dagana 8.-12. apríl nk. verður haldið námskeið á Ak- ureyri fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Að námskeiðinu standa Aðventistasöfnuðurinn og JC Akureyri og er þetta námskeið framlag JC Akureyri til landsverkefnis JC félaga - Andóf gegn eiturefnum. Námskeiðið verður haldið í sal Lundarskóla og hefst á hverju kvöldi kl. 20 og stendur til kl. 22. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Árni Þór Hilmarsson full- trúi á Félagsmálastofnun og Skúli Torfason tannlæknir. Gefnar verða læknisfræðilegar upplýsingar um skaðsemi reyk- R. Pétursson og Jón Björgvins- son með 15.5 v og sjötti varð Þór Valtýsson með 13.5 v. í unglingaflokki varð röðin þessi: 1. Páll A. Jónsson, Siglu- firði 14.5 v af 18 mögulegum. 2. Erlingur Jensson, Sauðárkróki 13.5 v. 3.-4. Bogi Pálsson og Tómas Hermannsson, Akureyri með 11. v. 5.-8. Einar Héðins- son, Eymundur -Eymundsson, Skafti Ingimarsson, Ákureyri og Snorri Sturluson, Raufarhöfn með 10.5 v. - ESE. inga og sýndar kvikmyndir og lit- skyggnur. Fjölbreytt fræðsluefni verður látið í té og allt tiltækt gert til þess að hjálpa þátttakend- um að sigrast á reykingum. Á þeim reykingavarnarnámskeið- um sem Aðventistasöfnuðurinn hefur gengist fyrir, hefur náðst góður árangur eða 85-100% ár- angur á námskeiðinu sjálfu og rúmlega 50% til lengri tíma. Þátttökugjald er kr. 450 og eru öll gögn innifalin í því verði. Gjaldið greiðist við upphaf nám- skeiðsins. Frekari upplýsingar og innritun í síma 22377 milli kl. 2 og 7 e.h. og á kvöldin í síma 26151. JC Akureyri: Hættum að reykja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.