Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 04.04.1984, Blaðsíða 9
4. apríl 1984 - DAGUR - 9 KAí 2. sæti - í úrslitum 4. fl. á íslandsmótinu í handknattleik „Ég er sannfærður um að ef við hefðum ekki fengið KR- ingana strax í fyrsta leik okkar þá hefðum við unnið þá,“ sagði Jóhannes Bjamason þjálfari 4. flokks KA í hand- knattleik sem um helgina varð í 2. sæti í úrslitakeppni íslands- mótsins. „Við bárum of mikla virðingu fyrir KR-ingum sem hafa verið ósigrandi í vetur. Það kom hins vegar í ljós að þeir eru ekki ósigr- andi því Týr sem við unnum ör- ugglega sigraði KR. KA strák- arnir bættu sig hins vegar með hverjum leik og sýndu er á keppnina leið að þeir voru með besta liðið,“ sagði Jóhannes. KA lék 6 leiki í keppninni. Liðið tapaði 7:13 fyrir KR, síðan komu fjórir sigrar í röð, 10:7 gegn Tý, 9:6 gegn Stjörnunni, 9:7 gegn Víkingi og 10:4 gegn Sel- fossi en í síðasta leik liðsins sem var gegn Fylki varð jafntefli 10:10. Lokastaðan varð sú að KR fékk 10 stig, KA 9 en síðan komu Selfoss, Fylkir, Týr, Víkingur og Stjarnan. Sannarlega ágæt frammistaða KA-piltanna. 3. flokkur: Þar var KA í úrslitum íslands- mótsins og hafnaði liðið í 5. sæti. KA sigraði Fram 18:10 og Þór V. 15:10. Síðan kom jafntefli 13:13 gegn KR og þrír ósigrar voru gegn Víkingi 7:10, Stjörnunni 11:13 og Gróttu 15:17 en Grótta varð íslandsmeistari. 5. flokkur: Þar var Þór í úrslitum og liðið var í 5. sæti eftir harða keppni. Liðið sigraði UMFS 11:6 og Stjömuna 10:9 og gerði jafntefli við Val. Hins vegar tapaði liðið fyrir Fram, Akranesi og Þór V. sem sigraði í mótinu. Þá var 3. flokkur stúlkna úr Þór í úrslitum og fór liðið þangað án keppni. Okkur er ekki kunn- ugt um úrslit leikja stúlknanna annað en að þær töpuðu leikjum sínum fyrri dag úrslitanna. Úrslitakeppni 2. deildar í blaki: Kemst KA í 1. deild? Úrslitakeppni 2. deildar í blaki fer fram á Akureyri dagana 13. pg 14. apríl og verður leikið í íþróttahöllinni á Akureyri. Þar munu fjögur lið berjast um eitt laust sæti í 1. deild og er ekki að efa að hart verður barist um það sæti. Við spurðum Sigurð Harðarson sem veit eitt og annað um blak hér á landi hvaða mögu- leika norðanliðin KA og Reyni- vík ættu á að sigra í þessari keppni og flytjast í 1. deild. „Eg myndi telja möguleikana nokkuð góða,“ sagði Sigurður. „Ég veðja þá frekar á KA, sér- staklega ef tekst að ná saman öllum mannskap félagsins í þessa leiki. Þó er Þróttur frá Nes- kaupstað með sterkt lið en fjórða liðið í úrslitakeppninni er Samhygð." - Sigurður sagði að nokkrir leikmanna KA hefðu verið valdir í unglingalandsliðshópinn sem mun mæta Færeyingum í Reykja- vík 16.-18. apríl í þremur leikjum, en kjarninn í því liði yrði úr KA og Þrótti Neskaup- stað. Það má því búast við að keppnin um lausa sætið í 1. deild verði milli þessara félaga ef marka má orð Sigurðar, en menn skyldu þó fara varlega í að af- skrifa Reynivík sem varð jöfn KA að stigum í Norðurlandsriðli 2. deildar í vetur. Setur Hjalti Úrsus Árnason heimsmet í réttstöðulyftu á Akureyrarmótinu í kraftlyftingum ■ Dynheimum á laugardaginn? Þetta er spuming sem margir velta fyrir sér en auk Hjalta sem keppir sem gestur er von á mörgum góðum kraftlyftingamönnum á mótið sem hefst kl. 13. Akureyrarmót hjá þeim yngstu Akureyrarmót I svigi 12 ára og yngri fór nýlega fram í Hlíðar- fjalli. Þar var keppt í fjölmörg- um aldursflokkum og urðu úr- slit sem hér segir: 11-12 ára drengir: Jóhannes Baldurss. KA 63.92 Vilhelm Þorsteinss. KA 66.78 Sverrir Ragnarsson Þór 67.08 11-12 ára stúlkur: Erna Káradóttir KA 71.31 Ása Þrastardóttir Þór 73.90 María Magnúsd. KA 79.20 10 ára drengir: Gunnlaugur Magnúss. KA 69.31 Jóhann G. Rúnarss. Þór 75.73 Ellert Þórarinsson KA 75.88 10 ára stúlkur: Linda Pálsdóttir KA 71.59 Harpa Hauksdóttir KA 74.20 Laufey Árnadóttir Þór 74.48 9 ára drengir: Róbert Guðmundsson Þór 77.75 Örn Arnarson KA 79.22 Brynjólfur Ómarsson KA 83.26 9 ára stúlkur: Sísí Malmquist KA 77.89 Inga Sigurðardóttir 94.75 Andrea Ásgrímsdóttir 97.08 8 ára stúlkur: Erla Sigurðardóttir KA 91.27 Þórey Arnadóttir Þór 92.41 8 ára drengir: Þorleifur Karlsson KA 85.07 Magnús Lárusson KA 112.89 7 ára stúlkur: Heiga B. Jónsdóttir KA 88.44 Brynja Þorsteinsdóttir KA 96.46 7 ára drengir: Magnús Sigurðsson KA 81.30 Elvar Óskarsson KA 89.67 Erlendur Óskarsson KA 89.71 Maraþonganga hjá Gottlieb Gottlieb Konráðsson skíða- göngumaður frá Ólafsfirði virðist vera í miklu formi þessa dagana. Hann hefur forustu í bikarmótum Skíðasambands- ins ásamt Einari Ólafssyni frá ísafírði, og um helgina sigraði Gottlieb í mikilli göngukeppni. Þá var gengin Ieið frá Skíða- skálanum í Hveradölum, yfir Hellisheiði og Fremstadal, þaðan austur fyrir Hengil niður að NesjavöUum og eftir Grafningi og endað í Al- mannagjá á ÞingvöUum. Fyrir þá sem ekki þekkja þarna til má benda á að leiðin er um 42 km löng og er því óhætt að segja að þarna hafi verið um „mara- þongöngu" að ræða. 17 vaskir kappar lögðu af stað en Gottlieb var í sérflokki. Hann kom í mark á 3 klukkustundum sléttum og var hálfri mínútu á undan næsta manni sem var Halldór Matthías- son. Þessi ganga var mjög erfið, og talið að keppendur hafi misst allt að 5 kg á leiðinni. En Gott- lieb er í „formi“ og verður fróð- legt að fylgjast með honum um páskana í Hlíðárfjalli. 1-X-2 1-X-2 Einar Pálmi Árnason jók enn forskot sitt í getraunaleik Dags um helgina. Hann var þá langbestur af „spámönnum“ okkar og fékk 7 leiki rétta. Tryggvi Gíslason var með fjóra leiki rétta en þeir Pálmi Matthíasson og Eiríkur S. Eiríksson létu sér nægja 2 leiki hvor og verða að taka á honum stóra sínum þótt ekki væri til annars en aö sýna að þeir verðskuldi að taka þátt í úrslitakeppninni. Einar Pálmi hefur nii hlotið 31 leik réttan af þeim 6« sem spáö hef- ur verið um. Tryggví er með 23 og þeir Pálmi og Eiríkur lialda sig hliö við hlið og eru með 20 leiki rétta. Tryggvi Gíslason. 23 A. ViIIa-Coventry Liverpool-W.-Ham Luton-Everton Man.Utd.-Birmingham Norwich-Watford N.For.-WBA Sunderland-Tottenham WoIves-N.County Brighton-Grimsby Chelsea-Fulham Derby-C.Palace Swansea-Man.City 1 1 2 1 X 1 X X 1 1 2 X Pálmi Matthíasson. 20 A. Villa-Coventry Liverpool-W.-Ham Luton-Everton Man.Utd.-Birmingham Norwich-Watford N.For.-WBA Sunderland-Tottenham Wolves-N.County Brighton-Grimsby Chelsea-Fulham Derby-C.Palace Swansea-Man.City 1 1 2 1 2 1 2 1 1 1 1 2 Einar Pálmi Ámason. 31 A. ViUa-Coventry Liverpool-W.-Ham Luton-Everton Man.Utd.-Birmingham Norwich-Watford N.For.-WBA Sunderiand-Tottenham Wolves-N.County Brighton-Grimsby Chelsea-Fulham Derby-C.Palace Swansea-Man.City 1 1 X 1 X X 2 1 1 1 1 X Eiríkur Eiríksson. 20 A. ViUa-Coventry Liverpool-W.-Ham Luton-Everton Man.Utd.-Birmingham Norwich-Watford N.For.-WBA Sunderland-Tottenham Wolves-N.County Brighton-Grimsby Chelsea-Fulham Derby-C.Palace Swansea-Man.City 1 1 X 1 2 X 2 X 1 2 2 X 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.