Dagur


Dagur - 04.04.1984, Qupperneq 12

Dagur - 04.04.1984, Qupperneq 12
Nýi Golfinn er kominn. Leitið upplýsinga K. Jónsson framleiða samkvæmt lögmálinu - Eftir því sem ég veit best þá hefur bjórinn líkað vel og það hefur verið beðið um meira af honum, sagði Ragnar Tryggva- son hjá Sana h.f. um söluna á sterka bjórnum sem verk- smiðjan hefur nýhaflð fram- leiðslu á. Bjórinn er seldur í fríhöfninni í Keflavík og samkvæmt upplýs- ingum Ragnars hefur salan verið góð. - Við erum nú að undirbúa aðra lögun en þess má geta að bjórnum verður dreift í sendiráð- in á næstunni, sagði Ragnar. Framleiðslutíminn á bjórnum er um tveir mánuðir og því ætti Sanitas Export að streyma á flöskurnar að nýju í byrjun júní. - ESE. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar: 200 þúsund í styrkfrá ráðuneytinu Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hef- ur hlotið 200 þúsund króna styrk frá iðnaðarráðuneytinu sem varið verður til rannsókna félagsins á nýjungum í iðnaði á Eyjafjarðar- svæðinu. Þá hefur Ingi Garðar Björns- son hagfræðingur verið ráðinn til félagsins. Hann er nýútskrifaður eftir framhaldsnám í hagfræði við háskóla í Gautaborg og mun hefja störf hjá Iðnþróunarfélag- inu í byrjun júní. gk-. Nú hafa samtök rétttrúaðra gyðinga í Bandaríkjunum gefíð niðursuðuverksmiðju K. Jóns- son og Co. heimild til að merkja framleiðsluvörur sínar með merki samtakanna, Union of orthidox, en merkið er stórt O með U innan í. Þyk- ir þetta merki hinn mesti gæðastimpill, ekki aðeins gagnvart gyðingum, heldur þeim sem vUja fá tryggingu fyr- ir því að ekki séu nema óskað- leg efni í matvælum. - Það hefur verið slæmt at- vinnuástand hér allt síðan í desember en nú eru horfur á að þetta fari að lagast, sagði Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufírði er hann var inntur eftir atvinnuástandinu á staðnum. Dr. Nathan Bamberger, rabbíi frá áðurnefndum samtökum, var á Akureyri á mánudag og gerði úttekt á fyrirtækinu, en Norður- stjaman í Hafnarfirði hefur einnig fengið slíka úttekt og samþykki fyrir notkun merkisins. Fyrirtæki út um allan heim sækjast mjög eftir þessari viðurkenningu, en matvæli sem fá hana mega ekki vera með neinum tilbúnum litar- efnum, ekki víni og að sjálfsögðu má ekki vera um að ræða nein þau matvæli sem gyðingum er fyrirmunað að borða samkvæmt Kolbeinn sagði að aðalástæðan fyrir hinu slæma atvinnuástandi væri sú að verksmiðjan Sigló-síld hefði verið seld og hið nýja fyrir- tæki Sigló hf. lokað á meðan gagngerar breytingar á tækjabún- aði og húsnæði fóm fram. Flest það fólk sem vann hjá Sigló-síld hefði því verið atvinnulaust, en nú væru horfur á að úr þvf rættist lögmálinu. í för með rabbíanum var Egg- ert Lárusson frá Sölustofnun lag* metis og sagði hann mikinn ávinning í því að fá þennan gæða- stimpil á vörurnar. Gyðingar í Bandaríkjunum væru 6 milljónir og fjölmargir aðrir litu mjög til þess hvort þetta merki væri á matvælum. Um þriðjungur út- flutnings Sölustofnunar lagmetis fer til Bandaríkjanna og hugsan- legt er að þetta verði til að auð- velda frekari útflutning þangað. þar sem verksmiðjan yrði opnuð að nýju nú næstu daga. - Þá má nefna að gæftir voru mjög slæmar í janúar en það hafði minni atvinnu í för með sér. •Ég held þó að þegar Sigló hf. kemst í gagnið þá verði atvinnu- ástand þokkalegt að nýju, sagði Kolbeinn Friðbj amarson. - ESE Höfuðkúpu- brotnaði Um miðjan dag í gær varð maður fyrir bifreið í Hjalteyr- argötu á móts við Slippstöðina. Hann var fluttur á sjúkrahús og mun hafa höfuðkúpubrotn- að. Síðdegis í gær var 12 ára drengur að leika sér að klifra í hitaveiturörum sem eru neðan í brúnni yfir Glerá á Hörgárbraut. Drengurinn féll niður í grýtta urð við ána og var fluttur á sjúkra- hús, en mun ekki hafa meiðst al- varlega. Árskógssandur: Góður afli hjá bátunum „Bátar héðan frá Hauganesi og L.-Árskógssandi hafa aflað mjög vel síðustu vikurnar og fengið stóran og vænan þorsk,“ sagði Karl Steingríms- son útibússtjóri Kaupfélags Eyfírðinga í Hauganesi er við ræddum við hann nú í vikunni. Karl sagði að um algjöran dauða hefði verið að ræða þar til í mars að aflinn fór að glæðast verulega. Fimm af níu bátum sem gerðir eru út frá þessum stöðum héldu vestur til Breiða- fjarðar eftir áramótin, en þeir eru nú komnir heim. Bátarnir á þessum stöðum eru flestir að verða búnir með þorsk- kvóta sinn og sagði Karl að þeir myndu nú fara á rækjuveiðar. Mjög góð rækjuveiði hefur verið að undanförnu. Eins og Dagur hefur skýrt frá var stofnað í vetur hlutafélag um rekstur rækjuvinnslustöðvar á Árskógssandi og hlaut það nafnið Árver. Félagið hefur nú pantað vélar og önnur tæki sem munu vera á leið til landsins og verður þeim komið fyrir í bráðabirgða- húsnæði á L.-Árskógssandi. Er vonast til að rækjuvinnsla geti hafist þar um mánaðamótin maí- júní. gk-. Dr. Nathan Bamberger ásamt Eggerti Lárussyni hjá K. Jónsson og Co. á mánudag. Mynd: KGA. Siglufjörður: Bjartari horfur í atvinnumálum Norðlendingar þurfa ekki að kvíða veðrinu næstu daga því samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstof- unni í morgun eru litlar breytingar fyrirsjáanlegar a.m.k. fram á laugardag. Hæg breytileg átt verð- ur á Norðurlandi, milt veður og blýtt og því ekki fyrirsjáanlegur neinn afturkippur í blíðuveðrinu sem verið hefúr undan- farna daga. # 1. apríl! Kona nokkur sem rekur verslun á Akureyri hringdi í lögregluna sl. sunnudag og sagðist hafa frétt að búið væri að brjóta rúðu í verslun sinni. Bað hún lögregluna að mæta strax á staðinn. Sjálf væri hún í baði en kæmi þeg- ar hún væri búin að þurrka sér og klæða. Lögreglan fór á staðinn en þar var engin rúða brotin. Lögreglumaður sem var þar mættur þóttist strax skilja hvað væri að gerast, maður konunnar mun hafa verið við skál og þurft að losna við frúna út smástund til þess að geta blandað í næði. Fór konan heim að svo komnu máli og um framhald sögunnar eða áreiðanleika vitum við ekki. En sennilega \T7jT Fl Djflf sy/i M öj Æs.y Jiú. hefur manninum verið fyrir- gefið ef svo hefur verið að hann hafi þarna brugðið á leik 1. apríl. # Innflutningur innlends bjórs! Það verður ekki af þeim skaf- ið frjálslyndisöflunum í fjármálaráðuneytinu. Nú hef- ur verið gerð breyting á reglugerð um ferðamanna- bjór þannig að þeir sem eru að koma til landsins mega taka með sér heilan kassa, átta litra, af íslenskum bjór, Sanitas eða Agli. Taki menn hins vegar útlenskan bjór, sem til þessa hefur eingöngu verið seldur í Fríhöfninni, mega þeir ekki taka nema 12 blikkdósir, samtals 6 lítra. Sjálfsagt ekki erfitt val fyrir þá sem eru verulega bjór- þyrstir, ekki síst þar sem a.m.k. Sanitasbjórinn er feikna sterkur, eða 5,2%. Þó gæti þyngdin af 24 gler- flöskum fullum af bjór staðið þessum innflutningi innlends bjórs eitthvað fyrir þrifum. # „Kross- fiskurinn“ Á dögunum birtist á íþrótta- síðu Dags mynd sem tekin var á innanhússknattspyrnu- móti Knattspyrnuráðs Akur- eyrar. Var myndin af einum leikmanna í liði lögregiunnar sem var að skalla boltann að marki andstæðinganna með miklum tilþrifum. Þessi mað- ur var enginn annar en Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður. Starfsfélögum hans fannst myndin góð, og vegna tilþrifa Daníels á myndínni fékk hann viður- nefnið „Krossfiskurinn" á lögreglustöðinni. M.a. orti yfirlögregluþjónninn vísu { tilefni af þessu og er hún svona: Hvað veist þú um krossfiskinn, karlinn spurði drenginn sinn. Þennan fisk ég þekki vel, þú manst eftir Danísl.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.