Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 3
6. apríl 1984-DAGUR-3 Safnar bröndunm nm lœkna Bókaútgáfur eru þegar farnar að huga að „metsölubókum“ næsta árs. Við greindum um daginn frá „Solla-sögu“, sem Halldór Hall- dórsson ætlar að skrifa og Örn og Örlygur að gefa út. Hjá Skjald- borg hf. á Akureyri verða gefnir út um 20 titlar, sem er nokkru færra en í fyrra. Þar á meðal verður bók sem hefur að geyma læknabrandara, já brandara um íslenska lækna. Það er Ólafur Halldórsson, læknir, sem safnað hefur þessum gamansögum saman. Af öðrum bókum sem væntanlegar eru frá Skjaldborg má nefna sögur af Langanes- ströndum, sem Kristján frá Djúpalæk skrifar. Húsvíkmgar eigasim brandara- karl Svo við höldum nú áfram með brandaramál, þá hafa Húsvfking- ar nú eignast sinn Dave Allen, enda vilja þeir ógjarnan vera minni en aðrir, að minnsta kosti ekki í þessum efnum. Allen þeirra víkurmanna heitir D. Hallen, nánar tiltekið Diddi Hall og enn nánar tiltekið Sigurður Hallmarsson, leikari og skóla- stjóri með meiru. Hann birtist sitjandi í stól, með sfgarettu í hægri hendi og viský-glas í þeirri vinstri og sagði nokkra fislétta á „Sjörnumessu" í Félagsheimilinu á Húsavík fyrir skömmu. Og D. Hallen sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu, því hann átti salinn. Og fyrst við erum að tala um lækna, þá er ekki úr vegi að rifja upp söguna af Jórunni, sem lá á skurðborðinu skjálfandi af hræðslu. - Svona , svona, vertu alveg róleg heillin, sagði læknir- inn. - Þetta er allt í lagi, hnífur- inn bítur ekki. Bannað að óvirða zetuna Þessum stelum við úr Samúel, en myndin hér að neðan barst inn á skrifstofu blaðsins með litlum fugli, sem sagðist hafa tekið hana í Iðnaðarráðuneytinu. Hann full- yrti að samskonar skilti væru á öllum salernum í því virðulega ráðuneyti. Það kemur ekki á óvart, því eins og alþjóð veit þá er Sverrir ráðherra mikill Zetu- maður - eða setumaður, enda pissar hann aldrei á zetuna. Einvakdið Þetta kom mér ekki svo mjög á óvart, enda er víst einvalalið þarna uppi. En mikið hlýtur að vera þröngt á öllum hinum - þarna uppi. Bætum sjón Hver þekMr konur? Hverjir þekkja þessa konu? Þeir sem það gera eru vinsamlega beðnir að senda nafn sitt og síma- númer á afgreiðslu Dags, Strand- götu 31. Síðan mun eigandi myndarinnar hafa samband við þá. Bílasalan áfrarn bílasala Húsnæði Bílasölunnar við Strandgötu er til sölu, þar sem fyrirtækið hefur keypt húsnæði Mazda-umboðsins af Bjarna Sig- urjónssyni. til stóð að Akureyrar- höfn keypti bygginguna, en litlar líkur eru til þess að úr því verði. Hins vegar hafa feðgarnir Gunn- ar Haraldsson og Haraldur sonur hans hug á að kaupa af Bílasöl- unni hf. Þeir ætla að nota hús- næðið undir sína bílasölu, sem heitir Bílasalinn hf. Jafnframt hafa þeir feðgar selt billiardstof- una í Kaupvangsstræti, sem þeir hafa rekið um árabil. Kaupand- inn er Pálmi Jónsson. Bragðbœttur Gests-réttur Því miður urðu mistök við vinnslu á uppskriftinni hans Gests E. Jónassonar í síðasta blaði. Mikilvæg atriði féllu út og önnur voru aflöguð. Við birtum því uppskriftina aftur. 1 stk. kjúklingur soðinn í salt- vatni. Kjötið tekið af beinum og brytjað í litla bita. 1 pakki broccoli soðið í salt- vatni í 10 mínútur og sett í botn á eldföstu móti, frekar stóru. Kjúklingabitarnir settir þar ofan á. Síðan þar til gerð sósa, sem í er: 1 dós Campell sveppasúpa 1 dós Campell kjúklingasúpa 1 bolli majones 1 tsk. karrý smá sítrónusafi Þetta er hrært saman og sett ofan á kjötið. Síðan er óðals- ostur settur þar ofan á og að lokum einn bolli Stuffing (paxo-thyme eða paxo-onion) sem er hrært saman við eina matskeið af bræddu smjörlíki. Haft í 200°C heitum ofni í 30- 35 mínútur. Gott er að hafa með þessu hrísgrjón með ananasbitum í, gróft hrásalat og heitt snittu- brauð með osti eða hvítlauks- smjöri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.