Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 5
6. apríl 1984 - DAGUR - 5 „Við urðum fyrir pólitískum ofsóknum (( Fyrirbæri: Steðjabandið. Fæðingarstaður: Eyðibýlið Steðji í Hörgárdal. Innihald: Jón Kjartan Ingólfsson, Ólafur Páll Ragnarsson, Magni Friðrik Gunnarsson og Halldór Gunnlaugur Hauksson. Nánustu aðstandendur: Aðdáendaklúbburinn. Takmark: Spila fatapóker við Svörtu Ekkjurnar. - Við erum tiltölulega ný en jafnframt gjörsamlega óþekkt hljómsveit. Við erum það óþekktir að að þekkir okkur næstum enginn utan aðdáenda- klúbbsins. Þetta sögðu strákarnir í Steðja- bandinu, einu danshljómsveitinni á Norðurlandi sem hefur sinn eig- in aðdáendaklúbbs í upphafi ör- stutts spjalls um lífið og tilver- una. Það er svo sannarlega engin lygi að Steðjabandið sé óþekkt en það er ekki þar með sagt að Steðjabandið sé einhver frat- hljómsveit. Ástæðurnar fyrir þekkingarleysi almennings á Steðjabandinu eru líklega jafn margar og mennirnir eru margir. Hér verða þó tilnefndar nokkrar ástæður sem meðlimum hljóm- sveitarinnar þykja vega þungt á metunum. í fyrsta lagi hét hljómsveitin áður Jafnaðamenn með engu erri. Þetta varð til þess að hljóm- sveitin varð fyrir pólitískum of- sóknum enda er enginn ofsæll af því að teljast til Alþýðuflokksins á Akureyri. Jafnaðamenn hættu því að heita Jafnaðamenn er hljómsveitin kom fram á Viðar- stauk ’84 í Menntaskólanum á Akureyri. Hvort það var nafn- breytingin eða ekki sem olli því að hljómsveitin hafnaði í þriðja sæti í umræddri keppni skal látið ósagt um. í öðru lagi stafar þekkingar- leysi fólks á Steðjabandinu af því að þeir hafa ekki kvalið ná- grannana með graðhestatónlist. Á meðan hljómsveitin hét Jafn- aðamenn þá voru þeir á hrakhól- um með æfingarhúsnæði en loks- ins bauðst þeim æfingaraðstaða á eyðibýlinu Steðja í Hörgárdal en það mæta býli hefur verið brúkað sem sumarbústaður. Þarna „mæls from nóver“ fæddist Steðjabandið og þó hljómsveitin sé kröftug þá reyndist þeim ómögulegt að trufla aðra - nema e.t.v. álfa og tröll. Loks má nefna að Steðjarnir eru mjög látlausir í allri fram- komu. Enginn þeirra er með hring í nefinu svo dæmi séu nefnd og enginn þeirra litar hárið, nema ef ske kynni í laumi. Steðjabandið hefur því horfið í fjöldann. ☆ ★ ☆ - Þetta fór alveg með fjárhaginn hjá okkur að æfa að Steðja. Við ókum rúma 30 km til og frá hverri æfingu og rafmagnsreikn- ingurinn var alveg að sliga okkur. Þú mátt trúa því að við urðum því kampakátir þegar við fengum inni á Sólborg til æfinga, en það varð að samkomulagi á milli okk- ar og Bjarna forstöðumanns að við borguðum fyrir aðstöðuna í tónlist. Við leikum því fyrir vist- menn hvenær sem færi gefst og það er mjög þakklátur og skemmtilegur hópur. Líklega eru þeir meiri aðdáendur okkar en þeir 15 sem skipa hinn formlega aðdáendahóp. Það er Jón Kjartan sem hefur orðið en hinir hneigja höfuðið til samþykkis. - Hvernig Steðjabandið? - Við erum hljómsveit og Þegar hér er komið sögu þá gæti einhver haldið að framtíð Steðja- bandsins væri engin, a.m.k. mjög svört. Svo er þó ekki. Þeir eru hinir bjartsýnustu enda aðdáend- ur Hallbjarnar og uppáhaldslagið þeirra er „Kántrýbær". Þeir benda á það með réttu að þeir geta bara bætt sig. Kannski verð- ur árshátíð Þelamerkurskóla sem framundan er, upphafið að glæstri sigurgöngu Steðjabands- ins um sveitir landsins - kannski ekki. Þeir sem hafa áhuga á að láta Steðjabandið hamra á sér hlustirnar geta haft samband við piltana í síma 26115 (en í þeim síma er einnig tekið við inntöku- beiðnum í aðdáendaklúbbinn). Stcðjabandið. ☆ ★ ☆ Og svo eru það hin frægu loka- orð: - Við erum á lausu næstu tvö eða þrjú árin ef einhvern vantar góða hljómsveit og einnig biðjum við hjartanlega að heilsa kvenfé- lagskonum. - ESE hljómsveit er þrælekta dans- spilum allt frá nikkumúsikk upp í það alira nýj- asta. Bæði stælt og stolið og svo frumsamið. - Og ykkur hefur gengið A) Frábærlega B) Hörmulega C) Þolanlega? - B. - Hvar hafið þið komið fram? - Við vorum fyrst á áramót- adansleik á Raufarhöfn, sem var ágætt en síðan höfum við Ieikið á böllum fyrir 27 og 17 borgandi dansgesti. Meira að segja aðdá- endaklúbburinn hefur svikið okkur á þessum böllum og aðeins einn meðlimur mætti á annan dansleikinn. Við höfum svo leik- ið nokkrum sinnum ókeypis og það virðist mælast mun betur fyr- ir meðal fólks. Ferðaáætlun 1. aprfl tíl 1. október 1984 Brottför frá Akureyri til Hríseyjar Ólafsfjaröar Siglufjarðar Grímseyjar Mánudaga 11.00 11.00 Þriðjudaga 11.00 Miðvikudaga 11.00 11.00 Fimmtudaga 11.00 12/4 síðanannan hvern fimmtud Föstudaga 08.30 08.30 Vörur sem koma eftir kl. 10.00 þá daga sem farið er og komast ekki á skrá verða að bíða næstu ferðar. Afgreiðslan sér um að ná í stærri vörusendingar ef óskað er en þá þarf að tilkynna það fyrir kl. 10.00 þá daga sem farið er ella bíða næstu ferðar. Vörur sem eiga að fara á föstudögum þarf að koma með eða tilkynna um daginn áður. Ath. Vömmóttaka alla virka daga frá kl. 08-17. Sími 24088 Flóabáturinn Drangur hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.