Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 16
msm Akureyri, föstudagur 6. apríl 1984 —BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa rlÆzf) Smiðjan er opin alla daga í hádeginu \ yWn JJ og á kvöldin. 'ttSglf Munið að panta borð tímanlega. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■IHH^II^HHIHI Háhitasvæðinu á Þeista- reykjum verði hlíft - segir m.a. í skýrslu Náttúrugripasafnsins á Akureyri um náttúrufar og minjar á Húsavíkursvæðinu „Ljóst er að mestöll mann- virkjagerð á athuganasvæðinu mun í framtíðinni verða á svæði næst ströndinni, neðan 100 m hæðar yfir sjó. Á því svæði eru merkustu jarðfræði- og landslagsminjarnar, lífríkið fjölbreyttast og þar fer mestöll hefðbundin nýting svæðisins fram. Grunnsævið er einnig auðugt af lífi og þar talsvert stundaðar veiðar. Mikilvægt er að þetta verði haft í huga við val nýrra atvinnugreina og staðsetningu mannvirkja,“ segir m.a. í niðurstöðum skýrslu Náttúrugripasafnsins á Akureyri um náttúrufar og minjar á Húsavíkursvæðinu, en skýrslan var unnin fyrir Staðarvalsnefnd um iðnrekst- ur. í frétt frá Staðarvalsnefnd segir að skýrsla þessi sé veigamikill þáttur í umhverfisrannsóknum og gagnaöflun Staðarvalsnefndar við Húsavík. Hún er liður í því að kanna almenn staðbundin skilyrði fyrir meiriháttar iðn- rekstur, óháð tilteknum iðnaðar- kostum. í skýrslunni eru gerðar tillögur um 12 verndarsvæði og þeim skipt í flokka. í ágripi af niður- stöðum segir að á könnunarsvæð- inu sé víða fagurt landslag og fjölbreytt og jarðsaga svæðisins sé sérstakiega athyglisverð og margt um jarðfræðilegar minjar. Gróðurfar margvíslegt og flóran fjölbreytt á vissum stöðum, land- ið sé vel fallið til búskapar og túnrækt mikil og margt sé af byggðarminjum og öðrum sögu- minjum. Mest áhersla er lögð á verndun Botnsvatnssvæðisins, Lundaeyjar og Bakkahöfða, svo og strandarinnar yfir höfuð. Nefna má að bent er á mikilvægi þess að jarðhitasvæðinu á Þeista- reykjum verði hlíft, því ef borað verði á svæðinu megi búast við því að hverirnir þorni að mestu eða öllu leyti. Er vitnað til rits Náttúruvemdarráðs, Hverir og laugar, í þessu sambandi. Mjög hefur hins vegar verið litið til há- hitasvæðisins á Þeistareykjum með tilliti til iðnaðar. - HS. Hlýrra og þurrara - en minna sólskin Hitastig á Akureyri I mars- mánuði var 1;3 gráðum yfir meðallagi áranna 1931-1960 og 1,0 gráðu yfír meðallagi ár- anna 1971-1980. Annars stað- ar á landinu var hitastig yfír- leitt nálægt meðaliagi. Samkvæmt upplýsingum Unn- ar Ólafsdóttur hjá Veðurstofu ís- lands þá var meðalhitinn á Akur- eyri í mars 1,0 gráða en meðaltal áranna 1931-1960 í marsmánuði er mínus 0,,3 gráður. Úrkoma í marsmánuði nú var alls um 30 millimetrar sem er 72% af meðaltals marsúrkomu áranna 1931-1960 og 91% af meðaltali 1971-1980. Sólskin í mars mældist í 92 klukkustundir á Akureyri sem er vel undir meðallagi. 16 stundum undir meðallagi 1931-1960 og sjö stundum undir meðaltali síðasta áratugar, ef miðað er við sömu mánuði öll árin. - ESE. Þessir ungu menntskælingar nutu sólarblíðunnar sunnan undir vegg, og námsbækurnar voru ekki fjarri Mynd: KGA. Vilja Japanir kaupa hrognin? Mjög góð grásleppu- veiði báta frá Raufarhöfn Mjög góð grásleppuveiði hefur verið hjá bátum sem gera út frá Raufarhöfn að undan- förnu, og hafa bátarnir fengið aUt upp í 14 tunnur af hrognum úr einni ferð. Að sögn Gunnars Hilmarsson- ar sveitarstjóra á Raufarhöfn eru það 14 bátar sem gera út á grá- sleppuna þaðan og er afli þeirra það sem af er um 200 tunnur sem er um 10 sinnum meira en á sama tíma í fyrra. Það er því bjart yfir hjá grásleppukörlunum á Raufar- höfn. Gunnar sagði að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefði lýst yfir áhuga á að senda prufulýsingu af frystum grásleppuhrognum til Japans. „Það er ákaflega athygl- isvert mál og ef það dæmi myndi ganga upp gæti það haft áhrif á bæði verð hrognanna og sölu- möguleika. Akvörðun um verð á grá- sleppuhrognum hefur enn ekki verið tekin, en að vænta fljót- lega. Reiknað er með að verðið verði 315-320 dollarar á hverja tunnu þannig að ekki er fjarri lagi að ætla að aflaverðmæti grá- sleppukarlanna á Raufarhöfn það sem af er sé komið á þriðju milljón króna. gk-. - Þetta lítur ágætlega út hjá ykkur. Áframhald- andi blíða og sól. Þetta svar fengum við á Veðurstofunni í morg- un er við spurðum um veðurhorfur um helgina. Það verður suðiæg átt og bjart veður og freniur hlýtt. Snjósleða- mennirnir sem ætla í Nýjadal geta búist við heldur skýjaðra veðri. Góðar fermingargjafir Hárblásarar. Krullujám með og án gass. Yöfflujám fyrir hár. Leðurtöskur. Snyrtibox. Og ótal margt fleira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.