Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR GJAFIR í MIKLU ÚRVALÍ GULLSMIÐIR ! SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREVRÍ 67. árgangur Akureyri, mánudagur 9. aprfl 1984 43. tölublað Tilraunavinnsla á heparíni shaust? „Það er í athugun að fara af stað með tilraunaframleiðslu á heparini úr sauðfjárgarnaslímu í sláturtíðinni í haust. Til er skýrsla frá Raunvísindastofnun Háskólans um vinnslu hepar- ins úr sauðfjárgðrnum og hún er nú til athugunar hjá okkar rannsóknastofufólki með tillili til þess hvort gera megi til- raunir í þessa veru í haust, at- huga m.a. hver kostnaðurinn er við að ná slímunni úr görn- ununi o.s.frv.," sagði Magnús Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar Sam- bandsins í viðtali við Dag. Lífefnaiðnaður kom til um- ræðu á svæðisfundinum á Akur- eyri nýlega og kom þar fram að málið hafi borið á góma á stjórnarfundi Sambandsins ný- lega að frumkvæði Vals Arnþórs- sonar, stjórnarformanns. Áður- nefnd skýrsla um vinnslu hepar- ins á verksmiðjustigi var tilbúin 1981 og samkvæmt upplýsjngum Gunnars Guðbjartssonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins hefur ekkert verið gert með hana til þessa a.m.k. þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir hans til að koma málinu á framfæri við aðila sem gætu annast þessa vinnslu. Gerð var á sínum tíma frummarkaðs- könnun, sem leiddi í ljós að einn aðili, Lövens Kemiske Fabrik í Danmörku, hafði áhuga á sam- starfi. í skýrslunni sagði að útlitið virtist á þessu stigi (1981) nokkuð álitlegt. Þess má geta að heparin er lyfjaefni, sem m.a. veldur því að blóð storknar ekki. Hefur það verið notað gegn blóðtappa og við skurðaðgerðir. - HS. „Tel að þeir hafi grafið ¦ r sigi snjó" „Það er ekkert ferðaveður eins og er og menn halda sig innan dyra hér í skála Ferðafélags- ins," sagði Sigurður Baldurs- son er við náðum talstöðvar- sambandi við hann í morgun, en Sigurður er einn þeirra vél- sleðamanna sem eru veður- tepptir í Nýja-Jökuldal. Sigurður sagði að þeir hefðu nægan mat og það færi vel um þá. Við spurðum hann hvort hann teldi að einhver hætta væri á ferð- um varðandi þá vélsleðamenn sem lögðu af stað til byggða í gær en eru nú týndir. „Nei ég held að það sé ekki. Þetta eru allt menn sem eru vel útbúnir og ég tel að þeir haldi kyrru fyrir einhvers staðar, hafi grafið sig í snjó og bíði þess að veðrið gangi niður." gk-. I ólgusjó Mynd: KGA. Ódýrari ingar-máti - bls. 3 )jwOK bítur sekan" - bls. 4 Iþróttir eruá sínum stað í opnu - bls. 6-7 í morgun var leitað tveggja hópa þingeyskra vélsleða- manna, sem voru á leið frá móti vélsleðaeigenda í Nýja- Jökuldal. í öðrum hópnum eru 15 manns og hafði náðst tal- stöðvarsamband við þá, en þeir voru viUtir og vissu ekki hvar þeir voru staddir. í hinum hópnum eru 5 manns og er litið vitað um ferðir þeirra síðan í gær. Rétt fyrir 10 í morgun fór vél frá Flugfélagi Norðurlands tíl leitar og einnig voru leitar- menn á snjóbflum á leið inn á hálendið. Hátt á þriðja hundrað manns komu til móts vélsleðaeigenda í Nýja-Jökuldal, en þar eru skálar Ferðafélagsins. Slæmt veður var þar alla helgina og svo var enn í mogun, skafrenningur og innan Við 100 m skyggni. í gær komust sunnanmenn til byggða, nema hvað eins manns mun vera sakn- að úr þeirra hópi. Hópur norðanmanna lagði einnig af stað og ætluðu þeir sér að Mýri í Bárð- ardal. Flestir þeirra sneru til baka í Nýja-Jökuldal, nema þeir 20 Þingeyingar, sem saknað var í morgun. Einn maður komst niður í Mýri seint í gærkvöld. Rúmlega 100 manns eru enn í skálum Ferðafélagsins í Nýja- Jökuldal og halda þar kyrru fyrir þar til veður gengur niður. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hvera- völlum kl. 10 í morgun voru þar 7-8 vindstig, éljagangur og skaf- renningur. - GS. Nýjustu fréttir í morgun fundu leitarmenn, sem fóru úr Bárðardal á snjóbílum, einn vélsleðamannanna og taldi hann sig vita um félaga sína. Ekkert var hins vegar vitað um hvar fimm þeirra sem upp á vant- ar eru niðurkomnir. Rétt fyrir kl. 11 hafði leitarvélin ekki séð til ferða þeirra, enda var skyggni slæmt til leitar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.