Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 9. apríl 1984 Hlustarðu á klass íska tónlist? Sigmundur Guðmundsson: Já, aðallega Mozart og Mend- elsohn. Magnús Jónatansson: Nei. Haukur Torfason: Nei, og reyndar hlusta ég ákaflega lítið á tónlist yfirleitt. Svanur Kristjánsson: Mest mjög lítið. Magnús Már Magnússon: Já, svolítið á góða klassíska tónlist, en það verður þó að viðurkennast að það er minna en hitt. „Mikilvægt að kunna sagnakerfið“ — segir Páll Pálsson, bridgespilari Páll Pálsson við spilaborðið - líklega með borðleggjandi slemmu!! „Kerfið er númer eitt, sagna- kerfið, maður verður að læra það og skilyrðislaust að fara eft- ir því ef maður vill ná einhverj- um árangri í bridge,“ sagði Páll Pálsson, sem er í Viðtali-Dags- ins í dag. Páll er fyrirliðinn í bridgesveit Páls Pálssonar, sem um helgina er fulltrúi Norðurlands eystra í íslandsmótinu í bridge, sem hald- ið er í Reykjavík. Með Páli í sveitinni eru Frímann Frímanns- son oj Grettir bróðir hans, Ólaf- ur Agústsson, Magnús Aðal- björnsson og Gunnlaugur Guð- mundsson. Sveit Páls vann sér þátttökurétt í íslandsmótinu með því að sigra í úrtökumóti, þar sem 10 sveitir reyndu með sér. Á íslandsmótinu um helgina mætt- ust 24 sveitir víðs vegar af land- inu. Hér er um undanúrslit að ræða, en 8 sveitir komast áfram. Páll var spurður um ástæður fyrir velgengni sveitarinnar og einnig var hann spurður nánar út í bridge-ið. - Bridge-ið er mitt aðal tóm- stundagaman yfir vetrarmánuð- ina og þá spilar maður einu sinni til tvisvar í viku. Það er mikilvægt að kunna sagnakerfið, eins og ég sagði áðan, en það þarf líka að æfa stíft til að ná einhverjum ár- angri. Hér á Akureyri eru a.m.k. 4-5 sveitir sem eru mjög jafnar, þannig að það er oftast heppni og tilvilj anir sem ráða því hver þeirra vinnur. - Hvað er það sem gerir bridge-ið svona spennandi? - Pað er nú erfitt að svara því, satt best að segja. Petta er eins og hver önnur keppni, það er spenn- andi að sjá hvernig spil maður fær og hvernig til tekst við að spila úr þeim. Daginn eftir fer maður síðan að hugsa um þessi spil og jafnvel ræða þau við félag- ana. Þá er skoðað grannt hvort ekki hefði verið hægt að gera betur. Mistökin eru að því leyt- inu til góðs, að maður lærir af þeim. Þar að auki er það félags- skapurinn á bridge-kvöldunum sem gerir þetta eftirsóknarvert. - En þú gerir nú fleira yfir vet- urinn en spila bridge, hvernig gekk rjúpnaveiðin í vetur? - Já, við Frímann Frímanns- son, auglýsingastjórinn ykkar hér á Degi, göngum gjarnan til rjúpna þegar vel viðrar. Þetta gekk þokkalega hjá okkur í vetur, ætli ég hafi ekki fengið 50- 60 rjúpur. En það er ekki aðal- atriðið; það er gaman að göng- unni, hún styrkir mann, og úti- veran er holl. - Hvaða kerfi notið þið Frí- mann á rjúpurnar? - Rjúpnalaufið. ■ - Þú ert mikill dansari er mér sagt, dansar ef til vill rjúpnadans- inn á góðum stundum? - Já, það er rétt, dansinn er svona nokkurs konar hliðargrein tómstundanna. Ég hef verið í dansskóla Sigvalda undanfarna vetur og sæki tíma tvisvar í viku í Hús aldraðra. Kennslan stendur allan veturinn, það eru aðallega suður-amerískir dansar sem við lærum, og ég hef haft mjög gam- an af þessu, hef raunar alla tíð haft mjög gaman af að dansa. - Ekki dansar þú þessa dansa í Sjallanum, eða ætlið þið ef til vill að halda danssýningu? - Nei, þessir dansar eru mjög fallegir, þannig að fæsta þeirra er hægt að dansa á almennum dans- leikjum. Hins vegar höfum við reynt að vera svolítið snemma á ferðinni þegar við förum í Sjallann, þannig að við getum dansað í 1-2 tíma áður en húsið fyllist af fólki. Eftir það er orðin örtröð á gólfinu og litlu máli skiptir hvernig dansað er. Það er raunar þannig í flestum danshús- um, að dansgólfin eru allt of lítil miðað við þann fjölda sem hleypt er inn í húsin. - Hvað með sumar-„hobbý- ið“? - Það er golfið, sem tekur ungann úr mínum frítíma yfir sumarið. Áður fyrr fór ég oft í veiði, en nú er ég hættur því. Ég fer frekar í golf, því það er hægt að fara upp á völl þegar manni dettur í hug. Og alltaf reynir maður að bæta sig í íþróttinni, því mér finnst oftast að ég geti gert betur. - Þú ert húsasmiður og verk- stjóri hjá Aðalgeir og Viðari, er nóg að gera? - Já, eins og er, en það er hjá okkur eins og öðrum, það er lítið framundan þegar fer að hausta. Og það sem verra er, það er eng- in lausn í sjónmáli í atvinnumál- um hér á svæðinu. Hér þarf að byggja upp stórvirk atvinnufyrir- tæki, álver ef því er að skipta. Þar fá byggingariðnaðarmenn at- vinnu og með vaxandi atvinnu- starfsemi fjölgar fólkinu. Þá þarf að byggja íbúðir fyrir það, en eins og er er ekki þörf á fleiri íbúðum," sagði Páll Pálsson. Njóta þroskaheftir forgangs? BJ hringdi: Það er eitt mál sem mig langar til að vekja athygli á. Oft er talað um það að þroskaheftir njóti ekki sömu réttinda og þeir sem heil- brigðir eru en þetta á samt ekki við á öllum sviðum. Nýlega ætlaði ég að fá tíma í hárgreiðslu en þá var því svarað að enginn tími væri laus. Þroska- heft stúlka pantaði tíma á sama stað skömmu síðar og hún fékk tíma um leið. Ég veit ekki hvort ég á að þakka eða gremjast yfir þessu „misrétti" en það er a.m.k. ekki rétt að þroskaheftir komi alls staðar númer tvö. Lögmál frumskógarins? — Umferðaröngþveiti á Akureyri Það er eitt atriði sem mig langar til að minnast á en það er hvernig ökumenn leggja bílum sínum hér í bæ. Það er eins og lögmál frum- skógarins séu hér í heiðri höfð og útkoman er eitt allsherjar öng- þveiti. Það er nóg að líta á hvernig lagt er við Ráðhústorg. Bílum lagt sitt á hvað og mörgum þvert gegn akstursstefnu. Þá er bíla- súpan efst í Oddeyrargötunni og í Brekkugötunni eitt vandamálið og ég vil hér með skora á umferð- arnefnd og lögreglu að reyna að koma þessum málum í sæmilegt horf. Það er a.m.k. lágmark að umferðarreglur séu haldnar og hvernig væri að ökumenn borg- uðu endrum og eins í stöðumæl- ana?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.