Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 3
9. apríl 1984 - DAGUR - 3 Unnið að framleiðslu hjá Strengjasteypunni h.f. Mynd: KGA. „15% ódýrara en að byggja á hefðbundinn hátt“ - segir Hólmsteinn Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Strengjasteypunnar h.f. „Við teljum að okkar fram- íeiðsla sé þegar orðin hag- kvæmari en timburhúsin og við náum enn frekari hagkvæmni með því að staðla einingarnar og glugga og annað í stórum stfl eins og nú er verið að vinna að,“ sagði Hólmsteinn Hólm- steinsson framkvæmdastjóri Strengjasteypunnar hf. á Ak- ureyri. Pað fyrirtæki er eitt þeirra er á síðasta ári tóku upp samvinnu og var stofnað „móðurfyrirtæki“ sem ber heitið Nýhús hf. Að stofnun Nýhúsa stóðu Brúnás hf. á Egilsstöðum, Húsa- og strengjasteypan hf. Kópavogi, Húsiðn hf. Húsavík, Loftorka sf. Borgarnesi og Strengjasteypan hf. „Sameining þessara fyrirtækja var gerð með það fyrir augum að hrinda af stað hugmyndasam- keppni um íbúðarhús úr stein- steyptum einingum, hafa sameig- inleg innkaup til að ná fram auk- inni hagkvæmni, kaupa inn í stærri einingum og ná verðinu þannig niður. Einnig verður um sameiginlega auglýsinga- og sölu- starfsemi að ræða en Nýhús hef- ur einn fastráðinn starfsmann," sagði Hólmsteinn. Hugmyndasamkeppni Nýhúsa hf. er afstaðin og hafa úrslit hennar þegar verið tilkynnt. Alls bárust 18 tillögur. Þrjár þeirra voru verðlaunaðar sérstaklega og að auki voru keyptar inn þrjár aðrar tillögur. „í framhaldi af þessari sam- keppni á að taka allt það besta úr 6 teikningum og sameina það í bestu lausnina. F>að verður samið við tvo af þeim er áttu verðlauna- teikningar um að vinna þetta verk en við höfunda verðlauna- teikninganna og þá er áttu tillög- urnar sem keyptar voru inn var samið sérstaklega um að nota mætti hluta úr tillögum þeirra.“ - Er hægt að gera verðsaman- burð á því að byggja hús eftir teikningum frá ykkur og því að byggja á hefðbundinn hátt? „Það er erfitt að nefna tölur um heiidarkostnað en við viljum halda því fram að þetta sé um 15% ódýrara. Það er venja að af- henda húsin þannig að veggir eru tilbúnir undir málningu að utan og innan og loft einnig, húsin eru iokuð með þaki, gluggum, gleri og hurðum en annað tréverk inni er eftir. Það má segja að húsin séu tilbúin undir tréverk og jafn- vel lengra komin en það. Við viljum líka benda á að þessi einingarhús fá miklu hrað- ari afgreiðslu hjá Húsnæðismála- stjórn, kaupendur fá lánið upp- greitt á 9 mánuðum í stað 12—18 mánaða. Fyrsti hlutinn kemur eftir hálfan mánuð, næsti hluti eftir 3 mánuði og lokagreiðslan eftir 6 mánuði þaðan í frá. Húsið er lengra komið uppreist en fok- helt hús sem steypt er upp á venjulegan hátt, einangrun er komin og öll múrvinna búin.“ gk-- Eyjafjarðardeild Skotvís stofnuð Stofnuð hefur verið Eyjafjarð- ardeild Skotveiðifélags íslands (Skotvís). Markmið félagsins eru m.a. að vinna skotveiðum verðugan sess meðal útilífsíþrótta. Það verður gert með góðri meðferð skot- vopna, góðri siðfræði veiði- manna, góðri umgengni við Iand og lífríki og góðum samskiptum við landeigendur. Þá hyggst félagið skapa fé- lögum sínum aðstöðu til æfinga og stuðla að útgáfustarfsemi og almennri fræðslu um málefni, sem snerta skotveiðar, náttúru- vernd og dýralíf landsins. Félagið mun ennfremur leitast við að eiga samvinnu við opin- bera aðila um setningu laga og reglugerða um skotvopn, skot- veiðar og náttúruvernd og gang- ast fyrir fræðslu fyrir almenning um skotveiðar. Formaður deildarinnar er Jakob Haraldsson, Norðurbyggð 23. Þeir sem áhuga hafa að gerast félagar eða fá upplýsingar um starfsemi deildarinnar geta haft samband við Jakob Haraldsson í síma 23880 eða Kára Agnarsson í síma 25975. Stangveiðimenn Muniö skemmtikvöldið á Hótel KEA miðvikudag- inn 11. apríl kl. 20.30. Mætum öll. Eyfjörð. Aðalfundur Sjóstangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn 12. apríl nk. kl. 20.00 í Ljósmynda- stofu Páls, Skipagötu 8, Akureyri. Stjórnin ATHUGIÐ Fyrirhugað er að slétta eða á annan hátt lagfæra kirkjugarðinn á Sauðanesi, Langanesi á komandi sumri svo sem að fjarlægja ónýtar legsteinagirð- ingar, lagfæra þá legsteina sem illar eru farnir. Þeir sem telja sig þekkja ómerkt legstæði í garð- inum eru beðnir að gefa sig fram við sóknarnefnd Sauðanessóknar innan 8 vikna frá birtingu aug- lýsingar þessarar. Fyrir hönd sóknarnefndar, Aðalbjörg Jónasdóttir, Hallgilsstöðum sími 81261. A-45 Tilboð óskast í bifreiðina A-45 sem er Chervolet Malibu Classic árgerð 1979, sjálfskiptur, vökva- stýri, powerbremsur, ekinn 8.600 km, útvarp & segulband. Áskil mér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Dags merkt A-45, fyrir 16. apríl nk. VIII. minningarmót um Júlíus Bogason hefst sunnudaginn 15. apríl kl. 14.00 Tefldar verða 7 umf. eftir Monrad kerfi. Tefld verður 1. umf. sunnudaginn 15. apríl kl. 14.00, 2. umf. þriðjudaginn 17. apríl kl. 20.00, 3. umf. skírdag kl. 14.00, 4. umf. föstudaginn langa kl. 14.00, 5. umf. annan í páskum kl. 14.00, 6. umf. miðvikudaginn 25. apríl kl. 20.00, 7. umf. föstu- daginn 27. apríl kl. 20.00. Unglingaflokkur 15 ára og yngri hefst miðvikudaginn 18. apríl kl. 20.00. Hraðskákmót Akureyrar í unglingaflokki verður föstudaginn 13. apríl kl. 20.00. Munið apríl 15 mín. mótið nk. miðvikudag kl. 20.00. Teflt er í Skákheimilinu Strandgötu 19b. Skákfélag Akureyrar. kemr ut Þrísvar *viku’ L—/uLjVwJ W lSJ? miðvikudaga og föstudaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.