Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-9. apríl 1984 FSY telur brottvikningu Sturlu Kristjánssonar óréttláta: Krefst opin- berrar yfirlýsingar - Þar sem hlutur Sturlu verður bættur Reiðhjólaskoðun hefst í dag: Nú eiga öll reiðhjól að vera í lagi Hin árlega reiðhjólaskoðun hefst í þessari viku og að venju verða hjólin skoðuð við barna- skóla bæjarins. Þessi reið- hjólaskoðun er óvenju snemma á ferðinni en að sögn Varðar Traustasonar, lög- reglumanns er ástæðan fyrir því sú að mikið hefur borið á því í góða veðrinu að undan- förnu, að börn og unglingar væru á hjólum í umferðinni. Reiðhjólaskoðunin hefst í dag og verður þá skoðað við Oddeyr- arskóla á milli kl. 10 og 12 og 13 og 15. A morgun verður skoðað á sama tíma í Glerárskóla, á mið- vikudag í Lundarskóla og á fimmtudag í Barnaskóla Akur- eyrar. Að sögn Varðar Traustasonar er ekki ætlast til þess að börn yngri en níu ára séu á hjólum í umferðinni en yngri börn geta þó fengið skoðunarmerki á reið- hjól sín svo fremi sem foreldrar koma með þeim í reiðhjóla- skoðunina. - ESE. Stjórn félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi hcfur komist að þeirri niður- stöðu að brottvikning Sturlu Kristjánssonar, fyrrum skóla- stjóra Þelamerkurskóla frá skólanum hafi verið óréttlát og siðferðislega röng og þess er krafist að Sturlu verði bættur sinn hiutur með opinberri yfir- lýsingu af hálfu menntamála- ráðuneytisins. Ályktun FSY fer hér á eftir: Stjórn félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi hefur um nokkurra mánaða skeið haft til umfjöllunar mál Sturlu Krisjánssonar núverandi fræðslu- stjóra á Norðurlandi eystra sem á sl. vetri var vikið úr starfi skóla- stjóra Þelamerkurskóla í Eyja- firði. Stjórnin hefur aflað sér allra gagna sem vitað er um varðandi þetta mál og kynnt sér þau ræki- lega. Meðal annars allar bókanir skólanefndar Þelamerkurskóla, gögn frá menntamálaráðuneytinu og bréf sem farið hafa á milli að- ila er tengjast málinu. Stjórn FSY ritaði menntamála- ráðuneytinu bréf þann 22.11. 1982 þar sem óskað er skýringa á brottvikningu Sturlu. Svar barst frá ráðuneytinu í bréfi, dagsettu 7.12. 1982. Að vandlega athuguðu ináli er það mat stjórnar FSY að brott- vikning Sturlu Kristjánssonar hafi ekki verið réttlætanleg. Ekk- ert hefur komið fram í þessum deilum sem bendir til þess að Sturla hafi gerst brotlegur í starfi né sýnt vanrækslu á nokkurn hátt. Bent skal sérstaklega á að þrátt fyrir sáttaumleitanir af hálfu menntamálaráðuneytisins, fór ekki fram formleg rannsókn á störfum skólastjóra sem hann þó bað um. Vakin er sérstök athygli á upp- hafi þessa sorglega deilumáls þar sem skólastjóra er stillt upp við vegg af kennurum sem eiga í persónulegum samskiptaörðug- leikum við hann. Málsmeðferðin leiðir svo til þess að skólastjóra er vikið úr starfi. Stjórn FSY lítur svo á að vegið hafi verið að óiðferðislegum grundvallarreglum í samskiptum ríkisvalds við sína embættismenn og telur að menntamálaráðuneyt- inu beri skylda til að rétta hlut Sturlu Kristjánssonar í máli þessu með opinberri yfirlýsingu. - ESE. Hjálpræðisherinn: Alþjóðlegur ■ ■ ■ r m svæðisstjori í heimsókn Saga Class: Farrýmisskipting hjá Flugleiðum Von er á Önnu Hannevik, al- þjóölegum svæðisstjóra Hjálp- ræðishersins fyrir Evrópu í heimsókn hingað til lands. Anna Flannevik er af norsku bergi brotin. Faðir hennar var norskur hjálpræðishersforingi en móðir hennar var ensk. Anna er fædd í Kína en 10 ára gömul fluttist hún til Noregs. Hún gekk á foringjaskóla Hjálpræðishers- ins í Noregi og var hún vígð for- ingi 1947. Hún hefur síðan starf- aði í Noregi og í Englandi og starfar nú við alþjóðlegar höfuð- stöðvar Hjálpræðishersins. Von er á Önnu Hannevik til Akureyrar á morgun og mun hún m.a. taka þátt í mikilli samkomu annað kvöld. Á miðvikudag hef- ur bæjarstjórn Akureyrar matar- boð henni til heiðurs en sama dag verður jafnframt hugvekja í Hlíð og samkoma hermanna. í fylgd með Önnu Hannevik í þessari ferð verður Martin Högberg, um- dæmisstjóri, Noregs, Færeyja og íslands og eiginkona hans Gun- hild Högberg. Farrýmisskipting verður tekin upp í áætlunarvélum Flugleiða á Evrópuleiðum frá 1. aprfl næstkomandi. Farþegar, sem ferðast á hæsta fargjaldi sitja fremst í vélunum í aðskildu farrými, sem hefur hlotið nafn- ið Saga Class. Farþegar í Saga Class fá aukið rými með því móti að ekki fleiri en tveir sitji í þriggja sæta röð ávallt þegar rými leyfir. Drykkj- arföng verða ókeypis. Reykingar verða leyfðar í sætum hægra megin við gang og mun sú regla einnig gilda um aftari hluta far- þegarýmis. Sérstakt innritunarborð verður á Keflavíkurflugvelli fyrir far- þega Saga Class. Á flugvöllum erlendis nota þeir „Business Class“ borð þeirra flugfélaga, sem annast afgreiðslu Flugleiða- farþega. Farþegum Saga Class er heimilt að hafa meðferðis farang- ur allt að 30 kg að þyngd án auka- gjalds. Farþegarými verður ekki skipt á flugleiðum til Bandaríkjanna né heldur til Luxemborgar, Par- ísar, Frankfurt og Vaagar. Ekki verður á neinn hátt dregið úr þjónustu við aðra farþega Flug- Páskaeggjasala leiða þótt farrýmisskipting komi til framkvæmda. Efnt var tií samkeppni meðal starfsmanna Flugleiða um heiti á nýja farrýminu og varð tillaga um Saga Class fyrir valinu. Þrír starfsmenn sendu inn tillögur að þessu heiti. Dregið var um hver þeirra hlyti þau verðlaun, sem í boði voru og kom upp nafn Þór- dísar Karlsdóttur, sem starfar á Keflavíkurflugvelli. Flest áætlunarflugfélög á Vest- urlöndum hafa tekið upp farrým- isskiptingu í vélum sínum og mörg þeirra hafa þrjú farrými. Erlendis verður hið nýja farrými Flugleiða nefnt Saga Business Class til að undirstrika að hér er ekki um fyrsta farrými að ræða. Leiðrétting: Tilboðið var hærra í Degi sl. miðvikudag var skýrt frá tilboðum er bárust í smíði fiskimjölsverksmiðju í Ólafs- firði, og þar urðu okkur á nokkur mistök. Sagt var að lægsta tilboðið í smíði hússins sem kom frá Tréver í Ólafsfirði hefði numið 2.295.000 krónum og verið 60,4% af kostnaðaráætlun. Þetta er rangt því lægsta tilboð Trévers var upp á 2.925.520 krónur og nemur sú upphæð 78% af kostn- aðaráætlun. Fyrirtækið Ás í Ólafsfirði var með lægsta tiíboð í gerð grunns hússins og nam það 1.114.000 krónum eða 75,5% af kostnaðar- áætlun. Mun vera ákveðið að taka tilboðum Trévers og Ás í verkin. - Dagur biðst velvirðing- ar á þeim mistökum sem rætt var um hér að framan. Kiwanismanna Iðja félag verksmiðjufólks á Akureyri: Nú líður að páskum og þá fara félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbak að undirbúa hina ár- legu páskaeggjasölu sína. Til- gangurinn með sölunni hefur ævinlega verið sá að safna fé til einhverra þeirra verkefna, sem til heilla horfa í samfélaginu og klúbburinn hefur valið að styðja við hverju sinni. í ár verður afrakstri söfnunar- innar að mestu varið til þjálfun- ardeildar fyrir fjölfötluð börn í Endurhæfingarstöð Sjálfsbjarg- ar, en þörf fyrir þá aðstöðu er mjög mikil, sem sést af því að fjöldi barna þarf nú að sækja þessa þjálfun til Reykjavíkur með ærnum tilkostnaði. Seld verða egg no. 3 og 4 og hefur verð þeirra verið ákveðið kr. 110 fyrir egg no. 3 og kr. 180 fyrir egg no. 4. Að þessu sinni verður tekin upp sú nýbreytni að með hverju eggi fylgir happ- drættismiði, sem kostar kr. 10 og eru vinningar í happdrættinu 36, flugfar til og frá Reykjavík og ýmsar vöruúttektir alls að verð- mæti kr. 25.000. Fjöldi miða er 2.500 og verður dregið þann 24. apríl nk. Skrá yfir vinninga verð- ur birt í bæjarblöðunum þegar að loknum drætti. Islendingar standi gegn öllum kjarnorkuvígbúnaði Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, sam- þykkti á fundi 25. mars sl. áskorun sem send var forsætis- ráðherra og forseta sameinaðs þings, varðandi kjarorkuvíg- búnað. Áskorunin er svohljóð- andi: Undirrituð samtök heita á ríkisstjórn íslands og Alþingi að beita sér fyrir því: - að kjarnorkuvopn og búnað- ur sem eingöngu er tengdur notkun þeirra verði aldrei leyfð á íslandi. - að Norðurlönd öll verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, sem njóti alþjóðlegrar viður- kenningar. að íslensk efnahagslögsaga verði friðuð fyrir kjarnorku- vopnum, umferð kjarnorku- knúinna skipa og losun kjarn- orkuúrgangs. að íslendingar standi á al- þjóðavettvangi skilyrðislaust gegn öllum kjarnorkuvígbún- aði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.