Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 09.04.1984, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR r r HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA s s s (0 Skrvtnasti minkurinn á ferlinum - segir Haraldur Skjóldal minkabani um mink sem hann banaði við Glerána - Ég hef verið við að drepa mink svo lengi sem ég man en ég hef aldrei áður séð mink sem þennan. Ég þóttist viss um það í myrkrinu að ég hefði banað mink sem sloppið hefði úr einhverju minkabúi en dag- inn eftir sá ég að það gat ekki verið. Ég er helst á því nú að hér sé um einhvers konar blending að ræða. Þetta sagði Haraldur Skjóldal, minkabani í samtali við Dag, er hann leit hér inn á ritstjórnina með þann skrýtnasta mink sem hann hafði augum litið á löngum ferli. Minkinn veiddi Haraldur í boga við Glerána á móts við Glerárskólann en þar hafði hann nokkrum kvöldum áður banað öðrum mink. - Ég fékk ábendingu um að minkur hefði komist í dúfnakofa við Sunnuhlíð og kom boganum því fyrir. Minkurinn sem Harald- ur náði var brúnn eins og minka Haraldur Skjóldal með minkinn sem alast upp úti í náttúrunni er vani, en það skrýtna var að mink- urinn var hvítur á kvið. Minkarn- ir í minkabúunum eru svartir og hvítir á Kt og sagðist Haraldur helst telja að einn slíkur hefði lagt sitt af mörkum til þess að brúnhvíti minkurinn kæmist í heiminn. Að sögn Haralds er minkurinn ótrúlega ófyrirleitin skepna og t.a.m. hefði minkalæða gotið við nýja varnargarðinn í Bótinni í fyrra, en þá stóðu yfir miklar sprengingar á svæðinu og mikið var um mannaferðir.. Haraldur sagði að fremur lítið væri af mink í Eyjafirði nú en þó væri alltaf eitthvað um að minkur skyti upp kollinum. - ESE. Sigló hf. Hjolin farin að snúast Hjólin eru byrjuð að snúast hjá Sigló hf. á Siglufirði. Verk- smiðjan var sett í gang í síðustu viku eftir gagngerar breytingar á verksmiðjuhúsnæðinu sem áður hýsti fyrirtækið Sigló síld. - Við erum búnir að fá um 25 tonn af rækju, sagði Sæmundur Árelíusson, framkvæmdastjóri Sigló hf. er við náðum tali af hon- um á Siglufirði. Sæmundur sagði að verksmiðj- an hefði farið vel af stað og engin stórvægileg vandamál hefðu skot- ið upp koliinum. Þrjár rækju- vinnsluvélar eru í verksmiðjunni og lætur nærri að afkastagetan sé um eitt tonn á klukkustund. Ef mikill afli berst á land er hægt að starfrækja verksmiðjuna allan sólarhringinn en samkvæmt samningum Sigló hf. og Verka- lýðsfélagsins Vöku þá er hægt að láta vinna á vöktum - ESE Mikil asokn er nu i rækjuveiði og vinnsluleyfi. Þessi mynd var tekin i rækju- vinnslu Sigló hf. á Siglufirði skömmu eftir opnun fyrirtækisins. Úthafsrækjuveiðin úti fyrir Norðurlandi: Fjörutíu skip hafa fengið veiðileyfi Mikil ásókn hefur að undan- förnu verið í rækjuveiði og rækjuvinnsluleyfi og nú hafa um 40 skip og bátar fengið leyfi til úthafsrækjuveiði fyrir Norðurlandi. Þá hafa fimm rækjuvinnslur á Norðurlandi fengið rækjuvinnsluleyfi eða leyfi til stækkunar vinnslu- stöðva. Að sögn Þórðar Eyþórssonar í Sjávarútvegsráðuneytinu þá hafa skip og bátar alls staðar af landinu fengið leyfi til rækju- veiða fyrir Norðurlandi og meðal þeirra stóru skipa af Norðurlandi sem fengið hafa leyfi eru Baldur EA, Dalborg EA, Hólmadrang- ur ST, Júlíus Havsteen ÞH, Súlan EA og Þórður Jónasson EA. Nýju rækjuvinnslumar eða þær sem fengið hafa leyfi til stækkun- ar éru Dögun hf. á Sauðárkróki, Sigló hf. á Siglufirði sem bætir við vél, Söltunarfélag Dalvíkur hf. sem fær staðfestingu á eldra leyfi, Sæblik hf. á Kópaskeri sem bætir við vél og hið nýja fyrirtæki Árnes hf. á Litla Árskógssandi sem verður með tvær rækju- vinnsluvélar. Þeir sem vinnsluleyfi hafa fyrir á Norðurlandi eru m.a. öll byggðarlögin við Húnaflóa, K. Jónsson hf. á Akureyri, Fisk- iðjusamlag Húsavíkur og Kópa- skersbúar. Úthafsrækjuveiðarnar eru ekki bundnar við ákveðinn kvóta og samkvæmt upplýsingum Þórðar Eyþórssonar þá verða menn að fikra sig áfram á þessum veiðum. Þórður benti á að búið væri að finna mikið af nýjum rækjuveiði- miðum fyrir Norðurlandi og eins hefði fundist mikið af nýjum rækjusvæðum fyrir Austurlandi. Allt benti því til þess að mjög mikið væri af rækju í hafinu en fylgst yrði mjög náið með veiðun- um og ástandi rækjustofnsins af Hafrannsóknastofnuninni í sumar. - ESE. Það voru ekki beint upp- örvandi fréttir sem fengust á Veðurstofunni í morgun. Norðanátt og snjór, hljóð- aði boðskapurinn og við verðum líklega að kyngja því eins og hverju öðru hundsbiti. „Vorið“ er á undanhaldi og í nótt er því spáð að vindur snúist til norðanáttar með kulda og snjókomu og síðan élja- gangi. # Enn af U-bifreiðum Austfirðingar eru menn bráðsnjallir. Þeir virðast a.m.k. hafa tekið upp kerfi varðandi greiðslur bifreiða- skatta sem er hreinasta snilld. í stuttu máli sagt þá láta þeir aðra borga skattana fyrir sig. Við greindum nýlega frá Akureyringnum sem fyrst fékk senda stöðumælasekt vegna U-bíls sem lagt hafði verið ólögiega í Reykjavík og síðan kröfu vegna vangold- ins bifreiðaskatts af sama bíl. Akureyringurinn ansar þessu engu enda langt síðan hann hefur komið til Reykjavíkur og hann rekur heldur ekki minni til að eiga bíl með fyrr- greindri áletrun. • Frönsk sjálf- rennireið En þetta er ekki einangrað dæmi. Skömmu eftir að við birtum klausuna um kröfur lögreglustjórans í Reykjavík og fógeta á Austfjörðum á hendur manninum, hafði annar mætur Akureyringur samband við okkur og lýsti hliðstæðu dæmi. í tvð ár hefur hann fengið kröfu frá austfirska fógetan- um um greiðslu bifreiða- skatts af ökutækinu U-2847. Þetta væri svo sem allt í lagi ef svo undarlega vildi ekki til að maöurlnn á enga U-bifreið og hefur aldrei átt. Nú síðast spurðist hann fyrir um hvern- ig bfll þetta væri sem honum er eignaður og þá kom upp úr kafinu að þetta er frönsk sjálf- rennireið af Peugeot-gerð. Maðurinn sagði að svo virtist sem bíllinn væri skráður á nafnnúmerið hans og þá skipti engu máli hvað hann héti. Umrædd Peugeot-bif- reið tilheyrði þessu nafnnúm- erl. # Hvað vakir fyrir þeim? Nú er ekkí gott að segja hvað verður úr þessum málum. Fyrri Akureyringurinn sem hér um ræðir hyggst láta senda sér sinn U-bfl í pósti en „eigandi“ U-2847 er enn að bræða það með sér hvort það svari kostnaðf að greiða þessar 250 krónur og hirða svo bílinn með öllum sköttum og skyldum. En hvað vakir fyrir Aust- firðingum? Eru þeir að reyna að sleppa við að borga skatt- ana eða er þetta hrein og klár gjafmildi?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.