Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 11.04.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR -11. apríl 1984 11. apríl 1984 - DAGUR - 7 Við vorum heppnir að sleppa lifandi — segir Sveinn Rúnar Arason, sem féll niður í Þvergil ásamt Ingvari Ketilssyni - Því er ekki að neita að við vorum smeykir fyrst í stað en eftir að við sáum að við mynd- um ná Ingvari upp þá róuð- umst við mikið, sagði Sveinn Rúnar Arason frá Húsavík en hann féll ásamt Ingvari Ketils- syni niður I Þvergil seint á sunnudagskvöld. - Það varð okkur til lífs að við lentum ekki á klöppinni sem mannlausi sleðinn lenti á. Það var fullorðinn maður á þeim sleða, Sigtryggur á Breiðumýri og hann náði að henda sér af sleðanum þegar ljóst var að bremsurnar virkuðu ekki. Þegar ég rankaði við mér á botni gilsins þá settist ég upp og leit upp úr gilinu og þá sá ég ljósin á sleðanum þar sem hann kom fram yfir brúnina. Sleðinn lenti síðan á klöpp og féll niður í gilið og hafnaði þar í um eins metra fjarlægð frá sleða Ingvars. Það mátti því ekki miklu muna að ekki færi verr, sagði Sveinn Rúnar er Dagur ræddi við hann. Að sögn Sveins Rúnars var veðrið það slæmt og skyggni það lélegt að þeir sáu ekki Tryggva Harðarson í Svartárkoti sem hafði staðnæmst á brúninni og reyndi að vara þá við hættunni. - Við sáum ekki gilið fyrr en við áttum eina fimm til sex metra ófarna og þó okkur tækist að sveigja frá, þá gaf snjóhengjan sig og við hröpuðum. Sveinn Rúnar sagði að þeir Ingvar hefðu lent í gilinu með um fimm metra millibili og hefði hann því verið fljótur til Ingvars. Ingvar var þá nær algjörlega á kafi og mátti sig ekki hræra. - Það var mjög erfitt að grafa hann upp. Snjórinn var blautur og þéttur og við höfðum ekki önnur verkfæri en vasahníf og lykil. Þetta var því seinlegt verk en eftir þrjá tíma losnaði þó það mikið um Ingvar að hann náði að skreiðast upp. Við höfðum fyrst í stað ekkert samband við félaga okkar uppi á brúninni en síðan gerði skjannabirtu og logn í smá tíma. Þá heyrði ég köllin í þeim og gat látið þá vita hvar best væri að komast niður í gilið. Þeim létti mikið við að heyra í mér enda hafa þeir vafalaust búist við öllu hinu versta, sagði Sveinn Rúnar en samkvæmt upplýsingum hans þá varð þeim ekki svefnsamt í gil- inu. Þeir voru mest hræddir við að annað snjóflóð kynni að falla og héldu sig því alltaf á sama stað þar sem flóðið hafði fallið. Þar grófu þeir holu í snjóinn og höfðust þar við um nóttina. Slæm veðurspá Að sögn Sveins, Rúnars var veðurspáin þegar þeir lögðu af stað áleiðis upp í Jökuldal að mótsstaðnum mjög góð en vegna bilana sóttist þeim ferðin seint og voru því alls eina sjö tíma á leið- inni. Þeir komu í skálana um klukkan 18 á laugardag og þá voru öll dagskráratriði á mótinu búin, ef einhver voru haldin, að sögn Sveins Rúnars. Þröngt var í skálanum og m.a. þurfti fólk áð sofa uppi á borðum. Svo slæmt var veðrið að varla var hundi út sigandi en þegar þeir afréðu að halda aftur til byggða hafði veður lægt nokkuð og bjartara var yfir. Veðurspá þá var þó slæm en vegna þess hve veður hafði geng- ið mikið niður, þá afréðu þeir að leggja í hann. - ESE. 1 * Ingvar Ketilsson á sjúkrahúsinu á Húsavík í gær. Mynd: AB. Missti við að — segir Ingvar Ketilsson sínum - Það var bandvitlaust veður og glórulaus bylur er við kom- um að Þvergili. Ég sá ekki gil- brúnina fyrr en um seinan en náði þó að beygja frá en það dugði ekki tO. Snjóbrúnin lét undan og ég hrapaði niður með sleðanum í snjóflóðinu. Þegar ég rankaði við mér þá var ég á botni gUsins á kafi í snjó. Aðeins höfuðið og önnur hendin stóðu upp úr og sleðinn lá ofan á mér. Eg heyrði fljót- lega að ég var ekki einn í gilinu og þá byrjaði ég að grafa mig upp. Þannig segist Ingvari Ketilssyni frá Halldórsstöðum II frá þeirri lífsreynslu sem hann varð fyrir á sunnudagskvöldið. Ingvar var á leið norður í Bárðardal ásamt fleiri vélsleðamönnum frá mótinu í Jökuldal er óhappið átti sér stað en mest alla leiðina höfðu þeir farið í mjög vondu veðri. En gef- um Ingvari aftur orðið: - Það var grjótharður, þéttur snjór allt í kringum mig og það var engin leið önnur en að taka af sér vettlingana og grafa. Ég fékk hjálp frá Rúnari en við vissum það ekki fyrr en eftir á að félagar okkar á brúninni höfðu orðið frá að hverfa er þeir reyndu að koma okkur til aðstoðar. Þeir voru hætt komnir og urðu að bíða þar til veðrið lægði. Ég hef líklega verið fastur þarna í eina tvo tíma og það passaði að þegar ég var að losna þá komu félagarnir okkur til aðstoðar. Að sögn Ingvars þá var hann alltaf viss um að honum tækist að grafa sig upp en eftir að hann var laus undan farginu, var ekki um annað að ræða en að láta fyrir- berast um nóttina niðri í gilinu. Nokkrir vélsleðamenn voru þá komnir niður í gilið en hinir létu sem hrapaði ásamt félaga í Þvergil fenna yfir sig á gilbrúninni. - Okkur var aldrei kalt enda vel búnir og ég tók ekki eftir því fyrr en um morguninn hvað ég var illa farinn á höndunum, segir Ingvar. Allar neglurnar á fingrunum rifnuðu af þegar hann var að grafa sig upp en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði frá læknunum á Húsavík þá virðist sem hann hafi alveg sloppið við kal. Á mánudagsmorguninn kom snjóbíll til móts við vélsleða- mennina við Þvergil og þeir voru svo komnir til byggða, að Mýri í Bárðardal um hádegisbilið. Vélsleðamótið fór út um þúfur Að sögn Ingvars voru hann og félagar hans sem lögðu upp áleið- is til vélsleðamótsins komnir í Jökuldal þar sem mótið var hald- ið seint á laugardag. - Ég verð að segja eins og er að ég varð ekki var við að lands- samtök vélsleðamanna hefðu verið stofnuð þarna eins og ætl- unin var. Það má vera að það hafi verið gert fyrr um daginn en svo mikið er víst að öll dagskráin fór út um þúfur. Veðrið var svo slæmt að fólk varð að halda sig innan dyra og það var ekki einu sinni fært á kamarinn, sagði Ingvar. Hann sagði þó að ekki hefði væst um fólk í skálum Ferðafé- lagsins en það hefði þó verið þröngt skipaður bekkurinn. Þess má geta að Ingvar Ketils- son er vanur vélsleðamaður sem hefur ferðast mikið um hálendið, oft í misjöfnum veðrum. Þetta var þó það versta sem hann hefur lent í. - ESE „Ég týndi báðum hópunum“ — segir Bergsveinn Jónsson sem braust til byggða á sunnudagskvöld Sveinn Rúnar Arason slapp með marbletti. Mynd: AB. Fyrsti vélsleðamaðurinn sem kom til byggða var Bergsveinn Jónsson frá Sólvangi í Fnjóskadal. Hann kom niður að Mýri í Bárðardal seint á sunnudagskvöld eftir að hafa verið einn á ferð í fleiri tíma. Ég varð viðskila við hópana í Kiðagilsdrögum. Menn höfðu orðið viðskila og ég fór frá fyrri hópnum til þess að finna þá sem á eftir komu og ætlaði að leið- beina þeim áfram. Þetta tókst ekki betur en svo að ég hitti aldrei á hópinn og síðan þegar ég hélt ferðinni áfram þá fann ég heldur ekki fyrri hópinn, sagði Bergsveinn er blaðamaður Dags náði tali af honum. Að sögn Bergsveins þá afréð hann að halda ferðinni áfram þrátt fyrir veðurofsann. Ferðin gekk síðan að óskum og taldi Bergsveinn að hann hefði aðeins verið tæpa tvo tíma á leiðinni. Hann skildi sleðann eftir fyrir ofan Mýri og gekk sem leið lá heim að bænum. Bergsveinn Jónsson fór síðan með snjóbílnum upp á Sprengi- sand daginn eftir. Það kom síðar í ljós að hóparnir tveir höfðu báðir staðnæmst við Þvergil og ekki vitað hvor af öðrum þrátt fyrir að aðeins um 200 metrar væru á milli þeirra. - ESE. Minning Hafliði Guðmundsson F. 9.9. 1906 - D. 2.4. 1984 Kveðja frá Golfklúbbi Akureyrar Mánudaginn 2. apríl sl. lést elsti starfandi félagi í Golfklúbbi Ak- ureyrar, Hafliði Guðmundsson. Hann var fæddur að Hrauni í Öxnadal 9. september 1906 og var því á 78. aldursári, þegar hann lést. Hafliði vann við land- búnaðarstörf á unglingsárum sínum, en lærði síðan vélstjórn og gerðist um skeið vélstjóri á fiskibátum. Árið 1933 hóf hann störf hjá Gefjun í vefnaðardeild og varð þar verkstjóri ári seinna. Árið 1961 var honum falið bók- hald starfsmannahalds og síðar gerðist hann starfsmannastjóri verksmiðja SÍS á Akureyri. Hann lét af þeim störfum 1978-9 vegna aldurs, en vann þó áfram á skrifstofum verksmiðjanna fram til 30. júní 1981. Hafliði átti heima lengst af að Sólvangi í Glerárþorpi, og hlóð- ust þar á hann trúnaðarstörf við félagsmál, á meðan sá staður var hluti Glæsibæjarhrepps. Hann var í stjórn Vatnsveitu Glerár- þorps og Lestrarfélags Glerár- þorps. Hann var í sóknarnefnd Lögmannshlíðarkirkju og í kirkjukór sömu kirkju og þótti alls staðar tillögugóður. Hann vann einnig mikil störf í starfs- mannafélagi verksmiðja SÍS. Hafliði fékk snemma áhuga á golfíþróttinni og gekk í Golf- klúbb Akureyrar laust fyrir 1950. Hann náði mjög fljótt góðum tökum á þessari vandasömu íþrótt og varð margfaldur Akur- eyrarmeistari í golfi. Hann varð einnig nokkrum sinnum íslands- meistari í öldungaflokki og vann t.d. það afrek 1958 að verða bæði íslandsmeistari með og án for- gjafar í öldungaflokki og þriðji í meistaraflokki. Hafliði tók þátt í mörgum golfkeppnum árið 1982, en sl. sumar treysti hann sér ekki til að taka þátt í keppni, enda þótt hann væri viðstaddur hverja einustu keppni, sem fram fór á Jaðarsvellinum, og fylgdist með frammistöðu keppenda af mikl- um áhuga. Félagarnir í Golfklúbbi Akur- eyrar sáu fljótt eftir að Hafliði kom í klúbbinn, að þar höfðu þeir fengið atorkumann til allra starfa, og voru honum strax falin trúnaðarstörf fyrir klúbbinn. Hann var kosinn í stjórn Golf- klúbbsins árið 1953 og sat þar samfleytt til ársins 1974 eða í 22 ár, þar af tvö ár sem formaður og síðustu 8 árin, sem varaformað- ur. Hann sat auk þess í vallar- nefnd og síðar Jaðarsnefnd frá 1950 til 1974 og átti þar með mik- inn þátt í þeim undirbúnings- störfum, sem unnin voru við golf- völlinn á Jaðri og vígslu hans 1974. Hafliði Guðmundsson hafði mikla ánægju af golfi, hvort sem var í keppni eða leik. Hann lét sér mjög annt um unglinga í klúbbnum og hvatti þá til dáða. Það er því kannski ekki tilviljun, að sá maður, sem oftast hefur orðið íslandsmeistari í golfi, Björgvin Þorsteinsson, byrjaði sem kylfusveinn hjá Hafliða og var það í mörg ár. Hafliði var einn þeirra manna, sem alltaf virðast hafa tíma til að starfa að félagsmálum. Golf- klúbbur Akureyrar naut starfs- krafta hans um 35 ára skeið. Hann var með afbrigðum vinsæll meðal golffélaga bæði hér á Ak- ureyri og annars staðar og Golf- samband íslands veitti honum heiðurspening fyrir framúrskar- andi störf í þágu golfíþróttarinn- ar. Góður drengur er horfinn á braut. Blessuð sé minning hans. R.S. Hafliði Sveinn Guðmundsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 9. september 1906. Hann var þriðji elstur af sex börnum hjónanna Stefaníu Tryggvadóttur og Guð- mundar Hafliðasonar sjómanns. Þau fluttu til Akureyrar 1915, þar sem Hafliði ólst upp. Hann stundaði í æsku alla almenna sveitavinnu, var meðal annars bústjóri að Þverá í Dalsmynni í nær þrjú ár. Eftir það fór hann á mótornámskeið á Ákureyri 1925, og að því loknu fór hann á sjóinn og starfaði sem vélstjóri á mótor- bátum. Hafliði kvæntist 1929 Aðalbjörgu Jónasdóttur frá Hjalteyri, þar sem þau bjuggu í nokkur ár eða fram á mitt ár 1933 er Aðalbjörg lést. Þá flutti Haf- liði aftur til Akureyrar og afmæl- isdaginn sinn 1933 hóf hann störf hjá Ullarverksmiðjunni Gefjuni sem vefari. Ári seinna var hann ráðinn aðstoðarverkstjóri vef- deildar, þar sem hann vann sam- tals í 28 ár. Hann tók við bók- haldi starfsmannahalds 1961 og varð síðar starfsmannasjóri verk- smiðjanna 15. september 1973. Jafnframt sá hann um Lífeyris- sjóð verksmiðja SÍS og varð starfsmaður sjóðsins, þegar hann hætti sem starfsmannastjóri árið 1978. Þegar lífeyrissjóðurinn var stofnaður 1950, var Hafliði kos- inn í stjórn sjóðsins af starfsfólki og endurkosinn allt fram til 1980. Hann lét af störfum 30. júní 1981 og hafði þá starfað hjá Iðnaðar- deild Sambandsins í tæp 48 ár. Hafliði kvæntist aftur 23. des- ember 1934 Hallfríði Sigurðar- dóttur frá Hörgárdal. Hún var ekkja með tvö uppkomin börn. Þau Hafliði áttu ekki barn, en dótturson Hallfríðar, Sævar Gunnarsson ólu þau upp. Hall- fríður lést 2. janúar 1979, og fluttist þá Hafliði til fóstursonar síns. Hafliði var einstakur félags- málamaður. Þegar starfsmanna- félag verksmiðja SÍS var stofnað í apríl 1936, var Hafliði kosinn í stjórn þess og má segja, að hann hafði unnið í stjórn félagsins meira og minna fram til 1962, oft sem formaður. Félagsstarf starfs- mannafélagsins hefur oftast verið mikið að vöxtum, og því hefur alltaf verið haldið uppi af starfs- mönnum í frístundum. Þar var Hafliði fremstur í flokki og vann félaginu ótrúlega vel. Hann var valinn heiðursfélagi starfsmanna- félagsins 1968. En hann hafði líka áhuga á fleiru, meðal annars á veiðiskap. Lax og fugla, ýsur og hnísur veiddi Hafliði af miklum dugn- aði. Hann náði einnig góðum ár- angri í íþróttum. Golf stundaði hann allt frá 1943 og var meðal fremstu golfleikara landsins um árabil og var formaður Golf- klúbbs Akureyrar í nokkur ár. Þá var hann lengi í stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og formaður þess frá 1967 til 1971. í stjórn sóknar- nefndar Lögmannshlíðar, svo og Sjálfsbjargar var hann einnig lengi. Hann var einn af stofnend- um Kirkjukórs Lögmannshlíðar og meðlimur hans fram á síðustu ár. Einnig söngmaður í Karlakór Akureyrar í mörg ár. Hafliði var einstaklega trúr starfsmaður, sem hafði alltaf mikinn áhuga á rekstri og vel- gengni Iðnaðardeildar. Hann var ávallt tilbúinn til þess að taka að sér ný verkefni, sem hann var beðinn fyrir og annaðist þau af stakri samviskusemi. Hann var hress og sagði sína skoðun um- búðalaust, en einnig reiðubúinn að hlusta á og taka tillit til álits annarra. Kraftmikill og óhrædd- ur að fást við ný verkefni. Ég kynntist Hafliða fyrst, þeg- ar ég var við verklegt nám á Gefj- uni. Það var skömmu eftir að ég fluttist til Akureyrar í ársbyrjun 1952. Hann kenndi mér að vefa á allar þær gerðir, sem þá voru til staðar af vefstólum á Gefjuni og einnig skýrði hann tæknina, sem að baki lá. Mér fannst við fyrstu kynni Hafliði vera nokkuð hranalegur og óþolinmóður, en það álit breyttist við nánari kynni. Við áttum eftir að vinna mikið saman, meðal annars að félags- málum og síðar, þegar Hafliði varð starfmannastjóri, þá lærði ég að þekkja manninn, hlýjuna, sem hann bar til allra manna, þrátt fyrir kalt yfirborð stundum við fyrstu sýn. Hann lagði sig í líma við að leysa hvers manns vanda. Nú þegar Hafliði er horfinn yfir móðuna miklu fylgir honum innilegt þakklæti fyrir samstarfið og vináttuna alla tíð. Aðstandendum vottum við hjónin innilega samúð. Hjörtur Eiríksson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.