Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 5
Umsjón: Arni Steinar Jóhannsson Klipping trjáa og runna Góðir garðeigendur. Nú á vor- dögum fer hver að verða síðast- ur, að taka til hendinni og klippa tré og runna garðsins. Vetrar- klippingu þarf að vera lokið áður en hlýnar verulega í veðri, og brum fara að þrútna. Víða í görðum er umhirðu trjáa og runnagróðurs verulega ábótavant. Fólk tímir ekki, - eða þorir ekki að klippa gróðurinn. Afleiðingin verður í mörgum til- fellum óbætanlegt tjón. í þessum þætti verður fjallað um helstu atriði varðandi klippingu trjáa og Klipping á gömlum fullvaxta trjám í mörgum gömlum görðum eru gömul tré á undanhaldi vegna sjúkdóma, sem í flestum tilvikum stafa af vanhirðu. Til þess að bæta hag þessara gömlu trjáa, er drepið á eftirtalin atriði. Rótarskot og illhærur á stofni. Aðgerð: Rótarskotin og illhær- urnar skal klippa af trénu, að öðrum kosti veikist yfirvöxturinn (krónan). Tré standa of þétt í garðinum. Aðgerð: Að færa burt, eða fella tré, til þess að auka vaxtarrými fyrir þau sem eftir eiga að standa. Dauðar eða visnar greinar. Aðgerð: Að klippa greinarnar burt, og að þynna krónu trésins. (Sjá skýringamynd 1.) Tré sem veldur skugga. Aðgerð: Að fjarlægja neðstu greinakransana, og að þynna krónu trésins. Þegar fjarlægja skal stórar og þungar greinar, verður að gæta þess vel, að rífa ekki niður börk trésins. Á auðveldan hátt má gera þetta eins og sýnt er á skýr- ingamynd 3. 1. Sagið greinina neðanfrá, inn að miðju 2-3 cm frá stofni. 2. Sagið síðan ofan í greinina að miðju. 3. Brjótið greinina af. 4. Stubburinn sem eftir verður er síðan sagaður inn við stofn trésins. Berið sótthreinsandi lyf í sárið, eða málningu. Klipping á limgerðisplöntum Klipping limgerða þarf að vera markviss, eigi góður árangur að nást. Margir hafa orðið fyrir því, að limgerði hefur vaxið úr sér, vegna vanrækslu á klippingu. Limgerði sem ekki eru klippt skipulega, verða lauflaus að neð- an og þar með ekki sú garðprýði sem ætlast var til. Markviss klipping Skýringamynd 4. Við útplöntun. Á öðru ári. Skýringamynd 1. Þynning á krónu, með klippingu greina. Rótarskot og illhærur á stofni skal ávallt fjarlægja. i v> © Endanlegt lag. Á skýringamynd er limgerðinu náð upp í endanlegt lag á 4 árum. Vilji maður fá hærra limgerði, eða ef við plöntum seinvöxnum tegundum, - þá náum við endan- legu lagi á fleiri árum. Hafi ræktun limgerðis mistek- ist, og það vaxið úr sér, er hægt að beita því ráði að klippa plöntuna niður. Á algengustu limgerðisplöntum (víðitegund- um) er þetta hættulaus aðgerð, en gæta verður þess að plantan hafi nægilegt vatn þegar hún er að springa út. (Sjá skýringamynd 5.) Skýringamynd 5. Klipping á limgerði. Formun þess hefst að nýju. Plantan klippt niður í ca. 30 cm. er Barrtré sem limgerði Sérstakar reglur gilda um klipp- ingu barrtrjáa, séu þau notuð sem limgerði. Trén þurfa að vaxa upp í æskilega hæð, áður en klipping hefst. Klipping fer fram á vorin eða síðsumars, og aldrei skal klippa meira, en sem nemur helmingi ársvaxtar í hvert sinn. Að endingu Leitið allra tiltækra upplýsin^ áður en þið hefjið klippingu. Le ið ykkur til um þær tegundir sei klippa á. T.d. Garðagróður c Skrúðgarðabókin fjalla ýtarle§ um þessi mál. Seinna verður fjallað um klipj ingu á blómstrandi runnum, s. rósum og berjarunnum. Þynning á stórri grein. Klipptar eru burt þær greinar sem hætta er á að nuddist saman, og valdi þannig sárum á trénu. 13. apríl 1984 - DAGUR - 5 Föstudagur 13. apríl Opnað kl. 20. Ljúffengar veitingar framreiddar úr eldhúsinu til kl. 22. (Uppselt í Mánasal) Hinir eldhressu og bráðfjörugu Miðaldamenn frá Siglufirði skemmta ásamt Gunniaugi diskótekara Laugardagur 14. apríl Opnað kl. 20. Matur framreiddur til kl. 22. (Mánasalur uppselt í mat) Skagfirðingar með Geirmund Valtýsson í fararbroddi skemmta. Síðasti vetrardagur 18. apríl. Erum farnir að taka á móti matarpöntunum. (Mánasaiur uppselt í mat) Borðapantanir alla daga í síma 22970. Göngustafimir komnir aftur Mikið úrval af íþróttaskóm í öllum stærðum á góðu verði. Tþlddýnur, svefnpokar og bakpokar Dömu og herrabolir verð frá kr. 125.* verð frá kr. 250.- Vinnuskyrtur Opið á laugardögum 10-12. m 111 Eyfjörð |§i Hjalteyrargötu 4 • sími 22275 b—i Blómabúðin Laufás auglýsir: Fermingarblóm og skreytingar í úrvali. Blómstrandi pottaplöntur Fermingarkerti og allt skraut á borðiö. Við sjáum um þjónustuna Blómabúðin Laufás Sunnuhlíð og Hafnarstræti Opið í Hafnarstræti á skírdag og annan í páskum frá kl. 9-12. Aðgætið opið til kl. 4 e.h. laugardaginn fyrir páska.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.