Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-13. apríl 1984 , ,Þetta var -£L > T Ppturwnri ometanleg wp- j j Q umferð U t^TP\?Tl V//7 vélsleða- \~/ y / luii^ rrumnanna Ferð vélsleðamanna inn á hálendið um síðuslu helgi og þeir miklu hrakningar sem þeir lentu í hafa að vonum vakið mikla athygli. Það sem átti öðrum þræði að verða skemmtiferð, breyttist í martröð hjá mörgum ferðalanganna og þeir eru margir sem I dag geta hrósað happi að hafa komist lifandi til byggða. Meðal almennings hefur þessi ferð almennt verið fordæmd vegna þessara hrakninga og Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnaféalgsins hefur tekið svo djúpt I árinni að segja að það hafi engin vitglóra verið í þessari ferð og þeir sem hana fóru hafi boðið hættunni heim. Dálka- höfundur DV, Dagfari tekur enn dýpra í árinni og í DV á þriðjudag kallar hann ferðalangana „Sjálfsmorðssveitir á vélsleðum“. Dagfari segir m.a.: „Sjálfsmorðstilraunir af því tagi ætti hins veg- ar að tilkynna fyrirfram, svo her manna sé ekki að leggja sjálfan sig í lífshættu við leit á þeim, sem á annað borð hafa ekki áhuga á að finnast.“ En hvað segja vélsleðamenn sjálfir eftir að þeir komust til byggða? Við ræddum við Þorstein Pétursson, lögregluþjón á Akureyri sem þátt átti í að skipu- leggja umrædda ferð og spurðum hann fyrst hvort það væri forsvaranlegt að stefna svo mörgum saman inni á hálendinu á þessu - Það er allt í lagi að stefna saman ferðamönnum á hálendinu en eftir á að hyggja þá verður það að gerast þannig að menn komi í enn betur skipulögðum hópum. Hópum sem eru vanir að ferðast saman, undir stjórn þaulkunnugs og reynds fararstjóra og ekki séu fleiri en sex til átta manns í hverj- um hópi. Hver maður verður svo að vera undir það búinn að geta tekið því að lenda í slíku veðri sem við lentum í og búið um sig á þeim stað sem hann stoppar. Bárðdælingarnir sem lentu í mestum vandræðum sögðu sjáifir sannleikann í málinu. Þeir gerðu þau afdrifaríku mistök að halda áfram og þeir lentu ekki fram af einni hengju heldur tveimur áður en þeir koma að gilinu þar sem þeir fóru fram af þriðju hengj- unni. Það er ekkert vit í að reyna að aka sleðunum þegar menn sjá ekki út úr augum. Það er álíka og ef menn reyndu að aka með bundið fyrir augun. Ég vil einnig taka það fram vegna ferðar Bárð- dælinganna að þeir voru beðnir um að snúa aftur til skálans ásamt öðrum vélsleðamönnum er veður versnaði en þeir neituðu því. Sögðust vera heimavanir þarna og treystu sér alveg til byggða. - Hvað með árstímann? - Hefði ekki verið nær að reyna fyrri part vetrar? - Veður eru mun vályndari fyrri part vetrar og apríl er besti sleðamánuðurinn. Vegna þessar- ar ferðar vil ég líka segja það að þarna voru nokkrir af bestu ferðamönnum þessa lands. Menn sem gjörþekkja hálendið og kunna fullkomlega að ferðast, en mér er það líka fullkomlega ljóst í dag að þarna mættu nokkrir sem ekki voru nægilega vel út- búnir og eins mætti á mótið fólk sem ekki hafði boðað komu sína. Þessi vandræði sá ég ekki fyrir. Ferðalög um hálendið eru hins vegar að verða geysilega vinsæl og það hefði enginn minnst á þessa ferð ef við hefðum fengið sól og blíðu allan tímann. Til- gangurinn með mótinu var lfka sá að ræða okkar öryggismál og hvernig við gætum bætt þau. - Nú voru börn með í þessari ferð? - Það var einn drengur þarna með foreldrum sínum en þau voru mjög vel útbúin. - Verður ekki að gera þær kröfur í framtíðinni að þetta séu ekki ferðir fyrir börn? - Við vissum ekki um þetta fyrir og við ætluðumst ekki til þess að fólk kæmi með börn með sér. - Má ekki segja að eins og mál n tíma árs. þróuðust að þá hafi það verið mikil mildi að allir komust lifandi til byggða? - Mikil ósköp. Maður getur ekki þakkað nema Guði fyrir það að þessir menn sem lentu í gilinu séu á lífi. Þeir voru ótrúlega heppnir að komast lífs af miðað við þau mistök sem þeir gerðu og ég veit það að þeir eru reynslunni ríkari. - Hvað með veðurspána um helgina? - Þegar við höldum okkar síð- asta fund á fimmtudag þá teljum við að veðurspáin sé þannig að okkur sé óhætt að halda mótið. Á laugardagsmorgun sendum við út tilkynningu í útvarpið þar sem við vörum fólk við breyttu veðri en þá voru m.a. Bárðdælingar lagðir af stað. Margir sneru hins vegar frá. Á sunnudag var spáin almennt slæm en veðurútlit hjá okkur lofaði góðu. Það birti mik- ið til og virtist sem svo að það væri að gera hið ágætasta veður. Þess vegna lögðum við af stað. - Nú urðuð þið að snúa við á sunnudag en leggið aftur í hann á þriðjudagsmorgni þrátt fyrir að spáð sé norðan hríð? - Já spáin var ekki góð en það var mjög gott veður hjá okkur og skyggni 30-40 km. Spáð var versnandi veðri upp úr hádegi og þess vegna drifum við okkur snemma af stað og allt gekk að óskum. - Hvað með aðbúnað í skálun- um? - Við höfðum nægan mat og það versta var að það var þröngt um okkur og á sunnudagskvöld þá leit allt eins út fyrir að við þyrftum að vera lengur í skálan- um og það var þess vegna sem við sendum boð eftir vistum og bens- íni. Við höfðum nóg bensín en það mátti líka ekkert út af bera til þess að það dygði ekki. - Nú voru margir hjálparsveit- ar- og björgunarmenn á þessu móti og þeir fara að leita að manni sem ekki skilaði sér að- faranótt mánudags og eyða við það bensíninu. Hvaða lærdóm dróguð þið af þessu? - Ég held að fyrir alla sem sóttu þetta mót hafi þetta verið stórkostlegur skóli og ég vona að þeir sem ekki voru undir þessa ferð búnir, komi vel undirbúnir næst þegar þeir fara á fjöll eða láti það ella vera. - Nú eru hjálparsveitar- mennirnir sem að vísu eru í frjálsum félagasamtökum þarna fjölmennir og heyrst hefur að þeir hafi verið með mikið af tækjabúnaði viðkomandi sveita. Hvað hefði gerst ef eitthvað hefði borið út af í byggð? - Það var auðvitað ekki nema hluti af mannskapnum þarna og þeir voru þarna með sína snjó- bíla. Þeir stóðu sig frábærlega vel og stjórnuðu þessu mjög vel. Ég álít að fyrir þá hafi þetta verið mjög góð æfing. - Myndir þú segja að flest af markmiðum þessarar ferðar hefðu náðst? - Ég segi eftir á að ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu, en ég harma það að við skyldum lenda í svona miklum vandræðum. - Nú hefur þú sjálfur lent tvisvar í ógöngum á sleða þínum. Um síðustu helgi og fyrr í vetur, er þetta ekki tveimur skiptum of mikið? - Ég er strax farinn að hugsa um næstu ferð. - Hvað með gagnrýnina sem komið hefur fram? Það var skipulögð leit sem vísast kostar mikla fjármuni. Finnst ykkur að það hafi verið gert of mikið úr þessu? - Það eru kannski blaðaskrifin sem eru verst. Við lendum jú í ógöngum af því að við lendum í versta veðri vetrarins en almátt- ugur minn á að banna fólki að ferðast? Á ég frekar að fara til Kanaríeyja? Ég ann þessu landi meira en öllu öðru, landinu veðr- áttunni og öllu og ég vil ferðast um þetta land jafnt að sumri sem vetri. - Nú kallar Dagfari ykkur „Sjálfsmorðssveitir“ og reyndur maður eins og Hannes Hafstein segir að þið hafið boðið hættunni heim, er þá ekki skiljanlegt að sumum gremjist að skipuleggja þurfi mikla leit vegna þess sem aðrir kalla hreinan barnaskap af ykkur? - Ég hef nú sjálfur oft sagt að fólk skuli heidur slá því á frest að leita að mér vegna þess að ég er persónulega undir það búinn að geta hafst við hvar sem er í hvaða veðri sem er en auðvitað geta alltaf átt sér stað slys hvar sem er. Af hverju bönnum við ekki um- ferðina? Eru ekki alltaf umferð- arslys? - Munt þú mæla með annarri slíkri ferð? - Já. - Verður hún farin á Hvera- velii að ári eins og hugmyndir hafa verið uppi um? - Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það en það hafa margir af mótsgestum hringt í mig eftir að ég kom heim og lýst yfir ánægju sinni með mótið og þeir eru strax farnir að spyrja að því hvenær það næsta verði haldið. - ESE. Hópurinn frá Akureyri leggur upp af Öxnadalsheiði. Hreinn Skagfjörð við talstöðina. Vilhelm Ágústsson og Þorsteinn Péturs ferðarinnar. Þorsteinn Pétursson leggur mönnum lífsreglumar. Bjarki Tryggvason hélt uppi fjörinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.