Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 9
13. apríl 1984 - DAGUR - 9 Utvarp laugardag kl 21.15: Skarðshreppur og Öxarfjörður J nœsta þœtti klára ég Skarðshrepp, Borgarsveit, inn- an Sauðárkróks ogfer síðan yfir í Öxarfjörð og byrja syðst,“ sagði Hilda Torfadóttir þegar hún var spurð um efni næstu sveitalínu, sem er á dagskrá út- varpsins á laugardag kl. 21.15. Tvo þætti til viðbótar þarf til að klára Öxarfjörð, en síðan fer þessum þáttum Hildu að ljúka. Hún verður með þætti út maí en þá tekur sumardagskráin við og það er allt óvíst um framhald þessara þátta næsta haust. En hvað skyldu þættirnir vera orðnir margir og þá einnig hrepparnir sem hún er búin að fara um? „Þeir verða orðnir 50 þættirn- ir þegar ég hætti í vor og þá verð ég búin að fjalla um rúm- lega 40 hreppa. Samt sem áður er langt frá því að ég sé búin að fara um alla hreppa á Norður- landi,“ sagði Hilda Torfadóttir að lokum. ÁM Sjónvarp laugardag kl. 21.05: Heimsókn í Hollywood Eflaust eru þeir margir sem hafa hrifist af tœknibrellum í kvik- myndum og öllum glœsileikan- um sem þar er sýndur að ekki sé minnst á sum ógnvekjandi atriði. Hver hefur ekki kynnst því hvernig það er þegar lest kemur á brunandi ferð og ekkert virðist bíða söguhetjanna annað en hrœðilegur dauðdagi? Hvernig ætli sé farið að þessu? í myndinni, Blekkingavélin - Litið inn í draumaverksmiðj- una, sem sýnd verður í sjón- varpinu á laugardagskvöldið fáum við að kynnast því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Holly- wood. Það er slegist í för með ferðamönnum sem eru í skoð- unarferð á rútum. í hverri rútu er leiðsögumaður sem lumar á mörgum skondnum frásögnum af því fræga fólki sem þarna hefur starfað t.d. var Ava Gardner hrædd- við köngullær og Alfred Hitchcock tók sér alltaf leigubíl þó hann þyrfti aðeins að fara í næsta hús. Það er ekið framhjá rúmlega 500 byggingum og við fáum að sjá heilu göturnar sem við þekkjum úr bíómyndum. Og hryllingurinn - ekki má gleyma honum - stór lest kemur brun- andi og helst lítur út fyrir að ökumaðurinn verði ekki nógu snöggur yfir brautina áður en lestin kemur - en allt fer vel og lestin stöðvast nokkra senti- metra frá rútunni. Það þótti nefnilega við hæfi að leyfa ferðamönnunum að kynnast óttanum eins og í myndunum. Ýmislegt fleira verður skoðað t.d. dýrasýning. Sýning þessarar myndar hefst kl. 21.05 á laugar- dagskvöldið og tekur sýning hennar um 45 mínútur. ÁM Þau eru skarpsýn skötuhjúin á þessari mynd og þau verða á sínum stað í dagskránni. 0 © © © © © © © © © © Q © © Islandsmeistari í H-100 Föstudagur 13. apríl 2. riöill Free Style keppninnar Balli þeytir skífurnar Free Style keppnin byrjar kl. 00.20. Laugardagur 14. apríl Stefán Baxter íslandsmeistari unglinga í Free Style diskódansi ásamt Viðari Sæmundssyni (annað sætið) líta inn og taka létt spor. 3. riðill Free Style keppninnar Tommi leikur viö hvern sinn fingur í diskótekinu Free Style keppnin byrjar kl. 00.20 Sunnudagur 15. apríl 4. riðill Free Style keppninnar Lilli mætir á svæðiö og sýnir Breakdance Balli stjórnar besta diskótekinu í bænum Free Style keppnin byrjar kl. 23.30 Hörku helgi í H-100 J^k QQQQQQ Q Q Q Q % ^ Blómstrandi ^ pottaplöntur beint úr gróðurhúsinu Opið um helgar frá 9-18, virka daga 13-18 Fyrir gróðurhúsaeigendur: Sumarblóm í bökkum til framhaldsræktunar, allt frá einu stykki Afgreitt í gömlu stöðinni Garðyrkjustöðin YÍN við Hrafnagil Eldridansaklúbburinn Danslelkur verður í Húsi aldraðra (Alþýðuhúsinu) miðvikudaginn 18. apríl 1984, síðasta vetrardag. Húsið verður opnað kl. 21.00. Miðasala við innganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. BjOrn Sigurðsson. Baldursbrekku 7. Simar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Húsavík - Reynihlíð - Laugar - Akureyri Breytt áætlun um páska Frá Húsavík Frá Akureyri Frá Reynihlíð Frá Laugum Föstud. Föstud. Laugard. Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. 18. Laugard. 21. Mánud. 23. Þriðjud. 24. 13. 13. 14. 15. 16. 17. apríl kl. apríl kl. apríl kl. apríl kl. apríl kl. apríl kl. apríl kl. april kl. aprfl kl. apríl kl. 09.00 14.00 14.00 18.00 11.00 09.00 09.00 11.00 14.00 18.00 kl. 14.00 kl. 17.30 kl. 17.30 kl. 21.00 kl. 17.30 ki. 16.00 kl. 17.30 kl. 17.30 kl. 17.30 kl. 21.00 kl. 08.00 kl. 09.00 Frá Akureyri í Lauga & Reynihlíð kl. 17.30 Þar á eftir venjuleg áætlun. Á Húsavík er afgreiðsla á skrifstofu Flugleiða sími 41140. Á Akureyri er afgreiðsla í Bögglageymslu KEA sími 22908. Utan skrifstofutíma em upplýsingar veittar á Hótel KEA sími 22200. Sérleyfishafi. Atvinna Óska eftir að ráða bifvélavirkja strax. Til greina kemur einnig að ráða nema. Bíla- og vélaverkstæði Gunnars Sími 26181 - 21263. Okkur vantar rafvirkja til starfa sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 41600 á daginn og 41564 á kvöldin. Grímur og Árni, Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.