Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 11
13. apríl 1984 - DAGUR -11 Dinner- jazz í Smiðjunni um páskana „Við lokum ekki yfir páskana eins og Arnfinnur, enda er það okkur heilagt að bjóða fólki góðan mat, ekki síst þegar há- tíðir eru,“ sagði Stefán Gunn- laugsson hjá Bautanum og Smiðjunni, en Smiðjan verður opin yfir hátíðina. Þar verður að sjálfsögðu veislumatur á borðum, en einnig ýmislegt fyrir eyrað. Að venju leikur Þorvaldur Hallgrímsson ljúfa tónlist fyrir matargesti, en einnig koma góðir gestir í heimsókn. Það eru jazzararnir Guðmundur Steingrímsson, Guðmundur Ingólfsson og Birgir Karlsson. Þeir koma fyrst fram á skírdagskvöld, en síðan á hverju kvöldi fram til annars í páskum. Aldraðir mikið á Því er fleygt, að fátt muni verða um aldraða í bænum í sumar, því þeir verði í stöðug- um ferðalögum! Dagur aflaði sér upplýsinga um þessi ferða- mál hjá Félagi aldraðra og fékk þá eftirfarandi upplýsing- ar: Hjá Félagi aldraðra eru ákveðnar tvær fimrn daga ferð- ir í sumar. Verður önnur vest- ur að Laugum í Dalasýslu og hefst 20. ágúst, fararstjóri Ing- ólfur Kristinsson. Hin ferðin er til Austurlands, gist á Hall- ormsstað og hefst 21. ágúst, fararstjóri verður Erlingur Davíðsson. Þá er orlofsdvöl í Skúlagarði í athugun, enn- fremur vinsamlegt boð full- trúaráðs verkalýðsfélaganna um fyrirgreiðslu á Illuga- stöðum. Væntanlega verða ferðir þessar allar auglýstar síðar, þegar undirbúningur er lengra á veg kominn. En nú þegar annast Helga Frímannsdóttir skrásetningu væntanlegra þátt- takenda að Laugum og Halt- ormsstað og liggja áskriftalist- arnir frammi í Húsi aldraðra. Skrautbúnir hestamenn á ferð niður Spítalaveg fyrir einum 40 árum. Kattarslagur hestamanna Ragnar Lár sýnir í Lóni Mynctöstarsýning í Safhahúsinu Guðmundur Björgvinsson, myndlistarmaður opnar mynd- listarsýningu í Safnahúsinu á Húsavík á skírdag. Sýningin mun standa fram til 24. apríl. Að sögn Guðmundar verða á sýningunni pastelteikningar, olíumálverk, akrýlmálverk og smámyndir unnar með bland- aðri tækni en myndefnið er maðurinn og mannslíkaminn. - Þetta er sýnishorn af því sem ég hef verið að gera sl. sex ár og að því leyti mætti kalla þessa sýningu yfirlitssýningu, sagði Guðmundur í samtali við Dag. Guðmundur Björgvins- son hefur haldið sex einkasýn- ingar í Reykjavík en auk þess hefur hann sýnt víða um land. Á morgun, laugardaginn 14. apríl, efnir Hestamannafélag- ið Léttir til „Kattarslags" á Breiðholtsvelli og hefst hann kl. 14.00. Breiðholtsvöllur er efst í hesthúsahverfinu sunnan og ofan við aðsetur Vegagerð- arinnar, en það hverfi gengur almennt undir nafninu Breið- holt. Kattarslagir sem þessi voru árlegur viðburður hjá Létti hér á árum áður, en íáta mun nærri að 15 ár séu liðin síðan slík uppákoma var síðast. Að sjálfsögðu verða knapar í skrautlegum búning- um, líkum þeim sem börnin bera á öskudaginn, og einnig má búast við að gæðingarnir reyni að dulbúast. En hámark uppákomunnar er að slá kött- inn úr tunnunni af hestbaki og að sjálfsögðu verða krýndir tunnu- og kattarkóngur. Föstudaginn langa opnar Ragnar Lár sýningu á 40 myndverkum sínum í Lóni við Hrísalund og verður hún opin uaglega frá 14-22. Á sýning- unni verða olíu- og gouache- málverk, sem listamaðurinn hefur unnið á undanförnum þrem árum, en þann tíma hef- ur Ragnar eingöngu unnið að frjálsri myndsköpun Ragnar Lár hélt sýningu í Reykjavík á liðnu ári. Um hana skrifaði Bragi Ásgeirsson í Morgunblaðið m.a.: „Það er með ólíkindum hvernig mynd- hugsun Ragnars hefur breyst á fáum árum í þá veru að hann nálgast smám saman hinar innri lífæðar myndflatarins. Þó að myndirnar virki óhlut- lægar þá finnst mér jafn mikið af hlutveruleikanum í mynd- um Ragnars og nokkru sinni Borgarbíó Enn eykst úrvalið af myndum í Borgarbíói og á næstunni verður boðið upp á nokkrar athyglisverðar myndir. í kvöld kl. 21 og næstu kvöld verður myndin SAHARA sýnd í Borgarbíói og er það engin önnur en kyn- bomban Brooke Shields sem fer með aðalhlutverkið. Þetta er rallmynd með léttróm- antísku ívafi þar sem ekki er allt eins og það lítur út fyrir að vera. Klukkan 23 í kvöld verður svo myndin í heljargreipum á dagskrá en þetta er hörku- spennandi mynd um það hvað gerist þegar einhverjir, s.s. sértrúarsöfnuðir ná heljar- tökum á sálartötrinu í fólki. Aðalhlutverkið leikur Michael O’Keefe, ungur og upprenn- andi leikari sem mikils er að vænta af í framtíðinni. Á næstunni verða síðan myndirnar Porky’s, hin frá- bæra gamanmynd og Rocky III sýndar hjá Borgarbíói. Sinfónía Akureyrar Sunnudaginn 15. apríl verða haldnir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins á Akureyri í íþróttaskemmunni á Akur- cyri. Þar koma fram Sinfóníu- hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri, undir stjórn Michaels J. Clarke og Ásgeir H. Steingrímsson trompetleik- ari, sem leikur einleik í tromp- etkonsert eftir Haydn. Einnig flytur hljómsveitin verk eftir Bach, Offenbach og Sibelius. Tónlistarfélagið stóð á sín- um tíma fyrir stofnun Tónlist- arskólans á Akureyri, ásamt öðrum, og gefa þessir tónleik- ar vonandi mynd af þeirri þróun, sem orðið hefur á þeim fjörutíu árum, sem liðin eru frá stofnun félagsins. í tilefni af fjörutíu ára af- mæli félagsins hefur verið ákveðið að hljómsveitin gefi sinn hlut í tónleikunum, sem þakklætisvott fyrir þann frjó- anga, sem Tónlistarfélag Ak- ureyrar sáði á sínum tíma. Sem fyrr segir verða tón- leikarnir sunnudaginn 15. apríl í íþróttaskemmunni á Akureyri og hefjast kl. 18.00. Á sunnudaginn heldur sam- kórinn Þristur söngskemmtun í Laugaborg, þar sem jafn- framt verður kaffisala. Söng- skemmtunin hefst kl. 14.00. Söngstjóri er Guðmundur Þor- steinsson, en einsöng með kórnum syngur Helga Álfreðs- dóttir. Undirleikari er Kristinn Örn Kristinsson. Kórinn er skipaður söngfólki úr hrepp- unum þrem innan Akureyrar, Öngulsstaðar-, Hrafnagils- og Saurbæjarhreppi. y,Hér er nóg að gera fyrir trompetleikara - segir Ásgeir H. Steingrímsson, sem leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri á sunnudaginn Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari frá Húsavík mun um helgina leika einleikskonsert fyrir trompet á tónleikum í Iþróttaskemmunni á Akureyri. Tónleikarnir eru haldnir af Tón- listarfélaginu á Akureyri. Ásgeir mun leika ásamt Sinfónfuhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Michaels J. Clark og er trompetkonsertinn sem hann leikur eftir Joseph Hayden. Önnur verk á dagskrá tónleikanna verða eftir Bach, Offen- bach og Sibelius. Ásgeir er Húsvíkingur og var 11 ára þegar hann hóf trompetnám þar í bænum. Þegar hann var 16 ára lá leiðin til Reykjavíkur þai sem hann stundaði nám bæði við menntaskóla og í Tónlistarskólanum. Þaðan lauk hann prófi úr kennaradeild 1978 og ári síðar tók hann ein- leikarapróf. „Ég fór svo til New York um haustið 1979 og var þar við nám í fjögur ár, kom heim fyrir tæpu ári. Síðan hef ég verið að spila, leikið ein- leik með Sinfóníuhljómsveit fslands og einnig á nokkrum tónleikum sem aukamaður. Ég hef einnig spilað með íslensku hljómsveitinni og í Óperunni í Reykjavík og á fleiri stöðum eins og Broadway." - Er sem sagt nóg að gera fyrir trompet- leikara á íslandi í dag? „Það er alveg brjálað að gera og ekki er hægt að kvarta yfir því að ekki sé um fjölbreytni að ræða.“ - Þú einskorðar þig ekkert við klassiska tónlist? „Ég spila fyrst og fremst klassiska tónlist, það er númer eitt hjá mér, en ég hef miklu meiri tekjur af því að spila danstónlist. - Nei, ég er ekki mikill jazzspilari en hef þó fiktað við jazzinn. Ég vona að ég eigi eftir að spila reglu- íega með Sinfóníuhljómsveit íslands einhvern tíma í framtíðinni en annars er allt óráðið með framtíðina." Þegar við ræddum við Ásgeir hafði hann ekki farið á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri og gat því ekki gefið „comment" á þá hljómsveit. „Ég vona að hljómsveitin standi sig vel því þetta er alls ekki létt verk sem við ætlum að spila,“ sagði Ásgeir. Hljómleikamir í íþróttaskemmunni verða kl. 18 á sunnudag. áður, en hann nálgast mynd- efnið á annan og skynrænni hátt. Verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldinu og víst má búast við ennþá svipmeiri myndum frá hendi listamanns- ins ef hann heldur einarðlega fram sínu striki, lætur hvergi deigan síga.“ Árshátíð Þelamerkur- er i Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í skólanum í kvöld og hefst hún kl. 20.30. Hátíðin fer fram með hefð- bundnum hætti, söng, dansi, leiksýningum og einnig verður sýnd leikfimi. Þá leikur Steðjabandið fyrir dansi að skemmtiatriðum loknum. Undanfarna daga hefur staðið yfir starfsvika í Þelamerkur- skóla undir heitinu; friður- frelsi-framtíð. Afrakstur starfsvikunnar verður til sýnis á meðan árshátíðin stendur yfir. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. EXP04 Á sunnudaginn 15. þ.m. opnar Gunnar Dúi Júlíusson mynd- verkasýningu í Iðnskólanum á Akureyri, sem ber nafnið „EXPÓ 4“. Á sýningunni verða 44 myndverk, þar af 35 olíuverk og 9 Epoxy og Gull Epoxy verk. Auk náms hér heima hefur Gunnar Dúi dvalið við nám 10 ár erlendis m.a. við Listahá- skóla í Malaga á Spáni og stúderað myndlist í Hollandi, Frakklandi og víðar. Sýningin verður opin frá 15. til 22. apríl frá kl. 14-22 dag- lega, öll verkin eru til sölu og aðgangur ókeypis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.