Dagur - 13.04.1984, Side 2

Dagur - 13.04.1984, Side 2
14-DAGUR-13. apríl 1984 BLAÐ 2 Sveiflan réð ríkjum ;í jazzkvöldi á Listadögum MA. Nokkrir góðkunnir borgarar létu í sér heyra með aðstoð hljóðfæra og útkoman varð skemmti- legt kvöld undir léttri sveiflu. Það voru þeir Edvard Fredriksen sem lék á básúnu, Kristján Guð- mundsson á píanó, Birg- ir Karlsson á gítar, Gríniur Sigurðsson á bassa, Árni Friðriksson á trommur og Þorsteinn Kjartansson á saxófón. Lögin voru létt, sum þó erfið - „við svitnum", sagði Edvard þegar þeir félagarnir máttu taka á honum stóra sínum til að skila því sem þeir ætluðu Það voru margir á setustofu Heimavistar MA, sem dilluðu sér í takt við sveifluna og enginn varð fyrir von- brigöum. Jazzkvöld eins og þetta erstórkostleguppá- koma og mörg eru þau jazzfríkin sem sakna þess aö hafa ekki lifandi jazz oftar - því fátt er eins sprelllifandi og ein- mitt jazzsveiflan. Myndir og texti: KGA. Birgir Karlsson á gítarnum. Kristján Guðmundsson grípur sóló Ámi Friðriksson lemur húðirnar. Eldfjörugir áhorfendur dilluðu sér í takt við sveifluna. Grímur Sigurðsson á bassanum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.