Dagur - 13.04.1984, Síða 3

Dagur - 13.04.1984, Síða 3
BLAÐ 2 13. apríl 1984 - DAGUR - 15 / gœtur og afar ódýr kostur“ - til ferðalaga frá staðnum A til staðarins B Bílar frá Austur-Evrópu hafa átt allnokkru fylgi að fagna hér á Iandi og hafa líklega ekki reynst illa ef tekið er tillit til verðs. Aðallega hefur verið um að ræða sovéska (Lada, Volga, Gaz og Moskvich) og tékkneska bíla (Skoda, Tatra), en austur-þýskir bílar eiga einig nokkra sögu á ís- landi. Má þar nefna P-70 bílinn, arftaka hans Trabant og Wartburg, bílinn sem hér verður fjallað um. Þessir austur-þýsku bílar eiga það allir sameiginlegt að vera knúnir tvígengisvélum sem þekkja má á háværum gangi (a.m.k. undir álagi) og bláleitum útblæstri þar sem smurolíu er blandað saman við bensínið. Yfirbygging og innrétting Wartburg 353 W er 5 manna fólksbíll (fáanlegur sem station) með fernar dyr. Innréttingin er framur fátækleg á vesturlanda- mælikvarða en þjónar þó tilgangi sínum á sinn hátt. Framsætin eru stór og alls ekki óþægileg en virð- ast á einhvern hátt hálf „laus- lopaleg“. Aftursætið er í mýkra lagi fyrir minn smekk og rými fyr- ir fætur meðalstórra aftursætis- farþega mætti vera meira. Stýris- hjólið er klætt plastkvoðu og fer vel í höndum. Mælarnir eru með ljósum í stað vísa að undantekn- um hraðamælinum og aflestur verður ekki sérlega nákvæmur. Staðsetning stjórntækja er annars einstök í sinni röð. Stýrið. ljósa- rofinn og stefnuljósarofinn sem jafnframt er flauturofi nánast það eina sem er svona hér um bil á „heiðarlegum“ stað. Þurrkurof- inn sem er alveg eins og ljósarof- inn,er t.d. á miðju mælaborðinu og virtist vera að detta af alveg eins og stefnuljósarofinn. Mið- stöðvarstillar eru faldir undir mælaborðinu hægra meginn og því vissara að aka gætilega eða stoppa á meðan fálmað er undir mælaborðið. Enn betur falinn er þó takki sem stjórnar því hvort bíllinn fríhjólar eða ekki. Gír- stöngin er staðsett svo framarlega og er svo stutt að hún fer ekki vel í hendi þeirra sem komnir eru meira en tvo ættliði frá öpunum. Þar að auki er líkara því að stöngin sé tengd kassa fullum af gúmmíteygjum en ekki gírkassa og þar af leiðandi ekki auðvelt fyrir byrjendur að hitta rétta gíra. Frágangur er annars ekki slæmur og til að mynda betri en oft sést í sovéskum bílum. Gólfið í Wartburg er slétt þar sem bíll- inn er framdrifinn (ekkert drif- skaft að afturhjólum) og að auki byggður á grind og því þarf gólfið ekki að vera jafn sterkt og í grindarlausum bílum. Farangurs- rýmið er gríðarstórt, einkum djúpt, en hár kantur að aftan veldur því að ekki er sérlega létt að ganga um það en þeim mun betra að troða í það. Vél og undirvagn Wartburg 353 W er með þriggja strokka tvígengisvél, framhjóla- drif og sjálfstæða gormafjöðrun á öllum hjólum. Vélin er hávaða- söm og kraftlaus á litlum snún- ingshraða og auðvitað eru 50 hö. í það minnsta fyrir 920 kg þungan bílinn. Gírkassinn er 4 gíra með gólfskiptingu sem ekki er sérlega lipur eins og áður sagði. Fjöðrun- in er hins vegar alveg prýðileg, mjúk og þægileg. Einkum er þessi bíll í essinu sínu á vondum malarvegum þar sem fjöðrunin „étur“ upp til agna flestar ójöfnur. Wartburg er nokkuð stöðugur á vegi a.m.k. ef ekið er sæmilega beint en ekki gildir al- veg það sama ef um krókóttan veg er að ræða. Stýrið er heldur ónákvæmt og þungt og átök frá drifnum framhjólunum eru mjög áberandi. Stýrieiginleikarnir eru líka sérstæðir fyrir það hve bíln- um er afls vant. Bíllinn er há- vaðasamur og gildir það bæði um vélarhljóð og veghljóð. Bremsur eru nokkuð góðar þó ástigið sé e.t.v. í þyngra lagi. Einhverjum kann að finnast ég ósanngjarn og hótfyndinn um bílinn, en ég hef heldur ekki minnst einu orði á verð hans. Það er augljóst mál að ekki er hægt að fá alla hluti fyrir 145.000 kr. Ef þarfir manna eru fyrst og fremst þær að ferðast frá staðnum A á staðinn B verður að telja Wartburg ágætan og afar ódýran kost og býsna þægilegan ef frá er talinn hávaðinn, en ég verð persónulega að játa að sem ökumaður myndi ég tæplega hafa mikla ánægju af ferðinni. Gerð: Wartburg 353 W, 4 dyra, 5 manna. Vél: 3 strokka tvígengis vatnskæld bensínvél. Borvídd 73,5 mm, Slagl. 78 mm. Slagrými 992 cm3 4 höfuð- legur, 1 blöndungur, þjöppun 7,5:1 50 hö. (37 kW) (DIN) við 4250 sn/mín. Snúningsjafnvægi 98 nm við 3000 sn/mín. Undirvagn: Bcinskiptur, 4 gíra, framhjóladrif, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, að framan með 2 þríhyrndum þverörmum, gormum, gúmmíhjálparfjöðrum og demp- urum, að aftan skáarmar, gormar gúmmihjálparaljaðrir og demparar, jafnvægisstöng. Diskabremsur að framan, skálar að aftan, handbremsa á afturhjólum, tann- stangarsýri. Eldsneytisgeymir 44 lítra, driflilutfall 4.22:1 Hjólbarðar 165SR 13. Mál: Lengd 422 cm, breidd 164 cm, hæð 149.5 cm, fríhæð 13.5 cm, hjólahaf 245 cm, þyngd 920 kg. Hámarkshraði 130 km/klst. (Uppgefið af framleiðanda) Eyðsla: Má áætla 10-12 lítra á hundraðið. Verð: Kr. 139.000 (án ryðvarnar og skráningar). Framleiðandi: Veb Automobilwerk Eisenach, Austur-Þýskalandi. Innflytjandi: Ingvar Helgason h.f. Umboð: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5 a, Akureyri. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5 Kardemommu- bærinn eftir Thorbjörn Egner Fjórða sýning laugardaginn 14. apríl kl. 17.00. Fimmta sýning sunnudaginn 15. apríl kl. 15.00. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Leikfelag Akureyrar. Skrifstofa Framsóknarflokksins Opið alla virka daga frá kl. 15.30-18.30. Starfsmenn skrifstofunnar verða Tryggvi Svein- björnsson á mánudögum og miðvikudögum og Bragi V. Bergmann á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Síminn er 21180. Heimasímar: Tryggvi Sveinbjörnsson, 26678. Bragi V. Bergmann, 26668. kemur út þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.