Dagur - 13.04.1984, Síða 4

Dagur - 13.04.1984, Síða 4
16 - DAGUR -13. apríl 1984 BLAÐ 2 BLAÐ 2 13. apríl 1984 - DAGUR - 17 Byggingavörur Timburvinnsla Þegar ykkur vantar byggingavörur, smáar eða stórar, óúýrar eða úýrar, er næstum öruggt, að þær fást hjá okkur. Þið finnið óvíða annað eins úrvai. Og það er valið afreynsiu. Við tökum þátt í að leysa úr viðfangsefnum og vantiamálum ykkará þessu sviðimeð persónulegri aðstoð, hvort sem þið komið eða hringið. BYGGINGAVÖRUR Kaupfélag Eyfirðinga, Byggingavörudeild, Glerárgötu 36 og Óseyri 1 Akureyri - Sími 96-21400 gátu ekki bugað, heldur urðu ótrúleg listaverk til án þess að nokkur raunveruleg aðstaða væri til þess. Litlu eftir 1940 (ég fullyrði ekki ártalið), birtist í „Degi“ á Akureyri mynd af „snjókerl- ingu“, svo hljóðaði kynningin - en þarna var það mjög villandi orðalag - því myndin sýndi dá- samlega líkneskju af konu, sem heldur hefði átt að vera úr marm- ara, svo manni hlaut að renna til rifja, að sú snillihönd sem það hafði unnið, skyldi ekki hafa völ á varanlegra efni til samræmis við listahæfileika sína. Þessi snjóh'kneskja fæddist um vetur við Aðalstræti 70 á Akureyri í garði umhverfis húsið, - til raunalega stuttrar ævi. Höfundur hennar var önnum kafin húsmóð- ir, með heimili og börn, ásamt þeim umsvifum sem því fylgja, - en óhætt mun að fullyrða að í vöggugjöf hafi hún hlotið þá list- gáfu sem var nægilega sterk til þess að hljóta að krefjast réttar síns, og útrásar í einhverju formi, - og mér fannst þegar er ég leit myndina, þó aðeins væri mynd í blaði, að um hana hefði engin hversdagsmanneskja fjallað, - en höfundinn, Elísabetu Geir- mundsdóttur, hafði ég aldrei heyrt nefnda, enda var hún þá ung að árum. Þessi ár var í uppsiglingu ný myndiðja, - smáhlutir úr gifsi; ekki er hægt að dást að því efni, þó það birti marga kosti, ef snill- ingar fjalla um það, en þar voru sýnilega fleiri kallaðir en útvald- ir, - og þess guldu myndirnar. Samt veitti ég fljótt eftirtekt myndum sem skáru sig greiniiega úr, - og báru mjög af um lista- handbragð, - þó fjöldafram- leiðsla væri; þetta voru styttur kvenna sem báru hinar glæsilegu gerðir íslenskra þjóðbúninga. Þegar ég velti þeim fyrir mér með aðdáun, sá ég fangamarkið „E.G.“ á fótstallinum, og rann þá samstundis upp fyrir mér ætt- armót þeirra við snjó-prinsessuna skammlífu, í Aðalstræti 70. Gifsmyndunum fjölgaði, svo segja mátti, að þær flæddu yfir á tímabili, en upp úr flóðinu, stóðu þó alltaf myndir með „E.G.“ á fótstallinum. M.a. kom þar hýr- leit, gömul og góðleg kona, með prjónana sína í höndum, roskinn lífsglaður eldri maður með „baukinn" sinn, sem tekur í nefið af nautn og ánægju, - o.fl. sl., svo mig fór að langa til að kynn- ast konunni sem framleiddi gifs myndir, og virtist geta gefið þeim eitthvað af sál sinni. Þess vegna herti ég upp hugann, einu sinni þegar ég átti leið um Akureyri, hringdi konuna upp, og óskaði að mega heimsækja hana, - sem ljúflega var veitt; snaraðist ég svo upp í leigubíl, til flýtisauka. Á leiðarenda mætti mér fönguleg hversdagsbúin og mjög látlaus kona, háttvís svo af bar, og virtist fremur hlédræg. En þegar hún hafði leitt mig inn, í lítið, ylríkt heimili, hvarf hversdagsmótið af, - því það hefði mátt undra meiri mann en mig, að sjá og sanna alla þá fjölþættu listiðju sem þar blasti við, hvert sem litið var. Til að girða fyrir misskilning, verð ég að geta þess, að ég hef aldrei komið í skóla, og get því ekki skipað mér í flokk þeirra sem vita út í æsar allt, um „isma“, Iistir og listform, og geta því talað eins og sá sem valdið hefur; því er það sem ég segi um það sem ég sá, aðeins leikmanns- þankar. Hún „Beta“, eins og hún einatt var kölluð þá, hafði teiknað, málað, mótað gifs, bæði í fjölda- framleiðslu, og einkamyndir, skorið mikið í tré, - dásamlegar líkneskjur, allt með sama snilld- arhandbragði og nostursvand- virkni, er enn sýnir sig, en auk alls þessa, hafði hún ort mikið af Beta Geirs mótar listaverk í snjó á sumardaginn fyrsta 1947. prýðilegum ljóðum og samið all- margt af sönglögum, sem ég ber minna skyn á, en vel geta verið jafngóð öllu hinu, fyrir því. Auk alls þessa, var svo garðurinn um- hverfis húsið þeirra og hirðan á honum, - sem einhverjum hefði áreiðanlega þótt vera ærið tóm- stundastarf fyrir hjón með heim- ili, þó ekki væru fleiri járn í eldi, umfram hversdagsnauðsyn. í mínum huga eru tréskurðar- myndirnar, stytturnar, alltaf fyrirferðarmestar, - en ekki felst í því neinn samanburðardómur á þeim, og öðrum listgreinum, sem þessi ótrúlega fjölhæfa og af- kastamikla kona kom í verk, á tiltölulega stuttri ævi sinni, enda brestur mig þekkingu til þess; get ég hér aðeins nokkurra þeirra til dæmis: Kona stendur við að snyrta sig, nakin ofan að mitti, með spegil í hægri hönd, en iyftir með hinni, aftan með öxl sér upp hárinu, síðu og fögru, - sýnilega ánægð með myndina í speglinum. Önnur ber stóra, þunga skál á höfði sér; báðar standa þær Kjúklingahlutar ca. 4 kg á kr. 124,- pr. kg. Sv ínakjöt í heilum og hálfum af nýslátruðu á kr. 132,- pr. kg. Tilbúið í frystikistuna eftir ykkar ósk. Getum einnig útvegað úrbeinað: Nautakjöt. Folaldakjöt. Kálfakjöt. Kindakjöt. AUt á mjög góðu verði. Pantið tímanlega. ★ Páskaegg á kjörmarkaðsverði. Látið fagmanninn Ieiðbeina ykkur Komið með drauma ykkar um páskamatinn. Við sjáum um að þeir verði að veruleika. Nýr eldislax Nautaroastbeef Nautalundir og -filet Nauta T-beinsteik Nautakótilettur Svínahamborgaihryggur Svúiasteik úr læri Svmabógur hringskorinn Svúiakótilettur Svínabacon í heflu Kindalundir Kúidafilet Lambabógur fylltur Lambahiyggur fylltur Lambalæri fyllt Lambahamborgariuyggur Kr. 270,00 pr. kg. Kr. 503,50 pr. kg. Kr. 542,00 pr. kg. Kr. 255,30 pr. kg. Kr. 255,30 pr. kg. Kr. 267,00 pr. kg. Kr. 258,00 pr. kg. Kr. 138,00 pr. kg. Kr. 253,00 pr. kg. Kr. 148,00 pr. kg. Kr. 367,15 pr. kg. Kr. 367,15 pr. kg. Kr. 279,00 pr. kg. Kr. 349,00 pr. kg. Kr. 349,00 pr. kg. Kr. 215,60 pr. kg. Grillaðir kjúklingar úr ofiii mánudag, þriðjudag, miðvikudag og laugardag fýrir páska. Ath. Svínakjötið hækkar eftir páska! Elísabet Geirmundsdóttir. Minningarsýning á verkum Elísabetar Geirmundsdótt- ur verður haldin í tengslum við páskasamsýningu Myndhópsins, sem haldin verður í sal Myndlistaskól- ans á Akureyri. Elísabet ól allan sinn aldur í Fjörunni á Akureyri; síðast bjó hún í Aðalstræti 70, þar sem sjá má nokkur listaverka hennar í garðinum. Elísa- bet lést 9. apríl 1959, að- eins 44 ára gömul, en eftir hana liggja myndverk unn- in í olíu og vatnslit, auk blýants- og pennateikn- inga. Einnig gerði hún margar tréskurðarmyndir ásamt lágmyndum og höggmyndum. Auk þessa samdi Elísabet Ijóð og lög. Listaverk hennar eru í vörslu eftirlifandi eigin- manns, Ágústs Ásgríms- sonar, og barna þeirra hjóna. Þau hafa boðist til að gefa Akureyrarbœ lista- verkin, en ráðamenn bœjarins hafa ekki treyst sér til að taka við þeim, þar sem Akureyrarbœr á ekki húsnœði sem hentar lista- verkunum! Við skulum sjá hvernig Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi lýs- ir heimsókn til listakon- unnarfyrir nærri 30 árum. Margur listaneistinn hefur ekki hlotið þá aðhlynningu, sem vert hefði verið. En sumir hafa ekki getað barist á móti innsta eðli, heldur skapað listaverk af þeim efnum, sem fyrir hendi voru, við þær aðstæður, sem best varð búið við hverju sinni. Konan, sem hér er sagt frá, er ein þessara bornu listamanna, sem ytri aðstæður Minningarsýning um Elísabetu Geirmundsdóttur um páskana Töboð á kjöti: Hvað hentar vkkur í páskamatinn? Páskakjötborð í Hrisahindi 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.