Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 13.04.1984, Blaðsíða 6
18 - DAGUR - 13. apríl 1984 BLAÐ 2 „Beta Geirs“ traustum fótum á stöllum. Öðru máli gegnir um hina lítt klæddu konu (Fortúnu) sem tyllir aðeins tám annars fótar á hálf-kúlu, og horfir út í bláinn - en heldur þó allvel jafnvægi. Ekki er minni jafnvægislist í styttunni, „Glímumennirnir", - þar sem annar hefur hlaupið upp úr klofbragði, og er í kuðungi uppi á bringu hins - án þess að þeir missi tökin, en hinn heldur uppi þunga og jafnvægi beggja á öðrum, höllum fæti. Allar eru þessar styttur úr einu stykki hver. Þá er fagurlega gjörður og út- skorinn bikar-en „töppin" á loki hans, er Iistskautahlaupari, sem stendur þar á öðrum fæti. (Þess má geta innan sviga, að þau hjón stunduðu bæði skautalistir; sagði mér kunningi minn, sem þekkti þau ung, að hrífandi hefði verið að sjá þau dansa saman á skaut- um). Glímumennirnir, tré- skurður. Huldumærin stendur fögur og heillandi uppi við klettinn sinn, og eru ekki allar útlínur þeirra skarpt aðgreindar. Ekki hygg ég auðvelt að forma fegurri kvenlík- ama en „Díönu" hennar, með bogann í hendi. Sérlega eru bæði skáldlegar og fagrar stytturnar, „Perlan“, - og ekki síður „Sál öldunnar", hina fyrrnefndu þeirra vannst henni aldur og heilsa til að stækka í stein, í garði sínum, ásamt tveimur öðrum. Læt ég þá þessu ágripi lokið, - þó lengi mætti telja. Ekki mun ég hafa verið einn um það að þykja ekki Elísabet metin að verðleikum, í sinni hérvist, - hvað sem síðar kann að verða. Skal hér aðeins nefnt eitt dæmi þess: Einu sinni var mikil sýning haldin, í nýju mjólkur- stöðinni, áður en hún var tekin til sinnar ákvörðuðu nota, og helg- uð frístundamálurum; þar var uppi mynd eftir Elísabetu, - en sannfrétt þykist ég hafa að hún sendi þangað þrjár, - og má mik- ið vera, ef ekkert hefur slæðst þar upp síðra, en þær tvær, sem ekki hlutu þá náð. Hver aðgöngumiði þarna gaf eiganda sínum rétt til að greiða atkvæði um fyrstu, aðra og þriðju bestu mynd, að eigin áliti. Eftir því sem næst verður komist, hefur mér verið sagt, að mynd Elísabetar hafi fengið flest atkvæði, - en hvorki veit ég né aðrir til, að úrslit þeirrar at- kvæðagreiðslu væru nokkurn tíma opinberuð, - sem átt hefði þó að vera, a.m.k. höfundi þeirr- ar myndar sem sigraðj. Þegar hún „Beta“ hafði leitt mig inn í ríki sitt forðum, - vor- um við fljót að átta okkur hvort á öðru, hlédrægnin hvarf eins og dögg fyrir sólu, og eftir litla stund vorum við eins og samræmd syst- kini, - eða legið hefði lengi ein- hver taug á milli okkar, - sem reynast mun ærið teygjanleg, enda var margt líkt í lífsskoðun- um okkar og áhugamálum. Hún gaf mér, í alúð og hreinskilni, glögga innsýn í sína fjölþættu list- iðju. Ekki hittumst við nema tvisvar, en bréf fóru aðeins á milli okkar, á þeim fáu árum sem hún átti þá eftir að dveljast hér, - og taugin bilaði ekki. Má því vera skiljanlegt, að mér hefði ekki þótt önnur manneskja, mér vandalaus, sem vant er að kalla, hverfa jafn of-fljótt héðan, - enda var hún enn á góðum aldri, aðeins fjörutíu og fjögurra ár, full af lífsorku og hugmyndum, - þó aðdragandi væri að banameini hennar, sem tafði þá fyrir eld- legum áhuga hennar, og lamaði starfsþróttinn. Eitt það, sem eftir hana lá teiknað, en henni entist ekki aldur til að ljúka, var samstæða mynda úr sívölu járni, ætluð til að greypa í girðingu; þær eru af konu við garðyrkjustörf, - og hefur nú eftirlifandi eiginmaður hennar fullgjört þær og gengið frá þeim, eins og hún ætlaðist til, í framhlið girðingarinnar um- hverfis garðinn hennar kæra og vel hirta. Elísabet var fædd 16. febrúar 1915, í Aðalstræti 36, Akureyri, húsið er sagt byggt 1866, og hafa búið þar fimm liðir ættar hennar og sá sjötti þeirra sem þar fæddist var bróðurbróðurdóttir hennar (Kristjáns Geirmundssonar). Elísabet giftist átján ára, æsku- leikbróður sínum og stöðugum félaga, Ágústi Ásgrímssyni; þau byrjuðu bláfátæk, - eins og þá var títt, hjálpuðust að við að steypa í handmótum r-steina í húsið sitt, og byggja það, rækta og planta í lóðina, - sem með tímanum varð ofurlítill „Edens- lundur", sem sýndi, þó ekki hefðu verið önnur aukastörf frá heimilisumsýslu, að tíminn var vel notaður. En með hliðsjón af því sem sagt er hér að framan, gæti fleirum en mér orðið það nokkur ráðgáta, hvernig kleift varð að koma því öllu í verk sem ég drap þar aðeins á, - og fjöl- mörgu fleira, - án þess að sæjust merki nokkurrar vanrækslu mannfólks eða muna. Börn þeirra hjóna urðu þrjú, en oft voru þau sjö í heimili; liggur í hlutarins eðli, að oft hefur hús- freyjan unga notið góðrar að- stoðar. Rík listhneigð hennar gjörði snemma vart við sig, - en fyrstu myndirnar mótaði hún, 1931, - úr því fagra en forgengilega efni, snjónum, - en þá fór skriðan af stað! Maður hennar, Ágúst, var einnig listhneigður, - en hann orðar það svo sjálfur, að það hafi varla náð fram í hendurnar; ofur- lítið mun það þá vera „afstætt" álit, - því mikið hjálpaði hann henni við gifsmyndagerðina, að steypa þær, afgjöra og fága, mála, - og þegar á leið, jafnvel að draga „baldýringuna“ á bún- ingana, sem aldrei var kastað til höndum, - en frá andlitunum gekk hún öllum sjálf. Mikið vann hann líka í lóðinni, - og áhugi hans við hugðarmál hennar var henni nauðsynlegur og ómetan- legur styrkur, - svo mjög, að án þess er hætt við að hugmynda- auðgi hennar og ástríðufullur starfsáhugi hefðu aldrei notið sín til fulls. Þau voru mjög samrýmd og samhent, - sem ég hef séð óhrekjandi sannanir fyrir; þó hef- ur hann látið þau orð falla, að fáir viti að fuilu hvað átt hafi, fyrr en það er misst. Elísabet fékk meinsemd í höfuðið, sem brátt sýndi sig að vera alvarleg, og þrátt fyrir heila- uppskurð erlendis, og aðrar til- raunir, tókst ekki að bæta, en varð henni að bana, 9. apríl 1959. En listrænn áhugi hennar entist til æviloka, - og ekki efast ég um að hann haldi áfram að starfa enn; fleiri hafa þá skoðun, og nefni ég aðeins til dæmis hugsuð- inn og skáldið, Grím Thomsen, sbr. „...Fegurð er vakti fyrir þeim, - til fulls þótt yrði ei sén, ódáins finna fyrst í heim, Fídías Thorvaldsen; fegurð er hér var fólgin rós, í frjóvum sálum innst, springur þar út í líf og Ijós, - líka og skuggi ei finnst... “ Einn vottur um að listrænn áhugi entist henni ævilangt, er lít- ið kvæði sem fannst á borði hennar, andaðrar, og telja má víst, að sé það síðasta sem hún orti; rúmsins vegna set ég hér aðeins tvö síðustu erindin úr þessum „svanasöng" þeirrar and- ríku skáldsálar: Litla jurt, á lautar barmi, létti mínum þunga harmi er mér skópu örlög þung. Pað var eins og örsmá hendi er mér boð frá lífi sendi, leitaði upp í Ijósið, ung. Alltaf lifnar allt á vorin - ekki er taugin sundur skorin, sem að tengir líf við líf; þó að blási biturt móti birtist þér á köldu grjóti, undur lífsins: Hjálp og hlíf. Árangurslaust hef ég lengi beðið þess, að einhver mér færari yrði til þess að minnast þessarar prýðilegu konu, betur en mér tekst að gera; herði ég mig því loks upp, til að sýna lit á því, - í von um að fátækleg orð mín kunni samt að verða betri en al- gjör þögn. Blessuð sé minning hennar, sem öllum kunningjum og vinum er dýrmæt; huggum okkur við hið fornkveðna, að „þeir sem guðirnir elska, deyja ungir", - og „líf er að Ioknu þessu". í Guðs friði! Sandvík, 6. júlí 1974. Ljósmyndir: Eðvarð Sigurgeirsson. Jón Sigurgeirsson. Ásgrímur Ágústsson. Kristján Geirmundsson. Perlan, tréskurðar- mynd. Fermingarbörn í Akureyrarkirkju 15. apríi f.h. (pálmasunnudagur kl. 10.30) Stúlkur: Alda Sigrún Halldórsdóttir, Aðalstræti 28, Anna Margrét Tryggvadóttir. Hamragerði 13, Auður Ingólfsdóttir, Heiðarlundi 5b, Ágústa Gully Malmquist Einarsdóttir, Jörfabyggð 1, Ásta Sólveig Albertsdóttir, Tjarnarlundi 18c, Borghildur Sigurðardóttir, Álfabyggð 10, Brynja Þóranna Viðarsdóttir, Strandgötu 39, Elín Sigurveig Sigurðardóttir, Hjarðarlundi 1, Guðrún Hulda Þorsteinsdóttir, Norðurgötu 51, Halldóra Konráðsdóttir, Kringlumýri 27, Hildur Sigurðardóttir, Austurbyggð 9, Jóhanna Bergsdóttir, Ránargötu 13, Klara Björnsdóttir, Núpasíðu 8a, Kristín Irene Valdemarsdóttir, Hjarðarlundi 2, Laufey Hlín Jónsdóttir, Norðurgötu 56, María Egilsdóttir, Stóragerði 17, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Akurgerði 3a, Ruth Viðarsdóttir, Hamragerði 2, Sigríður Ágústa Viðarsdóttir, Strandgötu 39, Þorgerður Lilja Fossdal, Skálagerði 6. Drengir: Aðalgeir Jónas Hólmsteinsson, Hafnarstræti 17, Albert Guðmundsson, Austurbyggð 16, Árni Kristjánsson, Heiðarlundi 6h, Baldur Heiðar Birgisson, Bjarmastíg 11, Bergur Páll Sigurðsson, Vanabyggð 17, Birgir Karl Birgisson, Furulundi 2e, Borgþór Sævarsson, Grenivöllum 20, Einar Þór Gunnarsson, Spónsgerði 3, Guðmann Guðmannsson, Vanabyggð 4e, Halldór Björn Halldórsson, Klettagerði 1, Haukur Eiríksson, Lerkilundi 4, Hilmar Trausti Harðarson, Mýrarvegi 124, Hlynur Skagfjörð Pálsson, Eiðsvallagötu 32, Jón Harðarson, Akurgerði 5e, Kjartan Þorbjörnsson, Oddagötu 15, Ragnar Kjærnested Ásmundsson, Klettagerði 3, Sigurðúr Hörður Ingimarsson, Keilusíðu 2d, Zophonías Magnús Þórhallsson, Ægisgötu 2. í Akureyrarkirkju 15. apríl e.h. (pálmasunnudagur kl. 13.30) Stúlkur: Agnes Arnardóttir, Háalundi 6, Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Þórunnarstræti 134, Arna Sigrún Sigurðardóttir, Löngumýri 28, Elísabet Stefánsdóttir, Skarðshlíð 18 e, Guðfinna Reynis Eðvarðsdóttir, Lönguhlíð 6, Inga Vala Birgisdóttir, Lækjargötu 11 a, Ragnheiður Björnsdóttir, Norðurgötu 4, Ragnheiður Arna Magnúsdóttir, Jörfabyggð 5, Sigríður Rúna Þóroddsdóttir, Hjarðarlundi 10, Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir, Hjallalundi 5 d, Unnur Elín Guðmundsdóttir, Reynilundi 8, Úlfhildur Óttarsdóttir, Hrísalundi 2 e, Þórunn Guðlaugsdóttir, Dalgerði 1 h. Drengir: Anton Kristinn Stefánsson, Norðurgötu 16, Arnar Stefánsson, Norðurbyggð 20, Björn Björnsson, Espilundi 7, Friðrik Þorbergsson, Furulundi 5 a, Gísli Jóhannsson, Hamragerði 8, Ingvi Rafn Ingvason, Löngumýri 22, Jón Stefán Einarsson, Dalsgerði 1 g, Jóhann Ragnar Sigurðsson, Hafnarstræti 81, Muggur Matthíasson, Akurgerði 1 f, Sigurður Vilhelm Steinarsson, Hríseyjargötu 11, Snorri Halldórsson, Ásvegi 25, Stefán Ákason, Espilundi 13, Sveinn Sigtryggsson, Vanabyggð 10 b, Tryggvi Pétur Tryggvason, Lerkilundi 25. í Lögmannshlíðarkirkju pálmasunnudag kl. 10.30 Árni Ólafsson, Skarðshlíð 38e, Axel Stefánsson, Stapasíðu 14, Birgir Steinar Birgisson, Bakkahlíð 13, Eiríkur Árni Oddsson, Einholti 13, Hafdís Guðjónsdóttir, Bröttuhlíð 5, Lára Halldórsdóttir, Bogasíðu 7, Magnús Örn Sigurjónsson, Byggðavegi 140, Rúnar Friðriksson, Áshlíð 7, Sigríður Jóna Pálsdóttir, Áshlíð 3, Sigrún Helga Sigurhjartardóttir, Höfðahlíð 14, Steinunn Línbjörg Ragnarsdóttir, Steinahlíð 7c, Örn Helgason, Seljahlíð llg. í Lögmannshlíðarkirkju pálmasunnudag kl. 13.30 Anna Stefánsdóttir, Skarðshlíð 24d, Árni Þór Árnason, Steinahlíð 8c, Gunnhildur Gylfadóttir, Einholti lOd, Hlynur Björn Pálmason, Keilusíðu 5g, Ingólfur Jónsson Borgarhlíð 9e, Karl Gústaf Gústafsson, Þverholti 16, Kristín Laufey Ingólfsdóttir, Glerárholti 1, Lára Gunndís Magnúsdóttir, Stapasíðu 3, Magnús Þór Eggertsson, Kjalarsíðu 18f, Sigurjón Egill Jósefsson, Lönguhlíð 9c, Tómas Páll Sævarsson, Drangshlíð 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.