Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 2
f> mpr't e% * ** »• fuí- v ^ *- 2 - DAGUR -16. apríl 1984 Hreinn Oskarsson forstöðumaður íþróttavallanna og Skemmunnar: 9) r æðui al r 1 ■ ■ M 11 ■ ■ mattu ni“ „Það leit orðið vel út með aðalvöllinn áður en fór að snjóa núna, en það er Guð al- máttugur sem ræður ferðinni en ekki við,“ segir Hreinn Óskarsson forstöðumaður íþróttavallanna á Akureyri, en hann sér einnig um rekstur íþróttaskemmunnar. „Það voru farnir að sjást græn- ir toppar á köntum vallarins þar sem fjölæra grasið er, en einæra grasið sem er á meginhluta vall- arins var ekkert farið að taka við sér. En það þarf ekki að vera svo afleitt þótt það hafi farið að snjóa, snjórinn hlífir, en það er frostið sem er höfuðóvinurinn." - Hreinn er á „heimavelli" þegar rætt er um íþróttamann- virki á Akureyri, og þá sérstak- lega þegar aðalvöllurinn er um- ræðuefnið. Hann hefur veitt vell- inum forstöðu frá vorinu 1967 og það sama ár tók hann einnig við Iþróttaskemmunni. Hann er múrari að iðn, en hvernig vildi það þá til að hann fór í þetta starf? „Það er nú nokkuð skrítin saga á bak við það. Ég hef reyndar alltaf verið mikið viðriðinn íþróttir, var á kafi í þeim sem unglingur og keppti í öllum greinum fyrir Þór.- Á þeim tíma er þetta átti sér stað var ég for- maður Knattspyrnuráðs og hafði verið um nokkurn tíma. Og þá var ég spurður að því eitt sinn hvort ég vissi um nokkurn sem vildi taka að sér íþróttavöllinn. Ég svaraði því á þann hátt að ég vissi ekki um neinn, en bætti við í gamni að hugsanlega væri það lausn að ég tæki þetta að mér sjálfur. En ég var múrari og það var engin alvara í þessu. „Þú segir nokkuð“ sögðu þeir Jens Sumarliðason og Haraldur Sigurðsson sem höfðu verið að spyrja mig um þetta. Nokkrum dögum síðar komu þeir til mín og sögðu að ég gæti fengið starfið. Ég sagðist ekki vera tilbúinn að gefa ákveðið svar, þetta þýddi breytingar á mínum háttum en svo fór að ég sló til og hef verið í þessu síðan.“ - Fastir starfsmenn við íþróttavöllinn og Skemmuna eru þeir Hreinn og Hreiðar Jónsson sem er gamalreyndur í þeim störfum öllum. Þeir fara ákveð- inn „hring“ á hverju ári, byrja yfirleitt á vellinum 1. maí og eru á honum fram á haust að þeir flytja sig niður í Skemmu. Þar skipta þeir með sér vöktum allan veturinn og sjá bókstaflega um allan rekstur, jafnt þrif á húsinu, lagfæringar, undirbúning fyrir tónleika og annað sem kemur upp. - Þið hljótið að kynnast mörg- um í þessu starfi. En er alltaf logn? Kemur það ekki fyrir að menn þurfa að setja út á og gagn- rýna? „Það er þá aðallega á vorin þegar menn eru óþolinmóðir að komast á grasvöllinn. Mönnum finnst að það megi fara fyrr á völlinn en gert er. Ég held hins vegar að það hafi verið rétt stefna sem við höfum fylgt að fara ekki of snemma á völlinn. Hann var lengi eini grasvöllurinn hér og það mátti ekki skemma hann. Við höfum gætt þess að ofbjóða honum ekki á þann hátt að fara of snemma á hann á vorin eins og ég tel að þeir hafi gert t.d. í Laugardalnum. Við höfum brynjað okkur fyrir þessari gagnrýni og ég tel að við höfum borið gæfu til þess að gera rétt. Þeir eru líka margir að- komumennirnir sem hingað hafa komið sem hafa haft orð á því að þetta sé einn sá albesti völlur sem fyrirfinnst hér á landi þegar kom- ið er fram á sumarið." - Nú hefur íþróttaskemman verið vettvangur íþróttakennslu og æfinga félaganna, en þar hafa einnig margir atburðir átt sér stað, tónleikar, stórir fundir og fleira í þeim dúr. Er þér eitthvað sérstaklega minnisstætt varðandi slíkt? „Mér er það mjög minnisstætt þegar Kristján Éldjárn heitinn hélt kosningafund í Skemmunni árið 1968. Þá kom geysilegur fjöldi í Skemmuna, sennilega hátt í 2000 manns. Þegar fundin- um lauk tók það fólkið um hálf- tíma að komast út úr húsinu, enda voru þá engar stórar dyr komnar á suðurgafl. Ég fylgdist með því er fólkið var að fara út úr húsinu og sá þá eins og fleiri reyndar að hér var slysagildra. Hvað hefði getað gerst ef eldur hefði skyndilega komið upp? Það var því strax eftir þetta farið í að setja stóra hurð á suðurgaflinn. Eins er mér minnisstætt er hinn frægi söngvari Ivan Rebroff hélt tónleika í Skemmunni. Maðurinn með þessa miklu rödd lét koma fyrir hátölurum undir sviðinu áður en fólkið kom í húsið og hafði svo fastan á sér lítinn þráð- lausan míkrófón. Þannig fór hann að þessi frægi skemmti- kraftur." - Nú líður óðum að því að þeir félagar í Skemmunni fari á stjá utan dyra. Þeirra bíður það verkefni að koma knattspyrnu- völlunum á Akureyri í gang, en þeir sjá að nokkru leyti um velli KA og Þórs, Sanavöllinn og völl- inn við Menntaskólann. Það er í mörg horn að líta, en vanir menn eru á ferð. Við spyrjum Hrein að lokum hvort hann hafi ekki kynnst mörgum í þessu starfi sínu. „Jú blessaður vertu, ég hef haft gott samstarfsfólk og það hefur ekki borið neinn skugga þar á. Yfir höfuð hafa samskiptin við íþróttafólkið, skólakrakkana sem sækja leikfimi í Skemmuna og alla þá forráðamenn sem við höfum haft samskipti við verið mjög ánægjuleg og þetta hefur verið skemmtilegur tími.“ gk-. kemur út þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Hreinn Óskarsson. Viljirðu bragðgott kaffi, velur þú Hefur þú smakkað mi okKar Kaffibrennsla Akureyrar hf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.