Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -16. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Snúum vörn í sókn Atvinnumál hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu. Þjóðin er í „kreppu" og atvinnu- leysi virðist fara vaxandi, þó það sé mismunandi eftir landshlutum og byggðarlögum. Þetta kreppueinkenni kom einna fyrst fram á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu, fyrir tveim árum eða svo, og þá fyrst í byggingariðnaði. Bæjarstjórn Akur- eyrar hefur verið sökuð um sofandahátt í þessu sambandi, en er það réttmæt gagnrýni? Ef til vill má segja, að bæjarstjórnin hafi tekið of seint við sér, þegar sýnt var hvert stefndi. Nú hafa ráða- menn þar hins vegar vaknað, því atvinnumála- nefnd hefur unnið gott starf og Akureyrarbær er þátttakandi í Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Það er hins vegar matsatriði hverju sinni, hvort Ak- ureyrarbær á að vera beinn þátttakandi í at- vinnulífi. Það kostar nefnilega milljón að skapa hvert atvinnutækifæri og fæst sveitarfélög hafa ráð á slíku, nema með því að leggja aukna skatta á íbúana. Hver hefur áhuga á því? Um þessi mál var fjallað í viðtali við Helga M. Bergs í Helgar-Degi fyrir skömmu, þar sem hann segir m.a.: „Atvinnuvegirnir hafa búið við slæm rekstrarskilyrði á undanförnum árum og þar má finna að nokkru leyti orsök þess vanda sem við er að glíma í atvinnumálum. Hvers vegna ættu menn með hugmyndir og peninga að fara út í at- vinnurekstur vitandi það, að sennilega hafa þeir ekki annað upp úr því en baslið og ef til vill gjaldþrot. Til hvers er þá að vera að hætta sér út í slíkt, bara til að útvega einhverjum atvinnu, vitandi það að hversu vel sem reksturinn gengur hefst aldrei neitt út úr því. Það er nefnilega bannað að græða. Enda eru þeir sífellt fleiri, sem vilja helst vinna hjá einhverju opinberu fyrirtæki og fá sitt kaup á tilsettum tíma, hvernig svo sem reksturinn gengur. Þessi hugsunarháttur er hættulegur þjóðfélaginu í heild. “ Síðan segir Helgi aðspurður um hvað sé til ráða: „Við verðum að snúa vörn í sókn. Menn verða að átta sig á því, að nú um stund verða menn að leggja ýmsa félagsmálapakka á hilluna og leggja áherslu á atvinnulífið, styrkja það og efla. Það verður að treysta grunninn. Það er ljóst að ekki er að búast við verulegri atvinnuaukn- ingu í hinum hefðbundnu atvinnugreinum. Þess vegna verður að fara nýjar leiðir, sem geta reynst erfiðar og seinsóttar. En það verður að hafa það, við verðum að þreyja þorrann, og alla möguleika þarf að skoða grannt. Engu má hafna að óathuguðu máli. Það er engin „patentlausn", það dugir ekki að segja að tækifærin séu í full- vinnslu sjávarafurða eða þá landbúnaðarafurða. Það þarf líka að vera hægt að selja framleiðsluna á eðlilegu verði. Það vill stundum gleymast að hugsa fyrir þeim hlutum. Það þarf að framleiða vöru sem einhver hefur áhuga á að kaupa. “ GS. Náttúruverndarnefnd Akureyrar: Nefndinni finnst of lítið tillit tekið til hennar — Hyggst þó ekki hóta afsögn Á fyrsta fundi þeirrar náttúru- verndarnefndar, sem kjörin var eftir bæjarstjórnarkosning- arnar 1982, var Erlingur Sig- urðarson kjörinn formaður. Hann hafði einn átt sæti í nefndinni á liðnu kjörtímabili, og var fyrstu fundunum varið til kynningar á störfum hennar þá og starfssviði ásamt lögum og reglugerð um náttúruvernd. Auk þess var farið í skoðunar- ferðir um bæjarlandið. Frá þessu ári má merkast telja ályktun nefndarinnar um friðlýs- ingu Glerár og Glerárgils frá 16. september 1982. Bæjarstjórn féllst hins vegar ekki á þær til- lögur, en samþykkti þess í stað í desember að deiliskipuleggja skyldi neðri hluta svæðisins. Að því hefur ekkert verið unnið til þessa, enda ekki til þess varið neinu fé - þó er ekki örvænt um að hafist verði handa á þessu ári sbr. nýgerða samþykkt, staðfesta af bæjarstjórn. Bæjarstjórn sam- þykkti einnig á þessum sama fundi að setja á fót nefnd þriggja manna til að móta tillögur um hvernig efra svæðið skyldi varð- veitt og til að leita samkomulags við landeigendur um það. Þrátt fyrir margar ítrekanir hefur þessi nefnd ekki komið saman enn, og fól þó bæjarstjórn bæjarstjóra að sjá um það á ársafmæli nefndar- innar. Nú verður hún senn hálfs annars árs. Þrátt fyrir áhugaleysið á frið- lýsingu Glerárgilsins samþykkti náttúruverndarnefnd hinn 12. október 1983, að Krossanesborg- ir og Krossaneshagi yrðu tekin á náttúruminjaskrá og setti svæð- inu mörk á fundi 30. nóvember. Telur nefndin æskilegt að þetta svæði verði friðlýst sem fólkvang- ur í framtíðinni og gengur það vonandi greiðar en um Glerárgil- ið þegar eftir verður leitað. Hlutverk nefndarinnar er eink- um forvarnarstarf, en þrátt fyrir skýlaus ákvæði reglugerðar um að þeim sem annast framkvæmd- ir beri að leita álits nefndarinnar, eru þau dæmi teljandi á fingrum annarrar handar þar sem slíkt hefur gerst. Því miður virðast störf nefndarinnar vekja litla at- hygli, nema þegar til árekstra kemur, eins og t.d. í Kotárborg- um á haustdögum 1982, þar sem Rafveita Akureyrar stóð í fram- kvæmdum. Þegar samráði er sleppt og nefndin fréttir fyrst af framkvæmdum þegar óbætanleg spjöll hafa verið unnin er það að sjálfsögðu of seint. Á sama hátt þjónar samráðið litlu hlutverki þegar þess er leitað á síðasta degi og nánast til að samþykkja það sem áður hefur verið ákveðið. Hitaveita Akureyrar leitaði haustið 1982 til nefndarinnar um tilhögun við boranir í Eyrar- landshálsi, sem þá voru á næsta leyti, og er þetta eina dæmið um frumkvæði framkvæmdaraðila á þessu kjörtímabili til slíks. Vorið 1983 átti svo formaður, og starfs- menn Náttúrugripasafnsins nokkurt samstarf við hafnar- stjóra vegna framkvæmda í Sand- gerðisbót, og tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir smáslys frá hendi verktaka þar. En hvor- ugu þessu hefur verið nægilega vel fylgt eftir. Þó svo að nefndin eigi frum- kvæðið og leiti eftir samstarfi er hún ekki virt svars, sbr. sam- þykkt hennar frá 12. október 1983 um Leiruveg, sem bæjar- stjórn síðan staðfesti. Ekkert svar hefur borist nú nær hálfu ári síðar, og við eftirgrennslan taldi umdæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar þær framkvæmdir sem nú hefðu verið boðnar út ekki varða nefndina, þar sem þær væru utan lögsagnarumdæmis Akureyrar. Má rétt vera, en þó hlýtur lega og lögun vegar austan fjarðar að varða sömu atriði þeg- ar vegurinn kemur inn fyrir bæjarmörk Akureyrar. Sorpeyðing á Akureyri er ekki í nógu góðu lagi, og hefur nefnd- in þráfaldlega ályktað um úrbæt- ur þar á og skorað á bæjarstjórn að reisa sorpeyðingarstöð. Til þeirrar samþykktar hefur síðan heldur lítið spurst, og lagfæringar á núverandi ástandi, t.d. með ruslheldri girðingu um haugana og betri urðun, eru litlar sem engar. Hér verður að gera stór- átak, enda ríkjandi ástand til skammar. Þóroddur Þóroddsson jarð- fræðingur, hefur að frumkvæði nefndarinnar kannað efnisnámur í nágrenni bæjarins. Því verki þarf að ljúka sem fyrst til að unnt verði að nýta þær skipulega og bæta úr því ófremdarástandi sem enn ríkir þar. Allt ber hér að sama brunni. Til að koma í veg fyrir óbætanleg spjöll á umhverfinu verður mun víðtækara samstarf að takast með nefndum bæjarins og þeim sem framkvæmdir annast. Nefndin hefur áður ályktað í þá veru, og vonandi verður slíku fylgt eftir í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á stjórnkerfi bæjar- ins. En pappírssamþykkt dugar skammt, heldur þarf vilja til að fylgja henni eftir. Það er einnig hlutverk nefndarinnar að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt, og þar ber einkum að leggja rækt við samstarf við fjölmiðla. Vissulega væri nefndinni nauð- synlegt að eiga aðgang að föstum starfsmanni til að annast þetta. Þó svo að nefndinni þyki oft sem lítið tillit sé til hennar tekið og áhugaleysi bæjaryfirvalda á störfum hennar sé mikið hyggst hún ekki hóta afsögn. Það er álit hennar að slíkt yrði yfirvöldum fremur til gleði en harms, og því hyggst hún halda áfram nuddi sínu í þeirri vona að svo megi brýna deigt járn að bíti. Akureyri 4. apríl 1984 f.h. náttúruverndarnefndar Erlingur Sigurðarson, form.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.