Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 7
16.apríM984-DAGUR-7 lið til streitu? eyting ammistaða i orðið til þess að pa á OL - Ég þori ekkert að segja til um hvort þeir þurfa að setja Norðurlandamet. Ég þelcki ekki þær tölur, sagði Ingvar Pálsson. - Við höfum lagt miðjutölur frá Olympíuleikunum í Moskvu 1980 til grundvallar enda er ætl- ast til þess að íslenskir keppend- ur standi sig vel á Olympíuleik- unum. Við viljum ekki útiloka neinn frá þátttöku. Menn verða bara að sýna að þeir eigi rétt á því að fara. - Er þá líklegt að keppendur verði sendir án þess að hafa náð fyrrgreindum viðmiðunartölum? - Ég vil ekkert um það segja. Evrópumót lyftingamanna er einnig framundan og við höfum líka viljað hafa það til hliðsjónar. Ef menn standa sig vel þar þá er varla hægt að ganga framhjá þeim en það er stefnt að því að velja fulltrúa íslands á Olympíu- leikana ekki seinna en upp úr miðjum maí, sagði Ingvar Pálsson, starfsmaður Olympíu- nefndarinnar. - ESE. að draga' ;faramótinu - Við höfum mestar áhyggjur af því að við fáum ekki flug nema á þriðjudeginum og við verðum því að bíða á Spáni í fimm daga áður en mótið hefst, sagði Har- aldur Ólafsson. - ESE. Landsliðshópurínn frá Norðurlandi á æfingu. Mynd: KGA. Tvö „norðlensk" blaklandslið! - KA á 11 leikmenn í unglingalandsliðunum sem leika gegn Færeyjum - Kópasker á tvo! r Jónsson og lærisveinar bíða átekta. Mynd: KGA. Þegar unglingalandslið íslands í blaki hlaupa inn á völlinn í leikina gegn Færeyingum nú í kvöld er blað brotíð í íslenskri íþróttasögu. Þetta verður í fyrsta skipti sem íslensk lands- lið í flokkaíþróttum eru að meirihluta til skipuð íþrótta- mðnnum frá Norðurlandi. Unglingalandslið piltanna er að uppistöðu til úr KA en hvorki fleiri né færri en sex af íslands- meisturum 2. flokks úr KA eru í liðinu. Þetta eru þeir Sigvaldi Jónsson, Gunnar Svanbergsson, Knútur Þórhallsson, Haraldur Sigurjónsson, Sigurður A. Ólafs- son og Helgi Birgir Schiöth. Einn leikmaður verður frá Reynivík á Dalvík, Hjalti Hall- dórsson. Einn Húsvíkingur, Börkur Emilsson sem leikið hef- ur fyrir Fram í vetur og tveir leik- menn koma frá íþróttafélaginu Snörti á Kópaskeri, bræðurnir Eggert og Haukur Marinóssynir sem verið hafa á Laugum í vetur. Auk þeirra sem hér eru taldir upp, voru í landsliðshópnum þrír piltar frá Þrótti í Neskaupstað, þrír frá Þrótti í Reykjavík og einn úr Samhygð. í stúlknalandsliðinu eru fimm stúlkur úr KA, þær Hrefna Brynjólfsdóttir, Anna Einars- dóttir, Eyrún Sveinsdóttir, Halla Halldórsdóttir og Lilja Jóhannes- dóttir. Þjálfari liðanna er Hannes Karlsson sem í vetur hefur þjálf- að íslands- og bikarmeistara Völsungs í kvennaflokki. Leikirnir gegn Færeyingum verða í kvöld, annað kvöld og á miðvikudagskvöld, allir í Reykjavík og Kópavogi. - ESE. Öldungamótið á skíðum: Sigurður sigraði í göngunni að vanda Um 60 keppendur mættu til leiks á ísiandsmóti „öldunga" sem haldið var í Hlíðarfjalli um helgina, en þar var keppt í Alpagreinum og göngu fyrir 30 ára og eldri. Fyrirhugað var að mótið hæfist á laugardag en þá var slæmt veður og varð að fresta öllu þá. I gær var svo hægt að keppa í Fjallinu og var þá öllum keppnis- greinum mótsins hespað af. Urslit urðu þessi: SVIG: 30-39 ára konur: Hrafnhildur Helgadóttir R Sigþrúður Sigurlaugsdóttir A Guðrún Sigurlaugsdóttir A Konur 40 ára og eldri: Þóra Vilbergsdóttir R Karólína Guðmundsdóttir A Björg Finnbogadóttir A Karlar 30-34 ára: Árni Óðinsson Óskar Erlendsson Guðjón I. Sverrisson Karlar 35-39 ára: Hannes Tómasson Reynir Brynjólfsson Georg Guðjónsson Karlar 40-44 ára: Viðar Garðarsson Arnór Guðbjartsson Björn Ólafsson Karlar 45 og eldri: Svanberg Þórðarson Björn Einarsson Sveinn Jakobsson STÓRSVIG: 30-39 ára konur: Hrafnhildur Helgadóttir A R R R A R A R R A R R R Sigþrúður Sigurlaugsdóttir A Guðrún Sigurlaugsdóttir A Konur 40 ára og eldri: Ásthildur Eyjólfsdóttir R Björg Finnbogadóttir A Þóra Vilbergsdóttir R Karlar 30-34 ára: Árni Óðinsson A Guðjón I. Sverrisson R Óskar Erlendsson R Karlar 35-39 ára: Hannes Tómasson R Magnús Ingólfsson A Reynir Brynjólfsson A Karlar 40-44 ára: Viðar Garðarsson A Arnór Guðbjartsson R Björn Ólafsson R Karlar 45 ára og eldri: Svanberg Þórðarson Jónas Vilbergsson Þorlákur Sigurðsson GANGA: Konur 35-45 ára: Sigurbjörg Helgadóttir Konur 45-54 ára: Svanhildur Árnadóttir Pálína Guðlaugsdóttir Helga ívarsdóttir Konur 55 ára og eldri: Helga Sigtryggsdóttir Karlar 35-44 ára: Sigurður Aðalsteinsson Björn Þór Ólafsson Kristján Guðmundsson Karlar 45-54 ára: Páll Guðbjartsson Garðar Sigurgeirsson Konráð Gottliebsson karlar 55 ára og eldri: Sigurður Jónsson Tryggvi Halldórsson Einar Ólafsson A R A R R R R R A Ó í R í Ó í R R

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.