Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR -16. apríl 1984 Haraldur með íslandsmet Haraldur Ólafsson úr Þór setti um helgina nýtt glæsilegt íslandsmet í lyftingum. Haraldur lyfti 173,5 kg í jafnhöttun og bætti nokkurra ára gamalt met Guð- mundar Sigurðssonar. Haraldur keppti að þessu sinni í 82,5 kg flokki. Lyfti 132,5 kg í snörun og reyndi síðan við íslandsmet, 137,5 kg en litlu munaði að sú þyngd færi upp. 173,5 kg fóru upp í jafnhöttun og Haraldur átti einnig góða tilraun við 177,5 kg. Samtals lyfti Haraldur því 306 kg sem sýnir svo ekki verður um villst að hann er á réttri leið og líklegur til afreka á Evrópumeist- aramótinu. - ESE Islandsmet í unglingaflokki Jóhannes M. Jóhannesson úr Þór setti á laugardag nýtt íslandsmet unglinga undir 23ja ára í réttstöðulyftu á móti í Lundar- skóla. Jóhannes sem er nýkominn af sjónum og því æfingarlaus, gerði sér lítið fyrir og lyfti 230 kg í réttstöðulyftu í 90 kg flokki. Á sama móti setti Flosi Jónsson úr KA Akureyrarmet í hnébeygju í 100 kg flokki, 245 kg en samanlagt lyfti Flosi 645 kg. - ESE KA sigur KA kom á óvart í botnbaráttunni um helgina og vann Hauka örugglega með 30:25. Haukar komust í 5:0 en KA-menn sýndu ekki á sér neinn bilbug og komust á tímabili 10 mörk yfir. KA tapaði svo 23:20 gegn Þróttir og 29:23 gegn KR. KA og Haukar falla í aðra deild, KR varð í þriðja neðsta sæti en Þróttur vann úrslita- keppni botnbaráttuliðanna. - ESE. 1-X-2 Birmingham-QPR Coventry-Wolves Ipswich-Nott.For. Leicester-Aston V. Stoke-Liverpool Tottenham-Luton WBA-Norwich West Ham-Sunderland Crystal Palace-Chelsea Fulham-Huddersfield Portsmouth-Blackburn Shrewsbury-Brigton 2 1 X 1 1 1 X 2 2 2 2 1 Bikarkeppni SKÍ: Nanna er efst Við sögðum frá því í síðustu viku að hörkukeppni væri í bikarmótum kvenna í Alpagreinum á milli Nönnu Leifsdóttur og Guðrúnar H. Kristjánsdóttur. Það er rétt, en annað atriði í umræddri frétt var það ekki. Sagt var að Guðrún hefði nú 4 stiga forskot á Nönnu í stiga- keppninni, en staðreyndin er sú að það er Nanna sem hefur betur. Er hún með 155 stig á móti 151 stigi Guðrúnar. Aðeins eitt bikarmót er eftir, en það er Landsmótið í Hlíðarfjalli sem hefst á mið- vikudaginn. Þar munu úrslitin ráðast í þessari miklu keppni þeirra Nönnu og Guðrúnar. Verður lágmörkum íslensku Olympíunefndarinnar haldið til streitu? 33 Það hefurengin breyting orðið á okkar afstöðu“ - segir Ingvar Pálsson, starfsmaður nefndarinnar - Góð frammistaða akureyrsku lyftingamannanna á Evrópumeistaramótinu gæti þó orðið til þess að þeir hljóti náð fyrir augum nefndarinnar og fái að keppa á OL - Það hefur engin breyting orðið á okkar stefnu. Það er nokkuð síðan þessar viðmið- unartölur voru lagðar fram af íslensku Olympíunefndinni og þær verða lagðar fram óbreytt- ar til umræðu á aðalfundi ISI í dag, sagði Ingvar Pálsson, starfsmaður Olympíunefndar- innar er blaðamaður Dags ræddi við hann fyrir helgina og spurðist fyrir um það hvort nefndin hyggðist halda hinum ströngu lágmörkum til streitu. Eins og greint hefur verið frá í Degi þá hefur verið mikil óánægja meðal íslenskra frjáis- íþróttamanna og lyftingamanna með viðmiðunartölur Olympíu- nefndarinnar vegna þess að þær eru miklu strángari en þær tölur sem Alþjóða Olympíunefndin hefur lagt til grundvallar. Þetta á einkum við um lyftingamennina en þrír Akureyringar, Haraldur Ólafsson í 75 kg flokki, Gylfi Gíslasón í 90 kg flokki og Garðar Gíslason í 100 kg flokki, berjast fyrir því að hljóta náð fyrir aug- um íslensku Olympíunefndarinn- ar. Allir hafa náð alþjóðlegu lág- mörkunum sem eru 295 kg, 320 kg og 330 kg. íslensku lágmörkin eru hins vegar 315 kg, 360 kg og 375 kg og það er fullyrt af þeim sem þekkja til mála að þeir Garð- ar og Gylfi þurfi að bæta Norður- landametin í sínum flokkum til að eiga möguleika en þessum metum hefur ekki verið hnekkt um margra ára skeið. Ingvar Pálsson var spurður að því hvort það væri ekki ósanngjörn viðmið- un að ætlast til þess að íslensku lyftingamennirnir þyrftu að setja Norðurlandamet til þess að fá að keppa fyrir íslands hönd á Olympíuleikunum, en nefna má að leikarnir eru um leið heims- meistarakeppni sem íslendingar hafa hingað til fengið að taka þátt í vandræðalaust. Haraldur og tvíburabræðurnir Garðar og Gylfi ætla allir á Evrópumeistaramótið í lyftingum og berjast fyrir því að komast á Olympíuleikana. - Ég þori ekkert að segja til um hvort þeir þurfa að setja Norðurlandamet. Ég þekki ekki þær tölur, sagði Ingvar Pálsson. - Við höfum lagt miðjutölur frá Olympíuleikunum í Moskvu 1980 til grundvallar enda er ætl- ast til þess að íslenskir keppend- ur standi sig vel á Olympíuleik- unum. Við viljum ekki útiloka neinn frá þátttöku. Menn verða bara að sýna að þeir eigi rétt á því að fara. - Er þá líklegt að keppendur verði sendir án þess að hafa náð fyrrgreindum viðmiðunartölum? - Ég vil ekkert um það segja. Evrópumót lyftingamanna er einnig framundan og við höfum líka viljað hafa það til hliðsjónar. Ef menn standa sig vel þar þá er varla hægt að ganga framhjá þeim en það er stefnt að því að velja fulltrúa íslands á Olympíu- leikana ekki seinna en upp úr miðjum maí, sagði Ingvar Pálsson, starfsmaður Olympíu- nefndarinnar. - ESE. 33 Við ramman reip að draga — segir Haraldur Ólafsson um keppnina á Evrópumeistaramótinu CC - Við stefnum allir að því að fara á Evrópumótið og ætli við eyðum ekki afganginum af Olympíustyrknum og vel Jþað í þá ferð, sagði Haraldur Olafs- son er hann var spurður að því hvort hann og bræðurnir, Garðar og Gylfi hyggðust reyna að hljóta náð fyrir aug- um hinnar íslensku Olympíu- nefndar. Að sögn Haralds verður þó mjög sennilega við ramman reip að draga á þessu móti. - Evrópumótin eru oft mikið sterkari en heimsmeistaramótin enda senda stóru þjóðirnar oft eins marga í hvern flokk og þeir rnega. gg ^ þv- ag Evrópumótið nú verði af mörg- um þjóðum notað sem úrtöku- mót og það verði því brjáluð keppni milli manna af sama þjóð- erni víð að tryggja sér þátttöku- rétt á Olympíuleikunum, sagði Haraldur. Evrópumótið verður haldið nú í lok mánaðarins og sam- kvæmt upplýsingum Haralds á hann að keppa kl. 10 á sunnu- dagsmorgni en tvíburarnir á mánudegi. - Við höfum mestar áhyggjur af því að við fáum ekki flug nema á þriðjudeginum og við verðum því að bíða á Spáni í fimm daga áður en mótið hefst, sagði Har- aldur Ólafsson. - ESE. 33 Reynivík upp í 1. deild: Mér leið ekki > - mjög vel cc - sagði Halldór Jónsson, þjálfari Reynivíkur eftir að KA komst í 2:0 - Ég verð að viðurkenna að mér leið ekki vel eftir tvær fyrstu hrinurnar og hélt satt best að segja að það stefndi allt í stórsigur hjá KA. En sem betur fór þá tókst okkur að snúa biaðinu við og vinna Ieik- inn, sagði Halldór Jónsson, þjálfari Reynivíkur í blakinu eftir að hann og hans menn höfðu borið sigurorð af „erki- fjendunum“ KA og tryggt sér 1. deildar sæti. Það var að vonum mikil gleði ríkjandi meðal Reynivíkur- manna eftir leikinn. Fáa óraði fyrir því í upphafi vetrar að liðinu ætti eftir að ganga mjög vel en það kom svo fljótlega í ljós að Reynivík varð spútnik þessarar blakvertíðar og liðið verðskuldar 1. deildar sætið. Það blés ekki byrlega fyrir Reynivík í upphafi leiksins. KA vann fyrstu hrinuna 15:3 á aðeins 12 mínútum og þá næstu 15:10. Staðan því 2:0 fyrir KA og nánast formsatriði að gera út um leik- inn. En Reynivíkingar gáfu sig ekki og á 12 mínútum í þriðju hrinu gjörsigruðu þeir KA, 15:1. Þeir unnu svo einnig næstu hrinu 15:9 og staðan því 2:2. í síðustu hrinunni sem stóð í 24 mínútur léku Reynivíkingar mun betur og tryggðu sér öruggan sigur 15:11. - Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir okkur. Það er talsverður getumunur á liðun- um í 1. og 2. deild og það háir okkur talsvert að æfingaraðstað- an er bágborin. Við missum líka eitthvað af mannskap en vonandi fáum við aðra í staðinn, sagði Halldór Jónsson. Aðrir leikir í þessari úrslita- keppni fóru þannig að KA vann Þrótt, Nes. 3:1 og Samhygð 3:2. Reynivík vann bæði þessi lið 3:2 og Samhygð sigraði síðan Þrótt 3:0. - ESE KA-menn spiluðu upp - Haraldur Jónsson og lærisveinar bíða átekta. Mynd: KGA. 16. apríl 1984 - DAGUR - 7 Landsliðshópurinn frá Norðurlandi á æfingu. Mynd: KGA. Tvö „norðlensk" blaklandslið! KA á 11 leikmenn í unglingalandsliðunum sem leika gegn Færeyjum — Kópasker á tvo! Þegar unglingalandslið íslands í blaki hlaupa inn á völlinn í leikina gegn Færeyingum nú í kvöld er blað brotið í íslcnskri íþróttasögu. Þetta verður í fyrsta skipti sem íslensk lands- lið í flokkaíþróttum eru að meirihluta til skipuð íþrótta- mönnum frá Norðurlandi. Unglingalandslið piltanna er að uppistöðu til úr KA en hvorki fleiri né færri en sex af íslands- meisturum 2. flokks úr KA eru í liðinu. Þetta eru þeir Sigvaldi Jónsson, Gunnar Svanbergsson, Knútur Þórhallsson, Haraldur Sigurjónsson, Sigurður A. Ólafs- son og Helgi Birgir Schiöth. Einn leikmaður verður frá Reynivík á Dalvík, Hjalti Hall- dórsson. Einn Húsvíkingur, Börkur Emilsson sem leikið hef- ur fyrir Fram í vetur og tveir leik- menn koma frá íþróttafélaginu Snörti á Kópaskeri, bræðurnir Eggert og Haukur Marinóssynir sem verið hafa á Laugum í vetur. Auk þeirra sem hér eru taldir upp, voru í landsliðshópnum þrír piltar frá Þrótti í Neskaupstað, þrír frá Þrótti í Reykjavík og einn úr Samhygð. í stúlknalandsliðinu eru fimm stúlkur úr KA, þær Hrefna Brynjólfsdóttir, Anna Einars- dóttir, Eyrún Sveinsdóttir, Halla Halldórsdóttir og Lilja Jóhannes- dóttir. Þjálfari liðanna er Hannes Karlsson sem í vetur hefur þjálf- að íslands- og bikarmeistara Völsungs í kvennaflokki. Leikirnir gegn Færeyingum verða í kvöld, annað kvöld og á miðvikudagskvöld, allir í Reykjavík og Kópavogi. -ESE. Öldungamótið á skíðum: Sigurður sigraði í göngunni að vanda Um 60 keppendur mættu til leiks á íslandsmóti „öldunga“ sem haldið var í Hlíðarfjalli um helgina, en þar var keppt í Alpagreinum og göngu fyrir 30 ára og eldri. Fyrirhugað var að mótið hæfist á laugardag en þá var slæmt veður og varð að fresta öllu þá. I gær var svo hægt að keppa í Fjallinu og var þá öllum keppnis- greinum mótsins hespað af. Urslit urðu þessi: SVIG: 30-39 ára konur: Hrafnhildur Helgadóttir R Sigþrúður Sigurlaugsdóttir A Guðrún Sigurlaugsdóttir A Konur 40 ára og eldri: Þóra Vilbergsdóttir R Karólína Guðmundsdóttir A Björg Finnbogadóttir A Karlar 30-34 ára: Árni Óðinsson A Óskar Erlendsson R Guðjón I. Sverrisson R Karlar 35-39 ára: Hannes Tómasson R Reynir Brynjólfsson A Georg Guðjónsson R Karlar 40-44 ára: Viðar Garðarsson A Arnór Guðbjartsson R Björn Ólafsson R Karlar 45 og eldri: Svanberg Þórðarson A Björn Einarsson R Sveinn Jakobsson R STÓRSVIG: 30-39 ára konur: Hrafnhildur Helgadóttir R Sigþrúður Sigurlaugsdóttir A Guðrún Sigurlaugsdóttir A Konur 40 ára og eldri: Ásthildur Eyjóifsdóttir R Björg Finnbogadóttir A Þóra Vilbergsdóttir R Karlar 30-34 ára: Árni Óðinsson A Guðjón I. Sverrisson R Óskar Erlendsson R Karlar 35-39 ára: Hannes Tómasson R Magnús Ingólfsson A Reynir Brynjólfsson A Karlar 40-44 ára: Viðar Garðarsson A Arnór Guðbjartsson R Björn Ólafsson R Karlar 45 ára og eldri: Svanberg Þórðarson Jónas Vilbergsson Þorlákur Sigurðsson GANGA: Konur 35-45 ára: Sigurbjörg Helgadóttir Konur 45-54 ára: Svanhildur Árnadóttir Pálína Guðlaugsdóttir Helga ívarsdóttir Konur 55 ára og eldri: Helga Sigtryggsdóttir Karlar 35-44 ára: Sigurður Aðalsteinsson Björn Þór Ólafsson Kristján Guðmundsson Karlar 45-54 ára: Páll Guðbjartsson Garðar Sigurgeirsson Konráð Gottliebsson Karlar 55 ára og eldri: Sigurður Jónsson Tryggvi Halldórsson Einar Ólafsson < pí < PÍ QZ QZ 05 Oí <0'*- 0á'"O oí oi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.