Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 9
16. apríl 1984 - DAGUR - 9 íþróttamót framhaldsskólanna í síðustu viku fór fram íþróttamót framhalds- skólanna á Akureyri. Þar kepptu nemendur og kennarar í hinum ýmsu íþróttagreinum, allt frá skák yfir í reip- tog. Menntaskólinn bar sigur úr býtum, bæði í karla- og kvennaflokki, hlaut 52 stig í karla- flokki, Iðnskólinn 37 stig og Gagnfræðaskól- inn 21 stig. I kvenna- flokki fengu mennt- skælingar 49 stig og Gagnfræðaskólinn 28. Þannig er stigataflan: Áhorfendur voru hvöttu óspart. fjölmargir og Myndir: KGA. I reiptoginu toguðust kennarar á, þeir deildu bróðurlega með sér stigum, M.A. vann G.A., G.A. vann I.A. og I.A. vann M.A. Steingrímur körfuknattleik Birgisson uiilli M.A. skorar í og G.A. Piltar Sfnllair I.A. G.A. M.A. G.A. M.A. Blak 3 1 S 3 5 Fótb. 3 1 5 3 5 Handb. 1 3 5 5 3 Körfub. 5 1 3 3 5 Bandý 5 1 3 3 5' ' Borðt. 3 1 5 5 3 Bridge 3 1 5 Skák 3 1 5 Reiptóg 3 3 3 Frj. íþr. 8 8 13 6 23 Stig: ¦37 21 52 28 49 Menntskælingar báru sigur úr býtum í skákkeppninni. Margir snilldartaktar voru sýndir í blakleikjum. Minning X Aðalsteinn Guðmundsson Þórshöfn Þegar nákominn ættingi eða vin- ur fellur frá, ekki síst ef það ger- ist með óvæntum hætti, blandast tómleika og saknaðarkenndinni sú tilfinning að maður standi að einhverju leyti í óbættri sök við þann, sem frá er fallinn, eitthvað er ósagt, sem máli skipti, afsök- unarbeiðni sem hefði verið við- eigandi, misskilningur, sem hefði átt að leiðrétta, eitt og annað sem hefði verið gott að ræða á meðan tækifæri gafst, en nú er allt um seinan. Til alls þessa fann ég greinilega þegar mér barst fregnin um and- íát Aðalsteins Guðmundssonar á Þórshöfn, náfrænda míns og næstum jafnaldra. í byrjun mars fékk hann slag og lamaðist að nokkru og var fluttur hingað á Sjúkrahúsið. Þegar ég leit til hans þar, mátti hann ekki mæla, en greinilegt virtist mér að hann þekkti mig, og þegar ég talaði til hans í létt- um tón, brosti hann við. Allt virt- ist mér þó benda til þess að nú væri hann úr leik, og þá var skaði skeður. Bið hans eftir að losna úr fjötrum lömunarinnar varð ekki langvinn, því að hann andaðist 18. mars. Aðalsteinn var fæddur 3. október, árið 1912 á Fagranesi á Langanesi. Foreldrar hans voru Guð- mundur Einarsson frá Garði í Þistilfirði og Elín Guðmunds- dóttir, ættuð af Langanesi. Hvor- ugt þeirra hjóna var borið til óð- als né erfðáfjár, og fyrstu hjú- skaparárin áttu þau í nokkru stríði við að eignast varanlegt athvarf. Vera þeirra á Fagranesi varð ekki lengri en tvö eða þrjú áf, og þaðan fluttu þau að Krossavík í Þistilfirði til skammr- ar búsetu, en fluttu þaðan til Þórshafnar og áttu þar heima til æviloka. Fyrst bjuggu þau nokk- ur ár í smáhýsi, sem nefndist Skemman. Þar höfðu þau til umráða tvö loftherbergi af hóflegri stærð. Þarna varð oft þröng á þingi, því að sjálfsagt þótti að Þistilfirð- ingar fengju að njóta þar veitinga og gistingar í kaupstaðarferðum, og fleiri munu hafa leitað þar athvarfs. En á þeim árum, og stundum raunar enn, skapaðist húsrými og risna af hjartalagi húsráðenda, fremur en af raun- verulegum fermetrafjölda og efnahag. Eftir nokkur ár byggðu þau smábýli í útjaðri þorpsins og nefndu það Garð, eftir æsku- heimili Guðmundar. Þar varð nokkru rýmra um og aðstaða betri til þjónustu við gesti, sem héldu áfram að njöta hinnar ein- stöku gestrisni þessara hjóna. Eft- ir að ég komst til vits og ára, furðaði ég mig sífellt meira og meira á því hvernig þau gátu risið undir þessu álagi þó að bæði væru hörkuduglegar manneskjur. Þarna ólst Aðalsteinn upp ásamt systkinum sínum, sem voru, Sigríður, sem lengi var hús- freyja á Karlsskála við Reyðar- fjörð, Guðmundur, sem bjó á Garði eftir foreldra sína, en er látinn fyrir nokkru, Hallur, sem er búsettur á Eskifirði og fór snemma að heiman, og Einar, sem dó ungur. Aðalsteinn fór snemma að taka til hendinni til starfa. Út- gerð var rekin á Þórshöfn af miklum dugnaði, eins og er enn í dag, og stundum var gripið til barna og unglinga og þau látin vinna við beitingu og fisk- breiðslu. Guðmundur vann mikið við fiskpökkun og hafði Aðalstein oft sér til aðstoðar, enda var hann röskur og vinnufús og vann öíl störf, sem til féllust og brá sér á sjó ef færi gafst. Eftir að hann fór að eiga með sig sjálfur varð aðalstarf hans húsamálun, bæði . innan- og utanhúss og vann hann þau verk af vandvirkni og smekk- vísi. Allra síðustu árin hafði hann ekki heilsu til að stunda vinnu nokkuð að ráði. Aðalsteinn giftist Hrafnhildi Svövu Pálmadóttur bókaútgef- anda Jónssonar á Akureyri. Hún var fædd 1919. Þau komu sér upp heimili á Þórshöfn. Þau eignuðust þrjár dætur, Heiðu Elínu, sem er búsett á Eg- ilsstöðum, gift Gísla Sigurðssyni, Stellu, sem er búsett í Reykjavík og Þórunni, sem er gift Harald Jespersen, og búa þau stórbúi í Miðhvammi í Aðaldal. Hrafnhildur dó árið 1944 að- eins 25 ára að aldri. Hún var röskleikakona, greind og mikil húsmóðir. Eftir fráfall hennar kom Aðalsteinn dætrunum í góða forsjá, svo að þær nutu góðs uppeldis. Hann giftist ekki aftur, en leigði sér herbergi og gerðist kostgangari og skipti ekki oft um staði; bæði var að hann kom sér vel í daglegri umgengni og var vinfastur í meira lagi. Ekki er erf- itt að gera sér í hugarlund hversu þungbært áfall það hafi verið honum að missa konu sína unga og gervilega eftir svo skamma sambúð, og slíta samvistum við dætur sínar á unga aldri. Styrkur hans í þeirri raun var stilling og æðruleysi, sem hann var gæddur í besta lagi og hann var einn þeirra, sem hafa fæst orð þegar mest mæðir á og mikið er í húfi. Hann var mikið prúðmenni í framkomu, orðvar og athugull, viðmótshlýr og með glettni í aug- um. Sú greiðasemi og fórnfýsi, sem hann ólst upp við, fylgdi honum ævilangt og var alltaf til staðar, og hann hafði þann metnað að loforð hans og umsagnir brigðust ekki, en stæðu sem stafur á bók. Það mátti teljast einkennandi fyrir skapgerð hans hversu frábit- inn hann var því að þiggja fyrir- greiðslu af öðrum, jafnvel nán- ustu og bestu vinum. Segja má að það gengi út í öfgar hvað hann forðaðist að baka öðrum fyrir- höfn, og til marks um það er, að þegar hann var á ferðinni hér eða í Reykjavík, þar sem hann átti marga ættingja og vini, sem hefðu hýst hann með ánægju, þá hafði hann ekki tal af neinum fyrr en hann hafði komið sér fyrir á gistihúsi, og þegar hann leit inn til kunningjanna, hafði hann oft- ast veitingar meðferðis, svo að hann varð sá sem veitti, en ekki sá sem þáði. Þó að fundum okkar Aðal- steins hafi oft borið saman frá barnæsku, hafa leiðir okkar ekki legið mikið saman öðruvísi en sem skammtímasamfylgd. Hann kemur nokkuð við sögu í bernskuminningu, sem ég skrif- aði og nefnist Heimsmenningin á Þórshöfn. Þar kemur fram að nokkru það góðlyndi og æðru- leysi, sem hann tileinkaði sér full- komlega á fullorðinsárunum. í kunningjahópi var hann hæglátur og ekki frekur til orðsins, en glettni hans var alltaf vakandi, og meiningu sinni kom hann á fram- færi með fáum velvöldum orðum og kom þá oft á óvart. Eftir því sem ég kynntist Aðal- steini betur á síðari árum, varð mér ljóst að hann bjó yfir ríku- legri greind og íhugun hans og dómar á mönnum og málefnum var byggð á traustum grunni, án hvatvísi og fordóma. Hin næma kímnigáfa hans nýttist honum vel í tilsvörum, bæði í gamni og alvöru. Minni hans var trúverðugt og ánægju- legt var að ræða við hann um fortíðina, og kom þá oft í ljós að hann mundi það, sem aðrir höfðu gleymt. Núna allra síðustu árin hafði hann eignast sitt eigið heimili, snotra litla íbúð í bygg- ingu, sem Þórshafnarbúar hafa byggt yfir aldrað fólk. Vinna hans við þessa íbúð var framlag sem hann lagði af hendi til styrkt- ar góðu málefni. Á þessu heimili var ríkjandi hreinlæti og smekk- vísi og Aðalsteinn var verulega ánægður með að hafa eignast þetta athvarf síðustu æviárin. Ég hafði hugsað mér að njóta þess að vera þarna gestur einhverja daga, og fræðast af minninga- sjóði frænda míns. En næturstaður hvers og eins er einatt óviss, og hæpið að áætla hann langt fram í tíðina. Allt í einu var Aðalsteinn horfinn úr hópi ættingja, vina og góðkunn- ingja. Allir munu þeir finna til þess að nú er tilveran fátæklegri en áður var. Einar Krístjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.