Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 12
DáGUR Akureyri, mánudagur 16. aprfl 1984 ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA s 80Rússar bífta á „Pollinum" „Við vitum ekki annað en að það vantar einhver leyfi i'rá sovéska sendiráðinu til þess að skipið geti lagst að bryggju hérna," sagði Guðmundur Sig- urbjörnsson hafnarstjóri á Ak- ureyri í morgun er við ræddum við hann um sovéskt flutninga- skip sem Iegið hefur úti á PoII- iniini síðan fyrir helgi. Þetta skip er að koma með rækju til niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co. og er ekki áformað að hefja vinnu við losun skipsins fyrr en eftir páska eða 24. apríl. „Við vitum að skipstjórinn og þeir sem eru þarna um borð vilja endilega komast að bryggju," sagði Guðmundur. „Það eru þarna um 80 manns um borð, en þeir fá ekki að leggjast að fyrr en grænt ljós hefur komið frá sov- éskum yfirmönnum í sendiráðinu í Reykjavík." gk-. Akureyri: Mikið drukkið Áfengi var selt fyrir tæpar 22.5 milljónir króna í áfengisversl- uninni á Akureyri fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Er þetta rúm- um 5.5 milljónum króna meiri sala en sðmu mánuði síðasta árs en þá var áfengi selt fyrir tæpar 17 milljónir króna. Alls seldu áfengisverslanirnar á landinu áfengi fyrir 263.226.174 krónur fyrstu þrjá mánuði þessa herrans árs en sambærileg tala fyrra árs er 180.936.662 kr. Lang- mest var salan í Reykjavík þar sem áfengi seldist fyrir rúmar 190 milljónir króna en Akureyri var í öðru sæti. í hinni nýju áfengis- útsölu á Sauðárkróki var selt áfengi fyrir rúmar 4.5 miUjónir kr. á þessum tíma en áfengisút- salan var ekki komin í gagnið á þessum tíma 1983. Tilkoma út- sölunnar á Sauðárkróki er líka sennilegasta skýringin á því að áfengissalan dróst saman um 70 þúsund krónur fyrstu þrjá mán- uði þessa árs á Siglufirði ef miðað er við sama tíma í fyrra. Salan nú nemur rúmúm 2.2 milljónum kr. - ESE. Landað úr ÚA togaranum Svalbak í gaer. Mynd: KGA. Norðlensku togar- arnir afla mest Þorskafli togara á Norðurlandi glæddist verulega í síðasta mánuði ef miðað er við mán- uðinn þar á undan. Er aukn- ingin sú mesta yfir landið eða 1880 tonn á milli mánaða og norðlenskir togarar eru jafn- framt þeir sem mest hafa aflað af þorski frá áramótum. Ef litið er á tölur Fiskifélags ís- lands um aflabrögðin þá kemur í ljós að þorskafli bátanna í mars á Norðurlandi nam 1322 tonnum eða 256 tonnum meiri afli en í febrúar. Þorskafli bátanna frá áramótum er því orðinn 2866 tonn. Þorskafli togaranna í mars var 4889 tonn sem er 1880 tonnum meiri afli en í mánuðinum þar á undan en heildaraflinn frá ára- mótum er 9642 tonn. Heildaraflinn í Norðlendinga- fjórðungi, þar með talin loðna, rækja og aðrar fisktegundir, í mars var 27015 tonn eða um 18000 tonnum minni afli en í febrúar. Munar hér mestu um samdráttinn í loðnulöhdun. Ef litið er á aðra landshluta þá kemur í ljós að þorskafli bátanna hefur aukist verulega alls staðar nema á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Nemur þessi aukning 6380 tonnum á Suðurlandi, 6971 tonni á Reykja- nesi og 8955 tonnum á Vestur- landi ef miðað er við febrúar- mánuð. Þorskafli togaranna er hins vegar mestur á Norðurlandi og þar er aukning milli mánaða jafnframt mest. - ESE. "í Kæran sem enginn hefur heyrt um? „Eg kem af fjöllum" — segir fréttastióri siónvarps - Eg kem alveg af fjöllum. Það hefur enginn kvartað við okkur og á kæru hef ég ekki heyrt minnst. Er ég þó nýkom- inn af fundi útvarpsráðs. Þetta sagði Emil Björnsson, fréttastjóri sjónvarpsins er hann var spurður hverju hann svaraði ásökunum Samtaka um jafnrétti milli landshluta á hendur frétta- — segir fréttastjóri sjonvarps jafnan kosningarétt, sem eru á stofu sjónvarps. Eins og fram hefur komið í Degi þá kærðu samtökin fréttastofuna fyrir út- varpsráði, fyrir hlutdrægni í fréttaflutningi en kæruna byggja samtökin á því að fréttastofan hafi látið undir höfuð leggjast, þrátt fyrir loforð þar að lútandi, að kynna málstað samtakanna. Hins vegar hafi áhugamenn um öndverðum meiði við samtökin, fengið rúman tíma í fréttum sjón- varpsins. Nú er liðin rúm vika frá því að kæran var send formanni út- varpsráðs en er blaðamaður Dags ræddi við Markús Örn Antons- son, formann útvarpsráðs fyrir helgina þá hafði hann ekki frekar en Emil heyrt um þessa kæru. Samkvæmt heimildum Dags þá kann að vera að þessi seina- gangur stafi af því að kæran var ekki send réttum aðila. Hún var nefnilega stíluð á Vilhjálm Hjálmarsson en nokkuð er um liðið síðan hann lét af for- mennsku í ráðinu. - ESE. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í morgun verður austan og suðaustanátt á morg- un á Norðurlandi. Úr- koma einhver, sennUega slydda eða rigning. En á miðvikudag eða fimmtudag á að ganga aftur yfir Norðlendinga norðanátt og er jafnvel talið að hún geti varað fram að næstu helgi. • „Bjórbolla" Á miövikudaginn klukkan nákvæmlega sex síðdegis opna tvær bjórstofur á Akur- eyri, önnur f Sjallanum en hin í H-100. Þar verður svonefnd „bjórkolla" á boðstólnum, þ.e. pilsner styrktur með kláravíni og malt-viskíi. Styrkleiki ölslns er hafður rúm 5%. Þennan mjöð má landinn svolgra í sig þó sterkur bjór sé bannaður. # Fógeti að- gerðarlítill Kaupmenn á Akureyri eru ósáttir við það sem þeir kalla aðgerðarleysi Elíasar I. Elíassonar, bæjarfógeta, vegna svokallaðra farand- sala, sem berja upp á hvers IM manns dyr og bjóða ýmiss konar varning til sölu. Þessa starfsemi telja kaupmenn ólöglega, en aö sögn Birkis Skarphéðinssonar, formanns Kaupmannafélagsins, er Elías erfiðasti hjallinn í þelrri viðleitni að stöðva þennan ófögnuð. Þetta kemur fram í vlðtali við Birki í nýútkomn- um Verslunartfðlndum. # Gleymdu þessu góði í viðtalinu segir m.a.: „Sagði Birkiir að ferðirnar á fund fó- geta vegna kærumála á hend- ur starfsemi sem þessari væru orðnar margar. Hins vegar hefðl ekkert komiö út úr þessum kærum, utan tvisvar. önnur kæran hafnaði hjá ríkissaksóknara eftlr um- fjöllun hennar hjá rannsókn- arlögreglu ríkisins. Hún kom til vegna ólöglegrar bóka- sölu. Sú kæra er sögð við „góða heilsu" hjá vararíkis- saksóknara, en hins vegar bað embættismaðurinn Birki um að „gleyma þessu sem allra fyrst"." Taldi hann Akur- eyringa of viðkvæma í þess- um málum. Hitt mállð var ósk um ákvörð- un á Iðgmæti tiltekinnar vöru í heimahúsi. Fógeti sendi skýrslu í viðskiptaráðuneytið til umsagnar, eða eins og hann sagði; „til að losna við þessa plágu sem kemur frá kaupmönnum þessa bæjar- félags". # Til hvers eru verslunar- leyfi? „Af öllu þessu getum vlð að- eins dreglð eina ályktun, og hún er sú, að það getl hver sem er verslað með hvað sem er, hvar sem er á yfir- ráöasvæðl Elíasar I. Elías- sonar, án þess að þurfa nokkurt leyfi. Tii hvers er þá verið að sækja um verslunar- leyfi? Til hvers erum við að hafa verslunarleyfi?" spyr Birkir Skarphéðlnsson ( lok viðtalsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.