Dagur - 16.04.1984, Síða 1

Dagur - 16.04.1984, Síða 1
SHARP adidas^ KA-svæðið við Lundarskóla. „Er allt á réttrí leið“ - segir Gústaf Baldvinsson þjálfari 1. deildarliðs KA Þeir þjálfa í sumar Stjórn knattspyrnudeildar KA hefur að undanförnu verið að ráða þjálfara fyrir alla flokka félagsins og er nú Ijóst hverjir verða þjálfarar að nær öllu leyti. Eins og margoft hefur komið fram verður Gústaf Baldvinsson þjálfari meist- araflokks karla og hefur hann reyndar hafið störf fyrir löngu síðan. Hinrik Þórhallsson hefur séð um þjálfun kvennaliðs félagsins að undanförnu, en svo getur farið að einhver breyting verði þar á þegar kemur fram á vorið. Með 2. flokk verður Stein- þór Þórarinsson sem er fyrr- vcrandi leikmaður meistara- flokks. Tómas Lárus Vil- bergsson sér um þjálfun 3. flokks. Gunnar Gunnarsson verður þjálfari 4. flokks, Njáll Eiðsson verður með 5. flokk og þjálfari 6. og 7. flokks verður Hinrik Þór- hallsson. Er reiknað með að Hinrik verði í fullu starfi eða því sem næst við þjálfun í sumar. Stefnt er að því að allir flokkar félagsins verði komn- ir á fulla ferð við æfingar fljótlega eftir páska, nema 6. og 7. flokkur sem byrja síðar. „Mér finnst þetta allt vera á réttri leið hjá okkur, strákarnir eru duglegir og áhugasamir og ég hef ekki neina ástæðu til að kvarta,“ segir Gústaf Bald- vinsson þjálfari meistarafiokks karla hjá KA, en KA leikur sem kunnugt er í 1. deild í sumar. Meistaraflokkurinn hélt í síð- ustu viku til Ipswich í Englandi þar sem liðið dvelur í 10 daga við æfingar og keppni. Við spurðum Gústaf hvað það væri sem fyrst og fremst ynnist með slíkri ferð. „Það er fyrst og fremst að geta æft við bestu fáanlegar aðstæður. Þá eru margir nýir leikmenn í hópnum þannig að mönnum gefst kjörið tækifæri til þess að kynnast enn betur. En þetta verður engin skemmtiferð því við munum hafa einar 10 æfingar þarna úti og spila auk þess eina fjóra leiki. Svo bætum við einum leik við í Reykjavík þegar við komum heim um páskana.“ - Hvernig hefur liðið æft að undanförnu? „Við höfum verið með 4 æfing- ar á viku og jafnvel bætt einni við um helgar. Þetta er stífasti tím- inn í undirbúningnum fyrir sumarið og því hefur verið mikið álag á mönnum." Stefán Gunnlaugsson formaður Knattspyrnudeildar: „Skemmtilegt sumar framundan“ Á aðalfundi knattspyrnudeild- ar KA sem haldinn var í októ- ber sl. komu margir nýir menn inn í stjórn deildarinnar í stað þeirra sem þar hættu og höfðu skilað góðu starfi. Stefán Gunnlaugsson var kjörinn for- maður, en aðrir í stjórn Her- mann Árnason, Indriði Jó- hannsson, Gestur Jónsson, Sigbjörn Gunnarsson, Regína Siguróladóttir, Gunnar Kára- son, Siguróli Sigurðsson og Eiður Eiðsson. Stjórn knattspyrnudeildarinn- ar hefur ákveðið að gefa út einu sinni í mánuði fram til haustsins „KA-fréttir“ sem fylgirit með Degi. Við spurðum Stefán Gunn- laugsson hver væri tilgangunnn með þessu. „Hann er fyrst og fremst sá að gefa okkur stuðningsmönnum kost á því að fylgjast betur með því sem er að gerast í herbúðum okkar. Þá munum við leggja á það talsverða áherslu þegar kem- ur fram á sumarið að skýra frá gangið mála hjá yngri keppend- um KA sem að öllu jöfnu er ekki mikið sinnt af fjölmiðlum." - Hvernig er fjárhagsstaða knattspyrnudeildarinnar í dag? „Það hefur verið mikil barátta undanfarin ár að ná endum sam- an fjárhagslega. í vetur tók hins vegar hópur einstaklinga saman höndum og þessi hópur hjálpað- ist við að greiða niður skuldir deildarinnar þannig að nú stönd- um við sléttir. Stjórnin er með ýmislegt á prjónunum varðandi fjáröflun í sumar. Reyndar erum við þegar byrjaðir og höfum gengið frá samningum við fyrirtæki um auglýsingar á búningum nær allra flokka. Meistarflokkur karla sem er andlit félagsins út á við mun auglýsa Sharp hljómflutningstæki frá Hljómbæ og ACT-skó frá Iðnaðardeild Sambandsins en önnur fyrirtæki sem þegar hefur verið samið við um auglýsingar eru Jöfur, Coca-Cola, Vaígarður Stefánsson og Björgvin Schram og við erum í viðræðum við fleiri aðila. Við komum til með að hafa meiri auglýsingatekjur í sumar en aðrar knattspyrnudeildir á land- inu. Stefán Gunnlaugsson. Fleira er í bígerð. Við höfum mikinn áhuga á að vera með ýms- ar uppákomur í göngugötunni þegar vel viðrar. Þar myndum við sýna fatnað og ýmsar vörur frá fyrirtækjum sem sýna áhuga á samstarfi við okkur. Við höfum áhuga á að fá að reka þar ein- hverja sölustarfsemi og að sjálf- sögðu komum við til með að reka þar áróður fyrir heimaleiki okkar.“ - Nú hefur átt sér stað mikil uppbygging á félagssvæði KA í Lundahverfi. Hvernig standa þau mál í dag? „Við höfum nú þegar 13000 fermetra grasvöll sem þjónar bæði sem æfinga- og keppnis- völlur. malarvöllur okkar er góð- ur cg í „umar reiknum við með að þekja 7000-8000 fermetra æf- ingasvæði. Þegar þetta er búið tel ég að aðstaða okkar sé á við besta sem þekkist hérlendis. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að koma á framfæri þökkum til bæjarstarfsmanna. Samstarf okkar við þá hefur verið sérstak- lega gott og þeir hafa lagt sig alla fram um að aðstoða okkur á allan hátt.“. - Og nú styttist óðum í það að boltinn fari að rúlla, hvernig leggst sumarið í þig? „Ég geri mér grein fyrir því að keppnin í 1. deild verður jöfn og spennandi eins og undanfarin ár. Bæði Akureyrarliðin koma vel undirbúin til mótsins og þurfa ekki að hafa neina minnimáttar- kennd gagnvart andstæðingum sínum. Knattspyrnuáhugamenn á Akureyri eiga því skemmtilegt sumar framundan. Hvað varðar starfið sjálft í deildinni þá hef ég trú á því að okkur takist að reka deildina vel fjárhagslega. Við eigum góða stuðningsmenn hér í bænum og í Reykjavík er KA-klúbburinn góður bakhjarl með Sæmund Óskarsson í farabroddi."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.