Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 2
14 - DAGUR -16. apríl 1984 Miklar mannabreytingar hjá meistarafíokkiKA - Fimm leikmenn semléku í fyrra eru famir en nýir menn hafa komið í þeirra stað Mjög miklar mannabreytingar hafa átt sér stað hjá meistaraflokksliði KA frá síðasta keppnistímabili. Fimm leikmenn sem þá Iéku með KA hafa haldið annað, en aðrir fimm hafa komið í þeirra stað auk þjálfarans Gúst- afs Baldvinssonar sem einnig mun leika með liðinu í sumar. Það er því óhætt að segja að menn bíði spenntir eftir því að sjá hvernig sá mann- skapur sem í sumar mun leika undir merki KA í 1. deild kemur út, hvernig þessir nýju leik- menn ná að sameinast þeim sem fyrir eru. En lítum nánar á þessar leikmannabreytingar. Þeir eru farnir Jóhann Jakobsson sem á síð- asta ári var kosinn „Knatt- spyrnumaður ársins" á Akur- eyri ætlaði að leggja skóna á hilluna og flytjast til Reykjavík- ur. Ekki tolldu skórnir hans lengi á hillunni, og nú er Donni kominn í búning Þróttara og leikur hann með félaginu í sumar. Gunnar Gíslason landsliðs- maður hélt til Þýskalands eftir síðasta keppnistímabil og lék þar með 2. deildarliðinu Osna- bruck fram að áramótum. Þá kom hann heim, klæddi sig í KR-búninginn og tók að leika handbolta með KR. Hann hyggst halda sig við röndótta búninginn í sumar og leikur því með KR. Guðjón Guðjónsson sá eitil- harði stubbur sem hefur leikið með KA síðan 1981 er farinn aftur til síns heima. Guðjón lék áður með ÍBK og hann er aftur kominn til Keflavíkur og byrj- aður að klekkja á andstæð- ingum Keflvíkinga. Haraldur Haraldsson var orð- inn einn leikreyndasti spilari KA í fyrra. Hann er nú orðinn Reykvíkingur og það verða KR-ingar sem fá að njóta krafta hans í sumar. Ragnar Rögnvaldsson náði reyndar aldrei að festa sig í KA- liðinu þótt hann léki talsvert með því. Ragnar hefur nú flutt suður aftur og mun leika með Í.B.Í. í sumar. Þeir eru komnir Njáll Eiðsson hefur vakið mikla athygli með Valsliðinu undan- farin ár og verið einn af bestu mönnum liðsins. Hann er ekki ókunnugur á Akureyri, lék hér með KA áður og í sumar verður hann fyrirliði KA-liðsins og mun væntanlega stjórna leik liðsins á miðjunni. Mark Duffield er skoskur, en flutti til íslands 3 ára. Hann lék með KS sl. sumar. Mark hefur jafnan verið einn af sterkustu spilurum KS og þessi sterki leik- maður á eftir að gera það gott með KA. „Eg vil fá titilinn i afmælisgjöf - segir Sæmundur Óskarsson, formadur KA-klubbsins áá „Það er alveg á hreinu, að í suiiiar verður KA íslands- meistari og það er tími tíl kominn," segir Sæmundur Óskarsson, formaður KA- klúbbsins hress og kátur. „Það er tími til kominn að fá Is- landsmeistarabikarinn norðui á Akureyri og KA-Iiðið í dag er það sterkasta - a.m.k. á pappírnum - sem við höfum nokkru sinni áti. Ég verð 60 ára í sumar og þú mátt alveg hafa það eftír mér að ég hef pantað Islandsmeistaratítilinn í afmælisgjöf frá KA," bættí Sæmundur við. Sæmundur Óskarsson hefur verið formaður KA-klúbbsins frá því hann var stofnaður fyrir 5 anmi. Þá tóku fjölmargir ein- staklingar sig sainan og á 50 ára afmæli KA sendu þeir félaginu eina milljón gamalla króna í af- mælisgjöf. „Markmiðið með stofnun þessa klúbbs var að reyna að gera allt sem hægt er til þess að vinna með gamla félaginu okkar. Við aðstoðum lið KA þegar þau eru á ferðinni hér fyrir sunnan. T.d. ökum við leikmönnum á keppnis- stað er þeir koma úr fluginu og keyrum þá aftur á flugvöll að leik loknum. Við sjáum um ýmsar út- réttingar fyrir félagið hér í Reykjavík og reynum að láta fé- laginu í té alla þá aðstoð sem við erum færir um að veita til að létta starfið." Sæmundur sagði að félagar í KA-klúbbnum væru víða um land, raunar um allt Iand nema á Akureyri. Við spurðum hann hvort hann sæi nokkru sinni leiki KA á heimavelli. „Það kemur oft fyrir að ég fer til Akureyrar gagngert til þess að fara á völlinn og sjá KA. Ég ætti að reyna að gera það eins oft og mögulegt er því það bregst ekki að KA vinnur ef ég mæti norður." Þess má að lokum geta að aðal- fundur KA-klúbbsins var haldinn nú um helgina. Sæmundur sagð- ist verða í kjöri til formanns og án efa hefur hann verið endur- kjörinn. „Ég hef áhuga á að vera í þessu nokkur ár í viðbót, a.m.k. að ná 10 árum sem formaður," sagði þessi eldhressi formaður. Njáll Eiðsson fyrirliði KA. Hafþór Kolbeinsson vakti fyrst verulega athygli sl. sumar, þá með KS eins og Mark. Haf- þór átti hvern leikinn öðrum betri í fyrra, hrelldi andstæð- inga sína með hraða og krafti og væntanlega heldur hann því áfram í sumar. Bjami Jóhannsson er frá Norðfirði en lék með ÍBÍ í 1. deildinni sl. sumar. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Birkir Kristinsson markvörð- ur er Vestmanneyingur en lék í fyrra með Einherja frá Vopna- firði og gerði það gott. Sterkur leikmaður og KA verður ekki á flæðiskeri statt með markverði í sumar. Gústal' Baldvinsson þjálfar KA-liðið £ sumar og leikur jafn- framt með því. Gústaf hefur getið sér gott orð bæði sem leik- maður og þjálfari og Einherji náði mjög góðum árangri undir hans stjórn í fyrra. Stjórn knattspyrnudeildar vill nota þetta tækifæri og þakka þeim leikmönnum sem nú hafa horfið á braut fyrir gott og ár- angursrikt samstarf og óskar þeim góðs gengis á nýjum víg- stöðvum. Um leik býður stjórnin hina nýju leikmenn velkomna til fé- lagsins og óskar þeim góðs gengis í baráttunni undir merki KA. Látinn er á Akureyri Jakob Gíslason á áttugasta aldurs- ári. Jakob og eiginkona hans, Matthildur heitin Stef- ánsdóttir voru heiðursfélagar í Knattspyrnufélagi Akur- eyrar. Þau hjón og börn þeirra hafa um árabil lagt drjúga höndáplóginn ístörf- um og leik fyrir KA. Knattspymuféiag Akur- eyrar færir börnum og ætt- ingjum samúðarkveðjur. Jakob verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á morgun, þriðjudag. Fótboltar Adidas-Select-UHL o.fl. Fótboltaskór Adidas-Patrick-Puma Æfingaskór Adidas-Patrick-Puma o.fl. Æfingagallar Adidas-Henson-Hummel-Puma -gallar m/merki -gallar m/merki Vörur í s •• verðflokkum Strax eftir páska fáum við góða æfíngaskó m/þveng á sérlega hagstæðu verði, stærðir 20-46. Sporthú^id HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.