Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1984, Blaðsíða 3
16. apríl 1984 - DAGUR -15 Derrick og Hany - Þeir eru venjulega tveir saman á vellinum, og það vita allir hvað þeir eru að hugsa þegar KA, félagið þeirra stendur í eldlínunni. Þeir eru ósparir á að láta álit sitt í Ijós og hrósa þá bæði og finna að þegar það á við. Hverjir eru þetta? Jú, þeir eru Árni Ingimundar- son og Haukur Jakobsson, tveir eldheitir KA-menn og hafa verið í áratugi. Sumir kalla þá Derrick og Harry vegna þess að þeir þykja líkjast samnefndum leyni- lögreglumönnum úr sjónvarpinu en hvað um það. Við spjölluðum við þá Árna og Hauk, þessa brennandi heitu áhugamenn. Það er ekki nóg með að þeir mæti á alla leiki KA í meistaraflokki, þeir fylgjast einn- ig með yngri flokkunum og í vet- ur hafa þeir haft nóg að gera á sunnudagsmorgnum. Þeir hafa byrjað á því „hita upp" með kaffisopa í KA-herberginu og síðan hafa þeir fylgst með æfing- um í íþróttahöliinni. En hvað segja þeir um þennan mikla áhuga sinn og fleira almennt sem varðar félagið þeirra? Haukur er með 100% mætingu á æfingar „Blessaður vertu, ég fer a hvern einasta leik, og ég er óhress ef ég kemst ekki á allar æfingar hjá KA líka, þeir segja að ég sé með um 100% æfinga- sókn,“ segir Haukur Jakobs- son, fyrrum leikmaður KA og „yfírstuðningsmaður“ félags- ins í dag. „Ég hef þetta venjulega þannig að ég flýti mér heim úr vinnunni, fer í bað og svo fer ég á æfingar fram eftir kvöldinu. Ef KA er ekki að æfa þá fer ég bara út á Þórsvöll og fylgist með andstæð- ingunum. Svo hef ég mjög gaman af að fylgjast með þeim yngri bæði á æfingum og í keppni. Eg er búinn að gera þetta lengi og hef fylgst með mörgum af þeim strákum sem eru í meistaraflokki síðan þeir voru smá „nubbar“. Haukur var 16 ára gamall þeg- ar hann hóf að leika með meist- araflokki og það var komið haust árið 1969 - 20 árum síðar - þegar hann lagði skóna á hilluna. „Ég rétt náði þeim í klof sumum af þessum körlum sem ég var að spila gegn, blessaður vertu. Einu sinni varð ég svo frægur að komast í landslið en lék reyndar ekki landsleik. Landsliðið lék þá við sovéska lið- ið Dynamo Moskva og ég meidd- ist þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Og hver heldur þú að hafi verið varamaður fyrir mig? Það var enginn annar en fjár- málaráðherrann okkar hann Al- bert Guðmundsson,“ - og nú er Hauki skemmt. En við plötum hann dálítið. Árni Ingimundar gaf okkur „comment“ um Hauk sem leik- mann og Haukur segir um vin sinn Árna: „Hann var helvíti góður, laginn, útsjónarsamur og mjög sterkur í skallaboltunum. Annars var það svo með Árna að hann var góður í öllu, það skipti ekki máli hvort það var fótbolti, handbolti, golf, skíði eða sund, hann var svo fjölhæfur." - Og hvernig leggst knatt- spyrnusumarið 1984 í þig sem KA-aðdáanda? „Mer líst vel á þetta. Að vísu eiga línurnar ennþá eftir að skýr- ast og við eigum eftir að sjá hvernig heildin kemur út hjá KA en það sem ég hef séð á æfingum fram að þessu lofar góðu.“ ....bara að boltinn værí nú farínn að rúlla... Þeir voru mættir í stúkuna Árni og Haukur sl. fimmtudag, svona „til að máta aðeins gömlu góðu sætin“. En þeir félagar verða að bíða eins og aðrir eftir því að snjóa leysi, því miður. Mynd: KGA. „KA þarf ekki að kvíða framtíðmni‘ - segir hinn eldheiti KA-maðurÁrni Ingimundarson „Það hefur því miður komið fyrir að ég hef misst af leik með KA undanfarin ár, en ef það hefur verið þá hef ég ekki verið í bænum,“ segir Árni Ingimundarson, einn alharð- asti stuðningsmaður KA af mörgum hörðum. Árni sést gjarnan á vellinum ásamt Hauki Jakobssyni, öðrum gall- hörðum KA-manni og þá vant- ar ekki á völlinn nema eitthvað sérstakt hafí komið upp á. „Ég horfi líka mikið á yngri flokkana,“ sagði Árni er við ræddum við hann. „Ég hætti því reyndar í nokkur ár einhverra hluta vegna en tók aftur upp þráðinn og hef fylgst með þeim yngri í 2-3 ár og það er ekki síður skemmtilegt en fara á leiki meist- araflokks. Það eru áberandi efni í yngri flokkunum hjá KA í dag, efni á efni ofan. KA þarf því ekki að kvíða framtíðinni ef þessir piltar halda áfram.“ - Þú komst talsvert við bolt- ann sjálfur á þínum yngri árum? „Já blessaður vertu. Ég var far- inn að spila með meistaraflokki þegar ég var sjálfur í 3. flokki og ætli ég hafi ekki spilað með meistaraflokki hátt í 20 ár. Ég byrjaði sem senter en þvældist síðan um og spilaði allar stöður nema í markinu. Síðustu árin, eða eftir að Tommi Steingríms hætti þá fór ég í stöðuna hans í vörninni.“ - Við ræddum við þá Árna og Hauk sinn í hvoru lagi og báðum þá að segja álit sitt hvor á öðrum sem knattspyrnumanni. Árni sagði um Hauk: „Hann var mjög góður, alveg sérstaklega en þó hafði hann sína galla karlinn eins og aðrir. Hon- um hætti til þess að vera dálítið fastheldinn á boltann. Ég man eina góða sögu um það. Það var í leik á Húsavík og Haukur var búinn að fara tvær ferðir um völl- inn með tuðruna. Ekki voru allir ánægðir með þetta og Baldur Árnason kallaði í hann og sagði: „Haukur, ef þú ætlar heim með boltann þá er vegurinn þarna!!“- og að sjálfsögðu benti Baldur í áttina að þjóðveginum.“ 99 Sami kjarninn hjá KA i sumar - Kvennalið KA í fyrsta skipti í 1. deild íí „Ég sé ekki betur en að það verði sami kjarninn í kvenna- knattspyrnunni hjá KA og var í fyrra,“ segir Hinrik Þórhalls- son þjálfari. Hinrik hélt um stjórnartaumana sl. sumar er KA lék í 2. deild, en í sumar bíður annað og erfíðara hlut- skipti stúlknanna, það að leika í Norður-Austurlandsriðli 1. deildar. Við spurðum Hinrik fyrst hvað honum þætti um þessa nýju skiptingu á 1. deild- inni, að láta leika í tveimur riðlum. „Mér leist ekki svo illa á þessa hugmynd þegar ég sá hana fyrst. En þegar maður fór að gera sér betur grein fyrir þeim ókostum sem fylgja þessari skiptingu breyttist það álit fljótlega. Þetta þýðir að lið eins og KA fær ekki nema 6 leiki í íslands- mótinu, tvo leiki gegn Þór og tvo gegn Hetti og Súlunni. Og það hljóta allir að sjá að þetta er allt of lítið af leikjum. Það er geysi- lega erfitt að halda uppi æfingum frá því snemma á árinu og fram á haust fyrir ekki fleiri verkefni. Það koma að vísu inn í þetta mót á Akureyri og Bikarkeppni en þetta er allt of lítið. Guðmundur Ingólfsson, Birgir Karlsson og Guðmundur Steingrímsson spila dinnerjazz fyrir matargesti Smiðjunnar alla páskahelgina, frá og með skírdagskvöldi. Einnig spilar Þorvaldur Hallgrímsson fyrir matargesti. Opið á Bauta alla páskana frá kl. 10-22 og í Smiðju í hádeginu og á kvöldin nema í hádeginu á skírdag. Það er kominn tími til þess að mínu mati að breyta þeim hugs- unarhætti að fjárhagsmál sunn- anliðanna ráði alltaf ferðinni eins og var með þessari ákvörðun. Hún var eingöngu tekin til að lið- in fyrir sunnan þyrftu ekki að leggja út í ferðakostnað.“ - En hvað með KA-liðið í sumar? „Eins og ég sagði áðan þá er um sama kjarnann að ræða. Að vísu höfum við misst okkar mikla markaskorara Sigrúnu Sævars- dóttur en það kemur maður í manns stað. Við höfum verið með tvær æfingar inni í allan vet- ur og byrjuðum nýlega að æfa úti einnig. Að undanförnu hefur bæst við fjöldi af nýjum stelpum sem hafa komið á æfingar og hvað fjöldann snertir þá þurfum við engu að kvíða.“ - En hvað með möguleikana á að vinna riðilinn og komast í úrslitaleik við sigurvegarann fyrir sunnan? „Það er ekki gott að segja. Ætli baráttan verði ekki við Þórs- stelpumar og svo má alls ekki afskrifa Hött. Ég held að þetta geti orðið skemmtileg keppni,“ sagði Hinrik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.