Dagur - 18.04.1984, Page 4

Dagur - 18.04.1984, Page 4
4-DAGUR-18. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skattastefna fjármálaráðherra Þann 1. aprfl sl. ákvað Aíbert Guðmundsson, fjármálaráðherra, að fefla niður tímabundið vöru- gjald af gosdrykkjum og ávaxtasöfum og jafn- framt voru tollar af ýmsum efnum til gosdrykkja- gerðar lækkaðir eða felldir niður. Samhflða þessu lagði ráðimeytið fyrir að hafin yrði innheimta á söluskatti og vörugjaldi af tilteknum drykkjar- vörum, sem blandaðar eru úr mjólk eða mjólkur- afurðum og bragðefnum, s.s. kakómjólk, jóga og mangósopa. Hefur ráðherra með þessu sett mjólkurdrykki á bekk með flmonaði og gos- drykkjum. Virðist með þessu reynt að bæta það tekjutap sem varð við lækkun gjalda á öfl og gos- drykkjum með gjaldtöku af mjólkurdrykkjum. Það sem sumir héldu að ætti að vera aprflgabb reyndist fúlasta alvara hjá ráðherranum. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins munu eftir páska leggja fram frumvörp sem fjafla um undanþágu á söluskatti og vörugjaldi á tiigreind- um mjólkurvörum. Flutningsmenn geta ekki sætt sig við að við skattlagningu séu mjólk og mjólkurvörur lagðar að jöfnu við munaðarvörur eins og öl og gosdrykki. Þeir vilja að gjaldfrelsið nái til vara sem innihalda að lágmarki 3h hluta mjólkur. Ótvírætt er að mjólk er sú matvara sem hefur einna mest hollustugildi. Hún inni- heldur ýmis næringarefni, sem eru ómissandi fyrir börn og unglinga. Einkum af þessum ástæðum hafa framleiðendur mjólkurvara lagt verulega áherslu á að koma með nýjar mjólkurvörur og mjólkurdrykki, sem svöruðu kröfum um breytt mataræði og neysluvenjur á íslenskum heimilum. Þá hafa þessar fram- leiðsluvörur orðið uppistaðan í skólakosti barna í skólum og á dagvistarstofnunum. Með því að flytja gjaldtöku af gosdrykkjum yfir á mjólkurdrykki er verið að létta skatta- álögum af þeim sem neyta gosdrykkja, t.d. á skemmtistöðum, yfir á það fólk sem hefur börn sín í skólum og á dagheimilum. Sam- kvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins er talið að skattlagning ríkissjóðs á kakómjólk einni saman á heilu ári, miðað við núverandi verðlag, gefi ríkissjóði um 30 milljónir króna í tekjur. Hér er um verulegan skatt að ræða, þó svo að hann verði tæplega nægjanlegur til að bæta upp tekjutap það sem verður við lækkun gjalda til ríkissjóðs af öli og gos- drykkjum. Með skattheimtu af því tagi sem fjármála- ráðherra hefur nú beitt sér fyrir, er sú við- leitni mjólkuriðnaðarins að leita nýrra leiða til að nýta íslenskar mjólkurafurðir sem best og bjóða fram nýjar vörur, drepin í dróma. Verð- ur að telja að hér sé um mjög varhugaverða stefnu að ræða. Tveir ungir piltar úr Hrafnagilsskóla dvöldu hjá okkur í starfskynningu á dögunum, og lirugöu sér í „hlaöamannaleik". Piltarnir heita Jón Aðalsteinn Brynjólfsson 15 ára og Heiðar Ingi Svansson sem er árinu eldri. Þeir ræddu við ráðskonu skólans, skólastjórann og einn kennara. Viðtöl þessi fylgja hér á síðunni. „Félagslífio mætti IIAMA — segir Sigurður Aðal- VtJld Uclld geirsson skólastjóri Hrafnagilsskóli er heimavistar- skóli í Hrafnagilshreppi. Að honum standa fjórir hreppar: Hrafnagils-, Saurbæjar-, Ong- ulsstaða- og Svalbarðsstrandar- hreppur en einnig eru nemend- ur úr Grímsey við skólann og 9. bekkingar úr Hrísey. Alls eru nemendur 96. Starfsliðið er 30 manns þar af 15 kennar- ar. Sigurður Aðalgeirsson skóla- stjóri veitti fúslega svör við nokkrum spurningum. - Hvernig finnst þér félagslíf vera í skólanum? „Þaö mætti vera betra,“ svar- aði hann. „Þó finnst mér að fé- lagsstarfið mætti koma meira frá nemendunum sjálfum." Sigurður sagði að talsvert væri um það á hverju ári að sótt væri um skólavist fyrir krakka frá þéttbýli en þeir hefðu bundið sig við það að taka aðeins börn þeirra foreldra sem hefðu flust í bæinn. Einnig hefðu verið teknir nokkrir nemendur frá félags- málastofnunum. Sigurður sagði einnig að ekki hefði komið til tals að loka skólanum þó að mikið hefði verið rætt um það í blöðum að ekki væru borguð laun til bíl- stjóra, starfsfólks í eldhúsi og vegna aukavakta kennara. „Ríkið á að greiða þessi laun mánaðarlega og okkur finnst slæmt að sveitarfélögin þurfi að greiða þetta á undan ríkinu.“ Sigurður var spurður hvað honum fyndist um reykingar nemenda við skólann (en þær eru stranglega bannaðar). „Mér finnst að skólanum beri skylda að halda reykingum frá skólanum. Þetta hefur að vísu sætt mikilli gagnrýni frá vissum hópi nemenda." - Er eitthvað sérstakt á döf- inni í skólastarfinu það sem eftir er af vetri? „Við höfum hugsað okkur að eftir páska látum við nemend- urna vinna við skólann t.d. betr- umbæta ýmsa hluti og leita álits hjá nemendum um hvað megi laga.“ Nýlega var haldinn fundur um byggingu nýs íþróttahúss við skólann. Við spurðumst fyrir um hvað hefði komið fram á þessum fundi. „Það var ákveðið að stefnt yrði að því að hefja fljótlega fram- kvæmdir við grunn íþróttahússins og koma upp botnplötu fyrir kjallarann. í kjallara þessa húss er einnig gert ráð fyrir verknáms- aðstöðu," sagði hann. Nú er mikið um það að fólk flytji úr sveitinni í bæinn, hefur þetta bitnað á fjölda nemenda hér í skóla? „Þetta hefur nokkuð staðið í stað núna undanfarin ár þar til í vetur þá fækkaði nemendum heldur og næsta vetur fækkar nemendum niður í rúmlega 80.“ Að lokum var Sigurður spurð- ur að því hvort hann teldi að nemendur í heimavistarskóla væru betur undir lífið búnir held- ur en nemendur í þéttbýlis- skólum. „Ég held að þessari spurningu sé ákaflega vandsvarað en ég held þó að heimavistarskóla- formið henti sumum illa, en þeim vel sem kunna að nýta sér það form. Þó má bæta því við að sumum finnst að nemendum sé of mikið stjórnað í heimavist.“ „Umgengnin er mjög misjöfn“ - segir Þuríður ráðskona Þuríður ráðskona. Ráðskonan við skólann er Þuríður Schiöth, en hún hefur starfað við skólann í 9 ár, þar af 3 sent ráðskona. Hún var spurð að því hvernig henni fyndist aðstaðan í eldhúsi. „Hún er nokkuð góð,“ sagði Þuríður. Einnig sagði hún að vinnan væri skemmtileg og vinnutíminn hæfilega langur. „Umgengnin,“ sagði hún „er mjög misjöfn frá borði til borðs en lítinn mun sé ég á henni ár frá ári.“ Þuríður var spurð að því hvort ekki væri erfitt að elda mat sem allir vildu borða og hvort matur- inn yrði aldrei fyrir gagnrýni hjá nemendum. „Vissulega verður maturinn fyrir eðlilegri gagnrýni og er eng- in furða þegar eldað er ofan í rúmlega hundrað manns en það er alltaf til einn og einn réttur sem öllum þykir góður.“ Þuríður var spurð að því hvernig henni fyndist félagslífið vera í skólan- um. „Mér finnst það bara nokkuð gott, nemendurnir hafa alltaf nóg að gera ef þeir vilja.“ Að lokum var hún spurð að því hvort hún teldi að heimavist- arskóli væri betri fyrir nemendur heldur en venjulegur skóli og hvort henni fyndist að leyfa ætti reykingar við skólann. „Ég er á móti reykingum nem- enda við skólann, mér finnst þeir of ungir til að byrja á að reykja. Mér finnst heimavistarskóli hafa marga kosti fram yfir venju- iegan skóla, þó aðallega í sam- bandi við félagslíf. Nemendur geta sinnt því betur og hafa meira samband sín á milli,“ sagði hún að lokum. „Sumir nemendur geta gert betur“ - segir Birgir Jónasson kennari Næstur varð fyrir svörum Birg- ir Jónasson stærðfræðikenn- ari. Hann hefur kennt við skólann í tæplega 12 ár. Birgir kennir auk stærðfræðinnar bókfærslu, sam- félagsfræði og tækniteiknun. Hann var spurður að því hvernig honum fyndist félagslífið vera í skólanum. „Það er nú svona ágætt,“ svar- aði hann. „Kannski er það sem veldur því að félagslífið er ekki meira en það er að nemendur í daglegum akstri eru ekki í skól- anum á kvöldin og svo eru engir nemendur í skólanum um helgar.“ Birgir sagði að sér fyndist nem- endur yfirleitt stunda námið vel en þó gætu sumir gert betur. Hann var spurður að því hvernig honum fyndist íþróttaaðstaðan í skólanum. „íþróttaaðstaðan er léleg, við höfum bara félagsheimilið til að stunda innanhússíþróttir, að- staða til utanhússíþrótta er ágæt svo langt sem hún nær.“ Birgir var spurður að því hvort heimavistarkennarar hefðu Birgir kennari. eitthvað fram yfir aðra kennara. „Það að vera við heimavist skapar kannski möguleika á því að fá aukavaktir og vera við klúbbstarfsemi. Þetta skapar einnig aukatekjur. Á sumrin kvaðst Birgir hafa nóg að gera, aðallega vinna við vélar. Að lokum kvaðst Birgir vera algerlega á móti reykingum við skólann.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.