Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. apríl 1984 Stórdansleikur í Sólgarði annan páskadag frá kl. 10-02. Fríar sætaferðir frá bidskyli Strætis- vagna Akureyrar. Hljómsveit Finns Eydal, Helena og Alli skemmta. Mætum í stuöið. Sólgarður. ATHUGIÐ Fyrirhugaö er aö slétta eða á annan hátt lagfæra kirkjugarðinn á Sauðanesi, Langanesi á komandi sumri svo sem að íjarlægja ónýtar legstaðagirð- ingar, lagfæra þá legsteina sem illa eru farnir. Þeir sem telja sig þekkja ómerkt legstæði í garð- inum eru beðnir að gefa sig fram við sóknarnefnd Sauðanessóknar innan 8 vikna frá birtingu aug- lýsingar þessarar. Fyrir hönd sóknarnefndar, Aðalbjörg Jónasdóttir, Haligilsstöðum, sími 81261. - Maívömdeild Viuskiptavinir athugið! Eftirtaldar kjörbúðir verða opnar laugardaginn 21. apríl frá kl. 9-12 f.h. Kjörmarkaður Hrísalundi 5. Kjörbúðin Sunnuhlíð 12. Kjörbúðin Höfðahlíð 1. Kjörbúðin Brekkugötu 1. Kjörbúðin Byggðavegi 98. Kjörbúðin Kaupangi. Kjörbúðin Hafnarstræti 20. Söluop verða lokið föstudaginn langa og páskadag. Annars opin eins og venjulega. - Maívörudcild Frá strætisvögnum Akureyrar Akstur fyrir hreyfihamlaða dagana 19. apríl - 23. apríl verður sem hér segir: 19. apríl, skírdagur. Frá kl. 10.00-16.00 og 18.00-21.00. 20. apríl, föstud. langi. Frá kl. 11.00-15.00 og 18.00-21.00. 22. apríl páskadagur. Frá kl. 11.00-15.00 og 18.00-21.00. 23.aprílannarpáskad. Frákl. 10.00-15.00 og 18.00-21.00. Akstur skal panta samdægurs skírdag og annan páska dag kl. 9-10 og föstudaginn langa og páska- dag kl. 10-11 í síma 22485. Forstöðumaður. Velferð þjóðarinnar er í hættu ef hún verður háð valdaklíku ... . . . sem ber storkið ál undir höfuðskeljum Á baksíðu Mogunblaðsins gefur að líta 29. mars: Aðstoðarseðlabankastjóri um Kröfluvirkjun: „Borgar sig ekki að bora eftir gufu fyrir seinni hverfilinn." Morgunblaðsmenn fundu þá ástæðu að spyrja yfirverkfræðing Kröfluvirkjunar Einar Tjörva Elíasson nánar út í þessa frétt. „Þetta er meira en ég veit og þyk- ir leitt ef satt er,"«sagði yfirverk- fræðingur. Og meira haft eftir honum: „En það er ekki nýtt að ég frétti af ákvörðunum um Kröfluvirkj- un í gegnum fjölmiðla eða á skot- spónum." Einar Tjörvi segir einnig að Kröfluvirkjun væri komin í fullt gagn ef einhvern tíma hefði verið mörkuð stefna um virkjunina, og bætir við orðrétt: „Það hefir aldrei reynst vel að reka fyrirtæki án þess að vilja reka þau." „En svo er ekki hægt að neita því að ákveðin öfl í þjóðfélaginu telja Kröflu góðan blóraböggul fyrir raforkukerfið í landinu. Það er ágætt að hafa Kröflu til að kenna um það sem miður fer." Þetta er lærdómsríkt að lesa. Einar Tjörvi hefur fylgst með Kröfluvirkjun, reynsluævi hennar. Hann hefur öðlast á þessu skeiði ómetanlega þekkingu á borholum og gufuöflun. Rafmagnsveitur ríkisins hafa látið gera áætlun sem byggð er á reynslu hans og árangri, sem sýn- ir að unnt sé að koma Kröflu í fulla framleiðslu um 1990 og með því yrði virkjunin um aldamótin eða laust eftir þau búin að greiða allan rekstrar og fjármagnskostn- að frá upphafi! Og auðvitað gengið út frá að geta hennar sé nýtt, sem virkjun- Trésmiðir athugið Námskeið í yfirborðsmeðferð viðar verður haldið í Iðnskólanum á Akureyri dagana 4. maí kl. 13-19,5. maí kl. 08-17,6. maí kl. 10-17 og 7. maí kl. 08-11. Leiðbeinandi verður Aðalsteinn Thorarensen. Þátttaka tilkynnist til M.B.N. sími 21022 og T.F. sími 22890 fyrir 27. apríl 1984. Námskeiðsgjald kr. 2.000. íbúð óskast Viljum taka á leigu 2ja herbergja íbúð fyrir starfsmann frá 1. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnpórsson í síma 21900. Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri. Viðtálstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Valgerður H. Bjamadóttir og Margrét Kristinsdóttir til viðtals í fundarstofu bæjarráðs, Geislagötu 8, 2. hæð. Bæjarstjóri. ar! Pað hefur verið hljótt um Ein- ar Tjörva. Líklega þess vegna hefur hann notið sín við að sjá hvernig tök hæfa við gufuöflun hjá Kröflu. Það er þess vegna ekkert smámál þegar að því er virðist að valdaklíka orku og peningamála telur sig ekki þurfa að taka mið af slíkri þekkingu, ekki einu sinni að leita' álits, eða virða það nokkurs. Rétt er að minna á að það kvað verið að reyna að semja við Landsvirkjun um yfirtöku Kröflu. í útvarpsfréttum var haft eftir forstjóra Landsvirkjunar að það þýddi hækkun á Kwst. í útsölu hennar um 27% miðað við 100 gigav.stundir á ári. Hámarks- framleiðsla frá Kröflu og allur kostnaður þeirrar virkjunar eins og er í áætlunarbókinni er áður er vitnað til! En þar er ársfram- leiðsla Kröflu fullnýttrar með báðum hreyflum, ekki 100 gigav.stundir heldur 480! Velferð ísl. þjóðarinnar er sannarlega í hættu, ef hún verður háð valdaklíku, sem ber storkið ál undir höfuðskeljum. 31. mars 1984 Jónas Pétursson. SELKO Vandaðir fataskápar á hagstæðu verði. SELKO skáparnir sóma sér hvar sem er. I svefnherbergið, forstofuna, sjónyarpsherbergið, já, hvar sem er. Úthliðar skápsins eru spónlagðar með sömu viðartegund og hurðir hans og skiptir ekki máli hvort úthliðarnar koma upp að vegg eða ekki. Að innan er skápurinn úr Ijósum við. Innrétting skápanna er smekkleg og umfram allt hagnýt. Skápana er hægt að fá meö hillum, traustum körfum, slám fyrir herðatré eða með skúffum sem renna á hjólum í vönduðum brautum. Útborgunarskilmálar. Hrisalundi 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.