Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR -18. apríl 1984 Sigrídur Gísla dóttir fram-' kvæmdastjóri „snú-snúsins“ Heimsmet sett í: Á mánudagsmorguninn mættu 32 krakkar úr 9. bekk Gagn- fræðaskóla Akureyrar í íþróttahöllina í nokkuð óvenjulegum tilgangi. Þau voru ekki að fara í leikfimi enda komin í páskafrí, en til- gangur þeirra með að hittast þama var að setja heimsmet í „snu-snu Það vita víst flestir hvaða leikur það er því margir hafa stundað „snú-snú“ á sínum bernskuárum. Megintilgangur krakkanna úr Gagganum var að afla tekna í ferðasjóð sinn, en þau hyggja á Vestmannaeyjaferð að afloknum prófum í vor. Sigríður Gísladóttir tjáði okk- ur að krakkarnir hefðu farið í fyrirtæki í bænum og safnað áheitum. Þannig fengju þau um 2 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund sem þau væru í „snúinu". Ætlunin var að snúast í sólarhring og því marki náðu þau með glæsibrag á þriðjudags- morgun, þreytt en ánægð. Það var létt yfir mannskapnum sem tók þátt í þessari heimsmets- tilraun, músíkin var á fullu og það sáust ýmis afbrigði í „snú- inu“. Og afraksturinn í ferða- sjóðinn hefur sennilega verið um 60 þúsund krónur og það eitt gerði erfiðið þess virði að leggja það á sig. Haraldur og fransbrauðiö. r Eg er ekki í mikilli æfingu - segir Haraldur Hannesson Haraldur Hannesson stóð og spændi í sig þurm franskbrauði beint úr pokanum í einni pás- unni, en Haraldur hafði vakið athygli okkar í snúningnum vegna þess að honum mistókst nokkmm sinnum að komast í ur getur og þá fer allt í hnút.“ Þetta var síðdegis í gær og án efa hefur Haraldur verið farinn að skólast í snúinu þegar á leið snúninginn. gegn. „Blessaður vertu, ég hef ekki farið í snú-snú síðan ég var smá- strákur," sagði hann þegar franskbrauðið var að hverfa niður í hann. „Ég æfði mig aðeins í morgun, eitthvað um hálftíma svo ég er ekki í mikilli æfingu. Annars er þetta verst þegar ein- hver er að horfa á því þá reynir maður að vanda sig eins og mað- AnnarI hinn - „Snúningsstrákamir höfðu nóg að gera Kristinn Þór. Þeir Kristinn Þór Skjaldarson og Jóhann Svanur Stefánsson vora „snúningsstrákar“ á með- an aðrir þátttakendur máttu hlaupa fram og aftur og hoppa og hoppa. „Blessaður vertu, ég nennti ekki að fara í hoppið þótt ég hefði sjálfsagt gott af því að hoppa hérna í eins og sólar- hring,“ sagði Kristinn þegar þeir „snúningsmenn“ fengu pásu. „Það má sennilega segja að ég sé dálítið latur, en þetta er allt í lagi, það er hægt að skipta um hönd ef maður verður þreyttur á því að snúa.“ „Ég er með slitinn liðþófa, annars hefði ég mjög gjarnan viljað vera með í hoppinu," sagði Jóhann Svanur. „Það er létt að vera í snúningnum, helst að það sé erfitt þegar Zorba-lagið kemur en þá er snúið hratt í takt við tón- listina.“ Jóhann hafði nóg að gera, því hann var snúningsstrákur í fleiri en einni merkingu. Hann sá nefnilega um það að fara í sjopp- ur og verslanir fyrir krakkana og kaupa ýmislegt matarkyns. Og þegar við renndum frá Höllinni var hann einmitt að fara í inn- kaupaferð á mótorhjólinu sínu. se m - segir Ha erfitt si „Það má eiginlega segja að ég sé „maraþonfrík“,“ sagði Halla Gunnarsdóttir þegar við spjölluðum við hana í einni pásunni. „Ég hef þrisvar sinnum farið í maraþondanskeppni í Dynheim- um og dansað allan tímann í öll skiptin. Það er miklu léttara í þessari keppni heldur en dansin- um því að í snú-snúinu fær maður Jóhann Svanur. Ámi, Krstinn og Halla í einni pásuni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.