Dagur


Dagur - 18.04.1984, Qupperneq 11

Dagur - 18.04.1984, Qupperneq 11
18. apríl 1984 - DAGUR -11 segja að ég araþonfrík lla Gunnarsdóttir - Geysilega sgir Kristinn Már Torfason Par sem Halla er svo reynd í maraþonkeppnum spurðum við hana hvenær þetta færi að verða leiðinlegt, en þegar við ræddum við krakkana höfðu þau snú- snúist í 5 klukkutíma. „Það verð- ur leiðinlegt í kvöld milli klukkan 6 og 8 og svo í nótt og fyrramálið. Á þessum tíma verða engir að horfa á og þá er ekki eins gaman að þessu,“ sagði Halla. svo góða hvíld á milli þess sem maður hoppar. Árni Jóhannesson var einnig á því að þetta væri ekki mjög erfitt, en það heyrðist hljóð úr horni frá Kristni Má Torfasyni þegar þau Halla og Árni voru að tala um hvað þetta væri létt. „Þetta er ekki rétt,“ sagði hann. „Mér finnst þetta vera geysilega erfitt ef ég á að segja eins og er.“ 3® Hörður Þór Karlsson: Almenningur fékk al- ranga mynd af mótinu - athugasemd vegna ummæla Hannesar Hafstein um vélsleðamótið í Nýjadal Ummæli Hannesar Hafstein for- manns Slysavarnafélags íslands í Degi miðvikudaginn 11. apríl sl. varðandi mót vélsleðamanna í Nýjadal, fóru svolítið fyrir brjóstið á mér og get ég ekki orða bundist vegna þessa. Hannesi finnst glórulaust að stefna þessum fjölda manna upp á hálendið á þessum tíma árs, þegar allra veðra er von, og að þeir sem fyrir þessu stóðu hefðu átt að vita betur, því þessir menn væru vanir ferðum á hálendið og útivist, og einnig að sumir þess- ara manna eru starfandi í björg- unarsveitum. En það er nú ein- mitt vegna þessara þátta að þessir menn vita upp á hár hvað þeir eru að gera. Auglýsingar þessa efnis voru búnar að hanga uppi meira og minna um allt land síðan í des- ember sl., og eins frétti ég að bréf um mót þetta var sent Slysa- varnafélagi íslands, ekki þótti Hannesi nein ástæða til að gera athugasemd við mótshaldið þá, þannig að ummæli hans í Degi hljómuðu hálfskringilega í eyr- um. Staðreyndin er, að þessi árs- tími er sá tími sem ferðir vél- sleðamanna eru hvað mestar á hálendið og hefir það verið svo í mörg ár, og það eru tugir, ef ekki hundruð sleða sem þeysast fram og aftur um öræfin um helgar á þessum árstíma, enda erfitt um vik fyrir sleðana á sumrin þar sem enginn er snjórinn. Engum hefir dottið í hug að fetta fingur út í það, enda þykir þetta sjálfsagt, og hið mesta sport og þeir sem stunda þetta mest, eru menn sem eru undir það búnir að lenda í slæmu veðri og bregðast í flestum tilfellum við sem skyldi. Nær væri að stinga niður penna og skrifa um þá fáu sem brúka saman brennivín og vélsleða, það eru þeir sem koma óorði á alla hina, en nóg um það. Allar fréttir og frásagnir af hrakningum þessum, svo og mót- inu í heild, voru með svo drama- tískum hætti, að almenningur fékk alranga mynd af mótinu, og menn sátu helmingi hræddari heima fyrir vikið, og bjuggust við því alversta, en sannleikurinn er sá að megnið af hópnum dvaldi uppi í Nýjadal í besta yfirlæti og beið af sér óveðrið eins og góðra ferðamanna er siður, en þetta má að hluta til kenna þeim frá- sagnamáta sem fjölmiðlar nota. Auðvitað stóð okkur sem heima sátum ekki á sama um þessa menn úr Þingeyjarsýslu sem lentu í hrakningum á heim- leið, en engum verður um kennt nema þeim sjálfum, og alls ekki þeim sem fyrir mótinu stóðu, því ekki getur neinn ætlast til að þeir hugsi fyrir tugi fullorðinna manna sem allir telja sig vana ferðamenn. Hannes lætur að síðustu hafa eftir sér eitthvað á þá leið að von- andi verði þetta mönnum þörf lexía. Eins og ég drap á hér fyrr, þá þekki ég af eigin reynslu að menn þeir sem stóðu fyrir þessu móti eru vel dómbærir á þessa hluti og vita vel hvað þeir eru að gera, og hvorki Hannes Hafstein né aðrir þurfa að vanda um við þá eins og smábörn, né kveða upp yfir þeim einhvern salomons- dóm. Trúlega hafa komið fram ein- hverjir gallar á mótshaldinu, ann- að væri eitthvað skrýtið, þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt mót er haldið, en þó aðeins til þess eins að bæta úr þeim svo að menn geti horft með tilhlökkun til næsta móts, sem vonandi verð- ur haldið, og þá á svipuðum árs- tíma, því að sjálfsögðu er snjór- inn veigamikið atriði fyrir vél- sleðaakstur, svona fyrir þá sem ekki vissu það. jl Jakob Gíslason |J F. 27.9.1904-D. 9.4.1984 Hinsta kveðja frá K.A. Það er margs að minnast þegar Jakob Gíslason er kvaddur af K.A.-félögum eldri sem yngri, margs að minnast úr félagsstarf- inu og margt að þakka. Hann var með í K.A. frá byrj- un og á fertugsafmæli hans var ágæt grein í Degi, þar sem minnst er sérstaklega að Jakob ætti þá einnig 25 ára knattspyrnuafmæli og leyfi ég mér að birta kafla úr greininni. „Snemma byrjaði Jakob að sparka - var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta kappleik op- inberlega og var það með full- orðnum. Á árunum 1922-24 lék hann í kappliðum íþróttafél. Þórs, þeim er kepptu um Silfur- knöttinn, en hann vann Þór til eignar eftir marga og harða leiki haustið 1924. Haustið 1925 fór Jakob til Reykjavíkur og gekk í Fram. Keppti hann á íslandsmót- inu 1926 og m.a. í úrslitaleiknum milli Fram og K.R. Á næsta ári gekk Jakob í K.R. Æfði hann auk knattspyrnunnar bæði leik- fimi og glímu af kappi. Hann var í 1. flokki á íslandsmótinu og varð K.R. íslandsmeistari það ár. Hann tók og þátt í kappglímu og komst þar í úrslitakeppni. Til Akureyrar kom Jakob aftur 1928 og gekk þá þegar í Knatt- s,.yrnufélag Akureyrar, sem þá var nýstofnað. Þótti hann hinn besti leikmaður, ósérhlífinn og kappsamur. Hann hefur alltaf leikið í framlínu, oftast miðfram- herji. Spyrnur hans á mark á góðu færi voru oftast óverjandi enda hefur hann skorað mörg mörkin um dagana. í 17 ár hefur Jakob, eða Dúddi eins og hann er venjulega kallaður af félögum sínum, æft og keppt með K.A. að einu ári undan- teknu, en þá var hann búsettur í Grenivík. Hefur áreiðanlega enginn K.A.-félagi leikið jafn lengi og jafn marga leiki og Jakob Gíslason. Þrisvar hefur hann farið til Reykjavíkur á ís- landsmót og ávallt staðið sig vel. Ætíð hefur hann verið fremstur í flokki ef á þurfti að halda við undirbúning íþróttamóta og há- tíðahalda." Á árshátíðinni 1945 færði K. A. Jakobi stækkaða ljósmynd að gjöf með áletruðum silfurskildi í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. En á 50 ára afmælishátíðinni 1978 var Jakob og hans góða kona Matthildur Stefánsdóttir kjörin heiðursfélag- ar K.A. Af framangreindu vekur það kannski enga furðu þótt að „snemma beygist krókurinn" og að fjórir synirnir hafa allir leikið með meistaraflokki K.A. í knatt- spyrnu, og er þar skemmst að minnast að Jóhann Jakobsson var kjörinn Knattspyrnumaður Ak- ureyrar 1983. Af sömu ástæðu vekur það enga furðu þegar K.A. miðstöðin er skoðuð að þar er að finna myndir af þeim feðgum upp um alla veggi ásamt góðum grip- um sem þeir tryggðu félaginu sínu í drengilegum leik. En þær spanna yfir alla ævi K.A. allt frá keppnisferðinni í kassabíl til Reykjavíkur 1929 til síðustu meistaraflokksmynda þar sem synirnir halda K.A. merkinu áfram hátt á lofti. Þá má ekki gleyma þeim knatt- spyrnufróðleik sem Dúddi hefur í áranna rás miðlað öðrum, fyrst við dómarastörf um langt skeið, og síðar á áhorfendasvæðum knattspyrnuvallanna. Þar var hann um áratuga skeið fastagest- ur og óumdeildur hæstaréttar- dómari í hópi áhorfenda. Og nú er komið að leiðarlokum eftir langa vegferð. Félagsfáni K.A. stóð í kórdyr- um kirkjunnar í gær með sorg- arslæðum. Það var hinsta kveðja og virðingarvottur K.A. víð einn sinn ágætasta félaga. Og það var örugglega sú manngerðin sem Guðmundur Frímann skáld hafði í huga þegar hann orti baráttu- Ijóð K.A. þar sem þessar línur standa. „Heill sé þeim sem æsku alla aldrei sína köllun sveik. Heill sé þeim sem vaskast vörðu vígi sín í hverjum leik. “ Þannig minnast K.A.-félagar Jakobs Gíslasonar með þökk og söknuði og senda vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Jón Arnþórsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.