Dagur - 18.04.1984, Síða 12

Dagur - 18.04.1984, Síða 12
12 - DAGUR -18. apríl 1984 Kardemomnui- fe bærinn eftir Thorbjörn Egner Sýning skírdag 19. apríl kl. 15.00. Sýning annan í páskum 23. apríl kl. 17.00. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. * Súkkulaði handa Silju í Sjallanum skírdag 19. apríl kl. 20.00. Miðasala í Sjallanum sýningardag frá kl. 18.00. Leikfélag Akureyrar. ^ SAMBAHO ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA lónaóardeild • Akureyri Okkur vantar vanar saumakonur á dagvakt Uppl. í síma 21900 (220 - 274) Glerárgata 28 • Pósthólf 606 • Sími (96)21900 Starfsmaður óskast til skrifstofustarfa Um heilsdagsstarf er aö ræöa. Vélritunarkunnátta æskileg. Umsóknir sendist á afgreiðslu Dags, Strandgötu 31 merkt „Skrifstofustörf“ í síöasta lagi 27. apríl nk. Starf brunavarðar við Slökkvistöð Akureyrar er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknarfrestur er til 4. maí nk. Slökkviliðsstjóri. - - • • • " Bernharð Steingrímsson: Mun Akureyri teljast til smærri sjávarplássa að 10 árum liðnum? Undanfarna mánuði hefur átt sér stað allmikil umræða í fjölmiðl- um um stóriðju og álver við Eyja- fjörð. Hefur í umræðu þessari ekki skort á sjónarmið ýmissa afturhaldsafla sem sjá dauðann og djöfulinn í hverju horni þegar þessi mál ber á góma. Virðist það vera viðtekin venja þegar stíga á framfaraspor að upp rísa alls kyns gamlir þröskuldar og kerl- ingabækur sem telja það sína heilögu skyldu að hamast með öllum mætti gegn eðlilegri fram- þróun. Má til gamans minna á þær deilur sem urðu þegar ís- lendingar símavæddust, og síðar þegar útvarp og loks sjónvarp komu. í raun má nefna mýmörg dæmi frá öllum tímum þar sem alls kyns þjóðrembulið og afturhalds- seggir hafa risið upp og talið sig guðs útvalda brjóstvörn landsins gegn slíkum vágestum sem nýj- ungar og framfarir eru. Ef maður skoðar svolítið þenn- an samtíning sem nú harðast berst gegn stóriðju við Eyjafjörð þá rekur maður fljótt augun í að samkór þessi samanstendur yfir- leitt af fólki sem komið hefur ár sinni það vel fyrir borð í þjóðfé- iaginu að það þarf ekki að óttast né kvíða atvinnuleysi, eignamissi eða nokkra röskun á sínum lífs- háttum þó ríkjandi ástand vari áfram. Friðhelgi landsins verður að sitja í fyrirrúmi fyrir eðlilegri framþróun og afkomu almenn- ings. Pað virðist ekki snerta neina taug í brjósti þessara aðila að nú er svo komið að margur maður- inn sem annars vildi gjarnan búa áfram hér á Akureyri neyðist til að selja íbúð eða húseign sína fyrir hálfvirði og flytja þangað sem hann getur fætt og klætt sig og sína. Hefðu forystumenn Ey- firðinga haft rænu á fyrir um 10 árum að hefjast handa við undir- búning stóriðju þá má fullyrða að ástandið væri ólíkt því sem það er í dag. Þessum blessuðum for- ustusauðum getum við nú þakk- að það að í skiptum fyrir góða raðhúsíbúð hér á Akureyri fæst ekki öllu meira en skitin þriggja herbergja kjallarahola á Reykja- víkursvæðinu. Ef þingmenn okkar og forustu- lið halda áfram sínum sofanda- hætti og þæfa málið e.t.v. næstu 10 ár til viðbótar þá er ástæða til að óttast að hinn stolti höfuðstað- ur Norðurlands geti varla státað af stærri íbúatölu en Iítið sjávar- þorp að þeim tíma liðnum. Innan Alþingis er nú verulegur meðbyr og fylgi með því að kom- ið verði upp stóriðju við Eyja- fjörð. Hins vegar bendir margt til þess að við Eyfirðingar ætlum að falla í þá ógæfu að láta aftur- haldssemi og ráðríki einstakra þverhausa koma í veg fyrir möguleika á 500-1.000 nýjum störfum fyrir okkur. Við þörfn- umst þessa tækifæris og við þurf- um á aðstoð og velvilja Alþingis að halda í þessu máli enda löngu komin röðin að Eyjafirði. Andstæðingar stóriðju klifa gjarnan á mengunarhættu, en hvenær hefur heyrst frá þeim svo mikið sem eitt lítið tíst út af þeirri mengun sem efnaverk- smiðjur bæjarins, mjólkursam- lag, Sambandsverksmiðjurnar, sjúkrahús o.fl. aðilar spýja í Ppllinn. Allri starfsemi mannsins tyigir mengun sem óhjákvæmilega er meiri þar sem verðmætasköpunin er mest. Á jafn fjölmennum vinnustað og stóriðja krefst verð- ur að teljast eðlilegt að mengun sé meiri en hjá minni fyrirtækjum en við verðum að sýna þá sann- girni að ætlast ekki til að mengun af völdum stóriðju sé minni fyrir hvern starfsmann en hjá öðrum fyrirtækjum hér um slóðir. Einn af okkar lúnari þing- mönnum hefur tjáð sig um þá kenningu að það væru 100 aðrir möguleikar en stóriðja þó svo hins vegar að það stæði svolítið i manninum þegar spurt var eftir hvað til greina kæmi. Hann hafði jú unnið ötullega að því að redda 30 þúsundum fyrir einhvern og gott ef það voru ekki 60 þúsund fyrir annan og var á fullu að bjarga fyrirgreiðslu upp á 45 þús- und fyrir þann þriðja. Nú er það svo með þessa 100 möguleika og mengunina að trú- legt má teljast að erfiðara verði að fylgjast með 100 smáum mengunarvöldum heldur en ein- um stórum eða er kannski öllum heimilt að menga séu þeir nógu smáir til þess að teljast ekki til stóriðju? Nú þegar Alþingi er reiðubúið að standa að baki okkur í stór- átaki til uppbyggingar atvinnu- lífsins með stóriðju verðum við að vera samvinnufús því við þurf- um ekki að gera okkur neinar Sveitakeppm Ungmennasam- bands Eyjafjarðar í bridds er ný- Iega lokið. Sveit Ungmennafé- lags Svarfdæla varð sigurvegari, en í henni eru Stefán Jónsson, Eiríkur Helgason, Kristján Jóns- son og Jón Jónsson. í öðru sæti varð Ungmennafélagið Porsteinn Svörfuður og Ungmennafélag Skriðuhrepps varð í 3. sæti. Þá er einnig nýlokið tví- menningskeppni í bridds á veg- um Ungmennafélagsins Dags- vonir um að sú hin háa samkoma nenni að dekstra okkur til sjálfs- bjargar. Enn síður þurfum við að gera okkur vonir um að yfirvöld fari að vasast í einhverjum 100 smámöguleikum og bílskúra- bissnes. Bjóðist okkur nú störf fyrir 500-1.000 manns, plús ómældur peningur í kassann hjá Rabba þá getum við ekki staðið þegjandi hjá ef forustusauðirnir afþakka það. Það er ekki hægt að una þeirri hugarfarslegu tregðu og afturhaldi sem hér hefur verið ríkjandi. Þess vegna skora ég á alla hugsandi menn að stuðla að því að hafi þingmönnunum sem við höfum kosið yfir okkur ekki tek- ist að koma þessu máli á hreint fyrir sumarfríið þeirra þá geti þeir leitað fyrir sér með aðra at- vinnu eftir næstu kosningar. Að lokum þetta til þeirra sem sjá mynd djöfulsins í öllu sem heitir erlent fjármagn. Hvaða hagkerfi sem menn aðhyllast þá skiptir það engu hver á fjármagn- ið. Það eitt skiptir máli hvernig það er notað. Minnumst þess að nú er ekki rétti tíminn fyrir þjóðrembu og hræsnisfullt nátt- úruverndarhjal, við þörfnumst aðgerða. (Annars átti þetta nú upphaf- lega bara að vera smáauglýsing þar sem ég ætlaði að auglýsa hús- ið mitt til sölu.) Bernharð Steingrímsson. brúnar í Glæsibæjarhreppi. Sig- urvegarar urðu Ingibjörg Helga- dóttir og Jósavin Gunnarsson. í 2. sæti urðu Ómar Ingason og Hringur Hreinsson og það var aðeins eitt stig sem bar á milli. í tvímenningskeppninni var spilað um svonefndan „Slick 50“ bikar, sem Smurstöð Þórshamars gaf. Blómlegt briddslíf hefur verið hjá Dagsbrúnarmönnum í vetur og er spilað í Hlíðarbæ á hverju þriðjudagskvöldi. Jósavin Gunnarsson og Ingibjörg Helgadóttir sigruðu í Blómlegt briddslíf í Glæsibæjarhreppi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.