Dagur - 18.04.1984, Page 15

Dagur - 18.04.1984, Page 15
18. apríl 1984 - DAGUR -15 „Útvarp Randver góðan daginn“ Nemendur í Oddeyrar- skóla í „starfsviku“ í tilefni af starfsviku Oddeyrar- skólans litum við þar inn, dag einn í vikunni. Þar voru í gangi fjölmörg verkefni. Nemendur og kennarar skólans höfðu meðal annars komið á fót útvarpinu, Randver, og unnu að því hörðum höndum að setja saman efni sem hægt væri að útvarpa. Víða mátti sjá krakka í hópum að sinna margs konar verkefnum, t.d. voru nemendur í 9. bekk að búa til forrit í tölvur sem síðan geta gefið upplýsingar um sjálfan þig og spár um framtíðina. 8. bekkur var aðallega með verk- efni úr mannkynssögunni og svo 7. bekkingarnir sem gengu í verslanir og verksmiðjur og gerðu ýmsar kannanir. Pessi verkefni nemenda skól- ans verða svo til sýnis á skólasýn- ingu sem haldin verður í skólan- um næstkomandi laugardag. En hér birtum við nokkrar myndir frá starfsvikunni og við skulum láta þær tala sínu máli. Verkefni unnið af nemendum í starfskynningu: Þeim Stefáni Steindórs- syni og Vidda Mar. úr Oddeyrar- skólanum og Rannveigu Ár- mannsdóttur Glerárskóla. Útvarp Oddeyrarskóli! Góðan daginn mmm 8. bekkur í afslöppun. Og hér er svo útvarpið Randver Tækniheimurinn? Eddi og Högni setja forrit í tölvur. staðsett.... Unnið að gerð útvarps og skemmtiþátta. SENDUM FÉLAGSMÖNNUM OG VIÐSKIPTAVINUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGT SUMAR MEÐ ÞÖKK FYRIR VETURINN

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.