Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 17

Dagur - 18.04.1984, Blaðsíða 17
18. apríl 1984 - DÁGÚR -17 Skíðalandsmótið í Hlíðarfjalli Skíðalandsmótið 1984 verður sett með viðhöfn í íþróttahöll- inni á Akureyri í kvöld og hefst setningarathöfnin kl. 20. Á þetta mót mætir allt besta skíðafólk landsins og eru alls 26 gullverðlaun til reiðu fyrir sigurvegara í hinum ýmsu greinum. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli og allt tilbúið eftir mikið undirbúningsstarf til þess að mótið megi fara sem best fram. Það verður því mik- ið um að vera en dagskrá móts- ins er sem hér segir: Miðvikud. 18. apríl. Kl. 20.00 Mótssetning í Höll- inni. Fimmtud. 19. aprfl. Kl. 9.00 Svig kvenna fyrri ferð. Kl. 9.30 Stórsvig karla fyrri ferð. Nanna Leifsdóttir verður í baráttunni á Skíðalandsmótinu í Illí5urijalli. Kl. 11.00 Svig kvenna seinni ferð. Kl. 11.30 Stórsvig karla seinni ferð. Kl. 11.00 Skíðaganga fl. 16-18 ára stúlkna 3,5 km. Kl. 11.20 Skíðaganga fl. 19 ára og eldri kvenna 5 km. Kl. 12.00 Skíðaganga fl. 17-19 ára pilta 10 km. Kl. 12.10 Skíðaganga fl. 20 ára og eldri karla 15 km. Föstud. 20. apríl. Kl. 11.00 Boðganga kvenna. Kl. 12.00 Boðganga karla. Laugard. 21. apríl. Kl. 9.00 Svig karla fyrri ferð. Kl. 9.45 Stórsvig kvenna fyrri ferð. Kl. 11.00 Svigkarlaseinniferð. Kl. 11.45 Stórsvig kvenna seinni ferð. Kl. 13.00 Skíðastökk. Sunnud. 22. apríl. Kl. 10.00 Flokkasvig kvenna fyrri ferð. Kl. 10.30 Flokkasvig karla fyrri ferð. Kl. 11.00 Flokkasvig kvenna seinni ferð. Kl. 11.30 Flokkasvig karla seinni ferð. Tekjur félaganna í 1. deild frá ríkisfjölmiðlunum: Þórsarar fengu aðeins um 3%! Tekjur liðanna í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu á síðasta sumri af útsendingum útvarps og sjónvarps frá leikjum liðanna eru fróðlegar tölur ýmissa hluta vegna. Alls námu þessar tekjur rúm- lega 161 þúsund krónum og þar af voru 105.400 krónur vegna sjónvarpsútsendinga. En það sem vekur mesta athygli er hvernig þessar krónur skiptast á milli félaganna. Af þeim tölum má sjá að það er ekki sama hvar á landinu félögin eru staðsett, og ekki virðist heldur skipta máli hvernig félögin standa sig í 1. deildinni. Tekjur Þórs sem var nær allt mótið í fyrra í baráttu efstu liða eru þannig ekki nema 4.400 krónur og eru þær til komnar vegna tveggja útvarpslýsiriga. Þær eru um 3% af heildarupp- hæðinni sem félögin fengu. Ef við lítum eingöngu á tekjur vegna sjónvarpsútsendinga kemur fram að þar fengu Þórsarar ekki eina einustu krónu af þeim rúmlega 105 þúsund krónum sem félögin fengu í sinn hlut! Þetta segir ýmislegt. Félag eins og Valur sem var í botnbaráttu allt sumarið hafði í heildartekjur 21.650 krónur og þar af 15.050 vegna sjónvarps. Víkingar sem einnig voru í botnbaráttunni fengu enn meira eða rúmlega 27 þúsund og voru ríflega 18 þúsund vegna sjónvarpsins. Lítum nánar á skiptingu milli félaganna: svarsmönnum félaganna. Fulltrúi Vals bar þá fram tillögu um að í lok keppnistímabilsins yrði fénu skipt þannig að þau lið sem yrðu efst í 1. deildinni fengju meira en hin þannig að peningunum yrði jafnað út eftir því hvar liðin Félag: Akranes Víkingur ÍBV Valur KR Breiðablik ÍBK ÍBÍ Þróttur Þór AIIs: 32.937 27.075 24.337 21.650 13.000 11.925 9.875 8.650 7.625 4.400 161.474 V/sjónvarps: 23.900 18.275 15.300 15.050 8.600 7.525 7.075 6.450 3.225 0.000 105.400 Á fundi forráðamanna 1. deildarliðanna nk. keppnistíma- bil sem haldinn var fyrir helgina komu þessi mál m.a.'til umræðu. Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA lagði fram þá tillögu að þessum tekjum yrði jafnað á milli félaganna þannig að allir fengju jafnt. Sú tillaga hafði hvorki hljómgrunn hjá forráðamönnum KSÍ né for- hafna í lok mótsins. Sú tillaga hafði heldur ekki hljómgrunn. Það er því ljóst að félögin á Reykjavíkursvæðinu sem hafa mestar tekjur að öllu óbreyttu vegna útsendinga útvarps og sjónvarps ætla sér að sitja áfram að kökunni. Það verður því áfram háð duttlungum íþrótta- fréttamanna ríkisfjölmiðlanna hvernig skipting verður í sumar. „I stíl við annað" segir formaður Knattspyrnudeildar Þórs „Það er greinilegt að við verð- um áfram að eiga það undir Bjarna Felixsyni og öðrum starfsmönnum ríkisfjölmiðl- anna hvort við höfum yfir höfuð einhverjar tekjur af lýs- ingiun leikja eins og önnur félög," sagði Guðmundur Sig- urbjömsson formaður knatt- spyrnudeíldar Þórs er við ræddum við hann. „Við buðum Bjarna norður á sl. sumri þegar enn voru nokkrar umferðir eftir af mótinu og hann hafði það til athugunar að koma norður en ekkert varð úr því. Miðað við hvernig Þór stóð sig í 1. deildinni sl. sumar er það furðulegt að liðið skyldi aðeins sjást í 2-3 mínútur í sjónvarpi landsmanna. Þetta er eins og annað sem að okkur snýr, og varla von á góðu þegar ekki mátti ræða ferða- kostnaðarmál landsbyggðarlið- anna á ársþingi KSÍ á Húsavík í vetur hvað þá meira. Þetta er bara í stíl við annað," sagði Guð- mundur. Kl. 11.00 Skíðaganga fl. 20 ára og eldri karla 30 km. Kl. 11.10 Skíðaganga fl. 17-19 ára pilta 15 km. Kl. 11.20 Skíðaganga fl. 19 ára og eldri kvenna 7,5 km. Kl. 11.25 Skíðaganga fl. 16-18 ára stúlkna 5 km. 20.00 Mótsslit í Sjallanum. Bikarkeppni KRA: Þórsararnir mæta Vaski - í fyrsta leiknum Fyrsti opinberi knattspyrnu- leikurinn á Akureyri á þessu ári verður háður á Sana-vellin- um á mánudag kl. 16 og leika þá Þór og Vaskur í Bikar- keppni KRA. Þrjú lið taka þátt í mótinu, Þór, Vaskur og KA en þremur öðrum liðum, Völsungi, Tinda- stóli og KS var boðin þátttaka sem ekki var þegin. Áformað er að leikur Vasks og KA fari fram á Sana-vellinum 1. maí og Þór og KA leiki síðasta leik mótsins á sama stað sunnu- daginn 6. maí. 1_x-2 1-X-2 Getraunasérfræðingarnir eiga frí iim helgina vegna þess að engir get- raunaseðlar fyrir páskaleikina eru í gangi. Þeim veitir sjálfsagt ekki af livíldimii því árangur þeirra í síðusru viku var slakur. Pálmi var með 5 rétta, Tryggvi með 4, Kiríkur með 2 og Einar Pálmi sem enn heldur forustunni var aðeins með einn leik réttan! - Staðan er nú þannig að Einar er með 38, Tryggvi 35, Pálmi 34 og Eirikur 26. Og við fengum kappana til að tjá sig um gang ntála og framtíðarhorfur í keppni þeirra. Tryggvi Gíslason, 35: „Jú ég reyni að sjálfsögðu að sigra en það getur orðið erfitt vegna þess að séra Pálmi hefur Guð almáttugan með sér í baráttunni. - Annars vil ég segja það að þátttaka mín í þessum leik og áhugi á knattspyrnu hefur komið mörgum nemendum mínum á óvart. Þeir vissu ekki að í steinhjarta mínu leyndist þessi breyskleiki að hafa áhuga fyrir knattspyrnu, en þann áhuga hef ég haft frá því ég var barn." Pálmi Matthíasson, 34: „Ég vil byrja á því að tilkynna það að Watford vinnur Bikarkeppnina og við Elton John munum hrósa sigri yfir Everton í úrslitaleiknum. Hvað þessa keppni í Degi varðar vil ég aðeins segja það að markmið mitt í íþróttum hefur alltaf ver- ið að taka þátt en ekki að sigra og svo er með þessa keppni. Varðandi það að Guð standi með niei vii i'tí eini>'i|iis segja að Guð fer ekki í manngreinarálu >g fyrir honum eru allir menn jatnir." Einar Pálmi Árnason, 38: „Þetta hefur verið misgott hjá mér til þessa, allt frá einum til átta. Ég held að ég hafi of mikið vit á ensku knattspyrnunni því ef óvænt úrslit verða eins og síðast þá fer illa fyrir mér. Það er gaman að presturinn og skólameistarinn eru farnir að sýna eitthvað af viti, en blaðamaðurinn ESE er að mínu viti algjört „súkkulaði" í þessum get- raunaleik. Eiríkur S. Eíríksson, 26: „Það er margsannað mál að þeim sem hafa mik- ið vit á ensku knattspyrnunni gengur illa í get- raununum og það sannast áþreifanlega á mér. Það breytir því ekki að ég hef fundið upp nýtt kerfi sem ég ætla að nota eftir páskana og það kerfi er svo pottþétt að það mun færa mér sigur. En mikið var ég ánægður með að Einar Pálmi skyldi bara hafa einn réttan síðast, það breytir öllu." 1_x-2 1_x-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.