Dagur - 18.04.1984, Side 19

Dagur - 18.04.1984, Side 19
18. apríl 1984 - DAGUR - 19 Myndhópurinn sýnir á Akureyri Myndhópurinn efnir til páska- samsýningar í sal Myndlista- skólans á Akureyri. Þetta er fimmta samsýning Myndhóps- ins. Á félagsfundi í febrúar síð- astliðnum var ákveðið að jafnhliða samsýningu skyldi haldin minningarsýning á verkum Elísabetar Geir- mundsdóttur, en á þessu ári eru 25 ár frá því að hún lést. Og gætu slíkar sýningar orðið í framtíðinni. Félagar í Myndhópnum sem sýna að þessu sinni eru: Alice Sigurðsson, Aðalsteinn Vestmann, Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, Hörður Jörundsson, Iðunn Ágústs- dóttir, Ruth Hansen og Sig- urður Aðalsteinsson. Sýningin verður opnuð á skírdag kl. 16. Opin daglega kl. 16-22 og lýkur annan dag páska. Borgarbíó: Hrafninn flýgur Páskamyndin í Borgarbíói á Akureyri verður íslenska myndin „Hrafninn flýgur", sem verður fyrst sýnd í bíóinu á 2. dag páska, og þá kl. 3, 5 og 9. f dag sýnir Borgarbíó Rocky III kl. 5 og Porky’s kl. 9. Á morgun skírdag er sýning kl. 3 á Grease II, Rocky III er kl. 5 í síðasta skipti og Porky’s kl. 9. Hlíðarfjall Skíðamót Flugleiða verður háð í Hlíðarfjalli um páskana en þetta mót hefur verið ár- legur viðburður undanfarin ár. Mótið hefst á föstudag kl. 10 með keppni í svigi fyrir 16 ára og yngri, og á páskadag verður keppt í göngu kl. 14.30. ívar Sigmundsson í Hlíðar- fjalli tjáði Degi að lyfturnar í Fjallinu yrðu opnar fyrir al- menning alla hátíðardagana frá kl. 9-18. Ferðir verða úr bænum kl. 9, 10, 11, 12.30, 13.30 og 14.30 og til baka frá Skíðastöðum hálftíma síðar. Tónleikar að Breiðamýri Tónleikar verða haldnir að Breiðumýri í Reykjadal þriðjudaginn 24. apríl kl. 21.00. Par flytja Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari, Lilja Hjaltadóttir, fiðluleikari og Þuríður Baldursdóttir, alt- söngkona, fjölbreytta efnisskrá eftir ýmsa höfunda, innlend og erlend sönglög og fiðlutónlist m.a. eftir Kreisler, Mozart og Jón Nordal. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, en ókeypis er fyrir börn innan 12 ára aldurs. Einnig fær skólafólk afslátt af miðaverði. Örn Magnússon. Píanótón- leikar í Ólafsfirði Á mánudaginn annan í pásk- um heldur Örn Magnússon píanótónleika í Tjarnarborg Ólafsfirði. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Scarl- atti og Chopin. Tónleikarnir hefjast kl 17. Á undanförnum árum hefur Örn verið við nám í píanóleik erlendis og nú síðast í Berlín hjá þekktum rússneskum píanóleikara, Irinu Möwius. Við hvetjum fólk til að fjöl- menna á tónleika þessa unga píanóleikara. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner hefur verið sýndur við miklar vinsældir að undanförnu í Samkomuhúsinu á Akureyri. Leikstjóri er Theodór Júlíusson, en í helstu hlutverkum eru Sunna Borg, Þráinn Karlsson, Bjarni Ingva- son og Gestur E. Jónasson. Auk þeirra koma fram í sýn- ingunni margir íbúar Karde- mommubæjar; karlar, konur, böm, hundar, kettir, asni og kameldýr, svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdri 11 manna sem sér um undir- leikinn með mikilli prýði undir i styrkri stjórn Roars Kvam. | Næsta sýning er á morgun, skírdag, og hefst hún kl. 15.00. Síðan verður sýning á annan í páskum kl. 17.00. Á morgun verður aukasýning á Súkkulaði handa Silju í Sjall- anum og hefst hún kl. 20.00. i Þetta er allra síðasta sýning á „Súkkulaðinu". Safnarar með sýn- ingu á Dalvík konar s.s. frímerki, póstkort, skömmtunarseðlar, tímarit og fleira. Á sýningunni verða til sölu sérprentuð númemð um- slög með afmælisstimpli Dal- víkurbæjar. Sýningin verður opin frá 14-22 alla sýningar- dagana og aðgangur er ókeyp- is. Kardetnommubærinn Úr sýningu L.A. á Kardemommubænum. í tilefni af 10 ára afmæli Dal- vfkurbæjar sem var 10. apríl sl. verður efnt til fjölbreyttrar sýningar á vegum AKKA, fé- lags safnara á Dalvík, Ár- skógsströnd og í Svarfaðardal. Sýningin verður í Dalvíkur- skóla dagana 21.-23. apríl. Sýningarefnið verður margs - og aukasýning á „Súkkulaði handa Silju“ Bikarkeppni KRA: Fyrsti leikurinn verður um páskana Boltinn fer að rúlla Fyrsti knattspymuleikur sumarsins á Akureyri verður háður á Sana-vellinum á 2. dag páska kl. 16 og leika þá Þór og Vaskur fyrsta leikinn í hinu ár- lega Bikarmóti Knattspymu- ráðs Akureyrar. Þetta miðast að sjálfsögðu við það að hægt verði að leika knattspymu vegna veðurs og vallarskilyrða. Þriðja liðið í keppninni er KA sem þessa dagana er í æfingabúðum í Ipswich í Englandi. Er áform- að að KA leiki gegn Vaski 1. maí og síðan gegn Þór 6. maí.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.