Dagur - 25.04.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 25.04.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR GJAFIR í MIKLU ÚRVAL! GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 25. aprfl 1984 , / - 49. töliiulað , Herferð samtaka rétthafa á myndbandamarkaði á Akureyri: A annað hundrað ólöglegar videómyndir í umferðf - Ástandið er miklu verra en við bjuggumst við. Yið fund- um á annað hundrað ólöglegar myndir hjá videóleigunum á Akureyri og þar af voru leig- urnar sem eru í eigu Reykvík- inga lang verstar. Þeir hafa greinilega flutt allt ólöglega efnið norður. Þetta sagði Guðmundur Sím- onarson hjá Fálkanum hf. í samtali við Dag er hann var spurður um árangur ferðar rétt- hafa að myndböndum ásamt lög- fræðingi til Akureyrar fyrir páskahelgina. Allar myndbanda- leigur á Akureyri voru skoðaðar í ferðinni og samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar þá voru það Vieó Akureyri, sem er í eigu Videó-Vals í Reykjavík og Videó-Ver sem er í eigu Sjón- varpsbúðarinnar, sem eru stór- tækastar „sjóræningjaleigur" á Akureyri. - Ef þessar tvær leigur eru undanskildar þá fundum við að- eins átta ólöglegar myndir á hin- um videóleigunum en vel að merkja, við gátum auðvitað ekki tékkað á þeim myndum sem leigðar eru undir borðið, sagði Guðmundur Símonarson Alls átti Fálkinn hf. hagsmuna að gæta í 42 tilvika sem upp komu í þessari ferð en hinar myndirnar skiptust milli annarra rétthafa. Rétt er að taka fram að engin ólögleg mynd fannst hjá Myndbandaleigu kvikmyndahús- anna á Akureyri en samkvæmt upplýsingum Guðmundar þá munu rétthafar grípa til harðra aðgerða ef leigurnar virða ekki höfundarréttinn. - Við munum fyrst senda við- komandi aðilum bréf þar sem við förum fram á að þeir greiði sektir vegna ólöglegrar útleigu en þess- ar sektir nema 3000 krónum fyrir ólöglegar myndir, 5000 krónur fyrir mynd sem hefur verið fjöl- földuð og 10000 krónum fyrir mynd sem ekki hefur verið sýnd í kvikmyndahúsunum. Ef þetta dugar ekki til þá getum við kært viðkomandi og beðið rannsókn- arlögregluna að leggja hald á myndirnar, fengið sett lögbann á þær en þetta fyrirkomulag er þó Laxdalshús: Örn Ingi leigir það - fyrir veitingasölu, listsýningar og aðra menningarstarfsemi „Ef allt fer sem horfir verð ég með veitingasölu, sýningar og ýmiss konar aðra menningar- starfsemi í húsinu," sagði Órn Ingi myndlistamaður, í samtali við Dag, en hann hefur fengið Laxdalshúsið til umráða í eitt ár til reynslu. Það kom fram í sam- talinu við Örn, að húsið verður opnað fyrir almenning í júníbyrj- un, en hann vildi ekki tjá sig frek- ar um fyrirkomulag starfseminn- ar. „Þetta er allt í mótun hjá mér eins og er, en ég vona að starf- semin eigi eftir að falla bæjarbú- um og bæjargestum vel í geð," sagði Örn Ingi. - GS. Nanna Leifsdóttir Akureyri og Þorvaldur Jónsson Ólafsfírði iucft verðlaun sín fyrir sigra á Landsmótinu Glæsilegt Landsmót Keppendur og aðrir voru á einu máli um að framkyæmd 45. Skíðalandsmóts íslands sem haldið var í Hh'ðarfj alb' við Akureyri um helgina haií verið tíl ryrirmyndar, og margir þeirra sem rætt var við sögðu að þetta væri besta skíðamót sem haldið hefði verið hér á landi. Það var Skíðaráð Akureyrar sem sá um framkvæmd mótsins og allt gekk upp eins og að var stefnt þar til á sunnudag að fresta varð fjórum göngugreinum vegna skafrennings í Hlíðarfjalli. Síðán var reynt á mánudagsmorgun en þá var veðrið enn það slæmt að ákveðið var að flytja þessar síð- ustu greinar mótsins til Ólafs- fjarðar. Ólafsfirðingar brugðust skjótt við, lögðu göngubrautir í snarhasti og þar hófst keppni kl. 15 á mánudag og mótinu lauk þar. Norðlendingar voru mjög sigursælir á mótinu og hirtu 20 af þeim 26 gullverðlaunum sem í boði voru. Nanna Leifsdóttir Ak- ureyri varð þrefaldur sigurvegari í alpagreinum, Gottlieb Kon- ráðsson frá Ólafsfirði og Guðrún Pálsdóttir frá Siglufirði voru bæði með 4 gullverðlaun í mótslok og í fjölmörgum norrænum greinum voru eingöngu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í baráttunni. Sjá nánar á bls. 6-7-8. mjög þungt í vöfum. Við setjum því allt okkar traust á höfundar- réttarlögin sem okkur hefur verið lofað fljótlega en þegar þau verða komin þá er hægt að af- greiða mál sem þessi á vikutíma, sagði Guðmundur Símonarson. Þess má geta að rétthafar myndbanda hreinsuðu nýlega til í Keflavík með mjög góðum ár- angri og eins bar svipuð „hreins- unarherferð" í Vestmannaeyjum góðan árangur. - ESE. Leikfélag Akureyrar: Söngleikur umævi Edith Piaff sýndur næsta vetur Söngleikur um ævi söngkon- unnar Edith Piaff verður með- al verkefna Leikfélags Akur- eyrar á næsta leikári. Að Iík- indum fer Hanna María Karis- dóttir, leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, með aðalhlut- verkið, en Sigurður Pálsson verður leikstjóri. Söngleikur- inn verður frumsýndur í byrjun næsta árs. Fyrsta verkefni félagsins á næsta leikári verður „Private live", gamanleikur sem farið hef- ur sigurför um heiminn, hefur m.a. verið á fjölunum á Broad- way undanfarin ár með Elisabeth Taylor og Richard Burton í aðal- hlutverkum. Leikstjóri verður Jill Broke Árnason. Galdra-Loft- ur veðrur frumsýndur um áramót undir leikstjórn Hauks Gunnars- sonar. Arnór Benonýsson leikur Loft og að líkindum verður Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki Steinunnar. Siðasta verkefnið á leikárinu verður barnaleikrit, sem sýnt verður í skólum á Norðurlandi. - GS. r Nútíma- maður" -bls.2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.