Dagur - 25.04.1984, Page 2

Dagur - 25.04.1984, Page 2
2 - DAGUR - 25. apríl 1984 Fórstu oft á skíði um páskana? Pétur Sigursveinsson: Nei, ég fer ekki á skíði Gunnar Ármannsson: Aldrei, ég nennti því ekki. Ingveldur Sveinsdóttir: Ég fór ekkert á skíði - ég á ekki skíði og það er svo dýrt að leigja þau. Sveinn Guðfínnsson: Nei, ég læt allt slíkt eiga sig. „Eg er Nútímamaður“ - Kolbeinn Gíslason umboðsmaður NT á Akureyri í viðtali Dags-ins NT leit fyrst dagsins Ijós í gær og hefur vart farið framhjá mörgum. Umboðsmaður NT á Akureyri er Kolbeinn nokk- ur Gíslason, og ekki nóg með að hann sjái um dreifingu blaðsins hér fyrir norðan, hann er einnig blaðamaður NT á Akureyri. Kolbeinn er tvítugur Akureyringur, reyndar inn- fluttur frá Garðabæ, eins og hann segir sjálfur. „Við flutt- um hingað þcgar ég var tólf ára, en reyndar hafði ég verið hér á hverju einasta sumri í mörg ár áður.“ Hann er sonur Gísla Jónssonar framkvæmda- stjóra FA og Þórunnar Kol- beinsdóttur röntgentæknis. Dagur átti stutt spjall við Kol- bein í gær, þcgar hann gat gef- ið sér tíma, en það fór ekki milli mála að hann hafði mikið að gera. „Jú, það hefur verið alveg of- boðslega mikið að gera í dag, ég er búinn að vera á þönum út um allan bæ. Ég hef ekki orðið var við annað en að viðtökur fólks við blaðinu séu mjög góðar - enn sem komið er allavega þó reynsl- an sé ekki orðin mikil. En ég á ekki von á öðru en góðum við- tökum.“ - Nú ert þú umboðsmaður jafnt sem blaðamaður, er þetta ekki mikið starf? „Jú. Mest á meðan verið er að koma blaðinu upp og kynna það hér í bænum - þetta þróast senni- lega eitthvað þegar frá líður. NT er lifandi blað og allt sem því við- kemur verður reynt að hafa sem mest lifandi. Til dæmist verður blaðburðarbörnunum gefinn kostur á að vinna sér inn happ- drættismiða sem dregið verður úr þegar líður á sumarið. Vinning- urinn er ferð til Stuttgart þar sem degi verður eytt með Ásgeiri Sig- urvinssyni og síðan farið á knatt- spyrnuleik með liði hans. Svo er ætlunin að koma á fót hér á Ak- ureyri knattspyrnuliði NT. Nú, við leggjum mikið upp úr lausa- sölu og strax um hádegi verða blaðburðarbörn með blaðið til sölu í göngugötunni." - Megum við eiga von á að í NT verði mikið af fréttum hér að norðan? „Já, já, við reynum að halda okkur við efnið. Og að öllum lík- indum mun fljótlega verða gefið út sérstakt Ákureyrarblað. Og það er alltaf eitthvað fréttnæmt að koma upp á hér fyrir norðan. Að minnsta kosti tekst alltaf að fylla þessi tvö blöð sem hér eru gefin út - þótt með misjöfnum ár- angri sé, og það á sérstaklega við um annað blaðið. En ef fólk lúrir á fréttum ætti það endilega að hringja í mig, ég er alltaf við í síma 22537.“ - Hefur þú eitthvað komið nálægt blaðaútgáfu áður? „Ég var ljósmyndari íslendings í tvö ár og var líka með puttana í dreifingunni. NT er að vísu tölu- vert frábrugðið íslendingi að flestu leyti, en ég reikna með að ég komist þokkalega frá þessu.“ - Við hvað fæst þú þegar þú gefur þér frí frá NT? , „Tónlist, tónlist, tónlist. Nei, ég hef nú ekki mikið afrekað á því sviði, þó hef ég spilað með hljómsveitinni 'kl í nokkur ár og gert dálítið af því að leigja út kvikmyndir í Video Akureyri. En NT er alltaf númer eitt.“ - Pykja þér íslensk dagblöð gegna sínu hlutverki nógu vel? „Pað er misjafnt. Þau fjalla misjafnlega um málin, en ég held að yfirleitt taki þau rétt á málum gagnvart lesendum. Þau fjalla um það sem fólk vill lesa. En NT verður í sérflokki hvað varðar góða umfjöllun. Og ég vil leyfa mér að vitna í NT í dag: „Það fer ekki milli mála, að með útgáfu þessa tölublaðs hefur átt sér stað bylting í íslenskum blaðaheimi. Á markaðinn er komið blað sem er sérhannað fyrir þarfir nútíma- mannsins á þessum níunda ára- tug 20. aldarinnar, áratugi hraða, tækni og snerpu“.“ - Ert þú nútímamaður? „Já, ég er Nútímamaður. - KGA. Engin hætta þegar vél- sleðamenn eru áferðinni G. Jónsdóttir hringdi. Ég á ekki til orð yfir þeim látum fjölmiðla sem hafa verið vegna ferðar vélsleðamanna upp á há- lendið á dögunum. Ég tel mig þekkja nokkuð vel til, og ég veit að það er engin hætta á ferðum þegar þessir vél- sleðamenn eru á ferðinni, og skiptir þá ekki máli þótt óveður sé. Þeir eru svo vel útbúnir að veður gerir þeim ekkert, þeú eru allir með útbúnað til að halda sér heitum þótt þeir verði að grafa sig í snjó. Einu mistökin sem gerð voru, áttu sér stað er nokkrir mann- anna ákváðu að halda áfram för í blindbyl og skafrenningi og reyndar varð það einhverjum þeirra að falli. En að vera að blása þetta upp sem einhvern glannaskap er ekki hægt að hlusta á. Þessir menn eru örugg- ari í óveðri á fjöllum en ég og þú í umferðinni í miðbænum. Og svo tekur framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands undir þessa gagnrýni fjölmiðla. Mér finnst að það hefði staðið honum nær að taka annan pól í hæðina. Hann ætti að vita að margir þessara manna eru þjálf- aðir til að vera á ferð í óveðri þegar leita þarf týndra manna, og ætli sumir þeirra hafi ekki átt gott samstarf við Slysavarnafélagið einhvern tíma?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.