Dagur - 25.04.1984, Page 6

Dagur - 25.04.1984, Page 6
6 - DAGUR - 25. apríl 1984 25. apríl 1984 - DAGUR - 7 Nanna Leifsdóttir þrefaldur íslandsmeistari: jf- I -- ; W j V.:^ , v'. ií1 r'■'‘f í i ^éSHp1®" Veldi Nönnu Lcifsdóttur sem hinnar einu og sönnu „Skíða- drottningar Islands“ var ekki hnekkt á Skíðalandsmótinu sem fram fór i Hlíðarfjalli um páskana. Nanna vann þar furðulega auðvelda sigra bæði í svigi og stórsvigi og uppskcra hennar varð því þrír Islands- meistaratitlar því hún vann að sjálfsögðu I alpatvíkeppninni einnig. „Já ég er sko kát,“ sagði Nanna er Dagur ræddi við hana eftir keppnina. „Ég held að ástæðan fyrir því hversu vel mér gekk sé sú að ég æfði skynsam- lega fyrir þetta mót. Ég var leið og þreytt eftir Olympiuleikana en eftir að ég hafði tekið mér viku- frí frá æfingum fór þetta að ganga betur. Mér hefur ekki gengið vel í sviginu að undanförnu, hef verið að hafna í 2. og 3. sæti á mótum. Því var ég ákveðin núna að bíta á jaxlinn og taka þetta' með grimmdinni og það tókst.“ - Fyrri ferðin hjá Nönnu í sviginu var sérstaklega glæsileg hjá henni, keyrslan þannig að menn áttu von á að hún myndi ekki halda út. En Nanna sigldi glæsilega í gegnum hvert hliðið af öðru og hún hafði svo mikla for- ustu eftir fyrri ferðina að ekkert nema fall gat komið í veg fyrir að hún tryggði sér sigurinn. Sama var uppi á teningnum í stórsvig- inu, þar var forskot hennar eftir fyrri ferðina stórt. Nanna er því enn best og vann núna sína 11., 12. og 13. íslandsmeistaratitla. Hún hefur nú unnið svigkeppni Landsmótsins 3 ár í röð og stór- svigið fjögur ár í röð. Glæsilegur árangur þessarar ungu skíða- stúlku. Framkvæmdin til fyrirmyndar 45. Skíðalandsmót íslands var haldið á Akureyri um páskana, og reyndar varð að fara með nokkrar greinar mótsins til Ól- afsfjarðar í gær vegna skaf- rennings í Hlíðarfjalli ■ gær- morgun. Mönnum bar saman um það að framkvæmd þessa móts hefði verið sérstaklega góð og höfðu sumir keppendur reynd- ar á orði að þeir hefðu ekki tekið þátt í móti hér á landi sem hefði verið betur skipu- lagt. Er Ijóst að forráðamenn Skíðaráðs Akureyrar sem önnuðust mótshaldið hafa unnið geysigott starf. Þá var það ekki til að spilla fyrir að veður var mjög gott al- veg fram á sunnudag en þá varð að fresta nokkrum göngu- greinum, þeim greinum sem síðan var farið með til Ólafs- fjarðar í gærdag. Keppendur á mótinu voru á milli 80 og 90 og komu þeir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík, Reykjavík, ísafirði, Húsavík og Akureyri. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Stökk 17-19 ára: stig Helgi K. Hannesson S 216,4 (Stökklengdir 44,5-42,5 og 45,0 m) Ölafur Björnsson Ó 207,7 (Stökklengdir 44,5-40,0 og 42,0 m) Randver Sigurðsson Ó 180,2 (Stökklengdir 39,5-39,5 og 39,0 m) Sigurgeir Svavarsson Ó 103,1 (Stökklengdir 25,5-31,5 og 25,5 m) Stökk karla: Stlg Þorvaldur Jónsson O 258,7 (Stökklengdir 49,5-49,5 og 49,5 m) Björn Þór Ólafsson Ó 217,1 (Stökklengdir 44,5-44,0 og 45,5 m) öuðmundur Konráðsson Ó 201,9 (Stökklengdir 44,0-43,0 og 42 m) Haukur Hilmarsson Ó 186,1 (Stökklengdir 47,0-48,0 og 47,5 m) Róbert Gunnarsson Ó 176,1 (Stökklengdir 42,5^14,0 og 44,5 m) Boðganga kvenna: Siglufjörður 39,52 mín. (Svanfríður Jóhannsd. 13,44 - María Jóhannsd. 13,21 og Guðrún Pálsd. 12,47 mín. ísafjörður 40,30 mín. (Svanhildur Garðarsd. 14,20 - Ósk Ebenesard. 13,40 og Stella Hjartard. 12,30 mín. Boðganga karla: Ólafsfjörður 88,52 mín. (Haukur Sigurðss. 30,07 - Jón Konráðss. 30,06 og Gottlieb Konráðss. 28,39 mín. ísafjörður 88,54 mín. (Þröstur Jóhannsson Einar Ingva- son, Einar Ólafsson.) Siglufjörður 94,18 mín. (Magnús Eiríksson, Karl Guðlaugs- son, Ólafur Valsson.) Akureyri 94,43 mxn. (Ingþór Eiríksson, Sigurður Aðal- steinsson, Haukur Eiríksson.) Ólafsfjörður B 95,16 mín. (Finnur Gunnarsson, Ingvi Óskars- son, Sigurgeir Svansson.) Alpa-tvíkeppni kvenna: Nanna Leifsdóttir A 0,00 Signe Viðarsdóttir A 22,01 Hrefna Magnúsdóttir A 58,85 Guðrún J. Magnúsdóttir A 64,15 Alpa-tvíkeppni karla: Guðmundur Jóhannsson I 15,27 Atli Einarsson í 24,96 Daníel Hilmarsson D 27,26 Björn Víkingsson A 32,96 Árni Grétar Árnason H 38,79 Eggert Bragason A 59,47 Erling Yngvason A 65,74 Björn Brynjar Gíslason A 71,76 Ganga stúlkna, 3,5 km: Stella Hjaltadóttir í 12,36 Svanhildur Garðarsdóttir í 13,36 Ósk Ebenesardóttir í 13,37 Auður Ebenesardóttir í 13,45 Svanfríður Jóhannsdóttir S 14,28 10 km ganga pilta: Ólafur Valsson S 30,08 Haukur Eiríksson A 30,24 Ingvi Óskarsson Ó 30,30 Karl Guðlaugsson S 30,31 Bjarni Gunnarsson f 31,23 15 km ganga karla: Gottlieb Konráðsson Ó 42,13 Einar Ólafsson f 43,34 Haukur Sigurðsson Ó 44,13 Jón Konráðsson Ó 44,41 Þröstur Jóhannsson í 46,10 Ingþór Eiríksson A 47,39 5 km ganga kvenna: Guðrún Pálsdóttir S 18,23 María Jóhannsdóttir S 19,05 Guðbjörg Haraldsdóttir R 20,39 Stórsvig kvenna: Nanna Leifsdóttir A 127,50 Signe Viðarsdóttir A 129,55 Guðrún H. Kristjánsd. A 131,02 Anna María Malmquist A 131,91 Guðrún J. Magnúsd. A 132,01 Svig kvenna: Nanna Leifsdóttir A 93,07 Tinna Traustadóttir A 94,22 Signe Viðarsdóttir A 94,54 Hrefna Magnúsdóttir A 96,16 Guðrún J. Magnúsd. A 97,60 Svig karla: Árni Þór Árnason R 91,48 Atli Einarsson í 93,26 Guðmundur Jóhannson í 93,29 Daníel Hilmarsson D 93,52 Björn Víkingsson A 94,23 Stórsvig karla: Guðmundur Jóhannsson í 115,33 Björn Víkingsson A 116,80 Atli Einarsson í 116,81 Daníel Hilmarsson D 116,83 Árni Grétar Árnason H 117,60 Flokkasvig kvenna: Akureyri B 229,31 sek. (Guðrún J. Magnúsd. 76,08 - Hrefna Magnúsd. 77,83 - Anna María Malmquist 75,40 sek.) Akureyri A 229,68 sek. (Tinna Traustad. 77,56 - Guðrún H. Kristjánsd. 75,71 - Signe Viðarsd. 76,41 sek. Reykjavík 243,46 sek. (Bryndís Viggósd. 93,26 - Snædís Ulriksd. 76,10 - Þórdís Jónsd. 74,10 sek.) Akureyrarsveitirnar báðar langt á undan sveit Reykjavíkur. Nanna Leifsdóttir ekki með þar sem hún var veik. Flokkasvig karla: ísafjörður 296,97 sek. (Atli Einarss. 70,69 - Rúnar Jónat- anss. 77,99-Guðjón Ólafss. 75,96- Guðmundur Jóhannss. 72,33.) Húsavík 366,21 sek. (Stefán G. Jónss. 75,96 - Björn Ol- geirss. 115,89 - Sveinn Aðalgeirss. 101,75 - Árni G. Árnason 72,61 sek.) Sveitir Reykjavíkur og Akureyrar luku ekki keppni. Norræn tvíkeppni 20 ára og eldri: Þorvaldur Jónsson Ó 446,5 stig Rúnar Gunnarsson Ó 412,6 stig Björn Þór Óiafsson Ó 399,55 stig Norræn tvíkeppni 17-19 ára: Ólafur Björnsson S 424,7 stig Sigurgeir Svavarsson Ó 336,2 stig 30 km ganga karla: Gottlieb Konráðsson Einar Ólafsson Jón Konráðsson min. Ó 86,06 í 89,28 Ó 92,39 15 km ganga 17-19 ára: Haukur Eiríksson Karl Guðlaugsson Bjarni Gunnarsson min. A 45,22 S 49,03 í 50,34 7,5 km ganga kvenna: mín. Guðrún Pálsdóttir S 27,17 María Jóhannsdóttir S 29,46 Guðbjörg Haraldsdóttir R 32,07 5 km ganga stúlkna 16-18 ára: min. Stella Hjaltadóttir í 17,24 Svanfríður Jóhannsdóttir S 18,38 Auður Ebenesardóttir í 19,24 Göngutvíkeppni karla: Gottlieb Konráðsson Ó Einar Ólafsson í Jón Konráðsson Ó Göngutvíkeppni kvenna: Guðrún Pálsdóttir S María Jóhannsdóttir S Guðbjörg Haraldsdóttir R Göngutvíkeppni pilta: Haukur Eiríksson A Karl Guðlaugsson S Bjarni Gunnarsson f Göngutvíkeppni stúlkna: Stella Hjaltadóttir j Svanhildur Garðarsdóttir f Ósk Ebenesardóttir f L •»-. j Þorvaldur Jónsson frá Ólafsfirði vann öruggan sigur í skíðastökkinu. Mynd: KGA. Nanna Leifsdóttir hress og kát, enda full ástæða til. Mynd: KGA. Auðveldara en 33 ÍC ég reiknaði með - sagði Þorvaldur Jónsson sem vann stökkið og norrænu tvíkeppnina „Nei, ég æfi ekki mjög mikið, það er handboltinn á veturna og svo fót- boltinn á sumrin,“ sagði Þorvaldur Jónsson frá Ólafsfirði er hann hafði tryggt sér sigurinn í stökkkeppninni á Landsmótinu. Það er óhætt að segja að Þorvaldur sé ekki við eina fjölina felldur þegar íþróttir eru annars vegar. Hann er markvörður 1. deildar liðs KA í knatt- spyrnu og handknattleik og ýmsum myndi finnast það nóg. En „Þorri“ eins og hann er kallaður, lætur það ekki nægja, heldur mætir í skíðastökk- ið á Landsmóti ár eftir ár og hirðir gullið. Nú tók hann gullið þriðja árið í röð, og hafði yfirburði. „Ég er ákaflega ánægður með þetta,“ sagði Þorvaldur. „Nú væri gaman að komast út til að stökkva, prófa stærri palla og kynnast þessu betur. En það er mikil vinna sem myndi fylgja því, og svo kostar það peninga sem vaxa ekki á trjánum, svo mikið er víst. Þetta var auðveldari sigur en ég reiknaði með, ég bjóst við geysilega harðri keppni. A æfingu daginn fyrir keppnina stungu þeir mig alveg af strákarnir." Gullverðlaun Þorvaldar voru ekki þau einu sem hann hafði með sér úr Hlíðarfjalli. Hann vann göngukeppn- ina í tvíkeppni fullorðinna, og stökkið þar einnig, þannig að hann fór heim með tvenn gullverðlaun. Og nú bíður markið hjá KA eftir kappanum. Eini Sigl- firðingurinn vann gullið - í stökkkeppni 17-19 ára „Þetta var ansi hörð keppni. Að vísu mistökst Ólafi Björns- syni tvö stökk af þremur en mér mistókst í einu stökki þannig að ég hafði hetur,“ sagði Helgi K. Hannesson frá Siglufirði eftir að hann hafði tryggt sér sigurinn í skíða- stökki á Landsmótinu í flokki 17-19 ára. - Helgi sagðist hafa byrjað að stökkva á stökkskíðum heima á Siglufirði 14—15 ára en áður hafði hann stokkið á svigskíðum í nokkur ár. Við spurðum hann hvað margir æfðu skíðastökk á Siglufirði. „Við erum allt of fáir, því miður. Það eru svona um 10 manns, og við áttum að fara hing- að þrír og keppa í flokki 17-19 ára. Einn komst ekki því hann »Egá möig ár eftir“ „Ég keppti fyrst á Landsmóti 1957 og varð þá unglingameist- ari í skiðastökki. Ég keppti árið eftir, síðan 1960 en það var ekki fyrr en 1965 að ég fór í þetta af krafti,“ sagði Björn Þór Ólafsson að aflokinni skíðastökkskeppni Landsmóts- ins. Þann mann er óþarfi að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Hann hefur um árabil verið fremsti skíðastökkvari okkar og einnig geysilega harður göngumaður, og nú síðustu árin hefur hann unnið að þjálfun og málefnum skíða- manna í Ólafsfirði. Ég hef orðið 10 sinnum ís- landsmeistari í skíðastökki og þar af 9 sinnum í röð sagði Björn Þór er við ræddum við hann að aflokinni stökkkeppninni en hann krækti sér í 2. sætið í þeirri keppni. Ég er ekki nema 43 ára svo það eru enn mörg ár eftir til þess að bæta við titlum,“ bætti kappin við hress í bragði. - Sonur Björns Þórs, Ólafur Björnsson keppti í skíðastökki í flokki 17-19 ára. „Strákurinn hefur æft mjög vel í vetur og sýnt miklar framfarir,“ sagði Björn. „Ég er að vona að þetta deyi ekki út, ekki bara í ættinni, heldur almennt, en skíðastökkið á undir högg að sækja. Við eigum hins vegar enn góða stökkvara, sjáið þið bara Þorvald Jónsson sem er mjög snjall." - Ef hægt er að tala um að keppnisgleðin hafi skinið af and- liti einhvers keppanda á Lands- mótinu þá var það af andliti Björns Þórs. Keppnisgleðin ljómaði á andlitinu og hann vinn- ur hörðum höndum að því að einhverjir verði til staðar til að halda uppi merki Ólafsfjarðar í skíðastökkinu þegar hann leggur skíðin á hilluna. gk- Akureyri. þurfti að fara á sjóinn, annar meiddist á æfingu daginn fyrir keppnina svo ég var eini kepp- andinn frá Siglufirði." - Hvernig stendur á því að skíðastökkið er ekki vinsælla og meira stundað en gert er? „Það er stundum sagt að ísland sé mesta vindrassgat í heimi og það er ástæðan fyrir því hversu erfitt er að stunda þetta hérna. Við búum við þetta og verðum bara að taka því,“ sagði Helgi. Helgi K. Hannesson. Mynd: KGA. Mjög gott mót Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar og for- maður mótsnefndar Skíða- landsmótsins var ánægður með mótið er við ræddum við hann í lok þess. „Ég get fullyrt að þetta hefur verið gott mót og það gekk allt upp samkvæmt áætlun fram á sunnudag en þá urðum við að fresta göngukeppninni vegna hvassviðris. Allar tímaáætlanir stóðust og það gekk allt upp hjá okkur varðandi framkvæmdina eins og við höfðum stefnt að. Ég er því ánægður. Það eina sem ég er óhress með er frammistaða sjónvarpsins. Sjónvarpsmenn frá Reykjavík mættu að vísu á mótið og tóku hér góðar myndir á fimmtudag en síðan ekki söguna meir. Samt voru þeir á svæðinu á föstudag þegar hörkukeppni var uppi í Fjalli en þeir fóru ekki upp að göngubrautinni heldur í bæinn og svo til Reykjavíkur. Ég er mjög óánægður með hvernig sjónvarp- ið afgreiddi þetta mót.“ Feðgarnir Bjöm Þór Ólafsson og Ólafur Bjömsson. Mynd: KGA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.